NT - 03.09.1984, Blaðsíða 25
Mánudagur 3. september 1984 25
iriuii i m
Samúel Örn Erlingsson (áb), Björn Leósson, Þórmundur Bergsson
■ Hér eigast þeir við Loftur Olafsson Bliki og Guðmundur Þorbjörnsson Valsari. Loftur var
með betri mönnum á vellinum og Guðmundur stóð fyrir sínu, að venju. M-m>nd Ámi Bjama
Skyldu Blikarnir
sleppa við að falla?
8
■ „Ég get ekki verið annað
en ánægður með að fá stig úr
þessum leik eftir að við fengum
á okkur þetta drullumark. Það
sá hver maður á vellinum og
áhorfendur líka að brotið var á
Frikka í markinu“ sagði
Magnús Jónatansson þjálfari
Breiðabliks eftir leikinn gegn
Val. „Annars var þetta baráttu-
lcikur fyrst og fremst þar sem
spilað var af öryggi og engir
„sjensar“ teknir. Nú er bara
að standa sig í síðustu leikjun-
um,“ bætti Magnús við og var
vongóður.
Blaðamaður NT getur tekið
undir þau orð Magnúsar að
markið sem Valsarar skoruðu
virtist vera kolólöglegt. Vals-
arar fengu hornspyrnu og
gefið var út á Grím Sæmundsen
sem gaf fyrir á fjærstöng þar
sem Friðrik stökk upp og hand-
samaði knöttinn en um leið
stökk Valur Valsson í bakið á
honum, að því er virtist, og
Friðrik missti boltann úr hönd-
um sér. Boltinn datt niður á
marklínuna og Þorgrímur
Þráinsson kom aðvífandi og
skallaði tuðruna í netið, 1-0.
Valsarar voru heldur at-
kvæðameiri í fyrri hálfleik og
sóttu strax í upphafi nokkuð
stíft. Þeir skoruðu þetta mark
á 10. mín. og áttu eftir það tvö
þokkaleg færi sem ekki
nýttust. Blikarnir fóru að kom-
ast meir inní leikinn í lok
hálfleiksins og jöfnuðu með
síðustu spyrnu fyrri hálfleiks.
Jón Oddsson gaf þá fyrir og
Sigurjón fékk boltann inní
teig. Hann virtist vera í færi til
að skjóta, en þá kom Jón
Einarsson og tók af honum
boltann, hann lék síðan á
hvern Valsarann á fæt'ur
öðrum svo og á sjálfan sig
nokkrum sinnum. Eftir þetta
sendi hann boltann í snyrti-
legum boga yfir Stefán í Vals-
markinu og jafnaði 1-1. Varla
hafði boltinn fyrr snert mark-
netið en dómarinn flautaði til
leikhlés.
í síðari hálfleik gerðist ekk-
ert markvert lengi framan af
eða þar til um 30 mín. voru
liðnarafleiknum. ÞááttiÓmar
Rafnsson ógurlegt þrumuskot
SKURH
■ Slakur leikur og einkennd-
ist hann mikið af baráttu þar
sem engin áhætta var tekin.
Valsarar betri í fyrri hálfleik en
Blikar í þeim seinni. Mark Vals
vafasamt. Þorgrímur Þráinsson
geröi mark Vals á 10. mín. en
Jón Einarsson jafnaði fvrir
Rlika á 45. mín. Dómari var
Helgi Kristjánsson og var hann
í slakara lagi. Áhorfendur voru
mjög margir og veður allgott.
af löngu færi sem Stefán varði
naumlega með því að slá bolt-
ann upp í loftið og síðan datt
knötturinn niður á marklín-
una, þar sem Sigurjón kom og
ætlaði að skora en Stefán var
snöggur upp og náði að afstýra
marki.
Á síðustu mínútum leiksins
komst Jón Einarsson í gegn en
skot hans fór yfir.
Leikurinn var í heild slakur
og bar keim af því að hvorugt
liðið mátti tapa og var því
spilað án þess að taka nokkra
áhættu. Úrslitin voru nokkuð
sanngjörn þó markið sem Val-
ur gerði hefði verið hálfvafa-
samt.
Bestu rnenn Vals voru
Guðni Bergsson og ekki fleiri.
Hjá Blikum bar einna mest á
Lofti, sem var geysisterkur,
svo og Sigurjóni sem kom vel
út í seinni hálfleik; var þá oft
laus.
URSUT
HELGARINNAR:
1. deild 2. dcild
ÍBK-Þór , ... 1-2 KS-Völsungur . . 0-0
KR-ÍA . . 3-0
Valur-UBK . . . . . 1-3
ÍBV-Tindastóll . . . . . 4-2
Heimsmetið í stangarstökki:
Tvíbætt á
5 mínútum
■ Það stóð ekki lengi heims-
metið hans Thierry Vigneron í
stangarstökki. Hann bætt met-
ið um einn sentimetra á föstu-
daginn, er hann stökk 5.91 m
á frjálsíþróttamóti í Rómar-
borg. Fimm mínútum eftir að
Vigneron, sem er franskur að
uppruna,setti metið sveif Serg-
ei Bubka sem átti gamla metið
yfir 5.94 og endurheimti heims-
metið. Fyrra met hans var 5.90
m en það met setti hann á
Crystal Palace leikvanginum í
London fyrir aðeins sex vikum.
