NT - 03.09.1984, Blaðsíða 16
m? Mánudagur 3. september 1984 16 m? Mánudagur 3. september 1984 17
LlL Útlönd LlL ''V Útlönd
Ástralía:
Mótorhjólaribbaldar
heyja blóðugt stríð
Japanir:
Trúa á framtíð Hongkong
■ Neðanjarðarjámbrautarstöð í Hongkong sem japanskt fyrirtæki
sér um að byggja.
■ Þrátt fyrir þá óvissu sem
mörgum fínnst ríkja um framtíð
Hongkong segjast japönsk yfír-
völd og flest japönsk fyrirtæki
vera í litlum vafa um að svæðið
haldi mikilvægi sínu þótt Bretar
láti af nýlendustjórn þar.
Á sama tíma og sum fyrirtæki
í Hongkong flytja hluta af eign-
um sínum til annarra landa hafa
japönsk fyrirtæki og japanskir
bankar aukið fjárfestingar sínar
í Hongkong. Sem dæmi um
umsvif Japana í Hongkong má
nefna að 55% af framkvæmdum
við neðanjarðarjárnbrautar-
kerfið í Hongkong var í höndum
japanskra verktakafyrirtækja
og næstum öll skip, sem skipa-
fyrirtæki í Hongkong eiga, voru
smíðuð í Japan.
Japanir líta á Hongkong sem
mikilvægan millilið á milli Kína
og umheimsins og mörg japönsk
fyrirtæki hafa opnað skrifstofur
í Hongkong með það fyrir aug-
um að auka viðskipti sín við
meginland Kína. Þau fullyrða
að það sé oft fljótlegra að ná
samningum við kínversk fyrir-
tæki um Hongkong en ef samið
er við þau beint í Peking. Japan-
ir telja að þetta hlutverk Hong-
kong sem tengiliðs við Kína
muni ekki hverfa eftir að Hong-
kong sameinast aftur Kína,
heldur muni borgin þvert á móti
gegna enn mikilvægara hlut-
verki í efnahagsuppbyggingu
Kína.
Mörg stór japönsk verslunar-
fyrirtæki gera sér einnig vonir
um að hækkandi tekjur almenn-
ings á meginlandi Kína muni
opna þeim nýja markaði. Þá er
ekki ólíklegt að fyrirtæki með
aðsetur í Hongkong hafi
forgang.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Japanir láta í ljós trúnað á
trausta framtíð Hongkong þeg-
ar fjármálamenn í öðrum
löndum hafa verið tvístígandi.
Þegar menningarbyltingin stóð
sem hæst og rauðliðar skipu-
lögðu uppþot á strætum Hong-
kong notaði aðalræðismaður
Japana í Kongkong, Akira Ok-
ada, tækifærið og keypti með
afslætti lúxusíbúð af fyrrverandi
bankastjóra sem var ekki eins
trúaður á framtíð nýlendunnar.
Japönsk blöð birtu um svipað
leyti mynd hermálafulltrúa
ræðismannsskrifstofunnar þar
sem hann kom ásamt konu sinni
og barni til Hongkong. Þannig
sýndu Japanir að þeir töldu að
Hongkong myndi standa af sér
óeirðir menningarbyltingarinn-
ar.
Trú Japana á framtíð Hong-
kong hefur dregið úr því óöryggi
sem gætir meðal fyrirtækja í
Hongkong. Mörg þeirra hafa
lagt út í nýjar fjárfestingar og
yfirvöld í Peking halda því fram
að þrátt fyrir nokkurn fjár-
magnsflótta streymi meira nýtt
kapital inn í Kongkong en sem
svarar því fjármagni sem ein-
staklingar og fyrirtæki flytja
burt frá svæðinu.
Sydney-Reuler
■ Sjö manns voru skotnir
til bana og 20 særðust í
bardögum milli meira en
hundrað mótorhjólaribb-
alda fyrir utan ástralska
krá í Sydney í gærdag.
