NT - 03.09.1984, Blaðsíða 22

NT - 03.09.1984, Blaðsíða 22
Mánudagur 3. september 1984 22 ■ Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci á sýningu í U.S.A. Ég, Leonardo - mynd um ítalska snillinginn Leonardo da Vinci ■ Leonardo da Vinci er með frægari mönnum sögunnar. I kvöld verður sýnd leikin bandarísk sjónvarpsmynd um þetta stórmenni sem var í senn listamaður, vísindamaður og heimspekingur. Frank Langella leikur Leon- ardo, en sögumaður er Ric- hard Burton. Þýðandi er Guð- rún Jörundsdóttir. Leonardo da Vinci lifði frá 1452-1519. Þetta var á endur- reisnartímanum, þegar nýir straumar fóru um menningu borgaríkjanna á Norður-ítal- íu. Menn voru að uppgötva hina fornu menningu Grikkja og Rómverja, og miklar fram- farir urðu í listurn, vísindum og allri menningu. Leonardo var mjög fjölhæf- ur maður. Hann málaði marg- ar myndir og er sú frægasta þeirra, og án efa frægasta mynd allra tfma, Mona Lisa. Hann vann einnig rnikið við vísindastörf og er hvað þekkt- ast af því flugvélar þær og þyrlur sem hann teiknaði. Hann gerði meira að segja tilraunir með flugvélar, en skorti vélarafl og því mistókust þær. Sumir hafa kallað Leon- ardo fyrsta nútímamanninn, og ljóst er að hann er tákn fyrir nýja manngerð; leitandi, skap- andi og frjálsa manngerð sem var laus undan oki miðalda og vísaði veginn fram á við. Sjónvarp kl. 20.35: ■ Bjalla spýtir heitum eiturvökva sér til varnar. Leynivopn mynd um vopn og verjur skordýra ■ í kvöld er á dagskrá í sjónvarpinu enn ein breska fræðslumyndin, eða náttúru- lífsmyndin, og heitir þessi mynd Leynivopn og er um undraheim skordýranna. Aðallega er í þessari mynd fjallað um vopn þau og verjur sem skordýr hafa fengið í vöggugjöf. Meðal hinna ýmsu vopnaog verja skordýranna má nefna feluliti. grjótharða skel, stungur, eiturefni, svo sem þau sem sáust í þættinum um sporðdrekana nýlega, og svo auðvitað köngulóarvefi. Ann- ars fá menn að sjá þetta nánar í myndinni í kvöld. Taka tvö - Þorsteinn Gunnarsson kynn- ir iög úr hljómleikamyndum ■ Þorsteinn Gunnarsson verður með þátt sinn Taka tvö á Rás 2 í dag. Hann ætlar í þetta skipti að taka fyrir hljóm- leika sem hafa verið kvik- myndaðir. Þar á meðal eru Bangla Desh-tónleikarnir, sem haldn- ir voru fyrir einum og hálfum áratug, lokatónleikar The Band, Woodstock-hátíðin, sem var eins og flestir vita hápunktur hippatímans, og Ziggy Stardust, hljómleikar David Bowie sem sýndir voru nýlega í Regnboganum. A Bangla Desh-tónleikun- um spilaði" fjöldi frægra stjarna. George Harrison stóð fyrir þessum tónleikum, en hann var undir áhrifum frá indverskri heimspeki á þessum árum. Fyrstu tuttugu mínútur tónleikanna fóru í það að Indverjinn Ravi Shankar spil- aði á sítar. Síðan tók rokktón- listin við, Ringo Starr spilaði á trommur, Bob Dylan var með hálftíma prógram, og þarna spiluðu líka Eric Clapton á gítar, Edgar Winter, hljóm- sveitin Badfinger og Leon Russel. George Harrison og Eric Clapton tóku saman While My Guitar Gently Weeps eftir Harrison, en sagan segir að Clapton hafi spilað í því lagi á Hvíta albúminu, semBítlarn- ir gáfu út. Reyndar segir sagan líka að Clapton hafi spilað frægt gítarsóló í laginu So- mething eftir Harrison, seni var á Abbey Road-albúminu. Aftan á hljómleikaalbúminu sem gefið var út með Bangla Desh-konsertinum var mynd af ávísuninni sem send var til Bangla Desh eftir tónleikana, og var það víst allnokkur upphæð. Clapton var líka á lokatón- leikum The Band, sem var glæsilegur endir á góðum ferli. Myndin hét The Last Waltz. ■ George Harrison. Rás2kl. 15 í dag: Tónlistarkrossgátan nr. 9 útvarp Mánudagur 3. september 7.00 Veöuriregnir. Fréttir. Bæn. Séra Jón Bjarrrián flytur (a.v.d.v.). I' bítið - Hanna G. Sigurðardóttir og lllugi Jökulsson. 