NT - 03.09.1984, Blaðsíða 11

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 11
Mánudagur 3. september 1984 11 íslenskur hunda- og kattamatur á markað ■ Nú geta gæludýraeigendur á ís- landi keypt innlenda framleiðslu í matinn handa fjölskyldumedlimum af hunda- og kattakyni. Paö er fyrirtæk- iö Ismat hf. í Ytri-Njarðvík sem nú setur á markaðinn nýtt og óvenju próteinríkt fóður handa þessum dýrum. Forsvarsmenn ísmats hf. og Birgis hf. ,sem annast dreifinguna til smá- söluaðila, boðuðu blaðamenn á sinn fund á fimmtudaginn tii að kynna framleiðsluna. Hundamaturinn sem kallast Lusy eftir hinni frægu, einu og sönnu Lucy, sem á sínum tíma komst í heimspress- una, hefur að vísu verið á markaði hérlendis síðan í maí, en kattamatur- inn, sem hefur hlotið nafnið Lady, eftir ekki alls ófrægum ketti. er hins vegar alveg nýr á markaðnum. Gunnar Páll Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri ísmats hf., sagði bæði þessi fæðuafbrigði framleidd úr ýms- um úrgangi sem annars væri fleygt og væri þannig verið að bjarga töluverð- um verðmætum frá glötun með þess- ari framleiðslu. Að sögn Gunnars er fyrirhugað að mestur hluti framleiðslunnar verði fluttur út. Þegar hann var spurður um samkeppnismöguleikana á erlendum mörkuðum, kvað hann þá mun frekar byggjast á gæðum en verði. Luey og Lady væru mun próteinríkari en flest- ar aðrar tegundir gæludýrafóðurs sem á markaðnum væru og fyrir það mundi fólk tilbúið að greiða nokkru hærra verð auk þess sem dýrin mett- uðust fyrr af þessu fóðri en öðru og þyrftu því minna. Samkeppnishæfnin byggðist því fyrst og fremst á því að hér væri um „lúxusfóður" að ræða. Þá kom einnig fram á blaðamanna- fundinum að vissar markaðskannanir hefðu farið fram og niðurstaða þeirra væri sú að ekki þyrfti nema tiltölulega litla markaðshlutdeild erlendis til að standa undir framleiðslunni hér. Gert er ráð fyrir að framleiða um eina milljón dósa á ári og er ætlunin að selja um einn tíunda hluta framleiðslunn- ar innanlands en um 900 þúsund dósir eru ætlaðar til útflutnings. Um þessar mundir er verið að kynna þessa vöru í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Smásöluverð á einni dós hérlendis mun vera um 35 kr. og taldi Gunnar Páll að tíkin Táta sem við á NT höfðum með okkur á fundinn mundi þurfa um tvær dósir á dag sér til viðurværis ef hún æti ekkert annað. Hann kvaðst þó álíta að í flestum tilvikum væri hundum gefið annað fóður með dósamatnum. Matvörur út á krítarkort: Sumir hætta - en aðrir halda áfram ■ Nú um mánaðamótin hættu fjölmargar matvöru- verslanir að taka við krítar- kortum, þar á meðal risar í bransanum, svo sem Mikli- garður, Hagkaup og Vöru- markaðurinn. Eftir sem áður halda fjöl- margar matvöruverslanir á- fram krítarkortaviðskiptum. Frá sjónarhorni hins almenna neytanda er þó sá galli á gjöf Njarðar að það eru fyrst og fremst litlar og miðlungsstórar verslanir, þannig að þeir sem hyggjast halda áfram að kaupa út á kortin sín, mega búast við nokkru hærra vöruverði að meðaltali. Þótt fjöldinn allur af versl- unum kjósi nú að hætta korta- viðskiptum, er ekki þar með sagt að úrslit þessa máls séu endanlega ráðin. Ef svo færi að þær verslanir sem nú hætta kortaviðskiptum, töpuðu um- talsverðum viðskiptum til þeirra sem halda áfram, er nefnilega ekki að vita nema þær sæju sig tilneyddar að snúa við blaðinu og draga kortamaskínurnar fram að nýju. ■ Það var sama hversu