NT - 06.07.1984, Blaðsíða 2

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 2
Rás2 sendir w a sunnu- dögum ■ Rás 2 mun útvarpa á sunnudögum í sumar. Fyrsta útsendingin verður nú á sunnudaginn og verð- ur útvarpað frá kl. hálf tvö til kl. sex síðdegis. Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsstjóri á Rás 2 sagði í stuttu spjalli við NT í gær að hér væri um að ræða annað skrefið í aukningu sendingartíma hjá rásinni. Þriðja skrefið kæmi von- andi með haustinu og yrði þá sennilega sent út lengur fram eftir kvöldi. Ríkið tölvuvæðist fyrir 50 milljónir: Þrjár gerðir fyrir valinu - þar á meðal Atlantis-tölvan íslenska ■ Hvorki fleiri né i'ærri en þrjár tölvutegundir urðu fyrir valinu, þegar tölvukaup fyrir ríkisstofnanir voru ákveðin fyrir nokkrum dögum. Fyrir valinu urðu Apple II, IBM PC og íslenska tölvan Atlantis. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem NT hefur aflað sér mun þessi fjárfesting kosta um 50 milljónir króna á tveimur árum. Atlantis tölvan, sem fram- leidd er af samnefndu fyrirtæki í Reykjavík, líkist mjög PC tölvunni og mun að sögn fram- leiðanda geta notað nánast allan hugbúnað fyrir þá tölvu. Leiða menn nú getum að því að það vaki fyrir opinberum aðilum að auka hlutdeild Atlantis tölv- anna í framtíðinni á kostnað IBM, að því tilskildu að þær reynist vel. NT sneri sér til Leifs Steins Elíssonar hjá Atlantis og spurði hann hvort íslensk tölvufram- leiðsla væri með þessu búin að ná öruggri fótfestu á markaðn- um. Leifur Steinn sagði að þetta þýddi allavega góða fótfestu, það væri augljóst að stjórnvöld hefðu áttað sig á þýðingu inn- lendu framleiðslunnar. „Það væri einnig skemmtileg viður- kenning fyrir fyrirtækið," sagði Leifur Steinn, „að stjórnvöld hafa a.m.k. ákveðið að reyna okkur. Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að það verður ætlast til mikils af okkur og við erum staðráðin í að standa undir þeim kröfum sem gerðar verða til okkar.“ Skýrslan um vagnstjóra SVR: Davíð neitar að afhenda - Magnús hótar dómsaðf ör Harðar deilur í borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún ber sakir á borgarstjóra ■ Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær tillögu Alþýðu- bandalags þess efnis að Magnús Skarphéðinsson, fyrrverandi vagnstjóra SVR, yrði fengið í hendur afrit af skýrslu, sem borgarstjóri tók saman um á- stæður brottrekstrar hans. Skýrslan var kynnt á borgar- ráðsfundi sem trúnaðarmál síð- astliðinn þriðjudag. Sömuleiðis var felld tillaga Sigurðar E. Guðmundssonar, Alþýðu- flokki, þess efnis að forstjóra SVR yrði falið að gera Magnúsi nánari skriflega grein fyrir á- stæðum uppsagnarinnaren fram kom í uppsagnarbréfi. Harðar deilur urðu um málið í borgar- stjórn í gær. „Lögfræðingur minn skrifaði borgarstjóra bréf í gær og fór fram á að mér yrði fengin skýrsl- an í hendur innan 6 daga, að Borgarstjórn: Hundahaldið samþykkt ■ Nýja reglugerðin um hunda- hald í Reykjavík var sam- þykkt í borgarstjórn Reykjavík- ur í gær með ýmsum breytingum frá fyrri umræðu. Hún öðlast gildi þegar hún hefur hlotið staðfestingu ráðherra og verið birt í Stjórnartíðindum. Þá fá hundaeigendur í Reykjavík þriggja mánaða frest til að skrá hunda sína, greiða af þeim leyfisgjöld og tilskildar trygg- ingar. Þeir sem hafa haldið hund í leyfisleysi í Reykjavík geta því óhræddir viðurkennt brot sitt því engum verður refsað fyrir að hafa haldið hund álöglega eftir að nýja reglugerðin hefur tekið gildi, svo fremi þeir fara eftir hinum nýju reglum. 11 borgarfulltrúar greiddu atkvæði með nýju reglugerðinni, 5 voru á móti og 5 sátu hjá. öðrum kosti yrði hún sótt með dómsaðgerðum", sagði Magnús Skarphéðinsson, vagnstjóri, þegar NT ræddi við hann eftir umræðurnar í gær. „Það þarf enginn að fara í neinar grafgötur með það að það er mér í hag að öllum trúnaði varðandi þetta mál verði aflétt. Það getur ekki talist eðlilegt að þykkar skýrslur um einkahagi manna séu að velkjast sem trúnaðarmál í borgarkerfinu, en efni þeirra haldið leyndu fyrir þeim sem í hlut á. Þetta lítur út eins og borgarstjórn ætli að vernda mig sjálfan fyrir sjálfum mér,“ sagði Magnús. Verkstjórar í skemmtireisu ■ Nú er háannatími hjá Vegagerð ríkisins. Hún er með vélar, tæki og vinnuflokka um allt land. Ymsum þótti því skjóta skökku við þegar vega- vinnuverkstjórar