Félagar í tveim hópum mót-
orhjólaribbalda, Banditos og
Comancheros, börðust í rúm-
lega eina klukkustund með
skotvopnum, sveðjum, skrúf-
járnum og boltakylfum áður en
lögreglunni tókst að skakka
leikinn. Þegar bardögunum
linnti lágu sjö manns eftir í
valnunt, þar á meðal 14 ára
gömul stúlka sem hafði verið að
selja miða í góðgerðarhapp-
drætti í nágrenninu.
Eftir nokkra bardaga gerðu
mótorhjólaribbaldarnir vopna-
hlé á meðan hinir særðu voru
fluttir í burt með sjúkrabíl cn
svo blossuðu bardagarnir upp
aö nýju. Fólk í nágrenninu átti
fótum sínum fjör að launa og
viðskiptavinir kráarinnar
leituðu skjóls undir borðum.
Lögreglan handtók 2(M)
manns eftir að bardögunum
lauk og gerði upptækar byssur
og fleiri vopn.
íbúar á flóðasvæðunum í Kóreu reyna að bjarga hluta af búslóð sinni á heimatilbúnum fíeka.
Símamynd-POLFOTO
50 þúsund manns
flýja heimili sín
Seoul-Reuter
■ Það er óttast að meira en 100
manns hafí drukknað í miklum flóð-
um í Suður-Kóreu nú um helgina.
Tugir þúsunda hermanna, lög-
reglumanna og sjálfboðaliða unnu
að hjálparstarfí og flóðavörnum á
flóðasvæðunum þar sem ár og lækir
hafa flætt yfir bakka sína. Meira en
80 lík höfðu fundist í gær en fjölda
manns var saknað, sem óttast er að
hafí látist.
Að minnsta kosti 26.600 hektarar
eru undir vatni og skemmdir á
mannvirkjum eru metnar á meira
en sex milljónir Bandaríkjadala.
Mörg þúsund manns leituðu skjóls í
skólum og kvikmyndahúsum eftir
að heimili þeirra höfðu eyðilagst í
flóðunum.
Flóðin stafa af miklum rigningum
undanfarna daga. frá föstudags-
kvöldi fram á sunnudag rigndi meira
en 33 sentimetra í Seoul og ná-
grenni. Vegir hafa rofnað og stór
svæði eru rafmagnslaus. Vatnsyfir-
borð Han-fljótsins, sem rennur í
gegnum Seoul, hefur hækkað mikið
og er óttast að það flæði út yfir
bakka sína. Stjórnvöld hafa þess
vegna látið flytja meira en 50.000
manns burt frá mestu hættusvæðun-
um ef fljótið skyldi brjótast út úr
farvegi sínum.
■ Allt bendir til þess að íhalds-
flokkurinn muni vinna stórsigur
í kosningunum í Kanada á morg-
un eftir 21 árs stjórnarandstöðu.
Því hefur jafnvel verið spáð að
hann fái allt að 200 þingsæti af
þeim 264 þingsætum sem kosið
er um.
íhaldsmönnum
spáð stórsigri
Þrjár skoðanakannanir sem birtar
voru fyrir og um helgi sýna að íhalds-
menn hafi stuðning um helmings
þeirra kjósenda sem gert hafa upp
hug sinn. Fylgi frjálslyndra, sem nú
fara með stjórn, er talið tæplega 30%
og NDP, flokkur demokrata kemur
skammt á eftir með rúmlega 20%.
Brian Mulroney, leiðtogi íhalds-
manna, hefur samt varað flokksmenn
sína við að vera of sigurvissa og segist
sjálfur ekki búast við sigri. Mulroney
er frá Montreal og margir telja hann
þess búinn að feta í fótspor Trudeau
sem einnig er frá frönsku Quibeck.
Mulroney hefur sjálfur gefið í skyn
að hann sé þess umbúinn að halda
goðsögninni um Trudeau á lífi með
breyttum formerkjum. Hann nýtur
nú mikils fylgis í Quibeck en frjáls-
lyndir hafa hingað til verið nær einráð-
ir í því fylki. I vesturfylkjum Kanada
er persónufylgi Mulroneys mun
minna en flestir stuðningsmenn
íhaldsmanna munu samt kjósa
íhaldsflokkinn áfram þrátt fyrir Mul-
roney.
