NT


NT - 07.05.1984, Síða 2

NT - 07.05.1984, Síða 2
Itt' Skotmaðurinn í Danielsslipp: Man óljóst eftir því sem gerðist ■ „Við reyndum bara að halda athygli mannsins við okk- ur á meðan víkingasveitarmenn réðust til uppgöngu án þess að hann yrði þeirra var“, sagði Bjarki Elíasson yfírlögreglu- þjónn þegar NT afíaði hjá hon- um frekari frétta af skotbardag- anum í Daníelsslipp. Þar lét rúmlega þrítugur sjómaður höglum rigna yfír mannfjölda sem dreif að og nærliggjandi hús. Maðurínn var ölóður og man óljóst eftir því sem gerðist. Lögreglunni hefur verið til- kynnt um að minnsta kosti fimm bifreiðar sem skemmdust og um helgina hafa verið teknar skýrslur af fjölda manns sem voru nærri vettvangi. Nokkrir húseigendur hafa tilkynnt um skemmdir á útveggjum af hagl- hríðinni og á einum stað flugu högl í íbúðarhús og brutu þar rúðu. Athygli hefur vakið að víkingasveitir lögreglunnar mættu þá fyrst á staðinn þegar skothríðin hafði staðið í klukku- stund. Að sögn Bjarka Elíassonar var ákvörðun um það að kalla sveitina út tekin eftir að sýnt þótti að venjulegir lögreglu- þjónar gætu ekki bugað mann- inn og ekki var hægt að tala hann til. Á staðnum voru þá allir lögregluþjónar aðalstöðv- arinnár sem voru á vakt og voru sumir þeirra í skotheldum vestum. Erlendur Sveinsson varðstjóri hafði meðferðis haglabyssu sem lögreglan hefur og er allajafna notuð til þess að aflífa særða fugla. Úr brota- járnshrúgu handan við slippinn varðist Erlendur svo manninum og skaut nokkrum skotum í byrðing bátsins þar sem maður- inn stóð. Gægst fyrir húshorn þegar skothríðin stóð sem hæst niður við Daníelsslipp. Haglabyssunni stal maðurinn úr trillu við Grandagarð á föstu- dagsmorguninn og var þá í félagi við tvo aðra menn. Um kvöldið fór hann svo á vettvang og mun þá hafa komið úr húsi í vesturbænum. Hans varð fyrst vart þar sem hann stóð á horni Vestugötu og Framnesvegar. Óstaðfestar fregnir herma að áður en skothríðin hófst hafi maðurinn komið við á bifreiða- stöð í borginni og haft í hótun- um við menn. Maðurinn sem þarna var að verki er rúmlega þrítugur sjó- maður norðan af Skaga. Hann mun vera fráskilinn og sam- kvæmt heimildum NT var þarna á ferð dugandi sjómaður sem til þessa hefur ekki verið þekktur af neinu misjöfnu. Ekkert hefur komið fram í rannsókn lögregl- unnar sem skýrt getur þetta athæfi mannsins og sjálfur man hann óljóst eftir atburðunum en hann var áberandi ölvaður. Ekki er ósennilegt að ölvun hans hafi komið í veg fyrir að NT-mynd Sverrir hann særði nokkurn. í gær hófust yfirheyrslur yfir manninum og var hann úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 20. júní þrátt fyrir kröfu um að vistin stæði til 5. júlí. Haglabyssunni hefur enn ekki verið skilað til réttra aðila heldur er hún enn í vörslu lögreglunnar. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 Sumarbúðir og útilífsnámskeið fyrir 8-12 ára börn á vegum skáta að Úlfljótsvatni. 1.a. 8.júníföstudagur til 15.júníföstudagur 1.b. 15.júníföstudagur tii 22.júníföstudagur 2.a. 25.júnímánudagur til 2.júlímánudagur 2. b. 2.júlímánudagur til 9. júlí mánudagur 3.a. H.júlímiðvikudagur til 18. júlí miðvikudagur 3. b. 18.júlímiðvikudagur til 25. júií miðvikudagur 4.a. 27.júiíföstudagur til 3.ágústföstudagur 5.a 7. ágúst þriðjudagur til 14. ágúst þriðjudagur 5. b. 14.ágústþriðjudagur til 21.