NT - 24.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. maí 1984 13 Vettvangur ¦ ... „Ég held að menn verði að gera sér í þessu efni grein fyrir staðreyndum, hvort sem þær eru óþægilegar eða ekki." að réttlætanlegt er að birta fúkyrðaraðir og hreina hugar- óra vanstillts geðs manna á borð við Ásgrím. Hins vegar gengur hann svo langt, að halda því fram, að hagsmunir ímyndaðra vina minna og kunningja vegi svo þungt, að ég sé tilbúinn til að fórna í þeirra stað lífi bjargarlítilla sjómanna í neyð. Hvílík viður- styggð. Ef allt væri með felldu, ætti auðvitað að kæra slíkan ritsóða umsvifalaust. En svo viti firrt er slíkt tal, að ég tel það miklu fremur vera verk- efni læknisfræðinnar en dóm- stóla. ðll grein Ásgríms í DV, 4. maí s.l., er samansafn af skít- ugum orðaleppum ómerk- ingsins, sem hvergi eiga sér nokkurn stað í því sem ég sagði í margnefndum ræðustúf mínum. Ásgrímur talar um „strákslega framkomu", „ábyrgðarleysi", „ósmekkleg- ar aðdróttanir", „yfirgengileg orð", „vesalings alþingis- menn", „að rakka niður störf þessara manna og annarra starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar lífs og liðinna...." og svo framvegis. Ekkert þessara orðaleppa og fullyrðinga er rökstutt með einum eða öðrum hætti, hvað þá heldur að hann geri tilraun til að finna þessum orðum stað með því að vitna til ummæla minna á nokkrum stað, enda ekki hægt. Orðum hans „raka- lausar fullyrðingar og þvætting" er þar með vísað heim til föðurhúsanna, jafnvel þó það sé borin von, að hann skilji nokkuð af þeim ogþaðan af síður að hann sé líklegur til að gera tilraun til að skammast sín fyrir óþverraskapinn. Þessi „ógæfumaður", svo notað sé eitt snyrtiyrðið, sem hann slettir úr klaufunum, sem ber mér öll þessi ósköp á brýn, gat vitað ef hann vildi, að ég hef lengi haft áhuga á því, að gæslan hefði almennilegar vélar, vel búnar tækjum, sem sinnt geti meiri gæslu fyrir sama fjármagn. Auk þess gat hann vitað, að ég lagði'auðvit- að til að gæslan fengi burðuga þyrlu til björgunarstarfa í þeirri nefnd um gæsluna, sem ég á sæti í. Þar á ofan hefði þessi „ógæfumaður" getað leitað sér upplýsinga um, að sá maður sem hann eys auri sínum, hefur verið sjómaður mikinn hluta sinnar starfsæfi á öllum árstím- um við hvers konar veiðar, bæði á Islandsmiðum og við aðrar stiendur. Ég hef verið afar heppinn sjómaður, með afbragðsmönnum, en það er Ijóst að á svo löngum sjó- mannsferli er engin leið að komast hjá því, að verða vitni að allskyns óhöppum beint eða óbeint, þótt þau skip sem ég hafi verið á hafi losnað við allt slíkf. Maður sem alinn er upp í sjávarplássi (Vestmanna- eyjum) og á sjómannsheimili verður ekki sakaður um að leggjast gegn öryggi sjófar- enda. Sá sem gerir það, er fífl. Hvað ber að gera? Jón Helgason fjárbóndi í Kirkjubæjarhreppi og ráð- herra gæsluflugsins sagðist í ræðu sinni treysta því, að nefnd gæslunnar veldi í flug- vélamáíunum hagkvæmasta og besta kostinn. Þetta leyfði ég mér að efast um, og vitnaði til fyrri reynslu. Kannski hafa þessi orð farið fyrir brjóstið á þessum herramönnum og fleirum, hins vegar rökstuddi ég mitt mál. Sannleikurinn er sá, að ófremdarástand ríkir nú í þess- um efnum hjá gæslunni. Fokkervélin er stór og mikil, en hún er svo gott sem tækja- laus, að minnsta kosti til leitar. Breyting á þeirri vél.sem fylgir fullkomnum tækjabúnaði er mjög dýr og borgar sig engan veginn, en nýr Fokker með öllum búnaði kostar 10 millj. dollara, sem eru um 300 mill- jónir. Fjármagnskostnaðurinn einn kostar ca. 2000 dollara á flugtíma, fyrir utan allt hitt. Það er della. Það sem þarf og á að gera er að kaupa eina burðuga þyrlu, ég er viss um, að báðar þær tegundir, sem mest er rætt um nú, eru hin vönduðustu tæki, en um kaup á slíku tæki á ekki að ræða við sölumenn, heldur fá hlutlausa sérfræðinga