Gunnar Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri ísmats hf., lagði að henni Tátu okkar að þekkjast LUCY hundamatinn, það gekk ekki með nokkru móti. En þegar Tátu var boðið upp á LADY kattamat, kom annað hljóð í strokkinn og pappadallurinn tæmdist á svipstundu. I hílnum á leiðinni heim dró Táta svo saman niðurstöður prófunarinnar í eftirfarandi vísupart sem hún kvað tilvalið að nota í auglýsingu: „LUCY-hundamat lít ég hreint ekki við, en LADY-fóður er albesta hnossgætið“ LUCY eða LADY? Tíkin Táta hafði sínar eigin skoðanir á hlutunum ■ Lucy hundamatur er algert óæti og ekki hundum bjóðandi, en Lady kattamaturinn er hins vegar úrvals- fæði og hinn mesti herrahundsmatur. Nútímatíkin Táta var ekkert að tví- nóna við hlutina þegar hún var beðin að dæma um ágæti þessara tveggja fæðutegunda frá Ismat hf. á blaða- mannafundi á Hótel Loftleiðum á fimmtudaginn. Við á NT þóttumst tæplega dóm- bærir um ágæti hunda- og l<attamatar, jafnvel þótt okkur yrði boðið að smakka, þannig að við höfðum sam- band við Nútímatíkina Tátu, og feng- um hana með okkur á þennan blaða- mannafund, sem ísmat hf. hafði boð- að til að kynna þessar tvær nýju tegundir gæludýrafóðurs fyrir fjöl- miðlum. Tátu var að sjálfsögðu vel fagnað þegar hún gekk tignarlegum skrefum inn í fundarherbergið. Var þegar sóttur dósahnífur og innihaldi einnar dósar af LUCY hundamat komið fyrir í pappadalli á gólfinu. Ljós- myndarar settu sig í stellingar og munduðu myndavélarnar tilbúnir að smella af þegar Táta tæki til matar síns. Táta bar sig reyndar að rétt eins og þaulvanur matprófari. Hún horfði fyrst á matinn stundarkorn. lyktaði því næst af honum frá ýmsum hliðum og hnusaði. En það var eins og henni líkaði ekki lyktin, því það var sama hversu hart var lagt að henni að stinga upp í sig eins og einum bita, þá hörfaði hún bara undan og var á svipinn rétt eins og hún vildi segja: „Nei, ómögulega, þakka þér fyrir.“ Þegar allar tilraunir til að koma LUCY hundamatnum ofan í Tátu höfðu mistekist var að lokum gripið til þess örvæntingarúrræðis að bjóða henni upp á LADY kattamat í staðinn, í von um að hún fengist þó alla vega til að þiggja einhverjar góðgerðir. Og viti menn! Allt í einu léttist mjög brúnin á Tátu. Þegar hún hafði lyktað af dallinum með svipaðri að- ferð og áður er frá greint, brá hún hart við og tæmdi LADY kattamatinn úr honum með svo undraskjótum hætti að ekki mátti tæpara standa að ljósmyndararnir næðu að festa fyrir- brigðið á filmu. Þar með hafði Nútímatíkin Táta fellt sinn dóm yfir þeim vörum sem á boðstólum voru, án nokkurra vafn- inga. Þegar Táta yfirgaf sviðið skömmu síðar fékk hún með sér í nesti fjórar dósir af hvorri tegund og NT vonasf til að geta skýrt lesendum sínum frá hugsanlegri breytingu á afstöðu henn- ar til þessara fæðutegunda eftir svo sem vikutíma. Nú er ástæða til að endurnýja baðblöndunartækið og fá hitastillt^75w^ í staðinn = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Breiðholtsbúar Skólafólk VfSA Hjá okkur rg' EUPOCARO fáið þið allar skólavörurnar á hagstæðu verði m BOKABUO BREIDHOLTS ARNARBAKKI 2 109 REYKJAVÍK SIMI71360 Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi auglýsir Gerum við flestar tegundir bifreiða Lada- Leyland þjónusta. Látið okkur yfirfara bifreiðina fyrir veturinn. Verið velkomin Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi sími: 74488

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.