NT - 03.09.1984, Blaðsíða 3
Bændur og búalið
G/obus/
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
Þið sem ætlið ykkur að
reisa
#HARVESTORE
turna á næsta ári athugið
að umsóknarfrestur
Stofnlánadeildar land-
búnaðarins, vegna lána
til byggingaframkvæmda
á næsta ári rennur út
15.september
næstkomandi
Fimm íslensk
stórbýli hafa tekið
þessa tœkni í
þjónustu sína.
Fimm ára reynsla við erfiðustu heyverkunarskilyrði
á þessari öld hafa margsannað ágœti þessarar
heyverkunar.
-&HARVESTORE heyturn er fjárfesting sem marg-
borgar sig.
Gjaldeyrissparandi - Þjóðhagslega hagstœtt
Leitið upplýsinga
Munið að 15. september rennur umsóknarfresturinn út.
Mánudagur 3. september 1984
Kaupir hluta af Ásgarði undir orlofshús bænda
Keypt í Ásgarði
Stéttarsambandsfundurinn ákvað enn-
fremur að festa kaup á fimm hekturum af
landi úr jörðinni Ásgarði í Grímsnesi, og
koma þar upp orlofshúsum fyrir bændur.
Að sögn Guðmundar Stefánssonar, hag-
fræðings Stéttarsambandsins, er hugmyndin'
að byggja tvö hús til að byrja með, en ef vel
takist til er rúm fyrir mörg hús til viðbótar'
á svæðinu.
Lögbundin starfsréttindi
Aðalfundur Stétarsambandsins mælti
með því, eins og tvö undanfarin ár, að sett
yrði löggjöf um atvinnuréttindi í landbúnaði
Þannig gæti enginn stundað framleiðslu á
búvörum nema þeir sem uppfylltu ákveðin
menntunar og starfsreynsluskilyrði. Meðal
skilyrða er bændaskólapróf, iðnskólapróf
eða stúdentspróf, en einnig gæti starfs-
reynsla komið að nokkru leyti í staðinn fyrir
formlega skólamenntun, þannig að þeir sem
aldir væru upp í sveit þyrftu aðeins að
ljúka stuttu námskeiði til að öðlast starfs-
réttindi. Pá er gert ráð fyrir að allir sem
þegar stunda búskap haldi starfsréttindum
án þess að uppfylla skilyrðin.
Bændur stjómi sölufyrirtækjum
í kjaramálaálykutn aðalfundarins var var-
að við því að gengið verði lengra í að skerða
kjör bænda, sem þegar hafi verið skert
■ Meðal tillagna sem aðalfundur
Stéttarsambands bænda á Isafirði
samþykkti um helgina var ein um að
stjórn sambandsins skyldi vinna að
því að fá framleiðsluráð til að koma
hið fyrstaá skömmtun á kjarnfóðri til
allra búgreina. Yrði lágt aðflutnings-
gjald síðan innheimt af því kjarnfóðri
sem þætti hóflegt miðað við markaðs-
ástand í viðkomandi greinum, en hátt
gjald af því kjarnfóðri sem stuðlaði að
umframframley ðslu.
í tillögunni kemur fram að hugmyndin
með henni sé að verja þann árangur sem
náðst hefur á undanförnum árum við að
jafna árstíðarsveiflur í mjólkurframleiðslu.
Árangrinum yrði stefnt í tvísýnu með háu
kjarnfóðursverði í vetur, en það stafar af
70% kjarnfóðurgjaldinu sem nú er í gildi.
umfram kjör annarra. Þá mótmælti fundur-
inni þeirri stefnu sem nú er fylgt í niður-
greiðslumálum, og benti á að verulegs
samdráttar hefði þegar orðið vart í sölu
búvara vegna beinnar og óbeinnar lækkunar
á niðurgreiðslum. Þá harmaði fundurinn að
stjórnvöld hefðu ekki staðið að fullu við
samþykkt frá síðastliðnu hausti um að fella
niður söluskatt af búvörum og tækjum til
búreksturs.
Fundurinn hvatti bændur til að standa
vörð um sölukerfi landbúnaðarins og lagði
áherslu á að bændur yrðu áfram að stjórna
sölufyrirtækjunum. En jafnframt yrðu þessi
sölufyrirtæki að vera ávallt í stakk búin til
að mæta þörfum neytenda og skila fullu
verði til bænda.
Síðast en ekki síst taldi aðalfundurinn að
við ríkjandi aðstæður væri aðkallandi að
mynda víðtæka samstöðu um stefnu land-
búnaðarmála. Slík stefna se undirstaða
hagkvæmrar landbúnaðarframleiðslu, og
„jafnfram er hún forsenda þess að auðlyndir
landsins verði nýttar á skynsamlegan hátt“.
Matthías
hækkar
tryggingar-
bætur
■ Bætur almannatrygginga hækka í
dag um 3%, svo og tekjutrygging og
heimilsuppbót. Hækkun þessi tckur
mið af heimild í 79. gr. laga nr. 67 frá
1971 um almannatryggingar og tekur
mið af umsömdum hækkunum á
vikukaupi í almennri verkamanna-
vinnu.
Samkvæmt heimildarákvæðinu ber
að hækka þessar bætur ekki síðar en
6 mánuðum eftir að umsamdar hækk-
anir á verkamannakaupi eiga sér stað.
Matthíasi Bjarnasyni hefði því verið
í lófa lagið að fresta þessum hækkun-
um til 1. mars, ekki síst í því Ijósi að
„almennir verkamenn“ hafa sagt upp
samningum og vinnuveitendur í VSÍ
líta þannig á að 3% hækkunin sé ekki
lengur samningsbundin.
Staðarsveit:
brann
■ Langferða-
bifreið úr Borgar-
nesi brann til kaídra
kola í Staöarsveit-
inni um miðnæUið
aðfaranótt sunnu-
dagsins. Átta far-
þegar voru með bif-
reiðinni og sluppu
þeir naumlega út,
cn enginn þcirra
slasaðist.
Langferðabif-
reiðin, sem var á
leið með farþegana
á dansleik á Lýsu-
lióli, var á ferð þeg-
ar eldurinn kom
upp. Gaskútur,
sem var í bifreið-
inni, sprakk og
gerði það að verk-
um, að ekki var
hægt að koma við
slökkvistarfi.
Kjarnfóður verði
skammtað í haust