NT - 21.06.1984, Qupperneq 6
Fimmtudagur 21. júní 1984 6
■ Sumargleðin, eins og hún var skipuð í nóvember 1981, er h ún
tók við gullplötu fyrir fyrstu plötu sína, „Sumargleðin syngur“.
Síðan þá hefur Þorgeir Astvaldsson sagt skilið við þá félaga
Bessa, Ragnar, Ómar og Magnús, en í hans stað kemur enginn
annar en Hemmi Gunn. íþróttafréttamaður.
Álver í Eyjafirði
■ Kvennalistinn á Akur-
eyri er á móti byggingu áivers
í Eyjafirði. Þetta kom fram í
ályictun, samþykktri á al-
mennum fundi Kvennalist-
ans 16. júní.
Læknis-
kostnaður
■ Heilbrigðismálaráð
Austurlands telur að hækkuð
hlutdeild sjúklinga í læknis-
kostnaði hafi þau áhrif að
sjúklingar leiti síður til lækn-
is en áður. Ennfremur að
læknar beiti síður rannsókn-
um og röntgenmyndum
vegna aukins kostnaðar við
slíkt. Þetta kom fram á fundi
ráðsins á Egilsstöðum þann
12. júní sl.
Nýir sendiherrar
■ 13. júní sl. afhentu þrír
sendiherrar forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur,
trúnaðarbréf sín. Það voru
Arnold Hugentobler, sendi-
herra Sviss, Sathit Sathirat-
haya, sendiherra Thailands
og Hyoo Hyun Lee sendi-
herra lýðveldisins Kóreu.
Dúxar við Sund
■ Bjarni Birgisson og
Harpa Rúnarsdóttir voru
dúxar Menntaskólans við
Sund á þessu skólaári. Bæði
hlutu einkunnina 9.3 við
stúdentspróf. Bæði braut-
skráðust af eðlisfræðikjör-
sviði. AIIs brautskráðust 178
stúdentar, flestir af náttúru-
fræðikjörsviði eða 63. Einn
nemandi, Kjartan Stefáns-
son, lauk námi á tveimur
kjörsviðum, eðlisfræði- og
hagfræðisviði.
Stúdentaráð H.í.
■ NT hefur borist bréf frá
stjórn Stúdentaráðs Háskóla
íslands þar sem fram kemur
að formaður Stúdentaráðs
ákvarði ekki laun sín sjálfur
heldur þurfi samþykkt
stjórnar Stúdentaráðs. Enn-
fremur segir að formanns-
staðan sé ekki talin launað
starf, heldur fái formaður
greitt fyrir strörf sín sem
framkvæmdastjóri Stúdenta-
ráðs. Þá kemur einnig fram
að laun skrifstofumanns séu
ekki 16.000 krónur heldur
18.500 krónur. Bréf þetta er
sent í tilefni af skrifum NT
um málefni Stödentaráðs.
Safnamál á
Akureyri
■ Á Akureyri er kominn
úr bæklingur um söfn á Ak-
ureyri. Bæklingurinn, sem er
myndskreyttur, fjallar um
átta söfn á Akureyri. í kafl-
anum um Amtsbókasafnið
kemur fram að starfsmenn
þess telja byggingu útibús
eitt brýnasta mál safnsins.
Bæklingurinn er sérprent úr
árbók Akureyrar sem Bóka-
forlag Odds Björnssonar gef-
ur út. Fyrirhugað er að bæk-
lingurinn verði gefinn út ár-
lega.
Einnig hefur komið úr árs-
skýrsla Bæjar- og héraðs-
bókasafnsins á Akureyri.
Fram kemur í skýrslunni að
útlán voru 57.685. Lánþegar
voru 19.636.
Matreitt og ofið
á ísafirði
■ Starfi Húsmæðraskóians
Ósk á ísafirði lauk nú í vor
með sýningu muna sem nem-
endur skólans hafa unnið í
vetur. Einnig voru á sýning-
unni munir sem súgfirskar
konur ófu á námskeiði sem
vefnaðarkennari skólans hélt
á Suðureyri í vetur.
159 nemendur sóttu nám-
skeið skólans í vetur. Flestir
námu matreiðlu og vefnað,
eða átján á hvoru námskeiði.
Borgarbókasafn
lokar og
lokar ekki
■ Vegna sumarleyfa verða
ýmsar breytingar á opnunar-
tímum Borgarbókasafnsins.
Lestrarsalur aðalsafns verð-
ur lokaður í júní og júií, en
útlánadeild ekki. Bústaða-
safn og Hofsvallasafn verða
lokuð frá 2. júlí til 6. ágúst.
Sólheimasafn er lokað frá
16. júlí til 6. ágúst. Bókabílar
ganga ekki frá 2. júlí til 13.
ágúst.
Menor funar
■ Aðalfundur Menningar-
samtaka Norðlendinga verð-
ur haldinn nú um helgina.
Fundurinn verður á Blöndu-
ósi dagana 23. og 24. júní. Á
fundinum verður boðið upp
á dagskrá listamanna, auk
venjulegra aðalfundastarfa.
■ í frétt blaðsins fyrr í vikunni
um lánakjör til loðdýraræktunar
sagði að lánakjör til bygginga
við loðdýrabú væru lakari en
lánakjör við uppbyggingu hefð-
bundins búreksturs. Þetta er
ekki rétt, reglum Stofnlána-
deildar þar að lútandi var breytt
á liðnum vetri þannig að nú fá
þeir sem hér eftir ráðast í
byggingu loðdýrábúa’ lán fyrír
60% byggingakostnaðar sem er •
mesta fyrirgreiðsla sem stofnun-
m veitir en sama hlutfall rennur
til fjárhúsa og fjósbygginga.
