NT - 30.05.1984, Side 13
Mið vikudagur 30. maí 1984 1 3
Kjöt og fiskur Seljabraut 54 Rvík Melabúóin Hagamel 39 Rvik Mikligarður við Holtaveg Rvík Vörumarkaðurinn Eiðistorgi seltjarnarn. Þingholt Grundarstíg 2a Rvík
98.000.000 170.000.000 10.000.000 14.500.000 6.600.000
1 1 . 000 4.600 1.100 4.600 1.100
460 4 1 5 240 43
40 20 20 20 20
30.000 20.000 800 400 <10
lykt óeölileg eðlilegt eðlilegt eðlilegt eölilegt
5.85 6,50 5,90 6,30 6,60
ófuilnæqiandi ófullnæqiandi fullnægjandi ófullrwgjandi fullnægjandi
■ Það virðist vera líflegur gerlagróður í kæliborðunum.
bendir mikill heildargerlafjöldi
til að um of gamla vöru sé að
ræða.
Alitof mikill fjöldi kóligerla
reyndist vera í fjórum sýnum,
eða meira en 10.000 kólígerlar
pr. gr. í öðrum sex sýnum var
fjöldi kólígerla á bilinu 1.000-
10.000 gerlarpr. gr. semeinnig
er of hátt. Saurkóligerlar fund-
ust í sjö sýnum í einhverju
mæli, þar af meira en 2.000
gerlar pr. gr í einu þeirra.
Tilvist kóligerla í matvælum
gefur til kynna mengun sem
ýmist er af sauruppruna eða
frá umhverfinu. Þeir benda
einnig til hugsanlegrar meng-
unar af völdum sjúkdómsvald-
andi gerla og sem eru tengdir
saur manna og dýra. Það skal
þó tekið fram, að í þeim 19
sýnum sem hér um ræðir fund-
ust ekki sjúkdómsvaldandi
gerlar. Kóligerlar geta þar að
auki vaxið í sumum matvælum
og valdið óæskilegum breyt-
ingum á bragði og útliti. Kóli-
gerlahópurinn samanstendur
fyrst og fremst af tveimur
stofnum, Escherichia cóli
(saurkóligerlar) sem er fyrst
og fremst upprunninn frá inn-
yflum manna og dýra og Enter-
obacter aerogenes, sem er úr
plönturíkinu (þó einstaka sinn-
um úr innyflum).
Flestar tegundir stafylo-
kokka geta vaxið og myndað
eitur sem er mjög hitaþolið í
mörgum tegundum matvæla.
Pessa gerla má mjög oft finna
í húð manna og slímhimnum í
nefi og munni. Talið er að
30-50% heilbrigðra einstak-
linga beri þessa gerla með sér
og matareitranir af þeirra völd-
um má einmitt oftast rekja til
smitbera sem vinna við mat-
vælaframleiðslu. Gera verður
ráð fyrir að þessir gerlar séu til
staðar í mörgum matvælum
(aðallega kjöti og kjötafurð-
um) í einhverju magni, en
engin hætta er á matareitrun á
meðan fjöldi þeirra helst lágur.
Það er ekki fyrr en fjöldinn
hefur náð nokkrum milljónum
gerla í hverju grammi, að nægi-
legt eitur nær að myndast til að
geta orsakað matareitrun. í
rannsókninni hér fundust þess-
ir gerlar ekki nema í mjög
takmörkuðum mæli. í tveimur
sýnanna er fjöldi reduser, clos-
tridia allt of mikill. Gerlar
þessir eru grómyndandi og
hitaþolnir og sumar tegundir
þeirra t.d. clostridium perfrig-
ens eru jafnframt matareitrun-
argerlar. Það ber að taka fram
að þessi tegund reyndist ekki
vera í neinu sýnanna. Tilvera
gerla af clostridium ættinni
gefa tilefni til að ætla að hrein-
læti við vinnsluna hafi ekki
verið sem skyldi.
Lokaorð
Rannsókn þessi beindist
einkum að því að kanna hvern-
ig hráefni notað er í þessa vöru
og hvort hreinlæti sé ábóta-
vant. Niðurstöðurnar eru með
öllu óviðunandi. Nauðsynlegt
er að heilbrigðisyfirvöld, sem
fram til þessa virðast hafa veitt
söluaðilum mjög takmarkað
aðhald, taki þessi mál fastari
tökum. Það er með öllu óvið-
unandi að neytendum sé boðin
matvara sem er með það mik-
inn gerlavöxt vegna aldurs og/
eða slæmrar meðhöndlunar að
það stórrýri geymsluþolið og
orsaki slæma eða óeðlilega lykt
og bragð af vörunni.
Að sögn eins verslunareig-
anda er ástæða til að ætla að
verslanirnar eigi ekki sök á
þessu einar. Víða um land eru
starfandi sláturhús þar sem
aðstæður eru með öllu ófull-
nægjandi, en hafa þó fengið að
starfa á undanþágu frá heil-
brigðisyfirvöldum.
Að lokum leggur Neytenda-
félag Reykjavíkur og nágrenn-
is áherslu á að það hyggst
halda slíkum rannsóknum á-
fram síðar.
