NT - 03.09.1984, Blaðsíða 28

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 28
■ Felix Magath og félagar í Hamburger SV voru um helgina slegnir út úr v-þýsku bikarkeppninni af áhugamannaliðinu SC Geislingen. Feyenoord lá gegn Roda - Pétur Pétursson lék með og átti góðan leik Mánudagur 3. september 1984 28 f i ■1 * n - ( Ahugamennirnir rúlluðu „Hamborgurunum upp - Hamburger SV slegnir út úr v-þýsku bikarkeppninni af áhuga- mannaliðinu Geislingen flokk í höndunum á sér því þeir Frá Reyni Finnbogasyni frcttamanni NT í Hollandi ■ Um hclgina hófst keppni í 1. deild hollensku knattspyrn- unnar. Feyenoord lið Péturs Péturssonar lék gegn Roda á útivelli og beið lægri hlut 2-1. Pétur átti góðan leik og var óheppinn að skora ekki mark. Úrslitin í Hollandi urðu þessi um helgina: PSV Eindhoven-Groningen .. 1-1 Haarlem-Ga Eagles Dev.....3-1 Pec Zwolle-Den Bosch......1-0 MW-Az'67 Alkmaar .........1-1 Nac Breda-Excelsior ......0-0 Roda Jc Kerk-Feyenoord .... 2-1 Volendam-Utrecht..........3-3 Fc Twente-Fortuna Sittard ... 3-2 Sparta-Ajax ..............2-5 Hér á eftir verður sagt frá þeim leikjum sem athygl- isverðastir þóttu í þessari 1. umferð 1. deildarinnar í Hol- landi. Roda JC Kerkrade 2 - Feyenoord 1 Á 13. mín. fyrra hálfeiks kom fyrsta mark Roda, er Hoffmann skoraði eftir varnar- mistök hjá Feyenoord. Pétur Pétursson átti möguleika á því að jafna metin, er hann skallaði að markinu eftir hornspyrnu Guffit. Pétur átti gott skot um miðjan fyrri hálfleik, en það var varið. Jöfnunarmarkið kom er Been skaut af 20 m færi í þverslána og inn, óverjandi, 1-1. Roda byrjaði seinni hálfleik- inn af miklum krafti. Hoffman átti gótt skot, en rétt framhjá. Gorter skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu, boltinn barst út fyrir vítateig þar sem Gorter skaut viðstöðulaust í gegn um ■ Fyrrum Evrópumeistarar Hamborgar voru svo sannar- lega slegnir út úr þýsku bikar- keppninni á laugardaginn. Það var áhugamannaliðið SC Geis- lingen sem rúllaði Hamborgur- unum upp. Áhugamannaliðið lét stórliðið líta út eins og 5- vörn Feyenoord, 2-í. Feye- noord var ekki sannfærandi í þessum leik, það var eins og þreyta væri í liðinu eftir þreyt- andi vináttuleiki að undan- förnu. Pétur var ágætur í leiknum, var ógnandi og átti nokkur góð tækifæri, en var óheppinn. Roda var betra liðið, gafst ekki upp og fór heim með bæði stigin. Sparta 2 - Ajax 5 Sparta byrjaði leikinn af miklum krafti, en þeir komust ekkert áfram fyrir sterkri vörn Ajax. Opnunarmarkið kom þegar Vanenburg gaf fyrir markið og Cewit skallaði inn 0-1. Sparta barðist áfram og á 34. mín. jöfnuðu þeir er Blint gaf fyrir og Van der Berg skallaði inn 1-1. I byrjun síðari hálfleiks skoraði R. Koeman með góðu skoti 1-2. Ajax var komið á bragðið. Stuttu síðar gaf Ko- eman fyrir markið og Vanen- burg skoraði 1-3. Stuttu síðar var Vanenburg aftur á ferðinni og skoraði eftir mikið þóf í vítateig Sparta 1-4. Eijer skor- aði fyrir Sparta eftir góðan samleik í gegnum vörn Ajax 2-4. Markakóngur síðasta árs, Van Basten gerði endanlega út um leikinn er Ajax spilaði vörn Sparta í þessum leik og byggði sóknir