til að dæma um, en áður en það er gert, þarf að skilgreina, hvert verkefni tækinu er ætlað. Það sem á að gera er að selja Fokkerinn, sem nú fæst ágætis verð fyrir og kaupa minni vél. Ég hef til dæmis í huga á- ,kveðna vél, sem flýgur 75% hærra en Fokkerinn, flýgur hraðar, er þægilegri í snúning- um, auðveldara og þægilegra er að fljúga, lendir á næstum hverjum flugvelli á landinu, og kostar miklu minna. í slíkri vél mætti t.d. hafa SLR (síde looking radar), 1R/ UV leitartæki, LORAN (og/ eða GNS) staðsetningartæki allt fyrir miklu minna fé, (og auðvitað með öllum þæg- indum). EF við veljum þennan kost, má auka fluggæslu um að minnsta kosti helming eða þrefalda fyrir sama fé, o.s.frv. o.s.fr......., en fjármagnið er takmarkað. Ég held, að menn verði að gera sér í þessu efni grein fyrir staðreyndum, hvort sem þær eru óþægilegar eða ékki. Alþingi 20.maí 1984 Garðar Sigurðsson Umrædd grein Skugga sem Guðmundur er að svara. „Þetta er stórkostlegt," sögðu þeir. „Hvernig fer þessi litla þjóð að því að byggja allar þessár virkjanir og dýru dreifi- línur um þetta stóra land? Þið eruð eins og eitt úthverfi í Hamborg. Hvernig fer þessi litla þjóð að því að reisa hafnír um allt land og halda hér uppi heilbrigðis- kerfi á heimsmælikvarða með sjúkrahúsum um allt land og tækjabúnaði og sérfræðingum til að lækna flesta viðráðanlega sjúkdóma? Hvernig fer þessi litla þjóð að því að halda uppi dýru menntakerfi með kennslu í háskóla í greinum sem aðeins ríkar þjóðir heims geta kennt?" Þannig rigndi yfir mig spurn- ingunum. - Vill einhver reyna að svara? Engin þjóð hefur sennilega lifað aðra eins uppbyggingu og kjarabót frá stríðslokum og íslendingar. En auðvitað hefur þetta kostað sitt. Geysidýrt dreifikerfi og stofnlínur og söluskattur og jöfnunargjald á raforku skýra mikið af raforku- verðinu. Af hverju kemst Alusuisse upp með....? Spurt er af hverju Alusuisse kemst upp með að greiða hér rétt um helming af gangverði raforkuíáliðnaðiíheiminum. Svar er: 1) Alusuisse hefur samning sem gildir í 10 ár enn og var upphaflega til 25 ára. 2) Samningar standa yfir um að fá þetta orkuverð hækkað. Órkuverðið er nú 9.5 mills eða svipað og meðalverð í Noregi en meðalverð í Evrópu er um 14.5 mills og mun hærra verð en í Bandaríkjunum. 3) Samningum verðum við að breyta með samningum. Einhliða riftun samning- anna við Alusuisse mundu skaða okkur mjög um langa framtíð. Skýring: Viðerum nú að reyna að efla orku- frekan iðnað í landinu. Til þess verðum við að iaða til samstarfs ýmis erlend stór- fyrirtæki. Erlend fyrirtæki fjárfesta ekki hér þúsundir milljóna ef þau geta ekki treys't því að samningar standi og þeim sé aðeins breytt með samningum. Einhliða riftun samn- ingsins við Alusuisse gæti því stöðvað frekari þróun orkufreks iðnaðar í land- inu. 4) Við þurfum á samvinnu við erlenda aðila að halda við orkufrekan iðnað í framtíð- inni. Heildarskuldir íslend- inga eru nú um 1300 m eða um 60% af þjóðartekjum. Álver við Eyjafjörð gæti kostað um 600 m og það mundi nota orku frá Fljóts- dalsvirkjun og Sultartanga- virkjun semsamanlagtkosta um 360m. Heildarfjárfesting íþessu einu er því um 960 m. Slík lántaka yrði íslendingum um megn og mundi líka stöðva nær alla lántöku til annarra hluta. Því er sam- vinna við útlendinga nauð- synleg. 