NT


NT - 21.06.1984, Síða 2

NT - 21.06.1984, Síða 2
 jff Fimmtudagur 21. júní 1984 2 lil Fréftir Fundur í Eyjum með sjávarútvegsráðherra: Missa þeir kvótann næsta ár sem sel ja? ■ Hvað verður um aflamögu- leika þeirra skipa á næsta ári sem selja kvóta sína í ár? Um þetta mál hafa löngum verið skiptar skoðanir sem vonlcgt er. Til eru þeir sem vilja úthluta sömu kvótum aftur á næsta ári en aðrir halda því fram að kvótar næsta árs eigi að byggjast að stórum hluta á aflanum í ár, enda ótækt að menn geti selt sama kvótann ár eftir ár. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvergsráðherra sagði á fundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, að erfitt yrði að hafa sama kvóta á næsta ári og gilt hefði í ár, en einhvers konar kvóti á næsta ári yrði þó óhjákvæmilegur. Algert frelsi myndi ekki leiða til þess að stofnarnir byggðust upp. í máli sjávarútvegsráðherraá íundinum kom ennfremur fram að erfiðlega hefði gengið að selja karfa og ufsa úr landi og bentu nú allar líkur til að um næstu áramót yrðu til í landinu birgðir af karfa að verðmæti um sex hundruð milljónir króna. I NT á morgun verður nánar skýrt frá fundinum í Vest- mannaeyjum. Samtökin Níu líf og umhverf ismálaráð borgarinnar: Harma niðurrifið á Fjalakettinum ■ Samtökin Níu líf og um- hverfismálaráð Reykjavíkur- borgar harma fyrirhuguð áform um niðurrif Fjalakatt- arins, sem NT skýrði frá í gær, en þegar er byrjað að safna saman og henda drasl- inu úr húsinu, sem Þorkcll Valdimarsson eigandi Fjala- kattarins hefur afsalað í hendur Harðar Runólfssonar til niðurrifs. Umhverfismálaráð harm- ar að ekki skuli hafa náðst samkomulag milli Þorkels og samtakanna Níu líf um varð- veislu hússins, og skorar jafnframt á Þorkel að sjá til þess að möguleiki verði á 'endurbyggingu gamla bíósal- arins í Fjalakettinum, ef af niðurrifinu verður. Samtökin Níu líf taka und- ir þetta og hvetur stjórn þeirra borgarbúa jafnframt til fylgjast með þróun málsins og vonast til að þannig verði staðið að málum að Köttur- inn öðlist nýtt líf. Segja sam- tökin í yfirlýsingu sinni að fram hafi komið í viðræðum við Þorkel Valdimarsson að Fjalakötturinn væri ekki til sölu einn og scr frekar en aðrar eignir þeirra systkina í Grjótaþorpi. Ekki væri til umræðu annað en að selja þær allar saman. Óánægja er með úrskurð kjaranefndar ■ Kennarar, símamenn og starfsmenn útvarpsog sjónvarps eru ekki ánægðir ineð úrskurð kjaranefndar í sérkröfum starfs- mannafélaganna, sem þau fengu í fyrradag. Grunnskólakennarar með kennsluréttindi fá nú launa- flokkshækkanir eftir 3 og 6 ára starf, en þær voru áður eftir 4 og 8 ár. Aftur á móti felst í úrskurðinum launalækkun fyrir þá kennara í hlutastarfi, sem annast gæslu á heimavistum. Gæslan verður greidd með dag- vinnukaupi, með álagi eftir kl. 17, en var áður öll greidd með yfirvinnukaupi. Loks er smá lagfæring fyrir kennara, sem hafa nemendur með sérþarfir í almennum bekkjardeildum. Símamenn í 19. launaflokki og neðar fengu aldurshækkun eftir 6 ára starf, þ.e. þeir, sem ekki höfðu fengið þær áður. Þá fengu starfsmenn í 5.-10. flokki hækkun eftir 3 ára starf í stað 4 áður. Tæknimenn sjónvarps og starfsmenn leikmyndadeildar, sem eru um miðbik launastig- ans, fengu eins flokks hækkun. Textavélritarar fengu tveggja flokka hækkun og fréttamenn fóru upp um einn. Einstaka menn úr öðrum dcildum fengu einnig einhverja lciðréttingu. Hjá útvarpi fengu fréttamenn Itækkun upp á einn flokk og smá lagfæringar voru gerðar hjá ákveðnum hópi skrifstofu- fólks. Þá fengu allir nema tækni- menn launaflokkshækkun eftir sex ára starf. 