NT - 12.06.1984, Síða 8
Þriðjudagur 12. júní 1984
w
að Ingibjörgu
■ Vegna yfirlýsingar nokk-
urra íliúa á Oldugranda 3, sem
NT birti nýlega, þess efnis aö
Ingibjörg Hafberg, sem lögregl-
an braust inn hjá á dögunum,
stæöi fyrir hávaðaframleiöslu,
vil ég biðja blaðið að koma
eftirfarandi á framfæri:
Ég bjó um alllangt skeið í
santa stigagangi og Ingibjörg og
varð aldrei íyrir neinu ónæði af
hennar völdum. Ég hef rætt
þetta mál við flesta íbúa stiga-
gangsins, þar á meðal fólkið
sem bjó í íbúðunum fyrir ofan
Ingibjörgu og neðan og voru
allir mér sammála um þetta.
Með bestu kveðju og þökk
fyrir birtinguna.
Gunnar Jakobsson
Bráðhress
andi grín
Guðrún Árnadóttir hringdi:
■ „Mig langar til að þakka
bréfaskiptin þeirra Gylfa og
húsmóður, svona grín er bráð-
hressandi fyrir sálina. Bréf
stúlknanna 5 virtist vera í örlítið
meiri alvörutón, en greinilega
hefur engin þeirra hugmynd um
hvað alvöruheimilishald er. Það
er sko ekki neitt sumarfrí aö
vera húsmóðir, og konur geta
ekki hætt að taka þátt í lífsbar-
áttunni, þótt þær hætti að vinna
fyrir lágu laununum sínum.
Því þegar við yfirgefum
vinnumarkaðinn og fylkjum liði
til eldhúsanna tökum við vinn-
una með okkur heim, en hrædd
er ég um að launin verði eftir.
Og þá getur koniið að því að við
söknum lágu launanna, og finn-
ist að þau hafi verið skárri cn
engin. Þá má líka búast við að
stofnanir og fyrirtæki, sent nú
vcita önnum köfnu nútímafólki
þjónustu, dragi santan seglin,
því þjónusta og vinnsla og alis
konar störf ntunu aftur flytjast
inn á heimilin. Og það er þjóð-
hagslega hagkvæmt, því hús-
mæður eru mjög ódýr vinnu-
kraftur - og þurfa aldrei frí.
En fyrst karlmenn eru betur
fallnir til vinnu en konur, hvers
vegna ættu þeir þá ekki að vinna
heimilisverkin, sem hljóta þó
að teljast í erfiðari kantinum í
okkar læknivædda samfélagi".
Hið dæmda fjölskyldulíf
Þjóðlcikhúsið: MILLl
SKINNS OG HÖRUNDS eft-
ir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikmynd: Grétar Reynisson.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs-
son. Forsýning á listhátíð.
■ Aldrei fór það svo að ckki
kæmi íslenskt leikrit á svið á
leikárinu sem eitthvert bragð
er að. Milli skinns og hörunds
er kannski ekki frumlegt verk,
og brotalamir eru í því, en það
er frá hendi höfundar býsna
lifandi leiktexti scnt tókst með
köflum að gæða ágengu lífi í
meðförum Þjóðleikhússins á
föstudagskvöld.
Ólafur Haukur hefur hér
samið verk um fjölskylduhel-
víti. Þetta er tískuviðfangsefni
og gengur aftur í Itverju leikriti
af öðru sem maður sér þessi
misseri, í misjöfnum búningi
eins og vænta ntá. Síðast var
það Fjöregg Svcins Einarsson-
ar, smekklega skrifað en nokk-
uð dauflegt leikrit úr lífi betri
borgara þar sem fjölskyldan
hefur gliðnað í sundur án þess
nokkur bót verði á ráðin eða
nokkrir áþreifanlegir valkostir
settir. Ólafur Haukur leiðir
fram fólk sem stendur einu
þrepi neðar í þjóðfélagsstigan-
um: það er allt grófara, hömlu-
lausara, en niðurstaðan hin
sama, - rofin tilfinningatengsl,
hafi þau nokkurn tíma nokkur
verið. I báðum leikritunum
verður eldri sonur hússins geð-
veikur. Og niðurstaðan sú
sama: rústir, niðurdrepandi
samfélag sem skilar af sér sál-
arlausum mönnum, ófærum til
mannlegs samneytis sem það
nafn má gefa.
Annars er ekki ætlunin að
fara út í samanburð á þessum
leikritum, þá mætti raunar
leiða fram fleiri verk. En allt
ber þetta að sama brunni, sem
sé þeim að fjölskyldulíf sé á
hörmulegri braut, og að baki
hillir undir þjóðfélag sem tætir
manneskjuna sundur, gerir
hana þæga leikbrúðu í því
samspili þar sem einn kúgar
annan, en kerfisófreskjan alla.
