NT - 21.06.1984, Qupperneq 12
m Fimmtudagur 21. júní 1984 12
Ll L Vettvangur
Kjör verkakvenna í fataiðnaðinum í Thailandi:
NÚTÍMA ÞRÆLAHALD
Byggtágrein „New Statesman",
þýtt að f rumkvæði Landssambands iðnverkafólks
sofa á hörðu gólfinu í einni
kös. Og jafnvel þótt starfsdegi
Ijúki kl. 11 að kveldi þurfa
stúlkurnar oft að bíða tímun-
um saman eftir sturtubaði til
að skola af sér svita dagsins.
Mr. Bundit viðurkennir, að
aðbúnaðurinn sé ekki eins og
best verður á kosið, en bætir
við að „þær kvarti ekki“.
Eins og aðrir verksmiðjueig-
endur í Bangkok forðast Mr.
Bundit að ráða til starfa stúlkur
sem fæddar eru og uppaldar í
Bangkok af ótta við, að þær
séu of sjálfstæðar og geti risið
upp sér til varnar. Þeir sækjast
þess í stað eftir snauðum, illa
upplýstum, ómenntuðum
sveitastúlkum frá fátækustu
hlutum Thailands, í norðri og
norð-austri. Þær leggja hart að
sér, beygja sig undir algera
drottnun atvinnurekendanna
og kvarta ekki.
Hjá Dynasti Fabrics starfa
um 300 konur og barnungar
stúlkur. Til að sneiða hjá
thailensku vinnulöggjöfinni,
sem kveður á um að á svona
stórum vinnustað hafi verka-
fólk rétt á trúnaðarmanni, er
verksmiðjan skráð sem tvö
fyrirtæki.
Stúlkurnar sem vinna hjá
fyrirtækinu, að stórum hluta á
aldrinum 13 til 14 ára, fá laun
langt undir 80 kr. lögboðnu
lágmarkstekjutryggingunni og
eins og tíðkast hjá flestum
fataiðnaðarfyrirtækjunum í
Bangkok er vinnutíminn nán-
ast ótakmarkaður, samkv.
ákvörðun fyrirtækisins. Stúlk-
urnar sofa í verksmiðjunni
sjálfri, í kompum sem þiljaðar
hafa verið af og verða að láta
sér lynda, að sofa á gólfinu
hver um aðra þvera.
Stúlkurnar hjá Thai Thon
Knitting prjóna peysur sem
náð hafa miklum vinsældum á
Vesturlöndum. Samkvæmt lýs-
ingu forstjórans Mr. Sakchai
eru þær aðstæður sem stúlk-
urnar búa við harla „góðar"
miða við það sem almennt
tíðkast: Stúlkurnar hafa flestar
náð 17 ára aldri, þær búa í
þægilegum vistarverum á þaki
verksmiðjubyggingarinnar, á
gólfinu „eins og þær eru vanar
að heiman", og þær fara í bíó
á sunnudögum. Að sögn Mr.
Sakchai hafa stúlkurnar sem
hjá honum vinna minnst 135
kr. á dag. En hvernig hefur
hann hann efni a að sýna
starfsfólki sínu slíka rausn?
„Ef við gerðum það ekki væru
þær ekki ánægðar og mundu
leita eitthvert annað“. En
hvernig skýrir hann þá tilvist
varðmannsins við verksmiðju-
hliðið, ef allt er í himna lagi?
Það verður fátt um svör hjá
Mr. Sakchai.
í viðtölum við stúlkurnar
hjá Thai Thon Knitting kom
fram nokkuð önnur mynd af
ástandi mála. Vissulega út-
vegar fyrirtækið þeim
svefnstað, sjö herbergi, þar
sem 250 stúlkum er gert að
hírast í einni bendu. Fyrirtæk-
ið sér starfsfólkinu fyrir
skammti af hrísgrjónum, en
annan mat verða stúlkurnar að
kaupa sjálfar. Og þar kemur
skýringin á tilvist varðmanns-
ins. Hann fylgist með þeim
stúlkum sem leyft er að versla
á markaðinum þar skammt frá
pg rekur þær aftur inn í verk-
smiðjuna, þegar honum þykir
þær hafa tafið nóg.
Það voru alveg nýjar fréttir
fyrir stúlkurnar að þær færu í
Grimmileg meðferð
á stúlkubörnum
Verksmiðja Fortune Gar-
ment er staðsett í hjarta Kína-
hverfisins í Bangkok. Þar
starfa um 250 stúlkur. Fastur
vinnutími er frá 8 á morgnana
til 11 á kvöldin, sjö daga vik-
unnar. Oft er þó unnið lengri
vinnudagur, langt frameftir
nóttu.