John Turner forsætisráðherra og
leiðtogi frjálslyndra hefur gengið erf-
iðlega í kosningabaráttunni og margir
velta því fyrir sér hvort frjálslyndir
hafi veðjað á rangan hest með því að
kjósa hann formann flokksins á
flokksþinginu í sumar. Meira að segja
Trudeau hefur talið sig þurfa að
styðja við bakið á Turner til að reyna
að auka fylgi hans. Trudeau hélt
þannig ræðu í Montreal síðastliðinn
föstudag til að sýna samstöðu með
Turner.
Fylgi NDP kemur verulega á óvart
og virðist flokkurinn líklegur til að
velgja frjálslyndum verulega undir
uggum í mörgum kjördæmum.
Kína:
3mýs
áíbúa
■ Kínverjar áætla að í
landi sínu séu nú um þrír
milljarðar af músum og
rottum eða þrjár mýs á
hvern íbúa landsins.
Allar þessar mýs hafa
valdið miklu uppskeru-
tjóni á undanförnum
árum. Þannig er talið að
þær hafi étið fimm milljón
tonn af korni, 140 milljón
tonn af grænmeti og valdið
skemmdum á 20 milljón
hekturum landbúnaðar-
lands árið 1982. Það er
því augljóslega mjög
mikilvægt fyrir Kínverja
að fækka músunum til að
þeir geti verið sjálfum sér
nægir með fæðu. Það þýðir
lítið að auka uppskeruna
ef hún fer öll í að ala mýs
og rottur.
Hingað til hafa Kínverj-
ar lagt höfuðáhersluna á
að eitra fyrir dýrin en slíkt
veldur mengun og árang-
urinn er frekar rýr. Vís-
indamenn rannsaka nú lifn-
aðarhætti músanna til að
finna áhrifameiri leiðir til
aö losa landið við þennaij
ófögnuð. Þeir hafa m.a.
komist að því að þær ná
hámarksfjölda á fjögurra
ára fresti en þá fækkar
þeim mikið í hálft til eitt
ár uns þeim fer aftur að
fjölga þar til þær ná nýju
hámarki.
Vísindamenn telja að
auk hefðbundinna dráps-
aðferða þar sem mýsnar
eru veiddar í gildrur eða
drepnar með eitri verði að
nota vistfræðilegar aðferð-
ir til að útrýma þeim. Það
mætti t.d. breyta lífsskil-
yrðum þeirra þannig að
þær geti ekki fjölgað sér.
En það er samt langt frá
því að endanleg lausn fáist
á þessu músavandamáli.
Khomeini:
Skammar klerka
Varar við hatri almennings
Thehcran-Reuter
■ í ræðu sem Khomeini hinn
voldugi trúarleiðtogi írana, hélt
í gær skammaði hann klerka
fyrir að yfírgefa moskurnar og
skipta sér af stjórnmálum þegar
þess væri ekki þörf.
Khomeini, sem nú er 81 árs
gamall, sagði að afskipti klerka
af stjórnmálum yrði til þess að
fólk drægi úr stuðningi sínum
við þá. Hann kvaðst margoft
hafa sagt að klerkarnir skyldu
gegna leiðtogahlutverki en ekki
reyna að stjórna landinu. Með
því að skipa stjórnmála-
mönnum fyrir verkum gætu
klerkar vakið hatur meðal al-
mennings.
Flugsýning á Englandi:
Bjartsýnir flug-
vélaframleiðendur
hafa flugvélaframleiðendur
búið sig undir að fullnægja
henni með framleiðslu á nýjum
litlum sparneytnum farþega-
flugvélum.
Óskilgetnum
börnumfjölg-
ar I Bretlandi
London-Reuter
■ I tölum sem breska mann-
talsskrifstofan birti í gær kemur
í Ijós að eitt af hverjum sex
börnum, sem fæddust á Bret-
landi í fyrra, er óskilgetið.