Það kentur ekki á óvart að
lcikrit Ólafs Hauks er næsta
bölsýnt vcrk. Hér er ekki einu
sinni látin sjást tlöktandi von-
artýra eins og í Fjöreggi Sveins
Einarssonar.Nýjasta skáldsaga
Ólafs, Vík milli vina, er þrúg-
uð af sömu bölsýni. Og aðferð
höfundar er keimlík í sögu og
leikriti: hrjúft raunsæi í orð-
ræðum og atvikum. Írónía höf-
undar nær sér að vísu aldrei á
nógu mikið flug til að rista
sundur tómleikann og leiða í
Ijós þjáninguna að baki, en
hún er þó nógu hvöss til aö
spretta á og hefur nægilegt
jarðsamband við kunnuglegan
veruleik til að áhorfandinn
kippist við.
Leikritið er í tveim þáttum
sem heita hvor sínu nafni:
Milli skinns og hörunds og
Skakki turninn i Písa. Hvor
um sig gæti staðið sjálfstæður,
að minnsta kosti sá fyrri, enda
hefur hann verið fluttur sér.
Seinni þátturinn gerist tvcim
árum síðar og fjallar um sömu
fjölskyldu. Húsbóndinn Sig-
urður er rustamenni, kann
ekki að sýna tilfinningar nema
þá með löðrungi, kúgar konu
og börn en er sjálfur þrúgaður
af söntu óhamingjunni. Konan
Ásta reynir í lengstu lög að
brciða yfir allt eins og eigin-
kvenna er siður en brotnar að
lokum undir farginu. Svo eru
synirnir: Böðvar hefur verið í
Kaupmannahöfn, er skilinn
við konu og barn og kemur
heim dæmdur fyrir fíkniefna-
smygl. í seinni þættinum hefur
höfundur losað sig við hann
inn á geðveikrahæli. Hinn
bróðirinn, Haddi loftpressu-
maður, býr með Gógó og er á
leið inn í sama helvíti og faðir
hans, þótt um stund horfi svo
í seinni hluta að listin geti
bjargað honum. - Sem skop-
lcga hliðstæðu dregur höfund-
ur inn systur Ástu, Höllu og
Guðmund mann hennar, svo
og hina alvitandi nágranna-
konu Jónu. Þetta eru skrípa-
fígúrur en fullvel þekkjanleg-
ar: Halla lifir á umhugsun um
sjúkdóma og ógæfu annarra.
Guðntundur rífst við svila sinn
um bílategundir, það atriði var
bráðfyndið.
í seinni þættinum er teflt til
úrslita um Hadda úr því að
Böðvar er glataður. Hann er
nú tekinn að búa nteð Gógó og
á með henni eitt barn. Þá er
það að listakonan Gunnur, á
næstu hæð fyrir ofan, keniur
inn í líf hans og virðist um sinn
ætla að leysa hann úr Iæðingi,
koma honum í myndlistar-
skóla, svo að einhverja hæfi-
leika hefur drengurinn þótt
þess hafi lítt gætt. En æ, -
Gógó er þá ólétt t annað sinn;
faðirinn kallar Hadda til sín,
þeir tveir eiga að verða veiði-
menn og kúga kerlingar sínar,
frelsi þeirra kostar kúgun ann-
arra. Á brúðkaupsdaginn gerir
Haddi vanmáttuga uppreisn,
að vísu í veiðimannsbúningi, -
en skakki turninn í Písa sent
Gunnur fræddi hann um verð-
ur auðvitað aldrei nema
draumsýn. I þessunt heimi er
ekkert rúm fyrir skakka turna.
Leikstjóri og leikendur hafa
lagt augljósa alúð við þetta
verk eins og oft gerist unt
íslensk leikrit. Sviðið er stíl-
■ Það voru mistök að eyðileggja stríðsminjarnar í Öskjuhlíðinni
Mistök að
eyðileggja
stríðsminjarnar
Fallegar stúlkur
Kæru ritstjórar
■ Ég les alltaf síðuna með
fræga fólkinu. Hún er ansi góð.
Þegar ég fór til Englands í fyrra
sá ég blað (ég man ekki hvað
það heitir) og framarlega í
blaðinu er alltaf mynd af fallegri
stúlku. Oftast eru þær í litlum
sem engum fötum. Getur NT
ekki tekið þetta upp? Ég er viss
um að margir karlmenn hefðu
gaman af að sjá fallega stúlku í
blaðinu sínu.