Fyrir vinnu sína fá yngri
saumakonurnar hjá Fortuna
Garment, sem tæpast eru
komnar af barnsaldri, minna
en 40 kr. á dag, sem ekki nær
hálfum lögboðnum lágmarks-
launum eins og þau eru í
Thailandi. Yfirvinnan er ekki
greidd sérstaklega. Að sögn
Mr. Bundit, annars eiganda og
forstjóra fyrirtækisins, er það
Hefur þú velt því fyrir þér hver kunni að vera skýringin á lágu verði á fatnaði frá Thailandi og löndum í Austurlöndum fjær.
■ Það er velþekkt staðreynd, að fataiðnaðurinn í
V-Evrópu hefur síðasta áratuginn og vel það, átt í harðri
samkeppni við fatnað og vefnaðarvöru sem fluttur hefur
verið inn frá Austurlöndum fjær. ísland hefur ekki farið
varhluta af þessari þróun. Og ástæðan er augljós; lágt
innkaupsverð á þessum varningi, samanborið við vest-
ræna framleiðslu.
kvikmyndahús á sunnudögum.
Ekki nóg með það, þegar betur
var að gáð kom í Ijós, að
stúlkunum einkum þeim yngri
- en þær eru margar á aldrinum
12 til 14 ára, andstætt því sem
Mr. Sakchai heldur fram -, er
í reynd haldið föngnum í verk-
smiðjunni, og það er enginn
möguleiki fyrir þær, að fara
„Stúlkurnar sofa í verk-
smiðjunni sjálfri, í komp-
um sem þiljaðar hafa verið
af og verða að láta sér
lynda, að sofa á gólfinu
hver um aðra þvera.“
frjálsar ferða sinna utan vinnu-
tíma.
Botnlaus mannfyrirlitning
atvinnurekenda
Þær aðstæður sent sauma-
konur í fataiðnaðinum í Ban-
kok verða að búa við og hér
hefur verið dregin mynd af í
grófum dráttum, eru ekki ýkja
frábrugðnar því sem almennt
gerist í þessum iðnaði í Austur-
löndum fjær. Til að finna ein-
hvern samjöfnuð hér á Vestur-
löndum verður að fara allt
aftur á síðustu öld. Aftur til
þess tíma þegar verkalýðs-
Hin síðari ár hefur hlutdeild
Thailands, einkum Bangkok,
í þessum innflutningi farið ört
vaxandi, enda bjóðast tæpast
betri kjör á fatnaði og vefnað-
arvöru annars staðar. Það
kemur líka vel heim við þá
staðreynd, að í Bangkok cr að
finna heimsins stærsta hóp af
„ódýru vinnuafli" í fataiðnaði.
En ódýrt vinnuafl er helsti
leyndardómurinn að baki vel-
gengni fataiðnaðarins frá Thai-
landi sem og öðruni Austur-
lönduni á markaöinum í V-
Evrópu.
Nýlega tóku tveir breskir
blaðamenn sér ferð á hendur
til Bangkok, sem fatakaup-
menn í innkaupaleiðangri, til
að kanna með eigin augum
kjör og félagslegar aðstæður
verkakvenna í fataiðnaðinum.
Og niðurstaða þeirra félaga
var ótvíræð: leyndardómurinn
að baki velgengni fataiðnaðar-
ins í Bangkok er gengdarlaus
kúgun og ómannúðleg með-
ferð á börnum og óhörnuðum
unglingsstúlkum, sem bera
þessa atvinnugrein að miklu
leyti uppi. Þær aðstæður sem
þeim er boðið uppá verður
ekki með réttu lýst, nema sem
nútímaþrælahaldi. Fyrir algjör
smánarlaun er stúlkubörnum
þrælað út myrkranna á milli.
Og til að tryggja að þau leiti
ekki annað er þeim haldið
innan verksmiðjuveggjanna á
nóttu sem degi þar sem aðbún-
aður er allur hinn viðurstyggi-
legasti.
Við heimkomuna skrifaði
annar þeirra félaga Ed Harris-
man grein í tímaritið „New
Statesman", um þaö sem þeir
félagar urðu áskynja í þremur
fataiðnaðarfyrirtækjum sem
þeir heimsóttu í Bangkok. Hér
á eftir verður stuðst við frásögn
Ed Harrisman, en þeir félagar
gerðu jafnframt sjónvarpsþátt
um santa efni sem olli miklu
umtali, þegar hann var sýndur
þar í landi.