sínar vel upp. Koeman átti miðju vallarins, og sigurinn var sanngjarn, Sparta gafst upp við mótlætið. PSV Eindhoven 1 - Groningen 1 Leikurinn byrjaði fjörlega og PSV sótti mjög stíft. í byrjun leiksins skoraði Brylle fyrir áttu fullt af tækifærum til að vinna enn stærri sigur á liðinu sem í fyrra varð í 2. sæti í Búndeslígunni. Áhuga- mannaliðið skoraði mark í hvorum hálfleik og skoruðu þar að auki mark sem dæmt var PSV. Hann skaut góðu skoti frá vítateig og boltinn fór í einn leikmanna Groningen og inn, 1-0. Groningen var þó ekki á því að gefast upp og þeir börð- ust ákaft. í hálfleik var staðan 1-0 fyrir PSV. í byrjun síðari hálfleiks átti Thoresen gott tækifæri fyrir PSV, en boltinn fór framhjá. Jöfnunarmark Groningen kom þegar 15 mín- útur voru liðnar af síðari hálf- leik. Góð sending kom fyrir markið, Grogkon skallaði til E. Koeman sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Van Breukelen hafði enga möguleika á því að verja. Skömmu síðar einlék E. Koeman upp allan völlinn og var nærri því búinn að gera út um leikinn, en Van Breukelen greip inní og boltinn fór í stöng og út af. Stuttu síðar komst E. Koeman aftur í gegn um glopp- ótta vörn PSV, en enn bjargaði Van Breukelen. Groningen fór heim með annað stigið og var það vel af sér vikið. Ervin Koeman var besti maðurinn á vellinum. Hjá PSV voru þeir Thoresen og Van Breukelen bestir, en Breukelen mark- vörður var keyptur frá Notting- ham Forest fyrir þetta keppn- istímabil. af og áttu skot í stöng undir lok leiksins. Þetta voru án efa óvæntustu úrslitin á laugardag- inn. Önnur úrslit er vöktu athygli var sigur 2. deildarliðsins Nur- enberg á 1. deildarliðinu Ar- menia Bielefeld. Nurenberg hafði ekki sigrað á útivelli 31 leik í röð„ en þeir hrisstu nú af sér slenið og sigruðu 3-1 eftir framlenginu. Áhugamannaliðið Havelse náði jafntefli á móti búnders- líguliðinu Bochum og þurfa liðin að mætast aftur. Köln sigraði stórt eða 8-Ö. Það var 2. deildarliðið Stuttgart Kickers sem varð fyrir barðinu á þeim. Landsliðsmaðurinn Klaus Allofs gerði þrjú mörk fyrir Köln. Stuttgart þurfti aldeilis að hafa fyrir sigri sínum á Rot-Weiss Óberhausen. Staðan í hléi var 4-2 fyrir 2. deildarliðinu en það var mark frá Bernd Förster sem bjargaði deginum hjá Stuttgart og tryggði þeim sigur. Þá vakti athygli sigur Bayern Leverkusen á Keiserslautern ■ Til átaka kom í borginni Oporto í Portúgal í gær þegar Oporto liðin tvö, Porto og Boavista mættust í 1. deildinni portúgölsku. I lok leiksins sem Boavista vann, 1-0, réðist lögreglan til atlögu við áhorfendur, sem höfðu tekið uppá þeim ósóma að grýta dómara leiksins, þar sem þeir voru ekki sáttir við dómgæslu hans. Tuttugu áhorf- endur slösuðust í átökunum við lögregluna, þar af tveir alvarlega og að auki urðu tveir laganna verðir fyrir meiðslum. Markið var gert úr vítaspyrnu og það var Adao sem það gerði. Markvörður Porto, Jose ■ „Við erum komnir upp í 1. deild og næsta ár verður erfitt svo það er eins gott að gefa yngri mönnum möguleika á að spreyta sig. Svo eru smá meiðsl í liðinu og þá er eins gott að hvfla þá meiddu,“ sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari FH í samtali við NT. Hann var spurður um þá Úrslit í v-þýsku bikarkeppn- inni: 1. deild gegn 2. deild: Eintr. Brunswick-Eintr. Frankf. 