NT - 21.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 5
Bundið slitlag á Norðurlandi: Fimm sveitarfé- lög slá saman í malbikunarstöð ■ Fimm sveitarfélög á Noröurlandi, Siglufjarðarkaup- staður, Hvammstangahreppur, Skagaströnd, Blönduós og Hofsóshreppur festu nýlega kaup á færanlegri malbikunar- stöð af fyrirtækinu Hraðbraut. „Hugmyndin hjá okkur er að malbika tvær götur, Suðurgötu og Fossveg," sagði Guðmundur Pálsson bæjarritari á Siglufirði í samtali við NT. Lengd þessara tveggja gatna er rúmur einn kílómetri. Einnig munu fyrir- tæki í bænurn ætla að notfæra sér malbikunarstöðina og þeirra á meðal er Pormóður rammi. Guðmundur sagði, að nú væri verið að búa göturnar undir malbikunina, en hann sagðist ekki gera ráð fyrir að hún hæfist fyrr en í águst. Bundið slitlag er nú á rúmlega helmingi allra gatna á Siglufirði. Þrjár eru malbikaðar, en aðrar eru steypt- ar. Ekki sagðist Guðmundur vita livert malbikunarstöðin færi að loknum framkvæmdum á Siglu- firði, það færi mikið eftir því hvernig undirbúningsvinna gengi í hinum sveitarfélögun- um. Kaupverð malbikunarstöðv- arinnar var 8 milljónir króna og fyrst um sinn verður eignahlut- fall sveitarfélaganna miðað við íbúafjölda á hverjum stað. Malbikunarstöðin verður flutt norður í síðari hluta þessa mánaðar. Árleg ferðavika Búnaðar- sambands Suðurlands: Kynning á útsveitum Árnessýslu ■ Hin árlega ferðavika Bún- aðarfélags Suðurlands stendur nú yfir, þ.e. hópferðir bænda- fólks á Suðurlandi. Að þessu sinni hefur kynning á útsveitum Árnessýslu orðið fyrir valinu. Ferðirnar hófust sl. mánudag Herskip: Enn fleiri koma! ■ Fjórar þýskar freigátur koma til íslands í kurteisisheim- sókn í dag. Skipin eru Rhein- land-Pfalz og Karlsruhr, sem verða í Sundahöfn, og Lúbeck og Braunschweig sem verða í gömlu höfninni. Auk þessara, koma tvö birgðarskip og eitt olíuskip. Freigáturnar verða almenn- ingi til sýnis milli klukkan 3 og 6 í dag og á morgun. Til sendur að reyna að koma á knatt- spyrnuleik milli áhafnar skip- anna og knattspyrnuliðs KR. Skipin fara frá Reykjavík á laugardag. Drætti frest- að hjá SÁÁ ■ í gær átti að draga í síðasta sinn í skuldabréfahappdrætti SÁÁ til styrktar byggingu nýju sjúkrastöðvarinnar Vogur. Á- kveðið hefur verið af stjórn samtakanna að fresta þeim drætti til 5. júlí nk., eða um hálfan mánuð. Er þetta gert til að gefa fleiri aðilum kost á að greiða síðustu afborgunina af happdrættisskuldabréfunum, þannig að þeir hafi möguleika á að hljóta einn þeirra fimm hurdrað þúsund króna vinninga se.m í boði eru. og síðasti ferðadagurinn er á morgun, föstudag. Að sögn Stefáns Jasonarson- ar í Vorsabæ er ferðatilhögun þannig að hóparnir safnast sam- an á Selfossi fyrir kl. 10 að morgni. Til þessa hafa þátttak- endur fyllt þrjár rútur daglega. Frá Selfossi er farið að Laug- ardælum, þar sem tilraunastjór- inn greinir m.a. frá tilraunum þeim er í gangi eru, þá í nautastöðina í Þorleifskoti og síðan að Stóra-Armóti. I til- raunfjósi sem þar er komið undir þak, sagði Stefán tvær kon- ur sjá um að hafa heitt á könnunni fyrir ferðamennina. Yfirbygging fjóssins er úr límtré og hafði Stefán eftir veit- ingakonunum að loftið væri eins og í fegurstu kirkjuhvelfingu. Hádegisverður er snæddur í boði Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands á Sel- fossi, þar sem forsvarsmenn þessara fyrirtækja kynna starf- semi þeirra fyrir eigendum þeirra - bændafólkinu á Suður- landi. I Hveragerði skoða ferða- mennirnir garðyrkjuskólann og ullarþvottastöð SIS og þiggja þar síðdegiskaffi af þessum fyrirtækjum. Næst liggur leiðin upp Gríms- nes-þarsem m.a. erstaðnæmst hjá Kei inu - og að Skálholti. Sr. Guðmundur Öli segir frá staðnum, starfseminni þar og kirkjunni þar sem dvalið er góða stund, leikið á hljóðfæri og sunginn