Þ.H.
Jóhann Þórhallsson hringdi:
H Ég er mjög óánægður með
þær framkyæmdir sem nú er
unnið að í Öskjuhlíðinni. Þarna
er verið að eyðileggja stríðs-
minjar sem hafa sögu að geyma.
Þetta er friðað svæði og að mínu
viti á það að vera þáttur í sögu
þjóðarinnar að varðveita þessar
ntinjar. Öskjuhlíðin er útivistar-
svæði borgarbúa og gömlu
sprengjubyrgin gera það fjöl-
breyttara og því er missir að
þeim, til dæmis fyrir krakka
sem hafa gaman af því að skríða
inn í þessi byrgi og skoða þau.
Fyrst og fremst eru þetta stríðs-
minjar sem greina frá því sem
gerðist í stríðinu og einnig það,
er hluti af íslandssögunni. Því
er það hörmulegt að nú er verið
að sprengja byrgin.
fært að nútíðarhætti, hvítur
geimur, mikill á dýptina, og á
að undirstrika ófrjósemi fjöl-
skyldulífsins. Stílhrein mynd,
en ég get ekki séð hvers vegna
svo realísku verki erekki feng-
in samsvarandi leikmynd. En
„hljóðmynd" Gunnars Reynis
Sveinssonar var vel og örugg-
lega „teiknuð", átti góðan þátt
í að magna áhrif sýningarinn-
ar.
Gantan er að sjá miðaldra
leikara bæta stöðugt við sig
eins og Gunnar Eyjólfsson ger-
ir í seinni tíð. Leikur hans í
hlutverki Sigurðar var í sann-
leika útsmoginn, hann lék á
alla strengi hlutverksins af
ntiklu öryggi. Slíkt hið sama
má segja um aðra leikara af
eldri kynslóð: Þóra Friðriks-
dóttir sem Ásta, skilaði lilut-
verki móðurinnar ákjósanlega,
en hún er látin taka nokkrum
hamskiptum í seinna atriði, til
að losna undan karli sínum.
Kristbjörg Kjeld og Árni
Tryggvason, systir hennar og
mágur, hjónin að austan, féllu
prýðilega að heildarmyndinni,
Árna hef ég ekki lengi séð eins
góðan og hér. Þá er ógetið
Jónu, Bryndís Pétursdóttir.
Erfiðara var um vik fyrir
yngri leikendurna enda voru
þau hlutverk ekki eins heil-
steypt frá hendi höfundar.
Helst þó Gógó, hin unga ein-
falda kona sem hefur ekkert
haldreipi nema karlmanninn
og er fús að skríða á gólfinu
fyrir fótum hans. Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir skilaði hlut-
verkinu eins og til stóð. Mál-
pípur tvær hefur höfundur sett
í leikritið: Soninn Böðvar, Sig-'
urð Skúlason, og listakonuna
Gunni, Helgu Jónsdóttur.
Böðvar er hinn „neikvæði"
predikari, málarsterkum litum
fyrir Hadda dauða og djöful
fjölskyldunnar, sjálfur dæmd-
urmaður og glataður. Úrtragi-
díu hans verður raunar minna
en skyldi í verkinu, en út-
skúfun föðurins á honum virð-
ist ráða þar úrslitum. - Gunnur
er hinn „jákvæði" predikari.
Þáttur hennar verður dálítið
utangátta, og er ekki við Helgu
Jónsdóttur að sakast sent léði
hlutverkinu allan ákjósanlegan
þokka. Persónugerðin er að-
eins of einföld. Líkt má segja
um Böðvar, meðferð Sigurðar
Skúlasonar á honum var lýta-
laust.
Einna mest mæðir á Sigurði
Sigurjónssyni í hlutverki
Hadda. 1 þeirri persónugerð er
líka sumt óljóst, en víst er að
hann býr yfir meiri sálargáfum
en uppeldið hefur leyft að
njóta sín: vísvitandi eyðileggur
hann sjálfan sig. Sigurður
leiddi persónuna að ýmsu leyti
vel í ljós, stundum var Itann að
vísu ekkert nema kjafturinn
og ruddaskapurinn.
Milli skinns og hörunds er
sýning sem Þjóðleikhúsið hef-
ur fullan sóma af, og er gaman
að geta sagt það í lok þessa
heldur rislága leikárs, - hvað
sem líður aðsókn að einstökum
verkefnum. Hin eiginlega
frumsýning verður víst ekki
fyrr en í haust, og af viðtökum
á forsýningu virðist mega ráða
að verkið eigi gott gengi fyrir
höndum.
Gunnar Stefánsson