NT - 03.09.1984, Blaðsíða 2

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 2
Mánudagur 3. september 1984 2 Ríkisstjórnin sammála um að afnema tekjuskatt í áföngum: Verður söluskatturinn hækkaður eða lækkaður? Ágreiningur er meðal stjórnarflokkanna um það atriði HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SERPANTANIR-WÓNUSTA Drifbúnaóur fyrirspil o.fl ■ Ríkisstjórnin kom sam- an til fundar kl. 8 í morgun til að ræða fjárlög næsta árs í framhaldi af niðurstöðum viðræðna formanna stjórn- arflokkanna, sem lauk í gær. Þingflokkur Fram- sóknarflokksins heldur fund kl. 13 í dag um nýjar tillögur í efnahags- og at- vinnumálum og þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins kemur saman nú fyrir há- degið. „Við höfum náð samstöðu um það, sem við ætlum að leggja fyrir þingflokkana," sagði Steingrimur Hermanns- son forsætisráðherra í samtali við NT. Hann vildi hinsvegar ekkert ræða ágreiningsefni flokkanna og sagði að þau væru ekki stór. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NT greinir stjórnar- flokkana á um það hvort hækka eigi söluskatt eða lækka í kjölfar þess að tekjuskattur á almennar launatekjur verði afnuminn í áföngum, en samkomulag varð um það. Framsóknarmenn vilja lækka söluskattinn og um leið afnema allar undanþágur. Pað þýddi, að söluskattur yrði lagður á matvörur sem og aðrar vörur. Sjálfstæðismenn vilja aftur á móti hækka söluskattinn sem svarar tekjutapi ríkissjóðs vegna afnáms tekjuskattsins. Til að jafna tekjumismuninn í þjóð- félaginu leggja framsóknar- menn svo til, að ákveðin upp- hæð verði greidd úr ríkissjóði til hvers einasta landsmanns, t.d. Vinningshafar á leið til Ásgeirs ■ Það var frískur og kátur hópur, sem hélt áleiðis til Stuttgart í gærmorgun, með viðkomu í Sviss. Langþráð stund var runnin upp fyrir vinningshafa í blaðbera- og blaðsöluhappdrætti NT. Draumaferðin var orðin að veruleika. Á miðvikudag verður svo farið á völlinn í Stuttgart og fylgst með Ásgeiri Sigurvinssyni og félögum hans leika gegn Bayern Miinchen. Auk þess mun hópurinn hitta Ásgeir og félaga hans utan vallar. Ferðalangarnir eru 9 talsins, 6 vinningshafar, heiðursgesturinn Óli blaðasali og tveir fararstjórar, þeir Kjartan Ásmundsson dreifingarstjóri NT og Ólafur Sigurvinsson, bróðir Ásgeirs. NT-raynd Ámi Bjama 7-8 þúsund krónur á ári, miðað við núeildandi verðlag. Framkvæmdastofnun ríkisins verður lögð niður í núverandi mynd og Þróunarfélag íslands mun taka við hlutverki hennar að einhverju leyti, samkvæmt til- lögu Framsóknarflokksins. Hlutverk Þróunarfélagsins verður fyrst og fremst að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi landsmanna. Hlutur ríkisins í því félagi á að nema 500 milljón- um króna og fyrirtækjum og einstaklingum verður gefinn kostur á að taka þátt í því. Sjóðakerfinu verður gerbylt og í stað ótal lítilla sjóða munu koma þrfr stórir, Búnaðarsjóð- ur, Iðnaðarsjóður og Útvegs- sjóður. Fyrir sjóðunum munu fara þriggja manna stjórnir og þau nýmæli verða viðhöfð, að þar mun enginn stjórnmálamað- ur sitja. Þá verður Byggðasjóð- ur lagður niður og í hans stað á að koma Byggðastofnun. Tillögurnar, sem stjórnar- flokkarnir munu ræða í dag og á morgun, gera einnig ráð fyrir, að atvinnuvegir landsmanna verði reknir á meiri samkeppn- is- og hagkvæmnisgrundvelli en hingað til í þá veru, að ábyrgðin sé fyrst og fremst hjá framleið- endum. REGGIANA RIDU7TORI Uppselt á fyrirlestur Friedmans: Afgangurinn til Stofnun- ar Jóns Þorlákssonar við ferðir og uppihald, hafi orðið um 300 þúsund krónur. Friðrik sagði að þrátt fyrir yfirlýsingar Friedmans sjálfs þá hefði hann fengið greitt fýrir framlag sitt. „Þetta átti að koma honum á óvart. Við erum búnir að greiða honum peninga fyrir.“ Ekki vildi Friðrik gefa upp hvað greiðslan til Friedmans hefði verið há. Þess má geta að enn kann að bætast við tekjurnar af heimsókn Friedmans, því ís- lensku frjálshyggjumennirn- ir tóku fyrirlestur hans og önnur atriði heimsóknarinn- ar upp á myndband, og kem- ur að sögn Friðriks Friðriks- sonar til greina að leigja út eða selja eintök af þætti sem gerður verður eftir því, þó þetta sé enn ekki full ákveð- ið. ■ „Ef það verður eitthvað eftir þegar búið verður að borga kostnað, þá kemur eitthvað í okkar sjóð; en við erum ekkert farnir að skoða þetta ennþá,“ sagði Friðrik Friðriksson, einn af forsvars- mönnum Stofnunar Jóns Þorlákssonar, þegar NT spurði hann um ráðstöfun tekna af fyrirlestri Milton Friedmans á