NT - 30.05.1984, Qupperneq 6
Tjón vegna kalda
sumarsins í fyrra
kemur í
■ „Sumarið í fyrra var bæði
kalt og blautt og þessar plöntur
voru mjög illa undir veturinn
búnar. Riðusveppur hafði herj-
að á þær og komið í veg fyrir
þroska, en vegna vætu var ekki
hægt að úða fyrir honum. Meg-
inástæðan er því vanþroski
vegna riðusvepps sem gerði
þessar plöntur vanbúnar fyrir
veturinn“, sagði Pétur N. Ólafs-
son í Gróðrastöðinni en þar
eyðilögðust nær 10.000 birki-
hríslur nú í vor.
Pétur kvaðst ætla að fram-
leiðsluverðmæti þessa væri um
200 til 300 þúsund. Birkið var
þriggja ára og hefði átt að fara
á markað í vor sem limgerðis-
plöntur. Söluverðmæti hefði
orðið nokkru meira, en þá átti
bæði eftir að flokka þær og
vinna á ýmsan hátt sagði Pétur.
Auk riðusveppsins hefur ann-
ar sveppasjúkdómur herjað á
plönturnar en báðir eiga þeir
það sameiginlegt að herja fyrst og
fremst á ungar plöntur. „Þetta
kemur sér illa því nú er mjög
mikil limgerðissala, en við bæt-
um okkur þetta upp með því að
læra af þessu og reynum að
koma í veg fyrir að svona geti
hent aftur“, sagði Pétur að
lokum.
Miðvikudagur 30. maí 1084 6
■ Það sem eftir var af 10.000 birkihríslum voru þessar plöntur sem
eigandinn virðir hér fyrir sér í Gróðrastöðinni Mörk við Stjörnugróf.
Síðasta sumar var kalt og rigningasamt og því tókst ekki að verja
plönturnar fyrir ríðusvepp sem herjaði á þær.
NT-mynd Róbert.
■ Hópmynd af útskrifuðum úr FS vorið 1984.
Fyrstu tækniteiknararnir úr
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
■ Áttunda starfsári og sextándu
önn í Fjólbrautaskóla Suðurnesja
lauk með skólaslitaathöfn í
Grindavíkurkirkju laugardaginn
19. maí. 57 nemendur luku námi á
önninni: 2 flugliðar, 2 tækniteikn-
arar, 13 nemar af tveggja ára
námsbrautum, 17 iðnnemar og 23
stúdentar. 32 luku námi í desem-
bermánuði og hafa því alls
brautskráðst 89 skólaárið 1983-
1984. Alls hafa 609 lokaprófs-
skírteini verið gefin út, þar af 200
til iðnnema og 210 stúdentspróf-
skírteini.
Jón Böðvarsson, skólameistari,
afhenti prófskírteini, en Helgi Ei-
ríksson, kennari, afhenti verðlaun
sem að þessu sinni voru óvenju
mörg. Þorvaldur Árnason af eðl-
isfræðabraut hlaut verðlaun fyrir
frábæra árangur á stúdentsprófi,
Gunnar Valdimarsson hlaut verð-
laun Iðnaðarmannafélags Suður-
nesja fyrir besta árangur í fag-
greinum í iðnnámi og afhenti Ey-
þór Þórðarson þau.
■ Tveir fyrstu tækniteiknararnir, sem útskrífast úr skólanum. Jón
Böðvarsson tekur í höndina á Sturlaugi Björnssyni, sem jafnframt
er kennari við FS. Fyrir aftan hann stendur Inga Harðardóttir frá
Akureyri.
Pressan
á plötu
■ Steinar h/f boðuðu nýlega
til blaðamannafundar í Hljóðríta
í Hafnarfirði í tilefni af því að
brátt kemur út 100. platan sem
fyrirtækið gefur út. Viðstaddir
voru þeir listamenn sem fram
koma á plötunni, en það eru
þeir Sumargleðimenn. Auk
plötunnar með Sumargleðinni
er nú verið að vinna þrjár aðrar
plötur sem Steinar munu gefa
út, plötur með HLH, Pax Vobis
og Kikk.
