NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 21.06.1984, Qupperneq 26

NT - 21.06.1984, Qupperneq 26
■ Besta tækifæri íslendinga í leiknum í gær. Pétur Ormslev er kominn einn innfyrir vörn Norðmanna, en norski markvörðurinn náði boltanum af Pétri þcgar hann reyndi að komast framhjá honum. NT-mynd Árni Bjarna. íslendingar nýttu ekki færin en það gerðu Norðmenn ■ Norðmenn sigruðu íslend- inga í vináttulandsleik í knatt- spyrnu, 1-0, á Laugardalsvell- inum í gærkvöld. Sigur Norð- manna var alls ekki sanngjarn, jafntefli eða íslcnskur sigur hefðu verið sanngjörnustu úr- slitin miðað við gang leiksins. Fyrsta færið í leiknum féll í skaut Norðmanna. Vidar Davidsen átti gott skot að marki íslands eftir þversend- ingu, en Þorsteinn Bjarnason varði vel. Á tuttugustu mínútu leiksins fengu íslendingar aukaspyrnu við vítateigshorn Norðmanna. Pétur Ormslev tók spyrnuna, gaf fyrir á Sigurð Halldórsson sem skallaði til félaga síns Karls Pórðarsonar, en Karl náði að- eins lausu skoti á markið og markvörðurinn varði. Fjórum mínútum síðar bjargaði Porsteinn vel með út- hlaupi, eftir skyndisókn Norðmanna. Á 41. mín. leiksins fengu íslendingar sitt besta marktæki- færi í leiknum. Boltinn barst til Ragnars Margeirssonar á miðj- um vellinum, hann gaf út á kant á Sigurð Grétarsson, sem gaf góða sendingu á Pétur Ormslev, sem var einn og óvaldaður í vítateig Norð- manna. f stað þess að skjóta strax á markið, reyndi Pétur að leika á norska markvörðinn, með þeim afleiðingum að hann náði boltanumm af Pétri og afstýrði því að íslendingar næðu forystu í leiknum. Fyrst íslendingum tókst ekki að skora úr þessu góða tækifæri var staðan því í hálfleik 0-0. Strax í upphafi síðari hálf- leiks sköpuðu íslendingar sér tækifæri í vítateig Norðmanna. Sigurður Grétarsson var aðeins of seinn að ná til boltans og sóknin rann útí sandinn. Á 76. mínútu skallaði Sig- urður rétt yfir norska markið eftir hornspyrnu. Á 80. mín. kom reiðarslagið. Egil Johansen skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Per Egil Ahlen. Heppnismark Norð- manna og ekki hægt að saka íslensku vörnina um markið. Pegar tvær mínútur voru til leiksloka tókst Páli Ólafssyni að komast í gegnum norsku vörnina og gefa fyrir markið. Sending Páls var föst og norski markvörðurinn náði boltanum ekki. Boltinn var því fyrir opnu marki og litlu munaði að Janus Guðlaugsson næði að pota í boltann, en norskur varnar- maður var aðeins á undan honum. Á síðustu mínútu leiksins komst Páll aftur í gegn og reyndi nú sjálfur að skjóta á markið. Skot hans úr þröngu færi náði norski markvörðurinn að verja. Þessum leik lauk því með sigri Norðmanna 1-0, en sigur- inn hefði allt eins getað lent okkar megin, ef tekið er mið af færunum í leiknum. Oft brá fyrir góðu samspili hjá báðum liðum, en Norð- menn voru heldur meira með boltann á miðju vallarins. Jan- us Guðlaugsson var góður á miðjunni og sendingar hans voru oft stórgóðar. Ólafur Björnsson átti Sgætan leik í vörninni og Pétur Ormslev átti góða spretti. Aðrir leikmenn íslenska liðsins stóðu vel fyrir sínu. Páll Ólafsson, sem kom inná sem varamaður í lok leiks- ins skapaði mikinn usla í vörn Norðmanna og hefði hann gjarnan