NT - 06.07.1984, Síða 14
Sjónvarp kl. 21.45 í kvöld:
Söngleikir
í Lundúnum
■ í kvöld kl. 23.00 verður
þáttur í útvarpinu um söngleiki
í Lundúnum. Það er Árni
Blandon sem er umsjónarmað-
ur þáttarins, en hann dvaldi
um tveggja ára skeið í London.
Þar kynntist hann söngleikjun-
um sem sýndir eru í leikhúsun-
um í West End, sem er eins
konar Broadway Lundúna.
Árni hafði þetta að segja um
þætti sína: „Þessir þættir eru
10 talsins og verða á dag-
skránni hálfsmánaðarlega kl.
23.00 á föstudögum í sumar.
Þegar vetrardagskráin gengur
í garð verða þættirnir síðan
eitthvað færðir til.“
„I fyrsta þættinum í kvöld
fjalla ég aðallega um Andrew
Lloyd Webber, en hann er
aðalnafnið í söngleikjum í
dag.
Meðal söngleikja sem hann
hefur samið eru, „Jósef og
margliti dragkirtillinn," en sá
söngleikur er byggður á sögu
úr Biblíunni og ég kynnti þenn-
an söngleik í útvarpinu fyrir
nokkrum árum. „Jesus Christ
Superstar", „Evita“ og „Cats“,
eru einnig eftir Webber. Hans
nýjasta verk er „Starlight
Express", og „Tell Me on a
Sunday", sem ég kynni í þriðja
þættinum um söngleiki.
„í fimmta þættinum mun ég
kynna „Guys and Dolls,“ sem
ennþá gengur í London, en
hann hefur verið fluttur látlaust
tvö ár. Þá mun ég í sjötta
þættinum fjalla um „Blood-
brothers“ eftir Willie Russel,
en hann gerði kvikmyndina
„Educating Rita“ sem sýnd
er hér í einu kvikmyndahús-
anna,“ sagði Árni Blandon
umsjónarmaður Söngleikj-
aþáttarins sem er á dagskrá
útvarpsins kl. 23.00 í kvöld.
Föstudagur 6. júlí 1984 1 4
Keppinautar
-fótbolti og rómantík
■ Bíómynd kvöldsins er
bandarísk frá árinu 1977. Hún
ber nafnið Keppinautar (Semi-
Tough). Leikstjóri er Michael
Ritchie, en með aðalhlutverk
fara „steggirnir" Burt Reyn-
olds og Kris Kristoffersson og
„hnátan“ Jill Clayburgh.
Billy Clyde Plucket og
Shake Tiller eru atvinnumenn
í „rugby“ amerískum fótbolta.
í slagtogi með þeim erBarbara
Jane Bookman, dóttir eiganda
knattspyrnuliðs þeirra félaga.
Hún er tvískilin, en þeir Billy
Clyde og Shake keppa um ástir
hennar. Allt útlit er fyrir að
þau Barbara og Shake muni
giftast, en Billy Clyde stenst
ekki freistinguna að keppa við
vin sinn um hylli hennar, enda
þótt að hann elski stúlkuna alls
ekki. Sem sé gamli ameríski
keppnisandinn á fullri ferð,
ásamt fótbolta og rómantík.
Þá mun hippahreyfingin einnig
verða í sviðsljósinu því Shake
gengur henni á hönd, í von um
að það verði til þess að líf hans
taki aðra stefnu og frami hans
á leikvelli aukist.
Sem sé, þessi mynd ætti að
vera hin þokkalegasta afþrey-
ing, því léttleikinn er allsráð-
andi, eins og í fleiri myndum
„konungs bringuháranna"
Burt Reynolds.
„Mikið fjör í Skonrokki“
- segir Anna Hinriksdóttir annar umsjónarmanna þáttarins
■ Dægurlagaþátturinn
„Skonrokk" er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld kl. 20.50.
Kynnir í þættinum í kvöld er
Anna Hinriksdóttir, en hún er
umsjónarmaður þáttarins
ásamt nöfnu sinni, Önnu Krist-
ínu Hjartardóttur.
„Það verður mikið fjör í
þættinum í kvöld og mjög
gaman“ sagði Anna Hinriks-
dóttir, þegar blm. NT sló á
þráðinn til hennar til þess að
forvitnast um efni þáttarins í
kvöld.
„Það verður Break Macli-
ine, Nik Kershaw, Elton John,
Juluka, Bon Jovie, Wham og
Alvin Stardust, sem koma
fram í þættinum í kvöld“, sagði
Anna Hinriksdóttir.
■ Nik Kershaw verður meðal þeirra sem koma fram í Skonrokki í kvöld. Þátturinn hefst kl. 20.50.
Síðasta sam-
verustund
■ Morgunmcnnirnir Jón Ólafsson og Páll Þorsteinsson sjást hér
í útsendingu á rás 2. Breytingar standa fyrir dyrum á þættinum.
morgunmanna
dyrum. í tilefni dagsins bregð-
um við á leik og glatt verður á
hjalla eins og vanalega. Ýmsar
óvæntar uppákomur munu
eiga sér stað en ég vil ekki
ljóstra upp um neitt að svo
komnu máli. Hinn geysivinsæli
vinsældalisti rásarinnar verð-
ur á sínum stað eins og vana-
lega,“ sagði Jón „rásari“ Ólafs-
son.