1-3 Bayer Leverkusen-Kaisersl. 5-0 1. deild gegn 2. deild: Stuttgart-Oberhausen 5-4 Gladbach-Blau-Weiss 90 Berlin 4-1 Bielefeld-Nurenberg 1-3 Köln-Stuttgart Kicers 8-0 Áhugamannalið gegn 1. deild: SC Geislingen-Hamburg 2-0 Dudweiler-Borussia Dortmund 1-5 Bocholt-Schalke 1-3 Havelse-Bochum 2-2 Duisburg-Mannheim 1-4 ■ Karl-Heinz Förster og fé- lagar í Stuttgart unnu nauman sigur um helgina. Beto hafði brotið á Júgóslavan- um Zoran Filipovic þegar 26 mín. voru liðnar af leiknum. Meistararnir Benfica sigruðu Braga. Daninn Michael Man- iche skoraði bæði mörk Ben- fica, þar af annað úr víta- spyrnu. Lið Braga mun mæta ÚEFA meisturum Tottenham í fyrstu umferð Evrópukeppn- innar í haust. Sporting Lissabon bar sigur- orð af nýliðunum Academica eftir að Academica hafði verið yfir í hálfleik 1-0. En leiknum lauk með 3-2 sigri Sporting og sigurmarkið gerði landsliðs- maðurinn Sousa með sann- kölluðu þrumuskoti. frétt sem NT hleraði út í bæ að ástæðan fyrir því að hann og Dýri Guðmundsson spiluðu ekki á móti Víði, hefði verið sú að FH vildi ekki fá ísafjörð upp. „Þetta er algjört rugl við erum að byggja upp okkar lið fyrir 1. deildina að ári og það er óháð því við hverja við spilum," sagði Ingi Björn. ■ Ingi Björn Albertsson ■ Pétur Pétursson lék vel með Feyenoord í 1. umferð hollensku 1. deildarinnar um helgina, en tókst ekki að skora. Wisla Krakow lá ■ Wisla Krakovv mót- herjar Eyjamanna í Evrópukeppni bikarhafa töpuðu um helgina gegn Ruch Chorzow, 1-0. Það gengur því ekki sem best hjá þeim Krakow köppum sem stendur.en Eyjamenn eru í mikilli sókn um þcssar mundir. Pogon Szczecin er efst í pólsku 1. deildinni eftir fimm umferðir með 9 stig. Mótherjar Eyjamanna eru neðarlega í deildinni. Bayern slapp með skrekkinn - Bayer Úerdingen og Bremen fóru létt með áhugamennina ■ Stórliðið Bayern Mún- chen slapp naumlega í gegn- um 2. umferð þýsku bikar- keppninnar er liðið sigraði áhugamannaiiðið Luttring- hausen 1-0. Það var Roland Wohlfarth sem gerði markið á 10. mín en áhugamennirnir mót- mæltu kröftuglega því þeir töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða. Bayern gekk illa og fór mótstaðan í skapið á þeim, þannig var Bernd Martin rekinn af velli í síðari hálfleik fyrir ljótt brot. Þeir voru þó fegnir Bayern leikmennirnir að lenda ekki í jafn slæmri útreið og Hamborg fékk á laugardag- inn. Áhugamannaliðið Char- lottenburg stóð vel í Karls- ruhe og þurfti að framlengja leikinn til að fá fram úrslit en þá sigraði 1. deildarliðið 3-1. Eftir venjulegan Ieiktíma þá var staðan 1-1. Werder Bremen og Bayer Úerdingen sigruðu auðveld- lega gegn áhugamannalið- um. Bremen sigraði 4-0 og Úerdingen sigraði 6-1. Úrslit á sunnudaginn: Fortuna Dusseldorf-Ulm 2-0 Luttringh.-Bayem M. 0-1 Charlottenburg-Karlsruhe 1-3 Oldenburg-Bayer Uerd. 1-6 Bremerh.-Werder Bremen 04 „Gefþeimyngri sín tækifæri nú“ - segir Ingi Björn Albertsson þjálfari FH

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.