NT - 03.09.1984, Blaðsíða 14
■ Faðir brúðarinnar leiðir hana til kirkju.
■ Brúðhjónin við kirkjudyr ásamt foreldrum sínum og sr. Eiríki J. Eiríkssyni, sem gifti þau.
NT-myndir: Finnbogi Krístjáns
Allt í uppnámi við brúðkaup trommarans í DURAN DURAN og æskuunnustunnar:
Hvar voru buxur brúðgumans?
■ Það lá við að yrði að fresta
athöfninni, þegar Roger Tayl-
or, trommarinn í hinni frægu
hljómsveit Duran Duran og
æskuvinkona hans, Giovanna
Cantone, ætluðu að ganga í
hjónaband í Napoli á Ítalíu. Á
síðustu stundu uppgötvaðist
það, að buxur brúðgumans
voru hvergi sjáanlegar!
Þá rann upp fyrir Roger, að
í öllum asanum í undirbúningi
brúðkaupsins hafði hann
gleymt að sækja hvítu spari-
buxurnar í fatahreinsunina.
Vinir hans ruku upp til handa
og fóta að sækja þær, en þá var
fatahreinsunin Iokuð um mat-
artínrann, svo enn eyddist dýr-
mætur tími í að hafa uppi á
eiganda fyrirtækisins.
Á meðan gekk Roger um
gólf i hótelherbergi sínu á
Excelsior hótelinu og beið.
Þegar brúðurin Giovanna og
faðir hennar komu til kirkj-
unnar voru þau nokkrum mín-
útum of sein, eins og Iræfa
þykir,' því að það er víst venja
þar í landi að brúðurin láti
bíða aðeins eftir sér. En það
var uppi fótur og fit við komu
brúðarinnar í kirkjuna, því að
brúðgunri fyrirfannst enginn.
Beðið var í stundarfjórðung,
en þá - eftir háskalegan akstur
um götur Napoli - birtist brúð-
guminn og vinir hans og serim-
onían gat hafist.
Ef hjónavígsluna, söfnuðust
vinir þeirra saman fyrir utan
kirkjuna til að óska brúðhjón-
unum til hamingju, en lífverðir
Duran Duran hljómsveitarinn-
ar höfðu nóg að gera við að
halda aðdáendum hljómsveit-
arinnar í skefjum, svo brúð-
hjónin kæmust óáreitt til veisl-
unnar, sem fjölskyldur þeirra
héldu þeinr í Sorrento.
■ Brúðarvalsinn dansaður í upphafi dansleiksins að Vonar-
landi.
og ball á eftir!
■ „Þú ættir að fá þér heima-
sætu frá Brekku fyrir konu,“
sagði afi og alnafni brúðgum-
ans við hann fyrir allmörgum
árum, þegar Sigurður var yngri
á ferð á Ingjaldssandi við
Dýrafjörð og þeir nafnarnir
óku fram hjá Brekku.
í þann tíð hafði pilturinn
ekki mikinn áhuga á að leita
sér að konuefni, - en bætti úr
því síðar, og nú Iaugard. 18.
ág. sl. voru þau gefin saman
Sigurður Guðmundur Sverris-
son og Halla Signý Kristjáns-
dóttir, sem reyndar er heima-
sæta frá Brekku! Þær voru 6
heimasæturnar þar og nú allar
giftar. Synirnir á bænum voru
líka 6.
Sr. Eiríkur J. Eiríksson,
fyrrum þjóðgarðsvörður gaf
brúðhjónin saman. Þá var
haldin um 100 manna brúð-
kaupsveisla að Brekku, en síð-
ar um kvöldið var farið í
félagsheimilið Vonarland, þar
sem slegið var upp stórdansleik
og fjölmennt þangað af fólki
úr nágrenninu. Dansað var svo
fram eftir allri nóttu. Að sögn
fréttaritara NT á staðnum er
það gönrul venja, þar um
slóðir, að hafa ball eftir brúð-
kaup.
Brúðhjónin eru farin að búa
að Kirkjubóli í Bjarnadal.
Ekk«t skil ég í þvi, hvcrs
vegna fóikið klappar svona og
tcpir... Þetta var ekki neiít
sérstaklega flolt sveifla hjá mér
- eda hvað?
m
■ Á myndinni sjáum við
mann sem er að vökva tré, en
það er þannig staðsett, að
rigning kemur því að litlum
notum, það er nefnilega yfjr-
byggt. Það sérkennilega við
þetta tré, sem er staðsett við
stórbyggingu í svissnesku
borginni Kreuzlingen, er að
það var gert ráð fyrir því í
byggingunni, og þess vegna
var liaft gat í yfirbyggingunni
fyrir tréð að vaxa í gegnum.
Það leið ekki langur tími,
þar til tréð fór að kíkja upp um
gatið og nú er það ekki síður
til ánægju fyrir fólk á efri
hæðunr hússins.