mátt koma fyrr inná. Norska liðið hresstist nokk- uð við það að fá Egil Johansen inná, en að öðru leyti var lið þeirra mjög jafnt í þessum leik. Liðin voru skipuit eflirtöldum lcik- mönnum: I.vland: Þursteinn Bjarnason (í fyrri hálfleik, Bjarni SigurAsson í síðari hálfleik), Þorgrímur Þráinsson, Krist- ján Jónsson (Trausti Haraldsson á 73. min.), Pctur Ormslev, Sigurður Hall- dórsson (Erlingur Kristjánsson á 78. mín.), Olafur Björnsson, Janus Guð- laugsson, Karl Þórðarson (Páll Ólafs- son á 73. mín.), Ragnar Margeirsson (Ómar Torfason á 82. mín.), Guð- mundur Þorbjörnsson, Sigurður Grét- arsson. Norcgur: Erik Thorstvct, Knut Thorbjörn Eggen, Terja Kojedal, Trond Sircvag, Svein Gröndalen, Per Egil Ahlen, Tom Sundhv, Vidar Davidscn, Sverre Brandhavg, Arnc Dokken, Joar Vaadal, Egil Johansen kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Dómari leiksins var Alan Ferguson frá Skotlandi og dæmdi hann ágætlega. Sagt eftir leikinn... sagt eftir leikinn... sagt eftir leikinn.... „Áttum ekki skilið að tapa“ ■ „Ég átti aö taka hann í fyrsta, en það er svona, maður ætlaði að komast í betri að- stöðu. Það tókst ekki“, sagði Pétur Ormslev, sem fékk besta færi íslendinga í leiknum gegn Norðmönnum, eftir leikinn. „Eg hafði hendur á boltan- um, en hann var svo nálægt og skotið var fast“, sagði Bjarni Sigurðsson markvörður. „Ég er ánægður með baráttuna í liðinu, það er langt síða hún hefur verið eins góð í landsleik. En það var ósanngjarnt að við skildum tapa þessu“, sagði Bjarni. „Nú er maður þreyttur. - Nei þeir voru ekkert sérstakir, stórir og sterkir, en ekkert sérstakir", sagði Porgrímur Þráinsson bakvörður Islands eftir leikinn. „Við áttum betra skilið en þessi úrslit, en það var ágætis barátta í liðinu", sagði Þorgrímur. „Það er alltaf súrt að tapa“, sagði Janus Guðlaugsson eftir leikinn. „Það var slæmt að nýta ekki færin í fyrri hálfleik. Þeir áttu 1-2 færi, en við 5-6. Þetta var bara spurning um það hvort liðið nýtti færin betur. Þeir voru aðeins grimmari á miðj- unni á köflum, en okkur vant- aði meiri grimmd frammi. En við áttum skilið að minnsta kosti jafntefli og áttum að geta unnið leikinn", sagði Janus. „Þessar 15-20 mínútur sem ég var inni á eru of stuttur tími til að komast vel inn í leikinn. En ég fékk þarna hálft færi, að vísu þröngt. Svo hefði verið nóg ef einhver hefði hlaupið á boltann þarna þegar ég gaf fyrir", sagði Páll Ólafsson framherji og varamaður íslands, en hann skapaði tvö af bestu færum íslands eftir að hann kom inná. „Mér er efst í huga þakklæti til drengjanna fyrir mikinn bar- áttuleik. Síðan fannst mér slæmt að tapa þessu, en svona er fótboltinn", sagði Guðni Kjartansson stjórnandi ís- lenska liðsins eftir leikinn. „Það væri ekki sanngjarnt að ætla að dæma liöið eftir þessum eina leik, en það var mikilvægt að koma og sjá liðið og þessa leikmenn sem ég ekki þekki. Mér leist vel á bakvörð- inn Þorgrím Þráinsson, hann er góður leikmaður", sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari íslands eftir leikinn. ■ Besti maður íslenska liðsins í gær, Janus Guðlaugsson í baráttu við einn leikmanna Noregs. NT-mynd Ámi Bjama.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.