NT - 03.09.1984, Blaðsíða 13

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 13
segir Keith Humphreys, kennari á námskeiði um sérkennslu ■ Reynir Guðsteinsson. Margir áttu erfitt með að meðtaka kenningarnar - segir Reynir Guðsteinsson, skólastjóri, einn þátttakenda á námskeiðinu ■ „Það er óhætt að segja að Humphreys hafi hrært mjög vel upp í þátttakendum á námskeiðinu og margir hafa talað um að hann hafí eiginlega brotið niður hjá þeim sjálfstraustið. Hann byrjaði á því að rífa niður allt, sem við höfðum áður hugsað um þessa hiuti og síðan var tekið til við að byggja upp á nýtt,“ sagði Reynir Guðsteinsson, skólastjóri í Snælandsskóla í Kópavogi, en hann var einn þátttakendanna á námskeiðinu. Humphreys er með ýmsar kenningar sem margir áttu erf- itt með að meðtaka. Einkunn- arorð hans á námskeiðinu má segja að hafi verið að hvert einasta barn þarfnist sér- kennslu og það er auðvitað alveg rétt. Grunnskólalögin gera líka ráð fyrir að hvert barn fái kennslu við sitt hæfi. Kennsluaðstæður á íslandi hafa hins vegar verið þannig að kennarar miða miklu frem- ur við hóp þó við reynum að sinna hverju barni. Þá hefur Humphreys verið að kenna okkur að meta'upp- lýsingar sem sérkennarar fá frá hinum ýmsu aðilum og lesa þær með gagnrýnum huga, og hvað eigi að gera við upplýs- ingarnar og hvernig eigi að vinna úr þeim. Þróunin hér á landi undan- farin ár hefur verið sú að sérbekkir hafa verið lagðir niður, en í þessum sérbekkjum voru nemendur sem höfðu dregist aftur úr í námi. Nú er miklu meira um það að sér- kennararnir komi inn í bekk- ina, sem nokkurs konar stuðn- ingur við aðalkennarana og vinni í náinni samvinnu við þá. Þetta er raunverulega það sem hann er að segja. Mestur tím- inn hefur farið í það að kenna fólkinu hér hvernig eigi að skipuleggja þannig vinnu og hann er með ákveðið kerfi sem hann er að kynna fyrir okkur. Humphreys hefur lagt mikla áherslu á það að skólinn eigi að mæta þörfum hvers barns. T.d. ef að barn þarf að gæta yngri barna, gefa því að borða og skipta á því o.s.frv., þá þurfi skólinn að koma með þau atriði inn í kennsluna sem komi barninu að gagni við þessi störf á heimilinu. Þá telur Humphreys allan samanburð óæskilegan því þarfir barnanna séu mismun- andi. Hann telur einkunnir í raun úreltar, en á íslandi hefur allt miðast við það að ná ákveðnum árangri með prófi. Humphreys telur að með öllum einkunnum þurfi að fylgja umsögn um nemendur. Annars eru skiptar skoðanir um þetta á íslandi eins og annars staðar og mér sýnist nú ekki stefna í það að þessu verði breytt. Breytingar í skólastarfi hér á landi, eins og víða annars staðar er spurning um peninga. Því miður er oftast spurt hvað kosta breytingarnar og síðan eru þær réttlættar í Ijósi þess hvað þær megalíosta. I staðinn ætti að spyrja: Hverju þarf að breyta og síðan hvernig á að afla fjár til breytinganna. En það sem Humphreys hefur rætt um er kannski frekar breyting á hugarfari en breyting á kerf- inu sem slíku og það væri hugsanlegt að gera svona breytingu innan ramma núver- andi kerfis. Mér virðist t.d. að í sumum framhaldsskólunum taki fólk orðið meira mark á umsögnum skólastjóra og kennara, sem e.t.v. hafa verið með nemendur í níu ár, en einkunnum á grunnskóla- prófum. Annars er rétt að fara varlega í þessar breytingar, eins og allar aðrar í skólakerf- inu, það þýða engar byltingar, sagði Reynir Guðsteinsson, skólastjóri. 