NT


NT - 18.05.1984, Síða 23

NT - 18.05.1984, Síða 23
Föstudagur 18. maí 1984 23 Útlönd Ibúar Bikinieyja: „Við viljum fara heim“ ■ Bandaríkjaþing hyllti í gær Mexikóforseta, Miguel de la Madrid, með lófataki. Hann ávarpaði þingið í lok þriggja daga heimsóknar sinnar til Bandaríkjanna, sem lauk í gær. Mexíkóforseti stefnu Reagans hafnar Washington-Reuter ■ Forseti Mexíkó, Miguel de la Madrid, sagði, þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í lok heimsóknar sinnar í gær, að Mexíkóstjórn hafnaði öilum hernaðaráformum í Mið-Amer- íku og þeirri skoðun Reagans að deilur Mið-Ameríkuríkja væru ógnun við öryggi Banda- ríkjanna. Hann sagði að mögu- legt væri að ná friði með samn- ingum. Mexíkóforseti lýsti því einnig yfir að eftir þessa þriggja daga heimsókn til Bandaríkjanna, væri hann í betri aðstöðu nú til að skilja afstöðu Bandaríkja- manna en fyrir hana. Háttsettur bandarískur em- bættismaður sagði að báðir for- setarnir hefðu, meðan á við- ræðum þeirra stóð, komist að því að ósamkomulag þeirra væri ekki eins mikið og þeir hefðu haldið. Hópur margra fyrrverandi háttsettra bandarískra og suður- amerískra embættismann, svo sem Cyrus Vance, Edmund Muskie og Galo Plaza, fyrrv. forseta Equador, hefur birt skýrslu þar sem skorað er á Bandaríkin og önnur Ameríku- ríki að leita sátta. í skýrslunni er skorað á Reaganstjórnina að hætta stuðningi við uppreisnar- menn í Nicaragua og styðja friðartilraunir Kontadora-ríkj- anna. Vasareiknir til að greina hjartaslag Boston-Reutcr ■ í fyrradag var sagt frá því í bandarísku lækna- tímariti að tekist hefði. að búa til lítinn vasareikni, sem auðveldaði læknum mjög að meta hvenær sjúklingar hefðu fengið raunverulegt hjartaáfall en slíkt er oft miög erfitt. Tækið var fundið upp og þróað við Háskóla Californ- iu og því er ætlað að gera sjúkdómsgreiningu lækna á hjartaáfalli öruggari en hún hefur verið hingað til. Þegar sjúklingur kvartar yfir brjóstverkjum er oft erfitt fyrir lækna að greina strax hvort um hjartaáfall er að ræða eða hvort orsök verkjanna er önnur. Við nánari athugun hefur komið í ljós aðimeiraen helmingur þeirra sem læknar hafa sent á gjörgæslu vegna hjartaá- falls, hafa í raun og veru ekki fengið hjartaáfall og um 5% þeirra eru sendir strax heim. Rannsóknir á umræddu tæki við sex sjúkrahús hafa sýnt að með notkun þess hafa læknar getað greint með mun meira öryggi en áður þá sem raunverulega hafa fengið hjartaáfall. Tímaritið, sem birti grein- ina um þetta tæki og tilraun- ir með það, heitir „New England Journal of Medic- ine“. ■ Fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands heldur kveðjuræðu sína á þingi þýskra sósíaldemokrata í gær en hann lætur nú af sæti sínu í framkvæmdastjórn Sósíaldemokrataflokksins eftir aldarfjórð- ungs setu í henni. Símamynd-Polfotu Vestur-þýskir kratar þinga Essen-Reuter ■ Vestur-þýskir sós- íaldemokratar þinga nú í Essen í Vestur- Þýskalandi. Mikill bar- áttuhugur er í hinum 400 þingfulltrúum sem fögnuðu í gær ósigri stjórnar Kohls, sem tókst ekki að fá vestur- þýska þingið til að sam- þykkja lög um sakar- uppgjöf skattsvikara, sem höfðu greitt há fjárframlög til pólit- ískra flokka. Fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Schmidt, hélt kveðjuræðu á þinginu en hann hættir nú þátt- töku í framkvæmda- stjórn flokksins þar sem hann hefur setið í einn aldarfjórðung. I kveðjuræðu sinni hvatti hann flokksbræður sína til að gera átak til þess að ná aftur völdunum úr höndum hinnar íhaldssömu samsteypu- stjórnar sem nú fer með völd í Vestur-Þýska- landi. Þinginu lýkur þann 21. maf. Bandaríkin: