NT - 24.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 24
líl' Fimmtudagur 24. maí 1984 24 Útlönd Friðarrannsóknar- stofnun í Kanada ¦ Kanadamenn undirbúa nú stofnun fríðarrannsóknar- stöðvar og hafa í undirbúningi .síiiuin slcoðað friðarrannsókn- arstöðvarnar í Stokkhólmi og London. „Friðarstofnun" þessi kom til umræðu í desember síðast- liðinn, meðan Trudeau var í heimsreisu sinni þar sem hann kyrinti hugmyndir sínar tengd- ar friðarviðræðum. Friðarumleitanir Trudeau's voru mjög áberandi í kanad- ískum fjölmiðlum síðastliðinn vetur, en grannar Kanada- manna, Bandaríkjamenn sýndu þeim lítinn áhuga. Lagði Trudeau áherslu á að ná til „meðal-stórra ríkja," en ekki risaveldanna. Utanríkisráðherra Kanada, Allan MacEachen, flutti frum- varp um stofnun Friðarstofn- unarinnar og er búist við að það nái fram að ganga fyrir þinglok. Kim II Sung í Sovétríkjunum Moskva-Reuter. ¦ Forseti Norður-Kóreu, Kim II Sung, kom til Moskvu í gær eftir sjö daga iestarferð með Síberíuhraðlestinni. ¦ Allan MacEachen utanrík- isráðherra Kanada. ¦ STRÍÐSHÆTTAN á Persaflóa hefur magnazt við það, að írakar hafa hert árásir á skip, sem flytja íranska olíu frá Kargeyju, sem er helzta olíuútflutningshöfn írans. Á þann hátt hyggjast þeir lama lran efnahagslega. Stjórn írans hafðí hótað að svara þessu með því að loka Hormuzsundi og stöðva þann- ig alla olíuflutninga frá írak og ríkjunum, sem liggja að Persa- flóa. Þetta myndi verða þungt áfall fyrir Vestur-Evrópu, Jap- an og mörg ríki í þriðja heimin- um, en minna fyrir Bandarík- in. Enn.hafa íranir ekki gripiq til þessa ráðs, en í staðinn hafið árásir á skip, sem flytja olíú frá Kuwait og Saudi-Arabíu. íranir hóta að halda þessum árásum áfram, nema Araba- ríkin við Persaflóa hætti fjár- hagslegum stuðningi við írak, en án þessa stuðnings gæti írak ekki haldið styr jöldinni áfram. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Persaflói og umhverfi hans sem hann hafði sjálfur gert við írönsku keisarastjórnina. Hann hugðist notfæra sér að íran væri í sárum eftir bylting- una. Sú von hans brást og nú Styrjaldarbálið magnast á Persaflóa vegna eins manns Örþrifaráð Saddams Hussein til að bjarga eigin skinni Ráðamenn Arabaríkjanna við Persaflóa hafa stutt írak vegna þess, að þeir óttast Khomeini meira en Saddam Hussein, einræðisherra íraks, þótt þeim sé samt ekkert um hann. Þess vegna eru þeir treg- ir til að hætta stuðningi við hann. Þeir óttast, að röðin komi að þeim, ef Khomeini tekst að flæma Hussein frá völdum. Leiðtogar þessara ríkja hafa hins vegar ekki um marga kosti að velja. Þeir hafa tak- markaða getu til að veita olíu- flutningaskipum hernaðarlega vernd á Persaflóa. Þeir vilja ógjarnan þiggja hernaðarlega aðstoð Bandaríkjanna en vafa- laust er hún til reiðu, ef þeir vilja þiggja hana. Það hefur verið stefna leið- toga þessara ríkja að ganga ekki til bandalags við risaveld- in. Þeir óttast m.a. að það gæti orðið vatn á myllu Khomeinis. Honum yrði eftir það auðveld- ara að æsa almenning í þessum ríkjum gegn valdhófunum. Af ýmsum ástæðum óttast þeir ekki minna að verða þannig felldir innan frá en með beinni hernaðarlegri árás. k ÞAÐ HEFUR verið yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar, að