NT - 03.09.1984, Blaðsíða 8

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 8
Þórarinn Þórarinsson ritstjóriskrifar Mánudagur 3. september 1984 Vettvangur Samningurinn við Efna fram í aðalmálgagni ríkisstj., að íslendingar eigi þá þegar, þ.e. í ágústmánuði 1961, að leggja fram inntökubeiðni um fulla aðild að Efnahagsbanda- laginu. Þetta kom líka mjög glöggt fram í gerðum viðreisn- arstjórnarinnar á þessum tíma. Þá var hóað saman í mikilli skyndingu fulltrúum nokkurra félagssamtaka og lagt fyrir þá að segja til um það fyrir 16. ágúst 1961, hvort þeir væru því samþykkir, að sótt væri um inngöngu í Efnahagsbandalag- ið. Og málið var þar túlkað þannig, að það væri útilokað að taka upp nokkrar viðræður við Efnahagsbandalagið öðruvísi en það væri jafnframt sótt um inngöngu, sótt um fulla aðild. Frá því var svo sagt með stóru letri í Morgunblaðinu 19. ágúst 1961, að samtök meginatvinnuvega íslands styðji inntökubeiðni íslands í Efnahagsbandalagið. Það gerðist svo einnig í framhaldi af þessu, að á þingi, sem ungir sjálfstæðismenn héldu í sept. 1961, var samþykkt að vinna að því „að tryggja aðild íslands að Efnahagsbandalaginu.“ Það kemur glöggt fram af öllu þessu, að sumarið og haust- ið 1961 var það stefna viðreisn- arstjórnarinnar - að þá þegar skyldi sótt um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu og hafð- ur sem mestur hraði á. „Aukaaðild hentar fslandi best“ Af hálfu viðreisnarstjórnar- hagsbandalag Evrópu hefur gefist fslandi vel Þrjár leiðir ■ Rúmlega 11 ár eru liðin síðan Alþingi staðfesti heimild til handa ríkisstjórninni að staðfesta samninginn við Efna- hagsbandalag Evrópu um frí- verslun á iðnaðarvörum og gagnkvæmar tollalækkanir á þeim, ásamt vissum tollalækk- unum á sjávarútvegsvörum, sem íslendingar flytja til landa Efnahagsbandalagsins. Alþingi samþykkti umrædd- an samning samhljóða. Það hafði verið stefna Fram- sóknarflokksins frá upphafi, að ísland ætti að stefna að viðskipta- og tolla samningi við Efnahagsbandalagið, en forðast nánari skipti, eins og fulla aðild og aukaaðild. Þetta var hins vegar um skeið veru- legt deilumál á íslandi, þótt aldrei næði það eins langt og í Danmörku og Noregi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur fóru fram um aðild að bandalaginu. I Danmörku var aðildin samþykkt, en henni hafnað í Noregi. Reynslan hefur nú vafalaust staðfest að íslendingar völdu rétta leið. Því er ekki úr vegi að rifja forsögu þessa máls UPP- Umræður um afstöðu Is- lands til Efnahagsbandalagsins hófust fyrst að ráði hér á landi sumarið 1961, eða eftir að Bretar höfðu óskað eftir aðild að bandalaginu í fyrra skiptið. Þá var Ijóst, að um þrjár leiðir var að velja varðandi tengsli við .bandalagið : 1. Fulla aðild, þ.e. að ganga strax undir öll ákvæði Rómar- samningsins, en svo er stofn- samningur bandalagsins oftast nefndur, og taka á sig allar skyldur og fá réttindi í sam- ræmi við það. í þessu eru m.a. Frá aðalstöðvum Efnahagsbandalags Evrópu í Briisscl. fólgin gagnkvæm réttindi til atvinnurekstrar og atvinnu, frjálsir fjármagnsflutningarog fleira af slíku tagi. 2. Aukaaðild, sem er ætlað löndum, sem skammt cru kom- in í iðnþróun. Tilgangur auka- aðildar er að veita viðkomandi landi hæfilegan aðlögunartíma, en að það verði fullur aðili að honum loknum. 