NT


NT - 21.06.1984, Side 13

NT - 21.06.1984, Side 13
ingu öllu ofar? Par sem fátt væri auðveldara fyrir þær þús- undir hermanna, lögreglu- manna og annarra starfsmanna ríkisvaldsins, en að sjá til þess að vinnulöggjöfin sé virt og eftir henni farið. Skýringin er einföld. Ríkisstjórnin lítur á það sem helsta verkefni sitt, að vernda hagsmuni valda og for- réttindastéttar í landinuog skapa sem ákjósanlegustu skilyrði fyrir áframhaldandi drottnunarstööu hennar og auðsöfnun, þar sem sérhver gagnrýnisrödd er þögguð niður án vægðar. Efnahagslífið er gegnumrotið af spiliingu og hömlulaus rányrkja er stunduð, þar sem hinn ört vaxandi fólksfjöldi er sú auð- lind sem næst er gengið. Sé einhver í vafa um viðhorf stjórnvalda, þá lýsti iðnaðar- ráðherra Thailands því yfir nú nýlega, að engar breytingar væru fyrirhugaðar í þessum efnum á næstunni: „Verkalýð- ur Thailands á enn langt í land með að öðlast skilning á þeirri ábyrgð sem hann ber og hvað felst í hugtakinu ábyrgt lýð- ræði. Ég tel að hugtakið lág- nrarkslaun eigi ekki við þessa „Sé einhver í vafa um viðhorf stjórnvalda, þá lýsti iðnaðarráðherra Thailands því yfir nú ný- lega, að engar breytingar væru fyrirhugaðar í þess- um efnum á næstunni.“ stundina, því Thailand er enn þróunarland, fátækt land, sem þarfnast þess að öll þjóðin starfi saman og leggi hart að sér. „Og varla þarf ráðherrann að kvarta, hvað snertir fataiðn- aðinn. Ábyrgð vestrænna kaupahéðna Það er ljóst, að það eru atvinnurekendur og stjórnvöld „Það er ekkert leyndar- mál að vestrænir kaupa- héðnar þekkja þá kúgun og þá ómannúðlegu með- ferð sem fólkið býr við.“ í Thailandi sem bera höfuð ábyrgðina á þeim ómannúð- legu aðstæðum sem börnum og fullorðnum sem vinna í fataiðnaðinum er gert að búa við. En ábyrgð vestrænna kaupahéðna er einnig mikil. Þeir halda verðinu á fram- leiðslunni niðri eins og mögu- legt er vitandi vits, að með því stuðla þeir beint og óbeint að lögbrotum verksmiðjueigend- anna og eiga sinn þátt í að viðhalda þeim kverkatökum sem verkafólki þessara vinnu- staða er haldið í. Það er ekkert leyndarmál að þessir kaupa- héðnar þekkja þá kúgun og þá ómannúðlegu meðferð sem ■ Þrælkun á stúlkubörnum er ein af skýringum hins lága vöruverðs. fólkið býr víð. Þeir heimsækja verksmiðjurnar og þeim er sýnt livað þar fer fram. Mr. Sandej er stoltur af fyrirtækinu sínu og hefur gaman af að fylgja viðskiptavinum sínum um svæðið. Aðspurður um við- brögð þeirra sagði hann: „Þeir segja ekkert. Þeir brosa og eru ánægðir". Og ástæðan fyrir ánægju kaupahéðnanna er auðsæ. Þeir kaupa inn eins ódýrt og mögulegt er og selja eins dýrt og þeim er fært. Og hagnaðurinn er oft með ólík- indum, ekki síst fyrir tilverkn- að barnaþrælkunarinnar í fata- iðnaðnum í Bangkok. Sé á þá gengið er allt eins víst að kaupahéðnarnir og stuðnings- menn þeirra úr röðum frjáls- hyggjumanna réttlæti aðild sína að óþverranum með því að segja, eins og oft hefur verið gert, að vel megi vera að þær barnungu stúlkur sem vinna hjá Fortuna Garmet, Dynasty Fabrics, Thai Thon og öðrurn hliðstæðum verk- smiðjum séu látnar vinna á nóttunni, fái lítið að borða annað en hrísgrjónaskál, búi við aðstæður sem vart sé svín- um bjóðandi, allt fyrir fáeinar krónur á mánuði. En ólíkt