■ Morgunþáttur þeirra Páls
Þorsteinssonar, Ásgeirs Tóm-
assonar og Jóns Ólafssonar er
á dagskrá rásar 2 í dag kl.
10.00 eins og áður. NT sló á
þráðinn til Jóns Ólafssonar.
„Þetta verður síðasta sam-
verustund okkar Páls, Ásgeirs
_____________________________________________________________ og mín, því breytingar á morg-
■ Þrír aðalleikendurnir í bíómynd kvöldsins. Kris Kristoffers- unþættinum standa fyrir
son, Burt Reynolds og Jill Cleyburgh
Sjónvarp í kvóld kl. 20.50:
Útvarp kl. 23.00 föstudag:
Rás 2 kl. 10 í dag:
Föstudagur
6. júlí
7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. I
bítiö. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Marðar Arna-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Guðrún Kristjáns-
dóttir talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Krókódílastríðlð", saga eftir
Horacio Quiroga Svanhildur Sig-
urjónsdóttir les þýðingu Guðbergs
Bergssonar; síðari hluti.
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Það er svo margt að minnast
á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.20 Tónleikar
11.30 Barnaskólinn á isafirði fram
til 1907 Jón Þ. Þór flytur siðari
hluta erindis síns.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Myndir daganna", minning-
ar séra Sveins Víkings Sigríður
Schiöth les (6).
14.30 Miðdegistónleikar Edith
Peinemann og tékkneska filharm-
óníusveitin leika „Tzigane", kon-
sertrapsódíu eftir Maurice Ravel;
Peter Maag stjórnar.
14.45 Nýtt undir nálinni Elin Krist-
insdóttir og Alfa Kristjánsdóttir
kynna nýútkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.00Fréttiráensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Guðni Kolbeins-
son segir börnunum sögu. (Áður
útv. i júní 1983).
20.00 Lög unga fólksins Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Ferskeytlan er
Frónbúans. (Áður útv. 15. febrúar
1969). Sigurður Jónsson frá
Haukagili sér um vísnaþátt. b. í
Sléttuhreppi Júlíus Einarsson les
úr erindasafni séra Siguröar Ein-
arssonar i Holti.
21.10 Píanókonsert nr. 2 i g-moll
op. 22 eftir Camille Saint-Saéns
Aldo Ciccolini og Parísarhljóm-
sveitin leika; Serge Baudo stjórnar.
21.35 Framhaldsleikrit: „Andlits-
laus morðingi" effir Stein River-
ton Endurtekinn III. þáttur:
„Neyðaróp úr skóginum"
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagská
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Risinn hvfti“ eftir Peter
Boardman Ari Trausti Guðmunds-
son les þýðingu sina (16). Lesarar
með honum: Asgeir Sigurgestsson
og Hreinn Magnússon.
23.00 Söngleikir í Lundúnum 1.
þáttur Andrew Lloyd Webber
Umsjón: Árni Blandon.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
6. júlí
10.00-12.00 Morgunþáttur kl. 10.00.
Islensk dægurlög frá ýmsum tim-
um kl. 10.25-11.00 - viðtöl við fólk
úr skemmtanalifinu og víðar að.
Kl. 11.00-12.00 - vinsældarlisti
Rásar 2 kynntur i fyrsta skipti eftir
valið sem á sér staö á fimmtu-
dögum kl. 12.00- 14.00.
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson,
Asgeir Tómasson og Jón Olafs-
son.
14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf
frá hlustendum og spiluð óskalög
þeirra ásamt annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Einar Gunnar Einars-
son.
16.00-17.00 Jazzþáttur Þjóöleg lög
og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vern-
harður Linnet.
17.00-18.00 í föstudagsskapi Þægi-
legur músíkþáttur i lok vikunnar.
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
23.15 03.00 Næturvakt á Rás 2
Föstudagur
6. júlí
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum 9. Þýskur brúðu-
myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.50 Skonrokk Umsjónarmenn
Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín
Hjartardóttir.
21.15 Páfi deyr Breskur fréttaskýr-
ingaþáttur um þá kenningu rithöf-
undarins Davids Yallops að Jó-
hannes Páll I páfi hafi verið myrtur.
21.45 Keppinautar (Semi-Tough)
Bandarisk bíómynd frá 1977. Leik-
stjóri Michael Ritchie. Aðalhlut-
verk: Burt Reynolds, Kris Kristoff-
erson og Jill Clayburgh. Vinirnir
Bill og Shake eru atvinnumenn í
iþróttum og keppa um ástir sömu
stúlkunnar. Shake leggur einnig
allt kapp á aö auðga anda sinn og
sjálfsvitund og aðhyllist hippa-
hreyfinguna. Þýðandi Jón O.
Edwald.
23.45 Fréttir i dagskrárlok.