3. september 1984 13 ar allar persónulegar upplýs- ingar, t.d. hvernig viðkomandi sé í mannlegum samskiptum, hvort hann sé úrræðagóður, sjálfstæður o.s.frv. Ég get nefnt sem dæmi að stórfyrir- tæki eitt í Bretlandi er löngu hætt að taka nokkurt mark á unglingaprófum. Forráða- menn fyrirtækisins segja að það væri alveg eins hægt að nota hæð nemendanna sem einhverja viðmiðun um hæfni þeirra í starfi. Þessar breytingar sem ég er hér að tala um þurfa ekkert að kosta meiri peninga. Það er fyrst og fremst hugarfari ráðamanna sem þarf að breyta, því breytingar sem þessar yrðu Einkunnir á prófum gefa litla mynd af nemendum ekki rétt, því börn, sem þurfa á sérkennslu að halda, eru misgreind. Sem dæmi má nefna börn, sem eiga erfitt með að hreyfa hendurnar, eða hafa minniháttar heyrnar- skemmdir, sem læknar hafa e.t.v. ekki uppgötvað. Ég er sjálfur rneð skerta heyrn, en það var ekki fyrr en ég var orðinn rúmlega tvítugur að aldri og kominn í háskóla að það kom í Ijós. Það eru einnig mörg börn, sem ekki hafa áhuga á þeim námsgreinum, er kenndar eru í grunnskólunum, en þau eru ekkert heimskari en önnur börn fyrir það. Stað- reyndin er sú að það er breitt bil á milli þess, sem kennt er í skólum og þess veganestis sem börn þurfa á að halda í lífinu. Við getum ekki breytt börn- unum, en kennararnir geta breyttstarfsháttumsínum. Það er þess vegna miklu hagkvæm- ara að breyta um kennsluhætti, heldur en að vera sífellt að kenna börnunum um. Ég hef reynt á námskeiðinu að kenna hvernig meta eigi börnin, hvaða upplýsingar þurfi að hafa og hvernig eigi að safna þeim og síðan hvernig eigi að kenna börnunum á grundvelli þeirra upplýsinga. Oft og tíðum má einfaldlega breyta áhersluatriðunum í kennslunni eftir hverju og einu barni. Tökum t.d. matreiðslu. Sum börn kunna að hafa mjög gaman af matreiðslu og vilja kannski læra að elda sjö rétta máltíð. Önnur hafa e.t.v. minni áhuga og fyrir þau væri nóg að læra að búa til einfaldan og fljótlegan mat. Kennsla í skólum á ekki að miðast við að allir nemend- ur nái einhverju prófi, það er rangt. Það þarf að vera sveigj- anleiki í kerfínu og ég er mik- ið á móti allri samræmingu. Sam- ræmingin bitnar jafnt á þeim, sem hafa mikinn áhuga á að læra viðkomandi greinar og þeim, sem minni áhuga hafa. Hinir fyrrnefndu fá ekki að læra nóg og hinir síðarnefndu dragast aftur úr. Þá tel ég að einkunnir á ■ Keith Humphreys. prófum gefi ákaflega litla helst að koma ofan frá, sagði mynd af nemendum. Þar vant- Keitli Humphreys. ■ I Æfingaskóla Kenn- araháskóla Islands var haldið námskeið uni sér- kennslu í íiðinni viku. Kennari á námskeiðinu var Keith Humphreys, en hann er yfirmaður sér- kennslusviðs í kennslu- fræðum við Newcastle- upon-Tyne Polytechnic. Við svifum á Humphreys í hádegishléinu einn daginn og báðum hann að segja okkur lítillega frá nám- skeiðinu. Þetta námskeið er fyrir sér- kennara, eða kennara með sér- stakan áhuga á sérkennslu og koma þeir hvaðanæva að af landinu. Þátttakendur eru um 60 og þeir kenna flestir í grunnskólum landsins, en námskeið þetta er ekki ætlað fyrir kennara í sérskólum. Hugtakið sérkennsla hefur orðið dálítið óljóst hin síðustu ár og stundum hefur með því aðeins verið átt við börn sem eru miður vel gefin. Það er ■ Fjörugar umræður hafa spunnist um kenningar Humphreys á námskeiðinu enda kveður hér nokkuð við nýjan tón í kennsluháttum. NT-myndir: Roberi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.