NT - 03.09.1984, Blaðsíða 10
„Frjálsar kartöflur“
skemmast ekki síður
en hinar „einokuðu“
- og það á ótrúlega skömmum tíma
■ „Þær eru úr Landeyjum, þessar“, sagði Eðvald Malmquist
þegar hann opnaði pokann. Og það þarf náttúrlega ekki að taka
fram að hann hafði alveg hárrétt fyrir sér.
10
■ „Frjálsar kartöllur" þurfa';
ekki cndilega að vera betri
neysluvara en „þrælkaðar",
„undirokaðar", „kúgaðar"
eða „einokaðar" kartöflur.
Það ættu meðfylgjandi myndir
að sanna svo ekki verði um
villst.
Kartöflumáliö fræga hcfur
aftur komist á síöur blaðanna
að undanförnu eftir nokkurt
hlé, eftir að ýmsar verslanir
tóku sig til og fóru að kaupa
nýjar íslenskar kartöflur beint
af kartöflubændufn í stað þess
að versla við Grænmetisversl-
un landbúnaðarins eins og
venja hefur verið.
Þær kartöflur sem verið hafa
á markaðnum án þess að fara
í gegnum Grænmetisverslun-
ina hafa af fylgismönnum þess-
ara breytinga verið nefndar
„frjálsar kartöflur" til aðgrein-
ingar frá öðrum kartöflum. Á
hvern hátt aðrar kartöflur
kunna að vera ófrjálsar er svo
aftur annað mál.
Neytendasíðunni barst á
föstudagsmorguninn ábending
um það að í Vörumarkaðnum
í Ármúla væri að finna „frjáls-
ar kartöflur" sem væru mun
verr á sig komnar en finnsku
kartöflurnar voru á sínum
tíma. Við fórum þegar á stúf-
ana, - og mikið rétt, í Vöru-
markaðnum í Ármúla var að
finna torkennilegan varning í
netpokum sem leit út fyrir að
hafa einhvern tíma verið kart-
öflur. Neytendasíðan fjárfesti
í einum poka sem vó rúmlega
eitt og hálft kíló og greiddi'
fjörutíu krónur og sjötíu og
fimm aura út í hönd.
Óhæfar til menneldis
Cabina rúmsamstæ(\ui
er komin
Verð kr. 12.600.-
hæst i teak oy boyki.
Dýnustærðir 200x90 teak
. cnn 191 x 92 : beyki
Húsgögn oa
. . ... Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi 6-86-900
■ Hartnær hver cinasta kartafla í pokanum reyndist skemmd og fjölmargar alónýtar.
Með netpokann fórum við
til Eðvalds Malmquist, kart-
öflumatsmanns og báðum
hann að gera örlitla grein fyrir
innihaldinu.
Eðvald kvað kartöflurnar
gersamlega óhæfar til
manneldis. Svo virtist sem
nægjanlegri aðgæslu hefði ekki
verið beitt við upptökuna, kar-
töflurnar hefðu síðan verið
þvegnar og þurrkaðar of hratt
og síðan trúlega fluttar til
Reykjavíkur í netpokum sem
hefði skaðað hið viðkvæma
hýði. Allt þetta hefði gert það
að verkum að ýmsir sjúkdóm-
ar, sem Eðvald kvað raunar
yfirleitt vera til staðar, ættu
greiða leið að kartöflunum,
enda mætti sjá þarna ýmsa
gerilsjúkdóma, þar á meðal
stöngulsýki.
Getur gerst á hálfum degi
Að fengnum þessum upplýs-
ingum fórum við aftur með
kartöflurnar í Vörumarkaðinn
og spurðum Sigurð Tryggva-
son, verslunarstjóra, hvernig
á því stæði að verslunin hefði
slíka vöru á boðstólum.
Sigurður kvað þessar kart-
öflur alls ekk> eiga að vera til
Við bjóðumbér \ikuferð
" London
ámánu-
dagimi
kemur!
frá kr. 15.573.- pr. mann.
íunifalið flug, gisting og morgunmatur.
FerðaskrifstoÉin Farandi verður
með sérstakar vikuferðir (pakkaferðir)
til Lundúnaborgar á hverjum mánu-
degi í ailt sumar.
Verðið er afskaplega gott, — frá kr.
15.834,-pr. mann. Innifalið í verðinu
er flug, gisting og morgunmatur. Auk
þess útvegum við aðgöngumiða á
hljómleika, í leikhús, á íþróttaleiki
næturklúbba o.m.fl.
Hægt er að velja á milli eftiríarandi
hótela: Cavendish, Regent Crest,
Leinster Towers, Park Lane.
Komið og rabbið við okkur sem
fyrst Það er alltaf gaman að fa gott
fólk í heimsókn.
ífavandi
Vesturýötu 4, sími 17445
sölu í versluninni og virtist
hissa á að ekki skyldi vera búið
að fjarlægja þær. Hann kvað
nokkur brögð að því að kart-
öflur.sem væru lengi í hitanum
í búðinni, færu svona og það
gæti reyndar gerst ótrúlega
hratt; þess væru jafnvel dæmi
að það hefði gerst á hálfum
degi. Kvað hann framleiðand-
ann taka slíka vöru til baka
jafnóðum. Þessar kartöflur
sagði hann vera frá því í fyrri
hluta vikunnar.
Aðrar og betri kartöf lur til
staðar
Nú er skylt að taka það fram
að þessar kartöflur voru alls
ekki einu kartöflurnar sem
Vörumarkaðurinn í Ármúla
hafði að bjóða viðskiptavinum
sínum þennan dag. Nýjar og
hreint ekki óásjálegar kart-
öflur var að finna í þremur
kössum á borði á áberandi stað
í versluninni.
Á hinn bóginn er hægt að
velta fyrir sér spurningunni
hvort verslunin ætti ekki
a.m.k. að vara kaupandann
sérstaklega við því ef geymslu-
þol vörunnar er ekki meira en
svo að hún geti skemmst á
hálfum degi.
Sömuleiðis verður að teljast
undarlegt að sá starfsmaður
verslunarinnar sem tók við
greiðslu fyrir þennan umrædda
kartöflupoka skyldi yfirleitt
gera það. Að minnsta kosti
hefði mátt benda á að nýrri og
mun betri kartöflur væri að
finna í versluninni - og þar að
auki á mun lægra verði!
■ Sigurður Tryggvason, sagði að ónýtu kartöflurn-
ar hefðu átt að vera komnar aftur í hendur
framleiðandans, enda fullt af öðrum og mun betri
kartöflum í búðinni.