Þetta er mikil fjölgun á óskil-
getnum börnum frá því á sjö-
unda áratugnum en þá var ekki
nema eitt af hverju 21 barni
óskilgetið.
Farnborough-Reuter
■ Mikil bjartsýni er ríkjandi á
hinni árlegu flugsýningu í Farn-
borough á Englandi sem hófst í
gær. Flugvélaframleiðendur líta
nú björtum augum til framtíðar-
innar eftir erfíðleika undanfar-
inna ára.
Á síðustu mánuðum hefur
orðið aukning í pöntunum flug-
véla á nýjum flugvélum en flest
flugfélög hafa orðið að fresta
endurnýjun flugflota síns vegna
slæmrar rekstrarstöðu. Loft-
vagnasamsteypan, Airbus, í
Vestur-Evrópu hefur spáð því
að þörf sé fyrir um 7000 nýjar
farþegaflugvélar fyrir næstu
aldamót að sósíalísku löndun-
um undanskyldum en það er
svipaður fjöldi og er nú í
notkun.
Eftirspurn eftir litlum og
meðalstórum farþegaflugvélum
verður líklega einna mest og
Burma:
Herferð gegn ópíumbændum
■ Stjórnvöld í Burma hafa á síðast-
liðnum tíu árum unnið skipulega að
því að uppræta ópíumræktun í land-
inu. Slíkt hefur oft verið erfíðleikum
bundið þar sem ópíumbændur skipu-
leggja sína eigin einkaheri og á
sumum svæðum hefur stjórnin nánast
engin völd.
Samt hefur stjórnarhernum tekist
að eyðileggja ópíumuppskeruna á að
minnsta kosti 71.000 ekrum lands í
Shan-fylki í norðausturhluta landsins
þar sem ópíumræktin er einna út-
breiddust. Samkvæmt opinberum
tölum hefur herinn í herferðum sínum
gegn ópíumræktendum einnig eyði-
lagt um 140.000 maríúanaplöntur.
Bændur á þessu svæði hafa verið
hvattir til þess að rækta kaffi og aðrar
nytjajurtir í staðinn fyrir ópíum og
maríúana og hefur hluti þeirra sinnt
fyrirmælum stjórnvalda þótt ópíunt-
bændur á sumum stöðum veiti stjórn-
arhernum enn vopnaða mótspyrnu.
Skyndiáhlaup stjórnarhersins á
bækistöðvar ópíumsmyglara hafa gef-
ið nokkuð góða raun. f einu slíku
áhlaupi í apríl á þessu ári lagði herinn
hald á tæplega eitt tonn af ópíum auk
tækjabúnaðar og efna sem notuð eru
til að breyta ópíum í heróín. Samtals
hefur sjórnin gert upptæk 4.171 kg af
ópíum og heróíni á tímabilinu frá maí
á síðasta ári þar til í apríl á þessu ári.
ERTU RÁÐÞROTA
ÍFRUMSKÓGI
VAXTA?
LÁTTU RÁÐGJAFANN
í ÚTVEGSBANKANUM
LEIÐBEINA ÞÉR
tlAHÍI 5ÉB FUÓTT FIVAÐ ÞÉR ER FYRIR BE5TU.
oa Fiam b/eðub þéb fieilt.
Ráðqjafinn í Útvegsbankanum er rétti leiðsögumaðurinn í þeim frumskógi
vaxta, sem nú hefur sprottið upp.
Þar átt þú margra kosta völ. En gáðu að þér. 5á innlánsreikningur sem hentar
einum best, þarf all5 ekki að henta öðrum.
Eldra fólk að 5elja 5tóra íbúð og fara í aðra minni, 5kattarnir, fyrirhugað ferðalag,
jólamánuðurinn, bílakaup, gifting, fjölgun í fjöbkyldunni.
Þú 5érð að aðstæður manna eru mi^munandi.
Talaðu því við Ráðgjafann í Útvegsbankanum. Eiann 5ér fljótt
hvað þér er fyrir be5tu.
FiÁÐOJAFim - FAFÍAR5TJÓRI ÞINN í FBUM5KÓQI VAXTA
ÚTVECSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA