NT - 24.05.1984, Blaðsíða 15

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 15
Fímmtudagur 24. mai 1984 15 "S__ Ríkisstyrkt rokktónlist? Þrátt fyrir árangur bæði. Kuklsins og Mezzoforte þá virðist almenn tilhneiging til að tala um lægð í íslensku poppi núna, eftir stutt grósku- tímabil. „Að mínu mati erum við að sigla inn í annað tímabil eins og var fyrir ísbjarnarblús- inn, með undantekningum, eins og Ikarus og Oxmá- hópnum," segir Friðrik Ind- riðason gagnrýnandi á DV. „Það virðist vera blindgata sem poppið stefnir í. Nú eru menn búnir að missa foringjann, Bubba, og á meðan ekki kem- ur upp nýr foringi, þá má búast við hálfgerðu volæði." Friðrik talar einnig um að lítill hljóm- grunnur sé hér fyrir úrkynjun- artónlist eins og Boy George og hans líkum. Fyrirmyndir verði því ekki sóttar til út- landa, eins og gerðist í ný- bylgjusprengjunni. Jónatan Garðarsson segir: „Það er erfitt að sjá hvað á eftir að gerast, hvort eigi eftir að koma upp sterkar einingar. það eru ýmsar bjartar blikur á lofti, eins og Pax Vobis, sem lofar góðu, og fleiri bönd, sem hafa ekki fengið tækifæri. Plötuverð hefur einnig lækkað, og á eftir að lækka meira, og það hlýtur að hafa jákvæð áhrif," . Viðmælendur mínir töluðu mikið um hve þröngur íslenski markaðurinn væri. Hér yrðu menn fljótt spilaleiðir, væru stöðugt að spila fyrir sama fólkið. Það væri algjör for- senda að stefna að árangri erlendis. En það er hægara sagt en gert, eins og kemur fram í því að Mezzoforte er önnur hljómsveitin frá Norðurlönd- unum sem nær inn í lista í Bretlandi. Hin var ABBA. Bara-flokkurinn hefur enga möguleika á breskum markaði vegna þess að þar er svo mikið af böndum á sömu línu. Örlítil vonarglæta hefur komið frá Norðurlöndunum, í samstarfi um norrænar rokkhátíðir og mögulegu norrænu samstarfi um útvarpsþætti með rokk- tónlist.- Hvað er þá til ráða? Greini- legt er að þroskamöguleikar íslensks popps eru að verða litlir á meðan ekki er betur búið að tónlistinni. Gunn- laugur Sigfússon segir: „Maður hefur orðið var við að það er fullt af strákum farnir að spila á hljóðfæri. Þetta fyrirbæri, bílskúrshljómsveitir, virtist vera aflagt um tíma, en er komið aftur. Þetta eru krakkar sem eru tilbúnir að æfa sig áður en farið er af stað og básúnað sig út." Hvað- verður um þetta fólk? Jóhann G. Jóhannsson hjá SATT talar mikið um að efla samstöðu meðal poppara og að þeir standi saman um sinn félagsskap. „Menn ættu að geta farið út í þetta eins og hvert annað starf, með tryggð starfskjör og örugg laun. Eins og nú er eru aðstæður niður- drepandi." Asmundur Jónsson segir: „í Danmörku, Frakklandi og víð- ar eru stofnanir sem fá peninga á fjárlögum til að styrkja rokk- músík. I Danmörku hefur ver- ið tekin sú ákvörðun að veita peningum til að byggja upp grundvöllinn. Pentngum er veitt í músíkblöð og í staði sem bjóða upp á lifandi tónlist. Peningum er veitt til þess að hljómsveitir geti spilað ein- hversstaðar, og til að einhver umfjöllun sé um það sem er að gerast. Égtel rokktónlist alveg jafnréttháa klassískri tónlist, sem fær árlega miklar fjárhæð- ir. Rokktónlist ætti líka að fá styrki. Anhað er úrelt sjón- armið." Taka má undir þessi orð með Ásmundi. Á meðan illa er búið að rokktónlist hér á landi hlýturmenningarhelgi landsins að vera veik fyrir. Framleiðsla á innlendri rokktónlist, þeirri tónlist sem helst höfðar til ungs fólks hlýtur að vera nauð- syn til að sporna á móti gífur- legum straumi erlendrar fram- leiðslu. Að vísu hefur hlutur innlendrar framleiðslu í plötu- sölu haldist óbreyttur um ára- bil, eða 30%, en eins og nú horfir með þróun nýrrar rokk- tónlistar og aðstöðu fyrir hana virðist geta farið svo að það hlutfall lækki. Það virðist vera fullreynt að innlend popptón- íist ber sig ekki, en það gera heldur ekki leikhús, klassísk tónlist og flest önnur menning- arstarfsemi. Rokkmúsík er jú menning eða hvað? ysti vottur sveita 1\ imilVIIEIl býður handhœgar og öflugar hreinsivél- ar með innbyggðum sápuskammtara og dælu sem sýgur vatn (220-230 V 3. fasa og 1. fasa) 0 Með þeim mám.a. % Hreinsafjós % Uða dauðhreinsiefnum % Hreinsa vélar og tæki % Sandblása % Kalka % og margt fleira Vélar og sýnikennsla á staðnum - Fylgi- búnaður í úrvali. Háþróuð v-þýsk framleiðsla Upplýsingabeiðni ? Ég hef áhuga. Vinsaml. hringið ? Sendið mér bækling. Nafn Heimili Sími _ Söiu- og þjónustuumboð: RAFVER HF. SKEIFAN3E 108 REYKJAVÍK SÍMI: 82415

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.