NT - 06.07.1984, Page 28
Haraldur Ólafsson:
Átti ekki von
áslíkufylgivið
gjaldtökuna
■ Það sem kemur mér mest á
óvart er hve mikið fylgi það hefur
mcðal þjóðarinnar að taka gjald af
Bandaríkjamönnum vegna
hersins. Eg átti ekki von á þessu.
Ég efa að menn hafi gert sér grein
fyrir því hvað felst í gjaldtöku eða
við hvað á að miða. Vilja menn
taka gjald fyrir landið sem slíkt,
eða vilja menn ná því inn með
tollum og sköttum af hernum.
Allir flokkar hafa lýst andstöðu
sinni við þessa hugmynd og það er
fráleitt að Framsóknarflokkurinn
Ijái máls á henni.
Við styðjum allt sem stuðlað
getur að friði og við leggjum
áherslu á að kjarnorkuvopnum
verði útrýmt á Norður-Atlantshafi
og fylgjumst náið með þeirri at-
hyglisverðu hugmynd að Norður-
lönd verði lýst kjarnorkuvopna-
laust svæði.
Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur:
Aðeins tveir
kostir
■ Það er augljóst að meirihluti
íslendinga er með NATO, en
deildari meiningar með herinn.
Ég álít það nú góðs viti, að sú
afstaða skuli koma fram að
NATO samstarfið sé nauðsynlegt
og hafi verið það til þessa. Hins-
vegar megum við ekki gleyma því
að herinn er ekki hér, til þess að
vera til eilífðar en það eru engu að
síður góð tíðindi að fólk skuli
halda vöku sinni í þessum málum.
Hinsvegar getur maður ekki sætt
sig við það að um þau atriði ráði
ferðinni þeir aðilar sem nota þjóð-
ernistilfinningu til þess að veikja
samstöðu á Vesturlöndum sem það
hlyti óhjákvæmilega að gera ef
herinn yrði látinn fara héðan án
samráðs við aðrar bandalagsþjóð-
ir, eða gegn vilja þeirra. Þannig að
þetta eru tvíþætt atriði Það er
staðreynd að við lifum erfiða tíma
og höfum gert alla tíð frá Kóreu-
stríðinu sem var fyrsta stríðið sem
háð var vegna hugmyndaágrein-
ings og var sama eðlis og V íetnam-
stríðið. Þessi átök sýndu auðvitað
íslendingum betur en margt annað
að uppi eru aðeins tveir kostir, en
þeir eru að standa í samfélagi
vestrænna þjóða eða að fara á.
þennan hugmyndafræðilega mark-
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT?
HRINGDU ÞÁ í SÍMA6865-38
Vid tökum við ábendingum um ffréttir allan sólartiringinn.
Greiddar verða 10OO krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir
til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir
til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
4
Hverniglíst þér á
viðhorf íslendinga
NT spyr nokkra þjóðkunna áhugamenn um utanríkismál hvemig þeimntist á
niðurstöður í könnun þeirri sem gerð var á vegum Öryggismáianefndar
■ Könnun Ólafs Þ. Harðarsonar stjórninálafræðings
sem hann gerði á vegum Öryggismálanefndar hefur
vakið upp með okkur umræðuna um stríð og frið.
Niðurstöður sjáum við í meðfyigjandi töflum. Við þær
má bæta að yfirgnæfandi meirihluti reyndist hiynntur
hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður-
iöndum og sömuieiðis eru menn almennt hlynntir
friðarhreyfingum.
Svarendur í könnuninni urðu alis 1003 úr 1400 manna
úrtaki.
NT hafði samband við nokkra menn sem grunaðir eru
um það að hafa vit á utanríkismáium og spurði þá álits
á niðurstöðum könnunarinnar.