Þeir Bubka og Vigneron
hafa marga hildina háð í stang-
arstökkinu í seinni tíð, en á
Ólympíuleikunum í Los Ange-
les í sumar varð Vigneron
aðeins í fimmta sæti. Þá stökk
hann 5.60 m, en þá var Sergei
Bubka illa fjarri góðu gamni,
vegna ákvörðunar Sovétmana
og annarra A-Evrópuþjóða að
sitja lieima.
■ Sergei Bubka var ekki
lengi að því að endurheimta
heimsmet sitt í stangarstökki á
föstudaginn. Frakkinn Vigne-
ron hafði stokkið 5.91 m, en 5
mínútum síðar stökk Bubka
5.94 m.
Einkunnagjöf NT:
Valur: Breiðablik:
Stefán Arnarson 3 Friðrik Friðriksson . 3
Grímur Sæmundsen 4 Benedikt Guðmundsson . 5
Þorgrímur Þráinsson .... 3 Ómar Rafnsson . 4
Guðni Bergsson 2 ÓlafurBjörnsson Loftur Olafsson 4
Guðmundur Kjartansson . 4 2
Ingvar Guðmudnsson ... 4 Guðmundur Baldursson 4
Jóhann Þorvarðarson ... 5 Vignir Baldursson 4
Bergþór Magnússon .... 5 Þorsteinn Hilmarsson .. 4
Örn Guðmundsson 5 Sigurjón Kristjánsson .. 3
Guðmundur Þorbjörnss .. 4 Jón Einarsson 3
Valur Valsson 4 Jón Oddsson 5
Rétt fvrlr leikslok komu
Jón Grétar Jónasson og Heiöar Heiðarsson kom
Hilmar Harðarson inná fyrir inn fyrir Jón Oddsson í lok
Jóhann og Ingvar. leiKsins.
STAÐAN í 1. DEILD:
Heima Úti Samtals
Leikir Unniö Jafnt Tapaö Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U j T M St.
ÍA 8 6 0 2 15-8 18 8 5 2 1 14-8 17 16 11 2 3 29-16 35
IBK 8 5 1 2 12-8 16 8 3 2 3 7-8 11 16 8 3 5 19-17 27
Valur 8 2 5 1 11-8 11 8 4 1 3 11-8 13 16 6 6 4 22-16 24
Þór 8 2 2 4 11-12 8 8 4 1 3 13-11 13 TF 6 3 7 24-23 21
Víkinqur 7 2 4 1 12-9 10 8 3 1 4 12-15 10 15 5 5 5 24-24 20
Þróttur 9 3 3 3 13-11 12 7 1 4 2 4-6 7 16 4 7 5 17-17 19
KR 8 3 3 2 9-12 11 8 1 4 3 7-12 7 16 4 7 5 16-23 19
UBK 8 1 3 4 9-11 6 8 2 5 1 7-6 11 16 3 8 5 16-17 17
KA 7 2 1 4 11-14 7 9 2 3 4 12-20 9 16 4 4 8 24-34 16
Fram 8 3 2 3 8-7 11 7 1 1 5 7-13 4 15 4 3 8 15-20 15
STAÐAN í 2. DEILD:
Heima Úti Samtals
Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U j T M st.
FH 8 6 1 1 20-7 16 8 4 3 1 12-6 15 16 10 4 2 3*2-16 34
Víðir 8 4 2 2 17-11 14 8 4 1 3 11-13 13 16 8 3 5 28-27 27
Isafjörður 8 3 3 2 18-9 12 8 4 2 2 14-11 14 16 7 5 4 32-20 25
IBV 8 4 2 2 15-11 14 8 3 2 3 10-12 11 16 7 4 5 25-24 25
KS 8 3 5 0 12-6 14 8 2 2 4 6-11 8 16 5 7 4 19-17 24
Völsungur 9 4 2 3 14-11 14 7 3 1 3 7-10 10 16 7 3 6 20-19 24
Njarðvík 8 5 1 2 9-5 16 8 2 2 4 8-11 8 16 7 3 6 17-16 24
Skallaqr. 8 4 1 3 15-8 13 8 3 1 4 13-17 10 16 7 2 7 28-25 23
Tindastóll 8 0 2 6 5-15 2 8 2 1 5 11-25 7 16 2 3 11 16-40 9
Einherji 8 1 0 7 6-14 3 8 0 3 5 5-13 3 16 1 3 12 11-27 6