„Fyrir vinnu sína fá yngri
saumakonurnar hjá For-
tuna Garmet sem tæpast
eru komnar af barnsaldri
minna en 40 krónur á dag
sem ekki nær hálfum lög-
boðnum lágmarkslaunum
eins og þau eru í Thai-
landi.“
óskráð samkomulag milli verk-
smiðjueigendanna í Bangkok,
að laun eru ekki hækkuð ncma
með samráði milli eigendanna.
Fæst fyrirtæki hafa samninga
því flest kjósa þau frekar að
ráða stúlkurnar á grundvelli
gagnkvæmst trausts, eins og
Mr. Bundit orðar það. „Engir
samningar, engin vandræði",
er viðkvæði Mr. Bundit.
Stúlkurnar 250 sem þræla
fyrir Fortuna Garment búa í
húsnæði sem fyrirtækið lætur í
té. Nánar tiltekið í þrem smá-
hýsum að baki verksmiðjunn-
ar. Þægindi eru þar öll mjög af
skornum skammti: engin loft-
kæling og stúlkurnar verða að
hreyfingin og stjórnmálasam-
tök launafólks höfðu ekki enn
sett mark sitt á samfélagið og
félagsmálalöggjöf var óþekkt
fyrirbæri. Það þarf með öðrum
orðum, að fara allt aftur til
þess tíma, þegar atvinnurek-
endur gátu í skjóli ægivalds
síns yfirverkafólki,þrælað
börnum sem fullorðnum út
hömlulaust fyrir kjör, sem þeg-
ar best lét gerðu verkafólki
mögulegt að draga fram lífið,
en ekkert umfram það. Þegar
félagslegt og efnalegt öryggi
voru óþekkt fyrirbæri og
verkafólk þurfti að gera sér að
góðu aðbúnað í vinnunni sem
utan, sem verkafólk á Vestur-
löndum í dag þekkir ekki og á
erfitt með að ímynda sér.
Það er einmitt þetta ástand,
sem verksmiðjueigendurnir í
Bangkok hafa tekið þátt í að
skapa og viðhalda, og það er
þeim þvert um geð að nokkur
breyting til batnaðar verði þar
á.
í huga þessara manna er
verkalýðshreyfingin og vinnu-
löggjöf af hinu illa, sem berjast
ber gegn með oddi og egg, þar
sem öll meðöl eru leyfileg.
Viðhorf Mr. Sandej, forstjóra
Dynasty Fabrics lýsa hugsun-
arhætti þessara nútímaþræla-
haldara vel. Hann telur að
ekkert atvinnuleysi ætti að
vera á Vesturlöndum, enda
auki það við hinn félagslega
kostnað framleiðslunnar.
Hann hefur líka skýringuna á
öllu því sent hann telur hafa
miður farið í efnahagslífi Vest-
urlanda. Verkafólk hefur of
há laun, fær alltof marga
greidda frídaga. Það ætti ekki
að leyfa starfsemi verkalýðs-
félaga og vinnulöggjöfin er til
að brjóta hana. Og Mr. Sandej
og kollegar hans liggja ekki á
liði sínu þegar kemur að því að
færa fram hugmyndir sínar í
verki.
Ríkisvaldið handbendi
valdastéttarinnar
Þótt ekki standist löggjöf
um réttindi verkafólks í Thai-
landi neinn samjöfnuð við það
sem tíðkast, þar sem verka-
lýðshreyfingin hefur komist til
einhverra áhrifa, er hún engu
að síður fyrir hendi. Þar er
m.a. að finna ákvæði um, að
stúlkum sem vinna í verk-
smiðjum skuli greitt fyrir yfir-
vinnu, ekki megi láta þær vinna
alla nóttina, þær skuli fá frí
reglulega og sé vinnustaðurinn
nógu stór, hafi þær rétt til að
skipuleggja sig í verkalýðsfé-
lög. Jafnframt kveður löggjöf-
in á um, að því aðeins megi
ráða stúlkur undir 15 ára aldri
til starfa, að fyrir liggi skriflegt
samþykki foreldra, læknisvott-
orð, vottorð um að viðkom-
andi hafi lokið grunnnámi og
samþykki opinberra aðila.
Hvert einasta ákvæði þess-
ara vinnulöggjafar er, eins og
fram hefur komið, þverbrotið.
En hvernig getur slíkt skeð í
landi eins og Thailandi, sem
stjórnað er að herforingja-
stjórn, sem metur aga, röð og
reglu og þjóðlega sjálfsvirð-