Pá eru endurgreiðslur lána til
loðdýrabúa hagstæðari en við
aðrar byggingar og er þar tekið
tillit til þess að búin skila seinna
af sér arði frá stofnsetingu held-
ur en gengur með ýmis konar
annan búrekstur.
Til að fyrirbyggja misskilning
skal tekið fram að þetta er alveg
óskylt þeim atriðum umræddrar
fréttar að uppbygging búa í
hefðbundnum búrekstri nýtur
jarðræktarstyrks sem aðrar bú-
greinar gera ekki.
„Langlundar*
geð þrotið“
■ Langlundargeð starfsmanna
Reykjavíkurborgar er þrotið ef
marka má ályktun sem sam-
þykkt var á fundi í stjórn og
fulltrúaráði starfsmannafélags
borgarinnar nýlega. I ályktun-
inni segir ennfremur að fulltrúa-
ráðið telji rétt „að vara stjórn-
völd landsins við því, að verði
ekki að gert, getur ekkert, alls
ckkcrt. komið í veg fyrir að
kjarasamningum verði sagt upp
og þeim aðferðum beitt, sem
duga til stefnubreytingar."
100. platan frá Steinum hf.
Hljómlistarhá-
tíð á Broadway
Hemmi Gunn genginn til liðs við Sumargleðina
■ Steinar hf. gefa út sína
100. hljómplötu n.k. föstu-
dag og af því tilefni verður
efnt til veglegrar hljómlist-
arhátíðar í veitingahúsinu
Broadway þá um kvöldið.
Að sögn Árnar Bragasonar
hjá Steinum hf. munu fjöl-
margir þeirra listamanna sem
komið hafa við sögu á plötum
Steina hf. í gegnum árin,
heiðra fyrirtækið með nærveru
sinni. Má þar m.a. nefna hina
frægu hljómsveit Stuðmenn,
en þeir gerðu einmitt fyrstu
plötuna sem Steinar hf. gáfu
út. Einnig mun Sumargleðin
koma fram á Broadway, en
100. platan frá Steinum hf. er
jafnframt nýjasta plata þeirra
félaganna og ber hún heitið
„Af einskærri sumargleði“.
Með Sumargleðinni kemur
fram nýr meðlimur, og er það
enginn annar en knattspyrnu-
kappinn og íþróttafréttaritar-
inn Hermann Gunnarsson,
sem leysir af hólmi Þorgeir
rásarstjóra Ástvaldsson.
Fjöldi annarra listamanna
mun einnig koma fram á hátíð-
inni og auk þess verður úrval
laga af plötum Steina hf.
kynnt. Húsið verður opnað kl.
19.00 en borðhald hefst
kl.20.00 og er miðaverð 950
kr. Fyrir þá sem ekki hafa
áhuga á matnum mun vera
möguleiki á að komast inn að
loknu borðhaldi.
Sumarstarf fyrir
börn og unglinga
■ Út er kominn bæklingur-
inn „Sumarstarf fyrir börn
og unglinga“. í bæklingnum
er að finna upplýsingar um
framboð félaga og borgar-
stofnana á starfi og leik
fyrir börn og unglinga í
borginni í sumar.
Foreldrar sem hug hafa
á að hagnýta sér framboð
borgarinnar og félaganna
fyrir börn sín eru hvattir til
þess að draga ekki innritun
þeirra.
Útgefandi bæklingsins er
Æskulýðsráð Reykjavíkur.
■ Þannig komu Stuðmenn landsmönnum fyrir sjónir 1975 er
þeir ferðuðust um landið til að kynna fyrstu stóru plötuna sína,
„Sumar á Sýrlandi“ sem Steinar hf. gáfu út. Voru miklar getgátur
uppi um hverjir skipuðu þessa nýju hljómsveit en síðan þá er
mikið vatn runnið til sjávar og Stuðmenn orðnir fastir í sessi sem
vinsælasta hijómsveit Islands.
Lán til loðdýraræktar
hækkuðu á liðnum vetri
- leiðrétting vegna fréttar í blaðinu
Offramleiðslugreinum hampað
meðan ekki fæst króna í hinar
- er loðdýrarœkt aðeins skrýtla i munni stjómmálamanna?
■IMW cm ui Un hl h)UHt|c a c.maklaf, m|u *>■■• hu„ i u*M|i< nf m> (>*■ há cl u>tiw iri b>|
uingtnm(> ►■411 lycil noikiai l,tihiiuini mcfi InAfUÍ. hcldgi iuabwkap »■ .aihcntun^ •*(» a kana)«»(c>m>l»n>
Sumarstarfið 15 ára:
Sumardagskrá félags-
starfs aldraðra hjá
Reykjavíkurborg
■ Félagsmálastofnun Reykja-
víkur hefur gefíð út sumardag-
skrá fyrir félagstarf aldraðra.
Á dagskránni eru m.a. níu
dagsferðir, orlofsdvöl að Longu-
mýri í Skagafirði fyrir sex hópa
sem unnið er að í samvinnu við
Þjóðkirkjuna.
Að auki heldur félags- og
tómstundastarf áfram í sumar
með breyttri dagskrá í Norður-
brún 1, Lönguhlíð 3, Furugerði
1, og Oddfellow-húsinu við
Vonarstræti.
Forstöðumaður félagsstarfs
aldraðra á vegum Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar
er Helena Halldórsdóttir og eru
höfuðstöðvar starfsins að
Norðurbrún 1.
Áskrifta-
sími
Félassstarf
aldraðra í Rcvkjavík
sumarið 1984
SuiHurferðir
lelitgsslarf
Synlngur
Orlofsdvöi
LtanlaiuMVrðir
Almennar upplvsingar
686300