Engin efna- vopnafram- leiðsla Washington-Reuter. ■ Reagan beið ósigur í banda- rísku fulltrúadeildinni í gær þegar deildin ákvað að framlengja bann við framleiðslu á efnavopnum í Bandaríkjunum. Reagan hefur nú reynt í þrjú ár að fá þingið til að aflétta banni við framleiðslu á efnavopnum sem var sett á fyrir fimmtán árum í valdatíð Nixons. Demokratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni. Framlenging bannsins við efnavopna- framleiðslu kom í framhaldi af því að í fyrradag samþykkti deildin að leyfa framleiðslu á 15 nýjum MX- eldflaugum en Reagan hafði upp- haflega beðið um leyfi fyrir fram- leiðslu á 40 eldflaugum. ■ Fólk, sem var flutt burt frá Bikinieyju árið 1946 til þess að Bandaríkjamenn gætu gert til- raunir með kjarorkuvopn, krefst þess að fá að flytja aftur til sinna fyrri heimkynna. Það getur ekki flust heint núna vegna þess að geislavirkni er ennþá talin svo á Bikini, að fólki stafi hætta af. Fólkið krefst þess því að Bandaríkin flytji geislavirkan jarðveg í burt og komi eyjunni aftur í það horf sem hún var í aður en tilraunirn- ar með kjarnorkuvopn hófust þar. Fulltrúar íbúa frá Bikini minntu umheiminn á kröfur sín- ar í fyrradag með mótmælum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í fyrradag þar sem þeir ungu þjóðsöng sinn á sínu eigin máli. Árið 1969 gerðu Bikinibúari sem nú munu vera 1000 talsins, i tilraun til að nema land á heimaslóðum sínum að nýju en þeirri tilraun lauk árið 1978 þegar rannsóknir sýndu að geislavirkni var þar enn mjög mikil. Hlutlaus nefnd vísinda- manna hefur áætlað að hægt sé að gera Bikini aftur byggilega með hreinsunaraðgerðum sem myndu kosta u.þ.b. 60 milljónir j dollara.. Það er mikil kaldhæðni örlag- anna að heimurinn skuli nú að mestu hafa gleymt hinni upphaf- legu Bikini þótt nafn eyjarinnar hafi fest við ákveðna tegund sundfata. Ástæðan fyrir því mun vera sú að skömmu eftir fyrstu tilraunir Bandaríkja- manna með vetnissprengju, sem var einmitt gerð á Bikini, var haldin tískusýning í París þar sem sundföt í tveimur hlutum voru sýnd í fyrsta skipti. Blaða- menn stóðu á öndinni og einn þeirra hafði á orði að þetta væri bara alveg eins og á Bikini og" átti hann þá við að hin nýju sundföt væru heimsfrétt á borð við vetnissprengju Bandaríkja- nafnið Bikini við sundfötin en fiestir gleymdu eyjunni og íbú- um hennar. (Byggt á Reuter og fleiri i heimildum) Vestur-Þýskaland: Strangar reglur um bíla- mengun Bonn-Reuter ■ Ríkisstjórn Vestur- Þýskalands hafnaði í gær tillögum nefndar á vegum Efnahagsbandalagsins um að ekki skyldi herða reglur um mengun frá útblæsætri| bifreiða fyrr en árið 1995. Þýska stjórnin sagist telja að ekki mætti dragast mikið lengur að setja reglur um mengun enda cru þýskir skógar nú þegar hætt komnirl vegna mikillar mengunar, og sumir segja að Svarti skógur sé að deyja. Þjóð- verjar hafa því ákveðið að setja mjög strangar reglur um leyfilegt blýmagn í út- blæstri bifreiða þegar árið 1986 þótt slíkt þýði mikinn kostnað fyrir bílaframleið- endur og ntuni hækka bensínverð. Þjóðverjar segjast vona að aðrar Evrópuþjóðir muni fylgja fordæmi sínu og setja strangar mengunarreglur hið fyrsta. Reglur þær sem Þjóðverjar hyggjast setja um leyfilegt blýmagn í útblæstri eru byggðar á svipuðum reglum og þegar gilda í Bandaríkjunum. Til sölu Toyota Crown dísel. Ekinn 114.000 km. Upplýsingar á Bílasölu Sambandsins sími 91- 39810 og 91-39328. Takið eftir Eigum nokkur notuð leiktæki (borðspil). Gott verð, einstök greiðslukjör. LEIKVAL = UMBOÐS & HEILDVERSLUN Sími31575

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.