5) Margt bendir til að samn- ingurinn við Alusuisse yrði okkur hagstæður að þeim viðræðum loknum sem nú standa yfir. Skýrslur sanna að samningurinn við Alus- uisse hefur ekki valdið hærra orkuverði til almenn-' ings. Að lokum Breytingin á Tímanum er að mörgu leyti mjög góð. Þeir menn sem að henni stóðu hafa unnið þrekvirki og eiga þakkir skildar. Það er mín von og ósk til NT að hann feti ekki í fótspor Þjóðviljans og Dagblaðsins með órökstuddar dylgjur og árásir á nafngreinda einstakl- inga. Það er enginn vandi að ráð- ast á aðra og níða þá niður, að ekki sé talað um undir dul- nefni. Hitt er vandi að halda sér heilum í þessum sundraða heimi öfganna og gefa út ábyrgt og gott blað- sem líka selst - á tfmum þegar enginn les neitt vel, en allir hratt og illa. 1 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)' og Þórárinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setníng og umbrot: fæknideild NT. Prentun: Blaftaprent hf. Sambúð Flugleiða og f lugmanna ¦ Það er ekki ílyrsta sinn nú, að það kemur í ljós, að sambúð flugmanna og stjórnenda Flugleiða er ekki eins og vera skyldi. Til þess má vafalaust rekja ýmsa árekstra, sem hægt hefði verið að afstýra, ef sambúðin hefði verið í lagi. Að einhverju leyti kann þetta að stafa af vissri sérstöðu beggja aðila. Flugleiðir verða að keppa á alþjóðlegum vettvangi og skapar það þeim eðlilega aukið aðhald í rekstri, þar sem samkeppnin er mjög hörð milli flugfélaganna. Flugmenn hafa einnig sérstöðu umfram margar aðrat stéttir. Starfsaldur þeirra verður oft skemmri en annarra, þar sem fullnægja verður ýmsum skilyrð- um, sem ekki er krafizt af öðrum, t.d. í sambandi við heilsufar. Öryggi flugfarþega gerir vissar kröfur í sambandi við vinnutíma og ýmsa starfsaðstöðu flugmanna. Allt þetta krefst gagnkvæms skilnings og góðvildar af hálfu beggja aðila. í deilu þeirri, sem staðið hefur undanfarið milli Flugleiða og flugmanna, virðist þessa ekki hafa gætt nægilega. Almenningsálitið snerist á móti flugmönnum þegar þeir „veiktust" snögglega og samtímis eftir samþykkt gerðardómslaganna. Þessi veikindi stóðu sem betur fer ekki lengi og eftir það hófust sáttaumleitanir undir forustu sátta- semjara ríkisins. Um skeið virtust góðar horfur á, að samkomulag næðist, en það brást. Að þessu sinni virðist hafa strandað á forustu Flugleiða vegna kröfu um breytingu á vinnutíma, sem flugmenn töldu sér óhagstæða bæði af persónulegum ástæðum og örygg- isástæðum. Áreiðanlega finnst mörgum að forusta Flugleiða hefði ekki átt að láta stranda á þessu fyrst samkomulag virtist fengið um önnur atriði. Sennilegast er líka, að gerðardómur leiði þetta atriði hjá sér, þar sem það getur snert flugöryggið. Slík afskipti hans gætu líka reynzt svipuð því og að hella salti í sárið. Af deilu þessari virðist ótvírætt mega álykta, að mikilvægt sé fyrir Flugleiðir, að sambúð forráða- manna þeirra og flugmanna batni. Hér þarf stöðuga samvinnu og samráð. Það er áreiðanlega mjög til athugunar, að hér verði fylgt því fordæmi samvinnuhreyfingarinnar að fulltrúar frá starfsmönnum fái sæti á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétti. Sú skipan mála hefur yfirleitt reynzt vel, þar sem fiún hefur komizt á. Friðjón Sigurðsson ¦ Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður orðin nokkur breyting, sem vekja mun eftirtekt þeirra, sem hafa komið þar. Sá maður, sem hefur jafnt með embættislegri og alþýðlegri framgöngu sett sérstakan svip á þingið um 40 ára skeið, verður þar ekki lengur. Hans verður saknað þótt ágætur maður og frægur verði kominn í hans stað. Hér er átt við Friðjón Sigurðsson, sem verið hefur starfsmaður þingsins í 40 ár, þar af í 28 ár sem skrifstofustjóri. Friðjón Sigurðsson hefur unnið starf sitt af mikilli skyldurækni. Hann hefur gætt mikils aðhalds í reícstrinum, svo að sumum hefur fundizt nóg um, enda almannarómur, að við brottför Friðjóns muni kostnaðurinn aukast. Hitt er ekki minna vert, að hann hefur verið eins konar hæstiréttur þingmanna í sambandi við laga- gerð. Úrskurðar hans hefur verið daglega leitað um þingtímann varðandi ólíklegustu lögfræðileg efni. Hann og Ólafur Ólafsson fulltrúi háfa verið þing- mönnum ómetanlegir í þessum efnum. Alþingi stendur vissulega í mikilli þakkarskuld við Friðjón Sigurðsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.