NT


NT - 30.05.1984, Side 27

NT - 30.05.1984, Side 27
Miðvikudagur 30. maí 1984 27 Norræna sundkeppnin af stað á ný ■ Föstudaginn 1. júní hefst í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi Norræna Sund- síðan 1972 og mun Sundsam- keppnin 1984(200 m). Erþetta band íslands reyna að gera þessa keppni hina veglegustu. V I samvinnu við Rauða Kross íslands, Slysavarnarfélag íslands, Radíóbúðina, sem mun lána tölvur til aðstoðar við Italningu, og Sól hf. mun Sund- sambandið veita verðlaun þeim br oftast synda. Auk þess gefst fólki kostur á að kaupa merki keppninnar sem eru afar smekkleg. Keppninni verður startað á fjórum sundstöðum í Reykja- vík samtímis og verða ýmsir kunnir kappar fengnir til að hefja keppnina ásamt sem flest- um íslendingum. í þessari keppni verða Fær- eyingar með í fyrsta skipti sem sjálfstæð þjóð og mega íslend- lingar búast við harðri keppni. ■ Á ársþingi Badminton- sambands íslands sem haldið var síðastliðinn laugardag var Vildís K. Guðmundsdóttir kosin formaður sambandsins, en fráfarandi formaður Gunnsteinn Karlsson gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Aðrir í stjórn voru kosnir Sigríður M. Jóns- dóttir, Magnús Jónsson, Sigfús Ægir Árnason og Sif Friðleifsdóttir. tæ Dunlop-mótið í golfi: Magnúsvann 3. árið í röð ■ 14. Dunlop golfmótið var haldið á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Alls tóku um 71 keppendur þátt í mótinu, en leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Sigurvegari í keppni án for- gjafar varð Magnús Jónsson GS á 148 höggum. Er þetta í þriðja sinn í röð sem Magnús vinnur þetta mót. í öðru sæti varð Sigurður Pétursson GR á 153 höggum og þriðji varð Sigurður Sigurðsson GS á 155 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Kristín Pétursdóttir GK á 141 höggi, en Magnús Jónsson varð annar á 142 höggum. Guð- mundur Ingvarsson GG varð þriðji á 142 höggum. Mjög vegleg verðlaun voru í keppninni og einnig aukaverð- laun. Sigurður Sigurðsson fékk aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 5. og 13. holu, en hún gengur undir nafninu Bergvík. Pá fékk Pétur Salmon auka- verðlaun fyrir teighögg á 36. holu, en hann sló 230 metra upphafshögg. ■ John McEnroe - talinn bestur allra karltennisleikara í heiminum. Geturöðun Alþjóðatennissambandsins: John McEnroe talinn bestur ■ John McEnroe er besti karltennisleikari heims, ef marka má nýútgefinn getulista Alþjóðatennissambandsins. Besti kventennisleikari heims er landi McEnroe, tékknesk- ættaða stúlkan Martina Navrat- ilova. Svíinn Mats Wiland er fjórði á Iistanum yfir 20 bestu karltennisleikarana, en landi hans Henrik Sundström er tólfti. Svíinn Anders Jarryd er fimmtándi, en þar með eru Norðurlandabúar á listanum yfir 20 bestu karltennisleikara heims upptaldir. Engin val- kyrja frá Norðurlöndum er á lista yfir 20 bestu tennisleikara heims í kvennafólkki. Listinn yfir 20 bestu í karlaflokki er þannig: 1. John McEnroe, Bandar. 2. Ivan Lendl, Tékkósl. 3. Jinum Connors, Bandar. 4. Mats Wilander, Svíþjóð 5. Jimmy Arias, Bandar. 6. Yannick Noah, Frakkl. 7. Andres Gomez, Equador 8. Jose Higueras, Spáni 9. Eliot Teltscher, Bandar. 10. KevinCurran, Bandar. 11. Guillermo Vilas, Arg. 12. Henrik Sundström, Sví. 13. Jose-Luis Clerc, Arg. 14. Johan Kriek, Bandar. 15. Anders Jarryd, Sví. 16. Thomas Schmidt, V-Þýs. 17. Juan Aguilera, Spáni 18. Bill Scanlon, Bandar. 19. Sandy Mayer, Bandar. 20. Vitas Gerulaitis, Bandar. 20 bestu tenniskonurnar eru: 1. Martina Navratilova, Bandar. 2. Chrís-Evert Lloyd, Bandar. 3. Hanna Mandlikova, Tékkósl. 4. Pam Shríver, Bandar. 5. Andrea Jaeger, Bandar. 6 Kathy Jordan, Bandar. 7. Zina Garrison, Bandar. 8. Jo Durie, Bretl. 9. Wcndy Trunbull, Bandar. 10. Bonnie Gadusek, Bandar. 11. Kathy Horvath, Bandar. 12. Helena Sukova, Tékkósl. 13. Manuela Maleeva, Búlg. 14. Barbara Potter, Bandar. 15. Sylvia Hanik, V-Þýs. 16. Andrea Temesvarí, Ungv. 17. Lisa Bonder, Bandar. 