3. Sérstakir viðskipta- og tollasamningar. Krafa um inntöku beiðni strax Þaö kom fljótt í Ijós í skrif- um stuðningsblaða viðreisn- arstjórarnarinnar sumarið 1961, að fyrstu viðbrögð henn- ar voru þau, að ísland ætti að sækja um fulla aðild að Efna- hagsbandalaginu. I Morgun- blaðinu 1. ágúst 1961 birtist forustugrein, þar sem rætt var um Efnahagsbandalagið og rakin nauðsyn þess, að við tækjum upp við það sem nán- ust tengsl. I þessari grein segir m.a. 5 þessa leið: „í þessum efnum ber allt að sama brunni. Við mundum hafa geysimikinn hag af þátt- töku í sameiginlega markaðin- um.“ 1 næstu blöðum Morgun- blaðsins er svo haldið áfram að ræða málið á þessa leið. 11. ágúst birtist önnur forustu- grein í blaðinu, þar sem það er rakið enn frekar hvaða hag íslendingar mundu hafa af því að tengjast Efnahagsbandalag- inu, og að lokum komist þann- ig að orði: „Þess vegna verðum við ís- lendingar að vinda að því bráðan bug að sækja um upp- töku í sameiginlega markað- inn, svo að við frá upphafi getum gætt þar sérhagsmuna okkar.“ Hér kemur sú stefna alveg skýrt fram, að við eigum þá þegar, - það var í ágústmánuði 1961, - að sækja um inngöngu í Efnahagsbandalagið og meira að segja sækja um fulla aðild. því að annars getum við ekki haft aðstöðu til þess að gæta hagsmuna okkar sérstaklega innan sameiginlega markaðar- ins, cn það nafn var þá haft á Efnahagsbandalaginu. í Morg- unblaðinu 19. ágúst 1961 birtist svo enn forustugrein undir fyrirsögninni: „Verðursótt um ingöngu í Efnahagsbandalag- ið?“ Þarsegirm.a. áþessa leið: „Ástæðan til þess, að kunn- áttumenn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn inn- tökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að frambúðarskipun Efna- hagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja nú um inngöngu geta íslendingar haft áhrif á það, hvernig eins- tökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inntökubeiðni, erum við frá upphafi einangraðir." „Að tryggja aðild íslands" Þarna kemur það alveg skýrt 8 Frelsislind Forarpyttur Efftir Sigurbjart Guðjónsson Hávarðarkoti, Þykkvabæ ■ Undanfarnadagahafafjöl- miðlar „komist í æti“, þa: Sv.ii' eru sölumál kartaflna. Viðtöl og tilheyrandi myndir daglegt efni. Hitt er annað, að sem áheyrandi sumra viðtalanna staðhæfi ég, að blaðamenn hafa sleppt úr því, sem viðmæl- andi hafði að segja, um Ijósa punkta í samskiptum við Grænmetisv. landb. Það virð- ist ekki áhugamál blaðamanna að neitt komi fram. sem geri. hlut þess fyrirtækis bærilegan. Þar er heldur ekki dreginn fram hlutur heilbrigðisyfir- valda í Reykjavík í sölumálum kartaflna. Þrásinnis mörg undanfarin ár hefir sú hugmynd verið rædd við ráðamenn í grænmet- isv. landb., að selia kartöflur ópakkaðar í verslunum. Heil- brigðisyfirvöld hafa þvertekið fyrir slíkt. Meðeftirgangsmun- um tókst að fá leyfi til torgsölu sumarið 1982. Nú, þegar sú staða kemur upp, að verslanir taka sér sjálfdæmi í þessu efni, þegja yfirvöld þunnu hljóði, auglýsa livað ekki má, en að- hafast ekkert, þó vitað sé, að boðum þeirra sinna fæstir. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Því er haldið fram af sumum viðmælendum blaðanna, að ■ Kartöflur í Grænmetisverslun landbúnaðarins: „...sem áheyrandi sumra viðtalanna staðhæfí ég, að blaðamenn hafa sleppt úr því, sem viðmælandi hafði að segja urii Ijósa punkta í samskiptum við Grænmetisverslun landbúnað?rins.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.