NT - 03.09.1984, Blaðsíða 12

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 12
Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi auglýsir Látið okkur stilla Ijósin. Nýtt IjósastiHingartæki. Opið alla virka daga frá 8.00 til 19.00 laugardaga kl. 10.00-16.00 fram til 1. nóv. n.k. Verið velkomin Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi sími: 74488 Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs- stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum. Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn ogSuðurlandsbraut innrettingar simi 6-86-900 Mánudagur 3. september 1984 12 Lesendur' hafa orðið Velsæmi f réttastof u sjónvarps Börn horfa líka á fréttir, skrifar Bjarni ■ Líklegast eru kvöldfréttir sjón- varps öflugasti fréttamiðill okkar hér á Fróni. Jafnframt því að fréttaþyrstir menn setjast við skjáinn, sjá þessar fréttir margir sem raunverulega eng- an áhuga hafa á fréttum en eru að bíða eftir dagskránni. Þannig man ég eftir sjálfum mér sem litlum polla að bíða eftir „aullísingunum" fyrir hátt- inn og þá flutu fréttamyndir inn í ómótað heilabúið. Sem sagt mikið af börnum horfir á fréttir. Það er þess vegna mikið atriði að þar sé þess gætt að sýna ekki of hryllilega hluti þótt slíkt geti verið gert til að skýra betur frá vondum atburðum. Nú fer það mjög í vöxt að teknar séu kvikmyndir af öllum at- burðum sem einhvers eru verðir. Ef svo verða slys við þessi sömu tilfelli er það allt sett á filmu. Þessar filmur eru svo falar fréttastofum um víða veröld og okkar skjár lætur ekki sitt eftir liggja. Þannig erum við búin að sjá á skömmum tíma þrenn slys - sjá sjálfar hörmungarnar með berum augum. Og það er ekki hægt að segj a: „þetta er bara plat!“ Hvað það fyrsta var, sem ég sá fyrir nokkru er mér ómögulegt að muna en þó var það banaslys. Næst voru þrír fallhlífa- stökkvarar, að leika listir sínar í loftinu þegar þeir flæktu böndum saman og fórust allir. Og allt á skjáinn. Þriðja atvikið sem mér kemur í hug er umferðaslys í kappakstri þegar bíll hentist yfir áhorfendaþvögu en til mildi urðu ekki stórslys. Vafa- lítið eru atvikin miklu fleiri því það heyrir frekar til undantekninga að ég sjái sjónvarpsfréttirnar. Vonandi kann fréttastofan fótum sínum forráð áður en barnavernd eða einhver ámóta samkoma kemst í málið. Bjarni. Svar um hæl Bogi Ágústsson hjá fréttastofu sjónvarpsins, sagði því fljótsvarað að hvorki barnaverndarnefnd né aðrir aðilar hefðu neitt ritskoðunarvald yfir sjónvarpinu. Hins vegar kvað hann það af og frá að sýnt væri efni í fréttum sjónvarpsins sem ekki væri við hæfi. Bogi kvað þó langt frá því að sýndar væru allar fréttamyndir sem sjónvarpinu bærust. Þannig hefðu fallhlífastökkvararnir, sem Bjarni getur um í bréfi sínu, verið sýndir falla til jarðar og hverfa bak við tré í nokkrum fjarska. Hins vegar hefðu ekki verið sýndar myndir af líkum þeirra, þótt slíkar myndir hefðu vissu- lega borist. Þá benti Bogi einnig á að sjónvarp- inu hefðu borist nærmyndir af aí- tökum, sem ekki væru sýndar. Hræðilegustu myndirnar frá fjölda- morðunum í Beirut 1982, sagði Bogi að hefðu verið sýndar í Kastljósi en ekki fréttatíma og hefði þá verið varað sérstaklega við þeim. Bogi kvað þó vilja taka fram að það væri síst af öllu hlutverk fréttamiðla að hylma yfir raunveruleikann. „Heimurinn er eins og hann er, því miður,“ sagði Bogi, „ og finnist fólki of mikið af stríðsfréttum í sjónvarp- inu, þá er það ekki vegna þess að við búum þær til, heldur einfaldlega vegna þess að það er of mikið um stríð í heiminum." Sjónvarps- þulir eru óþarfir! ■ Undirritaður er mikið hissa á öllu því bruðli sem virðist ríkja í íslensku þjóðfélagi. Út- varps- og sjónvarpsdagskrá er ekki kynnt sjaldnar en fjórum sinnum á dag í útvarpinu og svo kemur þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu og auk þess fjórum sinnum í textaformi. Þulirnir finnst mér líka óþarf- ir í sjónvarpi. í stað þulanna mætti frekar sýna einni kvik- mynd meira á viku. Annars er undirritaður ánægður með fræðslumyndirnar sem sjónvarpið hefur sýnt að undanförnu. Varpi ■ Eru konur líklegar til að hafa áhuga á fötum? spyr bréfritari. Iðnrekendur og jaf nrétti ■ Ég hef starfað hjá lðnþróunar- sjóði í rúm 12 ár og hef lengstan starfsaldur hjá sjóðnum. Auk mín starfa þar þrír karlmenn og er ég ritari þeirra. Rétt í þessu bárust þrjú boðsend bréf til samstarfsmanna minna og innihélt hvert þeirra boðskort á opn- un kaupstefnunnar „íslensk föt ’84“, sent frá Félagi íslenskra iðnrekenda. Nú langar mig að spyrja, af hverju bjóða þessir „háu herrar“ ekki ritar- anum einnig? Skyldi það vera af því að ritarinn vinnur þjónustustörf? Éða skyldi það vera vegna þess að ritarinn er kona og þar með ekki líklegur til að hafa áhuga á fötum? S.G. Svar um hæl Þórarinn Gunnarsson hjá Félagi íslenskra iðnrekenda sagði að það væri náttúrlega ekki hægt að bjóða öllum til þessarar opnunar; einhvers staðar yrði að draga markalínuna. Þórarinn kvað enga illmennsku liggja að baki því að S.G. hefði ekki verið boðið, en félaginu hefði ekki verið kunnugt um nöfn fleiri starfs- manna Iðnþróunarsjóðs en þeirra þriggja sem boð hefðu fengið. Hann sagði hins vegar velkomið að bjóða konunni ef hún hefði áhuga á því og mætti hún leita til sín ef hún vildi. Þórarinn tók þó fram að sér hefði fundist eðlilegra að hún hefði talað við sig.áður en hún tók þá ákvörðun að fara með þetta í blöðin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.