hundruðum þúsunda kynsystra þeirra hafi þær ekki verið neyddar til að selja kaupa- héðnunum og fyrirtækjum þeirra meydóm sinn. Dæmi svo hver þessa réttlætingu á framferði þessara manna eins og hugur hans segir til um. Mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu verkafólks Á síðari árum hefur hin alþjóðlega verkalýðshreyfing vaknað til stöðugt betri skiln- ings á nauðsyn þess, að reyna að hafa áhrif á þróun mála í Austurlöndum fjær, sem og annars staðar í þróunarlönd- unum, þar sem svipað ástand ríkir, með því að koma verka- fólki í þessum löndum til að- stoðar með margvíslegum hætti. En betur má ef duga skal. Aukin afskipti verkalýðs- hreyfingarinnar af málefnum verkafólks í þróunarlöndunum eiga sér tvær samofnar for- „Samkeppni við innflutn- ing frá þróunarlöndunum hefur leitt til mikillar hnignunar í þessari at- vinnugrein víða á Vestur- löndum og í kjölfarið hef- ur fylgt fjöldaatvinnu- leysi.“ sendur. f fyrsta Iagi, má rekja þau til hreinna mannúðará- stæðna og skilnings á mikilvægi alþjóðahyggjunnar og alþjóð- legrar samstöðu verkafólks um hagsmunamál sín. í öðru lagi, er vaxandi skilningur á því, að launakjör og aðbúnaður verkafólks í einu landi getur og hefur oft veruleg áhrif á kjör og baráttustöðu verka- fólks annarsstaðar. Þessi stað- reynd hefur ekki hvað síst orðið verkafólki í fataiðnaðin- um á Vesturlöndum stöðugt Ijósari nú hin síðari ár. Sam- keppnin við innflutning frá þróunarlöndunum hefur leitt til mikillar hingnunar í þessari atvinnugrein víða á Vestur- löndum og í kjölfarið hefur fylgt fjöldaatvinnuleysi. Og hér á landi, þar sem við höfum að mestu sloppið við atvinnu- leysi í þessari grein fram að þessu, hefur áróður atvinnu- rekenda barlómur þeirra og atvinnuleysisvofan verið ó- spart notuð til að halda niðri launum í fataiðnaðinum og réttlæta andstöðu við hvers- konar lagfæringar á kjörum þess fólks sem í iðnaðinum starfar. Eða hvaða saumakona kannast ekki við viðkvæði at- vinnurekenda, að aukist launa- kostnaðurinn, neyðist þeir til að hætta starfsseminni eða fara út í innflutning frá þróunar- löndunum. Að vísu virðist þessa sömu atvinnurekendur ekki alltaf skorta fé eigi að nota það til annarra hluta. Og með þeirri ríkisstjórn sem nú situr að völdum hafa þessir iðnrekendur öðlast dyggan bandamann, sem virðist sjá þá leið eina í baráttunni fyrir „endurreisn íslensks efnahags- lífs“ og „uppbyggingu atvinnu- lífsins“ í samkeppni við inn- fluttan varning og fyrir aukinn útflutning, að koma kjörum íslensks verkafólks, ekki að- eins í fataiðnaðinum, heldur almennt, og áhrifum verka- lýðshreyfingarinnar sem næst því sem tíðkast í þróunarlönd- unum. Eða eins og haft var eftir iðnaðarráðherranum: að ísland væri Singapore norðurs- ins. Gegn þessum fyrirætlun- um verður íslensk verkalýðs- hreyfing að bregðast af hörku og eindrægni. Og þar skiptir árangursríkt starf hennar inn- an alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar að málefnum þró- unarlandanna ekki svo litlu máli fyrir baráttustöðu hennar hér. H.G. Fimmfudagur 21. júni 1984 13 r Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli .15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 275 kr. rar tV>T Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Kynt