Afstaða íslendinga tii Keflavíkurstöðvarinnar
Afgerandi hlynntir..............................23%
Frekar hlynntir.................................31%
Skiptir ekki máli...............................15%
Frekar andvígir.................................15%
Afgerandi andvígir..............................15%
Samtals.........................................99%
(N=970)
Af þeim sem eru stöðinni hlynntir eða andvígir:
Hlynntir ...................................... 64%
Andvígir .......................................36%
Afstaða íslendinga til gjaldtöku fyrir
Keflavíkurstöðina eftir afstöðu þeirra til hennar
Hlynntir Skiptir Andvígir
ekki máli
Gjaldtaka Hlynntir . . . 68% 74% 48%
Blendnir . . . 9% 12% 7%
Andvígir . . . 23% 14% 46%
Samtals . . . . 100% 100% 101%
N= (510) (138) (283)
Afstaða íslendinga til áframhaldandi veru
íslands í Atlantshafsbandalaginu:
Meðmæltir 53%
Andvígir 13%
Engin skoðun 34%
Samtals 100%
(N =979)
Af þeim sem taka afstöðu:
Meðmæltir 80%
Andvígir 20%
að þar sem mjög er tvísýnt um að
menn haldi sjálfstæði sínu eða
sjálfræði hér á íslandi. A.m.k. er
ekki á það hættandi.
Árni Hjartarson for-
maður Samtaka her-
stöðvaandstæðinga:
Ekkert
smeykir við
þjóðaratkvæði
■ Þess ber að gæta að þessi
skoðanakönnun er ársgömul, og
það hafa orðið talsverðar breyting-
ar á skoðunum fólks í Evrópu og
hérlendis á þessu í kjölfar friðar-
umræðunnar. í Evrópu hefur
NATO andstaða farið mjög vax-
andi að undanförnu, og sömuleiðis
hér á landi í kjölfar friðarbylgj-
unnar sem fór ekki að rísa að
verulegu leyti fyrr en eftir að þessi
skoðanakönnun fór fram. Ég tel
því að andstaða við NATO sé
meiri í dag en könnunin gefur til
kynna.
Við herstöðvaandstæðingar
erum ekkert smeykir við kröfu
okkar á þjóðaratkvæðagreiðsiu,
þó þessi hlutföll komi fram í
könnuninni, því ef þessi mál eru
rædd í þjóðfélaginu þá hefur
reynslan sýnt að við höfum alltaf
unnið verulega á í slíkri umræðu.
Nú það eru jákvæðir hlutir í
þessari skoðanakönnun, eins og
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
og þessi sérkennilega mótsögn
sem fram kemur í afstöðu til
hersins og NATO annarsvegar og
síðan til friðarhreyfingarinnar
hinsvegar. En friðarhreyfingarnar
spretta upp sem andstaða við hern-
aðar- og kjarnorkuvopnastefnu
NATO og afgerandi meirihluti er
fylgjandi friðarhreyfingunum, og
þ.a.l. andvígur meginstefnu
NATO.
Fólk tekur greinilega ekki af-
stöðu til hersins vegna hernaðar-
legs mikilvægi hans, heldur af
efnahagslegum ástæðum, og það
er umhugsunarefni.
Guðrún Agnarsdóttir
alþingismaður:
Margir binda
vonir við friðar-
hreyfingar
■ „Ég hef ekki séð skýrsluna
ennþá, einungis blaðaumsagnir
um hana en mér finnst þessi
könnun athyglisverð. Að vísu er
u.þ.b. ár síðan hún var gerð og
margt gerst í friðarmálum síðan
bæði hérlendis og erlendis. Eink-
um hefur umræðan hérlendis orðið
mun víðtækari og meiri en áður
var. Eftirtektarvert er hve margir
segjast enga skoðun hafa eða vilja
ekki svara um áframhaldandi veru
íslands í NATÓ en það er t.d.
næstum því helmingur þeirra
kvenna sem spurðar eru. Enn-
fremur að afstaðan til veru her-
stöðvarinnar hér á landi og afstað-
an til aðildarinnar að NATÓ eru
nokkuð aðgreind mál í hugum
manna og kemur það heim og
saman við skoðanakannanir í
löndum Evrópu. Þar kemur víða í
ljós áhugi manna fyrir aðild að
NATÓ en jafnframt andstaða
gegn því að kjarnorkuvopn verði
staðsett í löndum þeirra og andúð
á þeirri hernaðarstefnu sem rekin
er. Ahugavert er að meirihlutinn
telur okkur eiga mesta samleið
með Norðurlöndum og í því sam-
bandi finnst mér ánægjulegt að sjá
að yfirgnæfandi meirihluti er fylgj-
andi kjarnorkuvopnalausu svæði
á Norðurlöndum. Líka eránægju-
legt að sjá hvað margir binda vonir
við friðarhreyfingar og tel ég víst
að enn fleiri myndu vera þeirrar
skoðunar nú. Þessar niðurstöður
hljóta að verða kveikja að um-
ræðum um þessi mál og það er vel.