Hótel Sögu á laugardaginn. Friðrik sagði að uppselt hefði verið á fyrirlesturinn, eða um 320 miðar verið seldir. Þetta þýðirsamkvæmt útreikningi NT að tekjur af fyrirlestrinum, þegar búið er að greiða fyrir hágismatinn sem fylgdi í með miðakaup- unum, og taka tillit til fram- lags Háskóla íslands, en ekki að draga frá annan kostnað Umfjöllun um skólamál á fjórðungsþingi Norðlendinga: „Trúnaðarbrot að gefa þetta plagg upp“ segir Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra ■ „Ég tel það trúnaðarbrot að gefa þetta vinnuplagg upp og tel tíma mínum ekki vel varið við að leiðrétta þessar rangfærslur," sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra eftir að framsögu um menntamál lauk á þingi Fjórðungssambands Norður- lands þar sem Valgarður Hilmars- son oddviti í Engihlíðarhreppi gerði úttekt á kostnaðaraukningu sveitarfélaganna ef sparnaðartil- lögur ráðuneytisins í skólamálum og ríkisins hvað varðar akstur skólabarna, mötuneytiskostnað og gæslustörf við skólana næðu fram að ganga. Kom fram hjá honum að þær gætu þýtt að lítil sveitarfé- lög þyrftu að verja allt að 90% af fjármagni sínu til skólamála. Kom fram hjá ráðherra að verið væri að halda að fólki röngum upplýsingum, hvort sem það væri í pólitískum tilgangi eða fyrir mistök. Kvað hún fundargerðina, sem vinnuplaggið væri unnið uppúr, ranga. Það væri ekki rétt eftir henni haft er þar stæði. Það sem hún hefði raunverulega sagt væri að menntamálaráðuneytið vildi að sveitarfélögin tækju á sig kostnað við skólamálin gegn því að ríkið tæki á sig annan kostnað á móti. Þetta hefði verið til um- ræðu í nefndinni en það væru ekki komnar neinar tillögur. Litlar umræður urðu eftir fram- söguræðurnar þar sem mennta- málaráðherra var mjög tímabund- inn og þurfti að komast suður hið fyrsta aftur. Ögn rættist þó úr tímaskorti ráðherra er henni var1 boðið þyrluflug beint frá Reykja- skóla. Það kom fram hjá Valgarði að hann harmaði að ráðherra hyrfi af vettvangi með svo skjótum hætti því þessi mál þyrfti að ræða, hvort sem um væri að ræða vinnupunkta eða tillögur. Hér væru hugmyndir á ferðinni sem verið væri að ræða manna á meðal og væru mikilvæg- ar fyrir stöðu skólamála og fjárhag sveitarfélaganna. Hvað sem öðru liði taldi Valgarður að þingið að Reykjum hefði skilað árangri því þessum hugmyndum eða vinnu-1 punktumyrði vart hampað sunnan eða norðan heiða á næstunni. Fjórðungsþing Norðlendinga: Óánægja með starfsemi Fjórðungssambandsins ■ Fulltrúar þéttbýlisstaðanna á Norðuriandi vestra eru óánægðir með starfshætti Fjórðungssam- bands Norðurlands og telja að of mikið af starfsemi sambandins sé dregin til Akureyrar. Á fjórðungsþingi Norðlendinga sem lauk að Reykjum í Hrútafirði um helgina gerðu þeir að skilyrði að samþykkt yrði viðbútartillaga við tillögur atvinnuþrúunar- og orku- málanefndar unt iðnráðgjöf, þar sem skýrt væri tekið fram að nýr iðnráðgjafi, sem ráðinn yrði til Fjórðungssambands Norðurlands hefði aðsetur á Norðurlandi vestra. Ef ekki myndu þessi bæjar- félög endurmeta veru sína í sam- tökunum og jafnvel draga sig útúr þeim. Var þetta samþykkt en jafn- framt að endurskoða framtíðar- skipulag iðnráðgjafastarfsemi í fjórðungnum. Gætti töluverðrar ólgu á þinginu vegna þessara mála en aðal áherslan var lögð á at- vinnu- og menntamál. Kom m.a. fram hjá Óttari Proppé bæjar- stjóra á Siglufirði gagnrýni á starfs- hætti þingsins, þar væri samþykkt- ur fjöldi tillagna en engin mál brotin til mergjar og úrlausnir fundnar. Saknaði hann umræðu um þann vanda er nú blasti við í sjávarútveginum, meðan verið væri að samþykkja tillögur um stóriðju sem segðu nákvæmlega ekki neitt. Áskell Einarsson framkvæmda- stjóri Fjorðungssambandsins var spurður álits á þeirri gagnrýni sem fram kom á starfsemi samtakanna og kvað hann það engin nýmæli. Menn væru með yfirlýsingar en þegar á reyndi væru þeir ekki tilbúnir til að fara úr sambandinu. Benti hann á að Fjórðungssam- bandið væru sterk samtök á lands- mælikvarða sem gæti haft áhrif á framgang meiri háttar mála en ætti oft erfiðara með að taka á málefn- um einstakra byggðalaga innan sinna vébanda. Varðandi gagnrýni á samþykktir um stóriðju undir- strikaði hann að brýnt væri að marka stefnuna í þeim málum og Norðlendingar yrðu að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði fyrir atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum í framtíðinni, ef þar risi ekki stóriðja.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.