hún myndi beita hervaldi til að halda Hormuzsundi opnu, ef íranir reyndu að hindra sigling- ar um það. Margir sérfræðingar hafa dregið í efa, að Bandaríkin væru hernaðarlega fær um þetta, þótt þau hafi mikinn' flota á hafinu utan Hormuz- sunds. Vandi Bandaríkjanna er ekki sízt mikill vegna þess, að þau hafa hvergi herstöðvar á landi í nánd við stundið. Ekkert af þeim ríkjum, sem eru við Persaflóa, hafa viljað leyfa þeim herstöðvar á landi, þegar það er undanskilið að Oman hefur leyft þeim afnot af flugvöllum vegna flutninga, en þeim er ekki heimilt að koma upp herbækistöðvum þar og þeir mega ekki gera árásir þaðan. Allar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna yrðu því að fara fram af skipum. Mikill bandarískur floti, m.a. flug- vélamóðurskip, hefur safnast saman í námunda við sundið og virðist reiðubúinn til að- gerða, ef þörf krefur. Af hálfu bandarískra hern- aðaryfirvalda er viðurkennt, að hernaðaraðgerðir verði miklum erfiðleikum háðar, ef þær eiga eingöngu að byggjast á skipum og flugvélum frá þeim. Aðstaða á landi þurfi að fást, ef sæmilegur árangur eigi að nást. Eins og áður segir hefur ekkert Persaflóaríki viljað veita slíka aðstöðu af ótta við hefndaraðgerðir írana. í Florida er verið að þjálfa Saddam Hussein einstaka orrustusveit, sem hægt er að senda á vettvang með tveggja sólarhringa fyrir- vara og er þá treyst á, að íeyfi fáist til millilendingar í Mar- okkó og Egyptalandi. Miklu lengri tíma mun taka, ef senda þyrfti fjölmennan landher til Persaflóa. Orðrómur hermir, að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt stjórnum umræddra Araba- ríkja, að hún sé tilbúin að veita olíuflutningaskipum þeirra hernaðarlega vernd á Persa- flóa, ef hún fái í staðinn bæki- stöðvar á landi. Enn mun ekkert þessara ríkja hafa léð máls á þessu. Frá sjónarmiði þeirra gæti þetta enn magnað stríðshætt- una á Persaflóa. Hvernig myndi t.d. Bandaríkjastjórn svara því, ef íranir gerðu loft- árásir á þessar stöðvar? Geta Bandaríkin þá komizt hjá því að gera árásir á íran? í Bandaríkjunum myndi þessi íhlutun Bandaríkjanna varðandi átök á Persaflóa vafa- lítið sæta mikilli gagnrýni. Þannig hefur Gary Hart lýst yfir því, að hann sé algerlega andvígur því að Bandaríkin taki að sér að verja Hormuz- sund. Þetta kæmi líka enn síður til greina, ef Vestur-Evr- ópuríkin taka ekki þátt í þess- ari aðgerð, sem aðallega yrði gerð vegna þeirra. EINS og þessi mál standa nú, er ekki nema ein leið vænleg til að stöðva aukna stríðshættu í sambandi við ol- íuflutningana í Persaflóa. Þessi leið er sú, að reynt verði til hins ýtrasta að koma á sáttum milli Iraks og írans., Þar eru hins vegar margir þröskuldar í veginum og mest- ur sá, að íranir gera það að ófrávíkjanlegu skilyrði, að Saddam Hussein verði vikið frá völdum. Að vissu leyti er þetta ekki óeðlileg krafa. Það var Sadd- am Hussein, sem hóf styrjöld- ina, og rauf með því samning hefur stríðsgæfan snúist þannig við, að íranir virðast orðnir sigurvænlegri, þótt það geti tekið sinn tíma að leiða styrj- öldina til lykta. Til þess að reyna að afstýra ósigri íraks og falli sjálfs sín, hefur Saddam Hussein gripið til þess örþrifaráðs að reyna að kveikja