NT - 03.09.1984, Blaðsíða 21

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 21
lil' Mðnudagur 3. september 1084 21 Sumarbridge ■ 66 pör mættu til leiks í Sumarbridge sl. fimmtudag. Spilað var í 5 riðlum að venju og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) stig Lilja Petersen- Jón Sigurðsson 245 Eggert Benónýsson - Sigurður Ámundason 238 Ragnar Björnsson - Þórarinn Árnason 237 Erla Eyjólfsdóttir - Gunnar Porkelsson 234 B) Alfreð Kristjánsson - Oliver Kristófersson 188 Leif Österby - Sigfús Þórðarson 183 Hermann Lárusson - Kristján Blöndal 170 Helgi Jóhannesson - Magnús Torfason 170 C) Einar Sigurðsson - Páll Valdimarsson 204 Anna Ólafsdóttir - ísak Örn Sigurðsson 189 Anton R. Gunnarsson Friðjón Þórhallsson 176 Árni Magnússon - Björn Theódórsson 165 D) Björn Jónsson - Þórður Jónsson 183 Högni Torfason - Steingrímur Jónasson 181 Sæmundur Jóhannsson - Tómas Jónsson 177 Hannes Gunnarsson - Ragnar Óskarsson 174 E) Aðalsteinn Jörgensen - Valur Sigurðsson 124 Jón Viðar Jónmundsson - Sveinn Þorvaldsson 115 Guðmundur Sigursteinsson - Hjálmar Pálsson 113 Reynir Eiríksson - Sigtryggur Jónsson 112 * ♦ V Meðalskor var 210 í A, 156 í B, C og D og 108 í E-riðlum. Og þeir Anton og Friðjón nældu sér þarna í eitt prik, þannig að þeir eru öruggir sigurvegarar í Sumarbridge 1984. Þegar tveimur spilakvöldum er ólokið í Sumarbridge (lýkur 13. september) er staða efstu manna þessi: Anton R. Gunnarss 23,5 stig Friðjón Þórhallss 23,5 stig Helgi Jóhannss 18,5 stig Leif Österby 17 stig Páll Valdimarsson 14 stig Jón Hilmarsson 14 stig Sigfús Þórðarson 13 stig Ragna Ólafsdóttir 12.5 stig Magnús Torfason 12,5 stig Einar Sigurðsson 12 stig Að loknum lókvöldum hafa 213 spilarar hlotið vinningsstig (1-2-3) og 235 spilarar hlotið meistarástig. Alls hafa 1970 spilarar tekið þátt í Sumarbridge og þaraf hafa um 200 spilarar spilað „frítt“ (verðlaun borguð út jafnóðum). Þetta er mesta þátttaka í Sumarbridge frá upphafi og stærsta samfellda keppni í bridge hér á Iandi, til þessa. Eins og áður hefur komið fram, eru 2 kvöld eftir í Sumar- bridge, og lýkur spilamennsku því 13. september með verð- launa-afhendingu. Ljóst er að þeir Anton og Friðjón eru sigurvegarar í sumar og óskar þátturinn þeim til hamingju með það. Kveðja frá foreldrum og systur Berglind Huld Sigmundsdóttir, Héraðsdal, Skagafirði Fœdd 17. september 1982. Dáin 25. ágúst 1984 A kveðjustundu, systir mín og okkar elskaða dóttir, við komum saman, ástvinirnir hljóðir. Og efst í huga er allt hið fagra og góða, sem áttir þú í ríkum mæli að bjóða. Hér ástkær okkur varstu, og yl og birtu á leiðir okkar barstu. Þín kynni voru gjöf, sem gleymist eigi, og gæðin sönn, að hinsta ævidegi. Við þökkum þér, elsku barnið okkar, þann stutta tíma sem þú gast sýnt okkur alla ástúð þína. Mín yndislega systir og okkar elskaða dóttir, hvar sem liggja leiðir, þín ljúfa minning mun ávalit skína, allt að okkar hinsta ævidegi. Guð geymi þig ætíð. I.A ^ J ifój cSf - . i*<r - 1 Með því að fylla út þennan seðil getur þú fengið sent til þfn nýtt eintak af NT hiað- ið fréttum á hverjum degi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.