Athugasemdir með töflum
Eflirtaldar reglur gilda hjá Hollusluvernd
rikisins við gerlafræðilegt mat á hráum
kjötvörum:
Flokkur A Flokkur B Flokkur C
Fullnægjandi Gallað Ofullnægjandi
1. Gerlafjöldi v/30°C allt aö 10 millj 10-50 millj. 50-100 millj.
2. Kóligerlafjöldi allt aö 1000 1.000-10.000 10.000-20.000
3. Saurkóligerlafjöldi alltaðlOO 100-1.000 1.000 ogyfir
4. Stafylokokkar alltaö 100 100-1.000 l.OOOogyfir
Flokkur A: a) Kannsóknarliður Nr. 1 er með meiri c) Kannsöknarliður nr. 4 er með fleiri
Fullnægjandi gerlafneililega, þegar allir gerlafjölda en 50 milljónir og telst þá stafylokokka en 1000, en þá sýna niöur-
rannsöknarliöir eru innan þeirra marka varan hafa mjög lítiö geymsluþol. stöður mikla hættu á svkingu eða eitrun
sem segir í Flokki A, eða ef einn rannsókn- b) Kannsóknarliðir nr. 1,2 og 3 eru allir vegna nevslu vörunnar.
arliður fellur undir Flokk B. innan þeirra marka sem segir í Flokki Algengustu tölur um pH (sýrustig) eru:
Flokkur B: B, eða þegar rannsóknarliðir 2 og 3 eru Kjötfars 6.00-6.50
Gallad gerlafrædilega, þegar tveir rann- hver fvrir sig innan þeirra marka sem
soknarliöir eru innan þeirra marka sem segir í Flokki C, en þá sýna niöurstööur i i9ivi<ii9 unrTTuu
segir í Flokki B. mikla inengun hráefna eða mikla
Flokkur C: mengun (lélegt hreinlæti) í vinnslu eða
Ofullnægjandi gerlafrxðilega, þegar meðferð vörunnar.
rai
iVív
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
86300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 25 kr.
Áskrift 250 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent ht.
Um róg og
sanngirni
■ í gær var einn merkasti sonur íslands,
stjórnmálamaðurinn Ólafur Jóhannesson, bor-
inn til hinstu hvílu. Eins og títt er um slíka
menn stóð oft mikill styr um Ólaf og var þá á
stundum óvönduðum meðölum beitt af and-
stæðingum hans. Það helst oft í hendur að því
merkari sem maðurinn er, því ómerkilegri
verða vopn andstæðinga hans. Eða eins og
Jóhannes Nordal komst að orði í einni hinna
fjölmörgu eftirmælagreina um Ólaf Jóhannesson
í gær: „En þótt íslendingar hafi fáa vammlausari
menn átt á okkar dögum, fékk hann ekki öðrum
fremur frið fyrir þeim, sem gjarnast er að vega
menn með rógi og getsökum.“ Því miður eru
þetta sannindaorð.
Að reyna að vega sanna menn með slíkum
vopnum er hins vegar vanhugsað, því þeir munu
ævinlega í tímanna rás koma út úr baráttunni
sem meiri menn en áður. Saga Ólafs Jóhannes-
sonar sýnir það gleggst.
Ekkert íslenskt dagblað er saklaust af því að
beita slíkum vinnubrögðum að einhverju marki.
Ekkert íslenskt dagblað er syndlaust í þessu
efni. Og ekkert íslenskt dagblað hefur efni á að
kasta fyrsta steininum. Dæmin eru því miður
sorglega mörg.
Enda þótt NT leggi áherslu á harðan og
krefjandi en þó hlutlausan fréttaflutning, leggur
blaðið jafnframt áherslu á sanngirni jafnt í
fréttum sem stjórnmálaskrifum. Hafi einhvern
tímann verið troðið á sanngirnissjónarmiðinu á
síðum NT, hlýtur blaðið að harma slíka yfirsjón.
Hér er sérstaklega átt við þau greinaskrif í
NT, sem fylgdu í kjölfar sextugsafmælis Jóhann-
esar Nordals og fólu í sér ósæmiíegar getgátur
varðandi hugsanlega gjöf frá svissneska álfélag-
inu í því sambandi. Slíkar dylgjur eru óréttmæt-
ar og ber að harma.
Vonandi vill hvert íslenskt dagblað hafa sann-
girni að aðalsmerki. Engu hefur þó tekist slíkt
og allra síst blaði allra landsmanna, Morgun-
blaðinu. Að blaðið telji sig hafa efni á að kasta
fyrsta steininum er með ólíkindum. Hver man
ekki eftir dylgjunum gagnvart þremur íslending-
um, sem áttu að hafa tengst ósæmilega njósnar-
anum Treholt? Hver man ekki eftir dylgjunum,
sem beitt var gegn Gunnari Thoroddsen á sínum
tíma eða hinum ófyrirleitnu árásum á hendur
Samvinnumönnum? Hvar var sanngirni þá?
Að hafa sanngirnissjónarmiðið í heiðri er
ótvírætt aðalsmerki. Að játa á sig ósanngimi er
eitthvað enn meira. Það er manndómur og það
ættu þeir Morgunblaðsmenn að hafa í heiðri.