styrjaldarbál á Persa- flóa og draga Bandaríkin þannig inn í styrjöldina við Iran. Það verður vart sagt, að friðarvonir séu vænlegar undir þessum kringumstæðum. Sitthvað bendir þó til þess, að friður sé ekki útilokaður, ef Saddam Hussein yrði rutt úr vegi. íranir hefðu þá fengið aðalkrófu sinni framgengt. Ýmislegt gæti bent til þess, að íranir væru að bíða eftir falli Husseins. Þeir hafa enn ekki hafið þá stórsókn, sem þeir hafa lengi boðað og undir- búið. Þeir hafa ekki tekið því illa að setjast að samninga- borði, ef ný stjórn kæmi til valda í írak. Saga styrjaldarinnar milli ír- aks og írans og átakanna, sem nú er að magnast á Persaflóa, sýnjí glöggt, að einn ofstækis- maður, sem kemst í valdasæti, getur orðið bæði valdur að styrjöld og komið í veg fyrir að friður sé.saminn. Slíkt ástand ríkir enn í heiminum, að friðurinn er ekki tryggari en þetta. Rússar tóku feikivel á móti þessum kóreska einvaldi sem hefur ekki komið í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í ein 20 ár. Háttsettir sovéskir embættismenn tóku á móti Kim á brautarstöðinni í Moskvu og þaðan var honum ekið til Kremlar þar sem forseti Sovét- ríkjanna, Konstantin Chern- enko, tók á móti honum. Norður-Kóreumenn hafa aldrei tekið afstöðu í deilum Kínverja og Sovétmanna þótt þeir hafi lengstum haft betri tengsl við Kínverja. Sovétmenn gera sér þess vegna miklar vonir um að heimsókn Kim II Sung til Moskvu verði til að auka tengsl Norður-Kóreu við Sovétríkin. Það er t.d. ekki ólíklegt að Sovétmenn leggi hart að Kim II Sung að hann hætti við að senda norður-kóreskt lið til Olympíu- leikana en Norður-Kóreumenn hafa enn ekkert gefið upp um fyrirætlanir sínar í þeim málum. Þeir hafa að vísu rætt nokkuð við Suður-Kóreu um möguleik- ann um að senda sameiginlegt lið frá Kóreu en þær viðræður virðast hafa runnið út í sandinn. Vafalaust reynir Kim að fá Sovétmenn til að auka efna- hagsaðstoð sfna við Norður- Kóreu þar sem stór her og ör iðnvæðing hefur reynst erfið fyrir efnahag landsins. Hann mun sjálfsagt einnig reyna að fá Sovétmenn til að leggja blessun sína yfir að Kim Jong II verði ríkisarfi í Norður-Kóreu en Kim Jung II er sonur Kim II Sungs. Rússar hafa hingað til verið tregir til að styðja með opinber- um yfirlýsingum það að Kim Jung II taki við af föður sínum þar sem þeim hefur þótt slíkt minna einum of mikið á fornar keisaraættir. Eftir heimsóknina til Moskvu mun Kim halda áfram ferð sinni til annarra Austur-Evrópu- landa, þ.á.m. Póllands og Júg- óslavíu. Ekki er vitað hvers vegna Kim flaug ekki til Moskvu held- ur kaus að ferðast með lest þangað. Sumir erlendir frétta- skýrendur hafa velt því fyrir sér hvort Kim sé kannski lofthrædd- ¦ Þessi mynd var tekin fyrr í þessum mánuði af Kim 11 Sung, forseta Norður-Kóreu, og Hu Yaobang, aðalritara Kommún- istaflokks Kína þegar sá síðar- nefndi var í opinberri heimsókn til Norður-Kóreu. Kínverjum er greinilega mikið í mun að halda góðu sambandi við Norður-Kóreu og þess vegna heimsótti Hu Yaobang N-Kór- eu skömmu áður en Kim lagði af stað til Moskvu til að Ieggja áhersiu á að ferð hans þangað myndi ekki spilla góðum tengsl- um Kínverja við Norður-Kóreu-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.