7.25 Leikfimi. Jónina Benediktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Bjarni Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason les þýðingu sína (15). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. For- ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Reykjavík bernsku minnar Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið- rikssonar frá sunnudagskvöldi. Rætt við Oddgeir Hjartarson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Frönsk og ítölsk dægurlög 14.00 „Daglegt líf í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gisli Kristjáns- son þýddi. Stína Gísladótlir les (2). 14.30 Miðdegistónleikar Josef Suk og St. Martin-in-the Fields hljóm- sveitin leika Rondó i A-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Franz Schubert; Neville Marriner stj. 14.45 Popphólfið-Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Risé Stevens, Raoul Jobin og Robert Wedel flytja atriði úr óperunni „Carmen" eftir Georges Bizet með kór og hljómsveit Metropolitan-óp- erunnar í New York; George Se- bastian stj. / Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur ballett- tónlist úr „Svanavatninu“ eftir Pjotr Tsjaikovský; Jean Morel stj. 17.10 Siðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 íslandsmótið i knattspyrnu, I. deild: Víkingur-Fram Ragnar Örn Pétursson lýsir síðari hálfleik frá Laugardalsvelli. 20.15 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. f hjásetu á Héraði Frásöguþáttur af Austur- landi. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les. b. Séra Hjálmar á Hall- ormsstað Elín Guðjónsdóttir les frásöguþátt. Umsjón: Helga Ág- ústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Hjón í koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon les þýðingu Steinars Sigur- jónssonar (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kammertónleikar Helga Ing- ólfsdóttir leikur á sembal.’ a. Da- fantasíu eftir Leif Þórarinsson. b. Sónötu í h-moll eftir Johann Se- bastian Bach. 23.10 „Eins og farfuglarnir" Hjörtur Pálsson ræðir við Ivar Orgland sem les úr nýnorskum þýðingum sinum á Ijóðum eftir íslenskar konur og Helga Þ. Stephensen les nokkur Ijóðanna á íslensku. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 3. september 10.00-12.00 Morgunþáttur Mánu- dagsdrunginn kveöinn burt með hressilegri músík. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 15.00-16.00 Krossgátan Hlustend- um er gefinn kostur á aö svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða kross- gátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00-17.00 Taka tvö Lög úr þekkt- um. kvikmyndum. Stjórnandi: Þor- steinn G. Gunnarsson 17.00-18.00 Asatími. Ferðaþáttur. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. Mánudagur 3. september 19.35 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Leynivopn Náttúrulífsmynd frá breska sjónvarpinu úr undra- heimi skordýranna. Einkum er dvalið við vopn þau og verjur sem náttúran hefur búið sum þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.25 Ég, Leonardo Bandarísk sjón- varpsmynd um æviferil, verk og hugarheim ítalska snillingsins Le- onardo da Vincis (1452-1519) en hann var í senn listamaður, vís- indamaður og heimspekingur. Frank Langella leikur Leonardo en sögumaður er Richard Burton. Leikstsjóri Lee R. Bobker. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.20 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 22.50 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.