ágústþriðjudagur Innritun fer fram virka daga kl. 13-17 í Skátahúsinu við Snorrabraut 60, Reykjavík. Upplýsingar eru veittar í síma 15484 á sama tíma. Ú.V.R. Kúluhúsið í Eyjum: Þrisvar sinnum minni kyndingarkostnaður ■ Kristján Bogason flutti verslun sína, Rafeind, í nýja kúluhúsið s.l. laugardag, en nokkru áður hafði önnur verslun tekið þar til starfa. A efri hæð kúlunnar er hann að innrétta sér stóra og góða íbúð. NT-mynd Ingveldur ■ „Það er nú orðum aukið að kyndingin kosti ekkert. Aftur á móti hefur það komið verulega á óvart hve lítið vatn þarf til að kynda svona stórt hús. Það er um 1.470 rúmmetrar að stærð og hefur aðeins þurft um 3,5 tonn af vatni á sólarhring til að halda því funheitu. Það er svip- uð vatnsnotkun og þarf til að kynda nýleg einbýlishús sem eru um þrisvar sinnum minni að rúmmáli“, sagði Kristján Boga- son, eigandi fyrsta og eina - enn sem komið er - kúluhússins sem byggt hefur verið í Vestmanna- eyjum. Til viðmiðunar má geta þess, að á taxta Hitaveitu Reykjavíkur mundi kynding hússins kosta um 1.600-1.700 kr. á mánuði. Kristján sagðist búinn að kappkynda húsið í tvo mánuði. Mesta kyndingu þurfi venjulega meðan rakinn sé að fara úr nýbyggingum, þannig að líklegt sé að kyndingin muni fremur lækka en hitt. Auk þess sagði hann enn ekki lokið við að einangra efri hæðina. Höfuðástæðu hinnar góðu hitanýtingar taldi Kristján vera byggingarlagið. Hvolfið geri það að verkum að flatarmál útveggja sé miklu minna en í jafn stórum, venjulegum húsum. En einnig sé það vel einangrað - þ.e. með 6 tommu einangrun í öllu húsinu. Þegar Svavarog Friðrik hrundu af stallinum ■ Ummæli sem Morgunblað- ið hafði eftir Friðriki Sóphus- syni, alþingismanni, af fundi á Seltjarnarnesi fyrir helgina, að setja þurfi formann Sjálf- stæðisflokksins á þann stall sem honum beri, vöktu kátínu meðal alþingismanna. Reynd- ar var hér um misritun blaðsins að ræða, því Friðrik sagði að setja þyrfti flokksformanninn á þann stað sem honum bæri. Átti þar við að hann ætti að taka sæti í ríkisstjórninni. En hvað um það. Að þessu var hent gaman, til dæmis á fundi fjárhags- og viðskiptanefndar á föstudagsmorgun. Þegar Friðrik Sóphusson mætti til fundarins voru flestir nefndar- menn mættir og öll sæti upp- tekin. Þorsteinn Pálsson benti Friðriki á borðið og sagði ekki um annað að ræða fyrir hann en að setjast á stallinn, sem Friðrik og gerði. Litlu síðar kom Svavar Gestsson til fund- arins og hlammaði sér á borðið við hliðina á Friðriki með þeim orðum að hann tæki sér sæti við hlið Friðriks á stallinum. En það var meira en stallurinn þoldi því hann hrundi saman með braki miklu og brestum. Sannast enn hið fornkveðna að valt er veraldar gengið. Betra seint en aldrei ■ „Betra er seint en aldrei" segja gamansamir í hópi áhugamanna um húsnæðismál þessa dagana um fyrrverandi félagsmálaráðherra, Svavai Gestsson, sem þykir nú hafa skotið arftaka sínum að stólnum, Alexander Stefáns- syni heldur betur ref fyrir rass. Alexander ákvað í janúar í vetur að skipa nefnd til að kanna húsnæðismarkaðinn/ málin í landinu og fékk þá þegar Stefán Ingólfsson, deild- arverkfr. í Fasteignamati ríkis- ins, til að taka að sér for- mennsku hennar. Stefán var hinn áhugasamasti og hóf strax að heyja sér hugmyndum, upp- lýsingum og öðrum gögnum og festa á blað til undirbúnings fyrir nefndarstörfin. En þótt meira en þrír mánuðir séu liðnir hefur hann hins vegar engar spurnir haft af öðrum samnefndarmönnum sínum og því ekki getað kallað þá saman til fundar enn sem komið er. Gagnasöfnun þessi hefur hins vegar aukið umræður um þessi mál - ekki síst í hópi þeirra sem í þeim eru að vasast vegna starfa sinna eða af áhugan um einum. í gegnum þá um- ræðu hefur Svavar frétt af minnispunktunum hans Stef- áns og bað hann um afrit af þeim til að glugga í. Nú í vikunni gerist það síðan að nýtt þingskjal kemur fram á Alþingi: 690. nefndarálit um frumvarp til laga um Hús- næðisstofnun ríkisins - frá 2. minnihluta félagsmálanefndar - Viðauki. Annan minnihluta félags- málanefndar skipar Svavar Gestsson, fyrrv. félagsmála- ráðherra, og hið fróðlega 690. nefndarálit hans er nær orðrétt punktarnir sem Stefán í Fast- eignamatinu var búinn að taka saman til undirbúnings að störfum í nefndinni hans Alex- anders. Askrifta- i'r sími LlL 86300

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.