18. Claudia Kohde, V-Þýs. 19. Carling Bassett, Kan. 20. Ivanna Madruga-Ossess, Arg. Eyjamenn sluppu með skrekkinn ■ Skaliagrímur Borgarnesi og Vestmannaeyingar spiluðu í Borgarnesi í annarar deildar keppninni í gær og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Það voru heimamenn sem höfðu undirtökin í leiknum í fyrir hálfleik og skoruðu þá tvö mörk. Pað voru þeir Björn Jónsson sem skoraði úr víta- spyrnu og Garðar Jónsson sem gáfu Sköllunum sanngjarna forustu í hléi. I síðari hálfleik jafna Eyjamenn með mörkum Þórðar Hallgrímssonar og Sig- urjóns Kristjánssonar. Borg- nesingar voru óheppnir að skora ekki í síðari hálfleik því þeir áttu til þess færi. Eyja- menn sluppu því með skrekkinn. (BÍ lá í hörkuleik ■ Njarðvíkingar unnu ísfirð- inga í hörku baráttuleik í Njarðvíkum í gær með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn var mikill baráttuleikur og áttu bæði liðin dágóð færi en sigur Njarðvíkinga þó sanngjarn. ísfirðingar voru fyrri til að skora og var þar að verki Guðmundur Jóhannsson með hörkuskalla eftir aukaspyrnu. Eftir að hafa fengið á sig mark fóru heimamenn að spila og var Freyr Sverrisson potturinn og pannan í því. Guðmundur Sig- hvatsson jafnaði úr þröngri stöðu og síðan skorar Haukur Jóhannsson með skalla eftir snilldar sendingu Freys. Sævar hetja Völsunga ■ Pað var 16 ára nýliði, Sævar Geirfinnsson, sem var hetja Völsunga er þeir sigruðu Tindastól frá Sauðárkróki í annarri deild í gær með þrem mörkum gegn engu. Sævar sá um að skora öll mörk Völsunga og var þeirra besti maður. Sæv- ar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og síðan eitt úr víta- spyrnu er ein mínúta var til loka leiksins. Spilað var á grasvellinum á Húsavík og höfðu Völsungar töluverða yfirburði eins og markatalan gefur til kynna. Völsungar virt- ust í góðu skapi yfir að fá að spila á grasinu og léku við hvurn sinn fingur, en þó enginn eins og pilturinn efnilegi Sævar Geirfinnsson sem nú hefur skorað fjögur mörk í annarri deild og geri aðrir betur. KS nýtti færin betur ■ KS frá Siglufirði sigraði Víði Garði í leik liðanna á Siglufirði í gær með þremur mörkum gegn engu og annars jöfnum leik það voru þó heima- menn sem nýttu færi sín og náðu að skora þrjú mörk. Þar voru að verki þeir Sævar Guð- jónsson sem skoraði í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá bættu Þorgeir Reynisson og Hörður Júlíusson við mörkum og gulltryggðu sigur Siglfirð- inga. Leikurinn var nokkuð vel spilaður og áttu Víðismenn ekki minni þátt í spilinu en það eru mörkin sem gilda og þau gerðu KS-menn. Ársþing HSÍ: Jón Hjaltalín kosinn f ormaður ... -i_ nr \/;Wr.rccr\n na Inn I-I Karlwn „ Á ársþingi Handknattieikssam- bands íslands sem haldið var um síðustu helgi var Jón Hjaltalín Magnússon kjor- inn formaður sambandsins. Jón sigraði Pétur Rafnsson með 61 atkvæði gegn 51. í stjórnina með Jóni voru kjörin eftirfarandi: Friðrik Guðmundsson, fráfarandi formaður HSÍ, Helga Magn- úsdóttir, Davíð Sigurðsson, Rósmundur Jónsson, Björg Guðmundsdóttir, Ingv- ar Viktorsson, og Jón H. Karlsson. Fyrir í stjórninni voru Kjartan Stein- back, Þórður Sigurðsson og Karl Harry Sigurðsson. Á þinginu var samþykkt sú tillaga að landsliðsþjálfari gæti ekki verið þjálfari félagsliðs. Gæti þetta valdið HSI vand- ræðum því Bogdan Kowalczyk hefur verið endurráðinn þjálfari Víkings næsta keppnistímabil og hvað gerist í því máli veit enginn. Budd hljóp 1500 ábestatímaársins ■ Zola Budd, hlaupastúlkan frá Afr- íku sem fékk breskan ríkisborgararétt svo sögulega fyrir nokkru, hljóp mjög vel í Cumbran í Wales í fyrrakvöld. Budd hljóp á nýju heimsmeti unglinga í 1500 metra hlaupi. og um leið besta tíma sem náðst hefur í 1500 metra hlaupi kvenna á þessu ári. Þessi árangur er Zolu mjög í hag, til að komast í ólympíuiið Breta fyrir leikana í Los Angeles. Budd hljóp á 4:04,39 mín., og er það 1,63 sek. betra en heimsmet v-þýsku stúlkunnar Birgit Friedmann í unglinga- flokki, sem sett var árið 1978. Önnur í hlaupinu var breska stúlkan Lynne McDougall, sem hljóp á 4:10,80 mín. Budd, sem hljóp berfætt eins og hún er vön sagði eftir hlaupið: „Ég er hissa á að hafa unnið svo auðveldlega, ég einbeitti mér að því að hlaupa eins hratt og ég gat gegn vindinum, ég er ánægð.“ Zola Budd hefur stefnt að því til þessa að komast í lið Breta á 01. og keppa í 3000 metra hlaupi. Hún virðist víðar geta keppt. REYKJAVÍK Aðalfundur Aðalfundur Hafskips hf. verður haldinn föstudaginn 1. júní í salarkynnum Domus Medica v/Egilsgötu. Fundurinn hefst kl. 17:00 Stjórn Hafskips hf. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér atkvæðaseðla og aðgöngukort er send vorú út með fundarboði. Aðgöngukortin afhendist við innganginn. V

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.