NT - 03.09.1984, Blaðsíða 30

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 30
Mánudagur 3. september 1984 30 Knattspyma: Sigur hjá Argentínu ■ Argentínumenn sigruðu Svisslendinga 2-0 í landsleik í knattspyrnu á laugardag. Það voru þeir Ponce og Dertycia sem skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Argentínumenn léku án 5 af sínum bestu mönnum í leiknum, en allt kom fyrir ekki og Svisslendingar töpuðu. f>eir hafa ekki skorað í þremur síð- ustu landsleikjum sínum. Það horfir því ekki vel fyrir Alpa- drengjunum um þessar mundir, en þeir eiga einmitt að leika gegn Noromönnum í undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar síðar í þessum mánuði. Það dugar enginn geitaostur eða súkkulaði til að hugga piltana frá klukkulandinu fræga, fari svo að þeir tapi fyrir frændum okkar Norðmönnum. Frakkland: Bordeaux á ■ Um helgina fóru fram tveir leikir í úrslitakeppni 4. deildar og áttust þar við annars vegar ÍR og Ármann og lauk leiknum með sigri Ármanns 2-1. Þar með hafa Ármenningar hlotið 4 stig í öðrum riðlinum, ÍR 3 stig og Léttir 1 stig. í hinum riðlinum sigraði Leiknir frá Fáskrúðsfirði Tjörnes með 5-0 og eru þeir nú búnir að vinna báða leiki sína í riðlinum. Tjörnes er með 3 stig og Reynir Á með ekkert. Þessi mynd er úr leik IR og Ármanns á IR-velli. NT-mynd Ámi Bjama Frjálsíþróttamót á Ítalíu: Tveirsettu Evrópumet í hástökki - Mennea sigraður - Bubka annar ■ Vestur-Þjóðverjinn Carlo Thraenhardt og Sovétmaður- inn Valery Sereda settu báðir nýtt Evrópumet í hástökki á annars tilþrifalitlu frjálsíþrótta- móti í Rieti á Ítalíu um helgina. Þeir stukku báðir 2,37 m. Síðan reyndu þeir báðir við heims- met Kínverjans Jian Hua Zhu sem er 2,39 m en báðir felldu naumlega. Sergei Bubka varð annar í stangarstökki langt fyrir neðan árangur sinn á móti í Róm á föstudag (sjá bls. 25) þar sem hann sett nýtt heimsmet. Hann saknaði greinilega keppninnar við Thierry Vigneron sem um tíma átti heimsmetið á mótinu í Róm. Þá sigraði Kratochvilova í 400 m hlaupi vel á undan Valeri Brisco-Hooks. Kirk Baptista sigraði Pietro Mennea í 200 m hlaupi á 20,35 sek. í hástökki kvenna varð hörkukeppni sem lauk með góðum sigri Lyudmílu Ando- nova frá Sovétríkjunum sem stökk 2,03 m. Hún átti góðar tilraunir við 2,08 sem er heims- met en mistókst naumlega. Debbie Brill frá Kanada varð önnur í hástökkinu með 1,99 og Tamara Bykova varð þriðja stökk 1,98 m. Það voru mikil vonbrigði fyr- ir Mennea að sigra ekki í 200 m hlaupinu en hann er orðinn nokkuð gamall fyrir sprett- hlaup. Baptiste kom um hálfu skrefi á undan honum í mark. sigurbraut ■ Tvö mörk frá snillingnum Alain Giresse festu Bordaux á toppi 1. deildarinnar frönsku. Þeir léku við Nantes og sigruðu 2-1. Giresse skoraði fyrst með þrumuskoti rétt utan vítateigs er fyrri hálfleik var að ljúka og hitt markið gerði hann um miðjan seinni hálfleik. Loic Amisse skoraði úr vítaspyrnu fyrir Nanters. Auxerre komst í annað sæti með sigri á Nancy, 1-0. í þriðja sæti koma svo leikmenn Bastia eftir 3-2 sigur á Toulon. Risarnir St Germain eru í neðsta sæti í deildinni og kemur bað nokkuð á óvart. Úrslit leikja á laugardag: Bordeaus-Nantes 2-1 Auxerre-Naney 1-0 Paris-S.G.-Brest 1-1 Rouen-Strasbourg; 1-0 Lens-Monaco 2-2 Sochaux-Laval 2-0 Bastia-Toulon 3-2 Marseilles-Racing Paris 0-2 Metz-Toulouse 2-1 Tours-Lille 2-0 Staða efstu liða í Frakklandi Bordeaux 5 5 0 0 9:3 10 Auxerre 5 4 0 1 9:3 8 Bastia 5 3 11 7:7 7 Nantes 5 3 0 2 11:7 6 Brest 5 2 2 1 9:5 6 Lens 5 2 2 1 7:5 6 Racing Paris 5 3 0 2 6:9 6 Monaco 5 2 12 13:5 5 Sochaux 5 2 12 12:9 5 Strasbourg 5 2 12 8:6 5 Nancy 5 2 12 6:5 5 Laval 5 2 12 6:7 5 TRYGGIR ÞER ÞÆGINDI FYRSTA SPOLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantar fyrirfram Viö hjá Hreyfli erum tilbúnir að flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í mjúkri límosínu. Málið er einfalt. Pú hringir í síma Ó8-55-22 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Við segjum þér hvenær billinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hverfarþegi borgarfastgjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Viö vekjum þig Ef brottfarartími er að morgni þarftu að hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara, ef þú öskar. Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10:00 og 12:00 sama dag. HREVFILL Ó85522 — Úrslit úr öllum áttum Portúgal Boavista-Porto 1-0 Bcnfica-Braga 2-0 Academica-Sporting 2-3 Guimaraes-Belenenscs 2-2 Sctubal-Vizela 2-0 Farcnse-Penafiel 1-0 Salguciros-Varzim 2-2 Rio Avc-Portimoncnsc 1-2 Austurríki Sturm Graz-Kiagenfurt Eisenstadt-Salzburg Rapid Vienna-Aipine Lask-Linz Wacker-Wiener Sportclub Innsbruck-Gak Sv Spittal-Austria Vienna Favoritner-Vienna Rúmenía Hér eru úrslit í rúmensku knattspyrn- unni: Sterua-Pitesti 0-0 Dinamo-Asa 1-0 Iasi-Chimia R. 0-0 Petrosani-Olt 2-1 Brasov-Baia Mare 3-1 Bihor Oradea-Corvinul 2-1 Timisoara-Bacau 1-1 Buzau-Bucharest 0-3 Craiova-Rapid 1-1 2-2 1- 3 2- 1 3-1 2-2 0-0 1-5 0-0

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.