Blaðamenn þeir sem mættir
voru voru umsvifalaust settir í
að syngja viðlag í einu lagi
plötunnar, ásamt með þeim
Bessa Bjarnasyni, Þorgeiri Ást-
valdssyni, Hermanni Gunnars-
syni og Ómari Ragnarssyni.
■ Blaðamenn, meðlimir í Sumargleðinni og fleiri syngja saman
inn á plötu.
Viðlagið var í hinum alkunna
Sumargleðistíl, sem margirtelja
vera það lægsta sem íslensk
tónlist hafi náð á undanförnum
árum, en aðrir telja létt og
skemmtileg lög engum til tjóns.
Víst er að blaðamaður fór
niðurbrotinn maður af fundin-
um.
Samtals tekur rúmlega 8 daga
að spila allar hundrað plötur
Steina, efmiðaðervið venjuleg-
an átta stunda vinnudag. Meðal
þess efnis er gæðapopp eins og
plötur Bara flokksins, Spilverk
þjóðanna og Utangarðsmenn,
frábært jassrokk Mezzoforte og
þjóðlegt popp Stuðmanna. Ættu
aílir að finna eitthvað við sitt
hæfi í útgáfuefni Steina h/f.
Bolvíkingar
á leikferð
umVestfirði
Frá Finnboga Kristjánssyni,
ísafirði.
■ Leikfélag Bolungarvíkur
sýnir nú leikritið „Finnur
karlinn“ eftir Edward Usben-
ski. Leikritið var meginframlag á
vordögum í Bolunarvík, nýlega
og var sýnt tvisvar fyrir fullu
húsi. Einnig hefur leikritið verið
sýnt í Súðvík fyrir troðfulli húsi
og við góðar undirtektir.
Nú ferðast Bolvíkingár
með sýninguna og var hún
færð upp á Súgandafirði á laug-
ardaginn og síðan aftur á Bol-
ungarvík á sunnudag. Á upp-
stigningardag verður leikritið
sýnt á Patreksfirði og um kvöld-
ið á Bíldudal. Leikstjóri er Svan-
hildur Jóhannsdóttir.
■ Úr uppfærslu Leikfélags Bolungarvíkur á „Finni karlinum"
eftir Edward Usbenski. NT mynd Finnbogi Krístjánsson.
Upplýsingar í síma 91-78597
Til sölu
Ford Cortína 1600 árg. ’74
Styrkveitingar Menningarsjóðs
■ N ýlega var úthlutað styrkj um
úr Mennignarsjóði og hlaut
Árni Björnsson, tónskáld,
stærsta hluta þeirra, 35 þúsund
krónur til tónverkaútgáfu. Þá
hlutu átta listamenn svokallaða
dvalarstyrki, þau Guðrún Á.
Símonar, óperusöngvari, Guðr-
ún Svava Svavarsdóttir, mynd-
listarmaður, Gunnar Kvaran,
sellóleikari, Haukur J. Gunn-
arsson, leikstjóri, Hildur Hák-
onardóttir, listvefari, Jón úr
vör, skáld, Sigríður Ella Magn-
úsdóttir, óperusöngvari og
Steinunn Sigurðardóttir, skáld.
Að sögn Helgu Þorsteinsdótt-
ur, konu Árna Björnssonar,
tónskálds, verður styrkurinn
notaður til útgáfu á sönglaga-
heftinu með sönglögum eftir
Árna. Árni Björnsson á að baki
tólf útgáfur af tónverkum auk
tveggja hljómplatna og hundruð
tónverka á handritum.
Formaður blikkara
■ Á aðalfundi Félags Blikk-
smiða, fyrr í þessum mánuði,
var kjörinn nýr formaður félags-
ins. I framboði voru þeir Kristj-
án Ottóson, fráfarandi formað-
ur, og Einar Gunnarsson. Hlaut
Einar 39 atkvæði en Kristján
35. Aðrir á lista formannsins
fráfarandi drógu framboð sín til
baka.
Athugasemd
■ í frétt NT á dögunum um
færeyska bátinn Birita, tók blaða-
maður það upp hjá sjálfum sér að
titla Ólaf Sigurðsson, bónda á
Svínafelli, formann björgunar-
sveitarinnar Frama. Hvort tveggja
er rangt. Björgunarsveitin heitir
Kári og Ólafur er ekki formaður.
Eru viðkomandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.