tóku sig sam- an og fóru með fjölskyldur sínar í skemmtiferð út í heim fyrir nokkrum dögum. Þátt- taka í ferðinni er mjög góð og herma heimildir Dropa að meira en helmingur vegaverk- stjóra hafi farið. Vegavinnumaður sagði við Dropa að framkvæmdir hjá Vegagerðinni hefðu aldrei gengið betur en einmitt nú þegar verkstjórarnir eru ekki til að flækja málin... Sigurður og hinir strákarnir ■ Þaðhefuráðurorðiðtilefni nokkurra bollalegginga hversu Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, virðist á Ameríku- árum sínum hafa orðið vel ágengt í viðskiptalegu jafnt sem télagslegu tilliti. Eitt dæmi í umræðunum í gær lýstu Ingibjörg Sólrún, Kvennafram- boði, og Kristján Benediktsson úr Framsókn yfir vilja sínum til þeás að skýrslan yrði afhent Magnúsi. Sagði Ingibjörg Sól- rún að leyndin hefði komið af stað allskyns gróusögum sem beindust gegn mannorði Magn- úsar. Þegar á hana var gengið benti hún meðal annars á að hafa heyrt sjálfan borgarstjóra viðhafa söguburð um Magnús um það leyti sem hann sótti um starf framkvæmdastjóra SVR. Þá minntist hún á dylgjur um Magnús í lesendabréfi í DV. Ingibjörg kvað borgarráð koma um þetta hafa íslenskir stúd- entar í New York orðið varir við. Ofarlega á Manhattaneyju stendur svonefnt International House, sem Rockefellerfjöl- skyldan átti stærstan þátt í að koma á fót, og rekið er enn sem leiguhúsnæði og miðstöð fyrirerlenda námsmenn í borg- inni. Margir íslenskir náms- menn hafa leigt í þessu húsi á undanförnum árum. En það vakti athygli nokkurra leigj- fram við þennan einstakling eins og ósjálfráða einstakling, sem ekki fengi að ákveða það sjálfur hvort hann bæri hönd fyrir höfuð sér. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði málflutning bera vott um málefnafátækt minnihlutans. Magnús Skarphéðinsson hefði fengið fulla skýringu á ástæðum uppsagnarinnar í uppsagnar- bréfi og hefði ekkert með trún- aðarskýrsluna að gera. enda í vetur hverjir skipuðu stjórn þessa húss. Þar sátu meðal annars David Rockef- eller, sonarsonur hins gamla stofnanda Standard Oil, en David var til skamms tíma bankastjóri Chase Manhattan Bank, og er enn höfuðpaurinn í hinni frægu Trilateral Comm- ission. Annar stjórnarmaður reyndist vera Henry Kissinger, sem óþarft er að kynna, en hann var lengi skjólstæðingur Nelsons Rockefeller, bróður Davids, sem var varaforseti Bandaríkjanna fyrir tíu árum- _ síðan. Og þriðja nafnið á listanum var nafn Sigurðar Helgasonar. Hann mun hafa verið formaður hússtjórnar um skeið, eða þar til á síðasta ári. Það verður því ekki annað sagt en að Sigurður sé þarna í góðum félagsskap. Föstudagur 6. júlí 1984 2 ■ Þetta er sannarlega sorgleg sjón. í fyrstu höfðu ómennin skvett málningu á höfuð líkneskisins og síðan í fyrrinótt var bætt um betur, (ef til vill af þeim sömu) og styttan brotin af Stallinum. \l mjndirSverrir Skemmdarverk í kirkjugarðinum ■ Oaldalýður kom við í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, felldi þar að minnsta kosti fimm leg- steina, og á einum stað höfðu starfsmenn fundið englalíkneski af legsteini, sem hafði verið brotið og eyðilagt. Legsteinarnir eru heilir og er unnið að því að reisa þá að nýju. Að sögn Brynju Valsdótt- ur, kirkjugarðsvarðar, eru atburðir af þessu tagi fremur fátíðir en koma þó fyrir. Fyrirskemmstu fóru einhverjir um í garðinum með málningu og skvettu á ýmis líkneski og leg- steina í garðinum. Annars var vinalegt að koma í kirkjugarðinn í gær. Nokkur hópur ung- linga var þar við garðvinnu og jurtir stóðu í blóma. Spænskar á haugana! ■ Það er maðkur í mysunm þ.e. kartöflunum hjá fleirum en þeim í Grænmetinu. Hagkaup þurfti að henda vikuskammti af innfluttum spænskum á haug- ana þegar kom í ljós að þær voru skemmdar. Ekki nóg með það, heldur hefur blaðið það eftir forstjóra Grænmetisins að þeir hafi keyrt 8 tonnum af rófum á haugana fyrir stuttu ásamt töluverðu magni af finnsku kartöflunum alræmdu og öðru rusli. Segja heimildar- menn blaðsins á haugunum að það hafi komið hvorki meira né minna en 13 bílhlöss af ónýtum kartöflum og 5-6 bílhlöss af rófum. þannig að hér er ekki um neitt smá magn að ræða. Finnst mörgum undarlegt að ekki skuli vera hægt að nýta þessi matvæli á einhvern hátt, t.d. til skepnufóðurs. NT mynd: Ari‘

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.