Svavar Gestsson
formaður Alþýðu-
bandalagsins:
Hernám
hugarfarsins
alvarlegast
■ „Niðurstöðurnarerulærdóms-
ríkar fyrir forystumenn allra
stjórnmálaflokkanna. Það er t.d.
athyglisvert að 29% kjósenda
Sjálfstæðisflokksins hafa enga
skoðun á aðild fslands að Atlants-
hafsbandalaginu. 36% kjósenda
Alþýðuflokksins og41% kjósenda
Framsóknarflokksins. Þá kemur
það fram að það er veruleg and-
staða við herstöðina í öllum stjórn-
málaflokkunum, nær allir kjós-
endur Alþýðubandalagsins eru á
móti henni, 41% kjósenda Fram-
sóknarfl. 77% kjósenda Kvenna-
listans, 38% kjósenda BJ og 29%
kjósenda Alþýðuflokksins. Þetta
er athyglisvert sérstaklega m.t.t.
þess að Alþbl. er eini flokkurinn
sem hefur lýst afgerandi andstöðu
við herstöðina og hefur starfað í
þeim anda alla tíð. Þá er afstaða
manna til kjarnorkuvopnalausra
svapða athyglisverð. 86% kjósenda
eru hlynntir hugmyndinni um
kjarnorkuvopnalaus svæði á
norðurlöndum og yfirgnæfandi
meirihluti kjósenda er hlynntur
friðarhreyfingunum og telur að
þær séu spor í rétta átt. Þetta
tvennt sýnir það, að þó að stór
hluti kjósenda telji rétt að vera í
NATO þá er meirihluti kjósenda
á móti þeirri stefnu innan banda-
lagsins sem Geir Hallgrímsson
hefur stutt og þar með er meiri-
hluti kjósenda á móti utanríkis-
málastefnu núverandi ríkisstjórn-
ar. Ég vil minna á það að friðar-
hreyfingarnar hafa verið fordæmd-
ar af núverandi ríkisstjórn."
Guðmundur Einarsson
aþingismaður:
Koma mér
ekki á óvart
■ Þessar niðurstöður um af-
stöðu manna til herstöðvarinnar
og Atlantshafsbandalagsins koma
mér ekki á óvart. Það hefur verið
ljóst um allmörg ár að mikill
meirihluti þjóðarinnar er hlynntur
aðild okkar að NATÓ og er þá
tilbúinn að taka það á sig sent því
fylgir eins og t.d. þessa eftirlits-
stöð. Hins vegar kemur mér á
óvart þetta mikla fylgi við þá
hugmynd að taka gjald fyrir stöð-
ina. Ég hef þá siðferðislegu af-
stöðu í því máli að ég tel það ekki
sæmandi okkur að fitna eins og
fjóspúkinn á aukinni stríðshættu í
heiminum vegna þess að það liggur
í hlutarins eðli að þeim mun meiri
sem stríðshættan er, þeim mun
hærra verður þá líklega verðið og
ég hafði hugsað þessari þjóð
merkilegra hlutverk en að hagnast
á ótta og kvöl annarra.
Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra:
Viðhorfin til
gjaidtökunnar
valda
vonbrigðum
B „Þetta er sú hlutfallstala
■sem gjarnan hefur verið rætt
um manna á meðal þegar aðild-
in að Atlantshafsbandalaginu
hefur verið rædd og því koma
þessar tölur mér ekki á óvart og
það sama gildir í raun og veru
um varnarliðið. íslendingar
hafa alltaf gert sér grein fyrir
því að varnarsamningurinn við
Bandaríkin er umdeildari en
aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu. Það er ekki eingöngu af því
að þátttakan í Atlantshafs-
bandalaginu var ákveðin fyrr,
varnarsamningurinn ekki fyrr
en tveimur árum seinna, heldur
hafa menn alltaf viljað greina
þarna á milli.
Hvað með afstöðu íslendinga
til gjaldtöku fyrir Keflavíkur-
stöðina?
Það eru mér mikil vonbrigði
ef byggja má á niðurstöðum
könnunarinnar að þessu leyti.