2% hækkun á húsaleigunni ■ Um næstu mánaðamót verður 2% hækkun á leigu fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði þar sem leigt er samkvæmt leigu- samningi sem byggist á bráða- birgðalögum nr. 62 frá árinu 1984, um hækkun leiguupphæð- ar, samkvæmt tilkynningu Hag- stofunnar. Vekur Hagstofan sérstaka athygli á að hækkun þessi snertir ekki aðra húsa- leigu. Júlíleigan - samkvæmt framansögðu - skal síðan hald- ast óbreytt mánuðina ágúst og september n.k. Eyjafjörður: Gott hljóð í kartöflubændum ■ Kartöflubændur við Eyja- fjörðinn leika við hvern sinn fingur í veðurblíðunni. „Það er mjög gott hljóð í okkur. Þetta fór vel af stað og við ættum að geta vænst góðrar uppskeru í haust,“ sagði Svein- berg Laxdal bóndi á Túnsbergi á Svalbarðsströnd í samtali við NT í gær. Sveinberg sagði, að kartöflu- bændur hefðu sett niður í kring- um 10.-15. maí og væri það mánuði fyrr en á síðasta ári. Bændur nyrðra reka líka verksmiðju, sem framleiðir tvær tegundir franskra kartaflna og gengur það mjög vel. „Verksmiðjan er orðin styrk- asta stoðin undir rekstri kaup- félagsins á Svalbarðseyri og bændur þurfa nú ekki að vera hræddir um að losna ekki við uppskeruna," sagði Sveinberg. ■ Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hafði ekki árangur sem erfiði á stuttum fundi í gær, en hvað gerist í dag? NT-mynd Róbert Fiskverðs- ákvörðun í burðar- liðnum: ■ Nú þykir trúlegt að físk- vcrðshækkun verði ákveðin í dag og verði um 6% að meöal- tali. Mikil pressa er nú á yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins að ákveða fiskverð áður en Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra heldur til So- vétríkjanna á morgun. Hefur fundur verið boðaður í nefnd- inni kl. 18 í kvöld og þar verður trúlega „hert á þumalskrúfun- Fiskverðið nið- urgreitt um 3%? um“ eins og einn heimildar- manna blaðsins orðaði það. Eins og NT skýröi frá í gær sýna útreikningar Þjóðhags- stofnunar að verðið þyrfti að hækka á bilinu 9-13% til að útgerðin yrði rekin hallalaust. Ef slík fiskverðshækkun yrði látin ná fram að ganga eru hins vegar allar líkur á að færi að styttast í gengisfellingu. Það mun því trúlega verða að ráði að hækka fiskverð nokkru minna eða á bilinu 5-7% en leysa afganginn af rekstrar- vanda útgerðarinnar með hlið- arráðstöfunum og þá væntan- lega fyrst og fremst með tæplega 3% verðuppbót til útgerðarinn- ar. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhagsstofnun- ar sagðist í gær stefna að því að ná samkomulagi um fiskverð sem gilt gæti til áramóta. Aðrar heimildir NT herma að mjög sé vafasamt að það takist. Ef fiskverð verður ákveðið í dag verður það trúlega gert með atkvæðum oddamanns og at- kvæðum seljenda, enda er með þessu móti gengið allverulega til móts við kröfur þeirra. Fíkniefni: SIBROTAMENN TEKNIR MED EFNI TIL NEYSLU ■ Þrír menn voru hand- teknir í Reykjavík í fyrrinótt með fíkniefni. Mennirnireru að sögn lögreglunnar síbrota- menrn Þeir voru með amfeta- mín og hass í fórum sínum, en að sögn lögreglu aðeins lítið magn. til eigin nota. Mennirnir gistu fanga- geymslur lögreglu um nótt- ina og þegar haft var sam- band við fíkniefnadeild lög- reglunnar í gær voru tveir mannanna enn til yfir- heyrslu. Þeir voru, að sögn lögreglu, illa farnir af neyslu lyfja. Mönnunum verður boðin dómssátt. Arnarvatnsheiði: Veiðiþjófar valda náttúruspjöllum ■ Flest bendir til að lögreglan sé nú komin á slóð veiðijijóf- anna á Arnarvatnsheiði. I gær var þess beðið að veiðiþjófarnir kæmu til byggða, en lögreglan hafði þá skoðað bíla þeirra úr þyrlu. Að sögn Jóns ísberg sýsluntanns á Blönduósi, niunu viðurlög ekki vera þung fyrir brot af því tagi sem sennilega er hér um að ræða. „Alvarlegasti hluturinn er sá, að menn valda spjöllum með því að vera þarna á ferli á stórum bílum, með stórum dekkjum" sagði Jón. Lögreglan í Reykjavík mun væntanlega senda skýrslu um ntálið til sýslumannsins á Blönduósi innan tíðar, og þá mun þetta mál skoðað nánar. Morgunblaðshúsið: Teknir með ávísanir ■ Tveir ungir menn voru handteknir rétt eftir 4 í gær- morgun bak við Morgunblaðs- húsið. í fórum þeirra voru tvær ávísanir, sem báðar hljóðuðu upp á 50.000 krónur. Ávísanirn- ar voru báðar með stimpli fyrir- tækis. Piltarnir játuðu fljótlega að hafa brotist inn í tvö fyrirtæki vestur á Granda. Eftir yfir- heyrslur í gær voru þeir látnir lausir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.