undir verðbólgu ■ Liðið er á annað ár síðan núverandi ríkisstjórn tók rösklega á í slagnum mikla við verðbólguna, sem var komin á það stig að efnahagslífið var allt að fara úr böndum, atvinnuvegirnir að komast á vonarvöl og efnahagslegt sjálfstæði komið í stóran voða. Þær ráðstafanir sem dugðu var að skera á víxlhækk- anir kaupgjalds og verðlags og taka upp aðhaldsstefnu á ýmsum sviðum. Jafnframt var verðlag gefið frjálst og látið reyna á kenninguna um að samkeppni væri trygging fyrir að verðlagi væri haldið niðri. Ríkisstjórnin ávann sér traust fyrir að hafa kjark til að framkvæma stefnu, sem aðrar stjórnir skorti þor til og mikill meirihluti landsmanna studdi aðgerðirnar í þeirri vissu að það tækist að koma á efnahagslegum stöðugleika, sem var og er þjóðarnauðsyn. Launþegasamtökin hafa tekið á sig byrðar möglun- arlítið og fyrr á þessu ári samþykktu þau hóflega kjarasamninga, og létu ekki hávaðasama lukkuriddara í Alþýðubandalaginu hafa sig til að eyðileggja þann mikla og góða árangur sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. En það er greinilegt að aðrir aðilar í þjóðfélaginu hafa ekki til að bera þann þegnskap sem launþegar hafa sýnt. Verslun og þjónusta hafa sýnilega aldrei ætlað sér að missa spón úr sínum aski og í þessum greinum sumum hverjum, mata menn krókinn og hegða sér eins og óðaverðbólgan sé enn við lýði og verðleggja samkvæmt því. Margar vörutegundir halda áfram að hækka í verði þótt liðið sé á annað ár síðan gengi varð stöðugt, sem og vextir. Innflytjendur og kaupmenn verðleggja eins og þeir þurfi að mæta 60% verðbólgu, eða svo, eins og þeir gerðu áður. Þjónustugreinar halda áfram að auglýsa hækkanir eða læða þeim inn án þess að nokkur fái þar rönd við reist. Mörg stórfyrirtæki gefa upp góðan hagnað þrátt fyrir gífurlegar afskriftir, en hagnaðurinn virðist í fæstum tilvikum koma fram í lækkuðu verði á vöru eða þjónustu. Minni fyrirtækin bera hagnað sinn ekki á torg, en vel má merkja á umsvifum þeirra og eigend- anna, að þar eru engir bónbjargamenn á ferð. Frjálsa verðmyndunin virðist ekki skila sér eins og til var ætlast. Verðkannanir Verðlagsstofnunar sýna svart á hvítu að sumir selja dýrara en aðrir. Á það við bæði um vöru og þjónustu. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja, en hitt er verra að í mörgum tilvikum er hreinlega um okur að ræða. Enn treysta sölumenn á langbrenglað verð- skyn neytenda og að því er virðist með góðum árangri. Fjárfestingabrjálæði verslana og þjónustufyrirtækja, svo sem veitingahúsa gengi engan veginn upp ef verði væri haldið í skefjum, eins og laununum. Eitt af meginmarkmiðunum með efnahagsaðgerðun- um var og er að treysta rekstrargrundvöll atvinnu- fyrirtækjanna. En þeir, sem reka fyrirtæki, verða að láta sér skiljast að það er ekki ætlunin að þeir raki saman fé á kostnað annarra eftir að stöðugleika er náð. Launþegar sætta sig ekki við að verðlag haldi áfram að hækka langt umfram launahækkanir. Þeir sem hvorki skilja frjálsa verðmyndun, samkeppni eða kaupþol almennings né yfirleitt í hverju baráttan við verðbólgu felst, geta orðið til að eyðileggja góðan árangur efnahagsstefnunnar ef þeir sjá ekki að sér.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.