sálmur. Skógræktin í Haukadal er næsti áningar- staður með viðkomu í Biskups- tungnaréttum og við fossinn Faxa í Tungufljóti. Rúsínan í pylsuendanum er, að allir hóp- arnir sameinast við kvöldverð í Húsmæðraskólanum á Laugar- vatni, sem yfir sumarið heitir Eddu-hótel. ■ Flugvélin TF-JMG, frá Flugfélagi Norðurlands sem hlckktist á í lendingu á Bíldudal skemmdist nokkuð eins og sjá má á þessum myndum. Vinstra lendingarhjólið brotnaði undan vélinni. Á innfelldu myndinni má sjá skemmdir á væng og hreyfli á vinstri hlið vélarinnar. NT-mynd Smári Flugfélag Norður- lands: ■ Flugfélag Norðurlands er ekki með rekstrarstöðvunar- tryggingu þannig að tjón það sem verður vegna stöðvunar Piper Chieftain flugvélar félags- ins verður félagið að bera sjálft. Flugvél félagsins hlekktist á á sunnudag við lendingu á Bíldu- dal. Nú þegar er ljóst að langan tíma tekur að gera við vélina. Vinstra lendingarhjól vélarinn- Fær ekki bætt rekstrartjón ar brotnaði af og skemmdir urðu á væng og mótor. Félagið hefur nú fjórar vélar í gangi, þar af eina sem leigð hefur verið til Grænlands í sumar til jarðfræðirannsókna. Björn Jensson, hjá Trygging hf., sagði NT í gær að ekki væri enn Ijóst hversu mikið tjónið er. Hann sagði að tryggingafélagið myndi bæta tjónið sjálft en ekki tjón í rekstri. Friðrik Adolfsson, af- greiðslustjóri Flugfélags Norðurlands, sagði NT, að í athugun væri að kaupa eða leigja vél í stað þessarar sem skemmdist. Hann sagði að nú væru annatímar hjá Flugfélagi Norðurlands og því kærni stopp- ið sér illa. Vélin var í leiguílugi þegar óhappið varð. Verið var að flytja verktaka frá Akureyri á Bíldu- dal en þar standa yfir endurbæt- ur á frystihúsi staðarins. Jón Karlsson, flugvirki hjá félaginu, fór á Bíldudal til að meta skcmmdir en ekki náðist í hann í gæi. Menn flugmálastjórnar færðu vélina af flugbrautinni í fyrra- dag, en loftferðaeftirlitið á eftir að taka skýrslu af flugmannin- um ■ Guðvarður Gíslason í nýja sal Gauksins. Gaukur á Stöng: Efri hæðin nú tekin í notkun ■ Á veitingahúsinu Gaukur á Stöng hefur verið opnaður nýr salur. Salurinn er á efri hæð hússins og rúmar milli 40 og 50 í sæti. Áður en salurinn var opnaður fóru fram nokkrar endurbætur á húsnæðinu, meðal annars var færður út kvistur. Að sögn framkvæmda- stjóra veitingahússins, Guðvarðar Gíslasonar, gengur rekstur hússins mjög vel. Sagði hann að mikil aðsókn í salinn á neðri hæðinni hefði fjármagnað breytingarnar í efri salnum. Guðvarður sagði að ekki stæðu frekari breytingar fyrir dyrum. Hann sagði að margir gesta hefðu látið í ljós óskir um að byggðar yrðu svalir á húsið en slíkt væri nokkuð dýrt. Guðvarður sagði að salnum nýja væri hægt að loka af og yrði hann leigður undir einkasamkvæmi og hádeg- isverðarfundi. Aukið streymi ferða manna ■ Fleiri útlendingar hafa komið til landsins nú en á sama tíma í fyrra. Á tíma- bilinu frá áramótum til 31. maí hafa komið 42.313 til landsins, þar af tæp tuttugu þúsund útlending- ar. Á sama tíma í fyrra komu sautján þúsund út- lendingar. I maí hafa kom- ið 7.037 útlendingar en í maí í fyrra komu 6.292. Flestir hafa komið frá Bandaríkjunum eða 2347. Frá Danmörku 926 og frá Svíþjóð 815. Frá Sýrlandi, Tyrklandi, Austur-Þýska- landi, Fijieyjum, Póllandi, Jórdaníu, Jamaica, Indo- nesíu og Columbíu kom einn ferðamaður, frá hverju landi. Black Breakers ♦ Hér er safnplatan fyrir alla breakara, „Black Breakers" heitir hún og hefur aö geyma 8 breakara sem allir eru á bandaríska „disco og dance“ listunum t.d. George Clinton, Lillo Thomas, Dayton, Rene & Angelea og fleiri. Öll lögin eru aö sjálfsögöu Monster Mix. Ath. verð 299.00. FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 sími 84670. Laugavegi 24 sími 18670. Austurveri sími 33360.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.