NT - 25.10.1984, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 25. okt. 1984 6
app úr hendi sleppa
- eða snúum okkur að lífefna-
iðnaðinum af krafti? Litið inn
hjá Dr. Jóni Braga Bjarnasyni.
sér detta í hug ensímíska fisk-
flökun og margt, margt fleira.
En að hverju vinna starfs-
menn Raunvísindastofnunar-
innar þessa stundina?
Hvað gerist
í síldartunnunni?
Það er ekki mikill mann-
skapur sem nú vinnur að lífefna-
iðnaði í landinu og því fer fjarri
■ Hér rannsakar Ingólfur
Kjartansson efnaverkfræðing-
ur ammóníusýrusamsetningu
ensíma í þar til gerðum greini.
að unnið sé af kappi við allar
þær hugmyndir sem hér hefur
verið drepið á. Pað helsta sem
Raunvísindastofnun hefur get-
aðeinbeittséraðer rannsóknir
á lífefnafræðilegum ferli að
verkan síldar í saltsíldartunn-
um, úrvinnsla á ensímum og
öðrum lífhvötum út úr tilfall-
andi hráefni hér á landi og
rannsóknir á nýjum mögu-
leikum þar sem lífefnatæknin
hefur verið notuð um langt
skeið, svo sem við fískvinnslu,
mjólkuriðnað og fleira.
Við gætum haldið endalaust
áfram í umfjöllun okkar á hin-
um ýmsu þáttum lífefnatækn-
innar en ennþá er þó ónefndur
sá þáttur þessa máls sem öllu
ræður. Peningar. Allar götur
síðan fyrst var skipuð nefnd um
lífefnaiðnaðinn 1973, sem skil-
aði áliti ári síðar hafa stjórnvöld
verið ótrúlega sofandi um þetta
mál. Til þess að gera mönnum
ljóst hvað hér er í húfi slær Jón
Bragi því fram að þessi starf-
semi geti veitt 1000 manns at-
vinnu um næstu aldamót og
skipt sköpum í samkeppnis-
stöðu okkar gagnvart öðrum
þjóðum. Haldi sofandaháttur-
inn áfram að ráða ferðinni þann-
ig að við rannsóknir geti ekki
unnið nema nokkrar hræður,
flestir lausráðnir og áhrifa-
menn í peningalífi þjóðarinnar
gefi þessu engan gaum látum
við happ úr hendi sleppa og
getur það orðið afdrifaríkt fyr-
ir íslenskt hagkerfi á komandi
árum.
Dettum afturúr
„Ef við ekki hyggjum að þess-
ari atvinnugrein í tíma, aukum
rannsóknir og hugum að þeim
möguleikum sem þegar bjóðast
okkur þá dettum við afturúr í
kapphlaupi þjóða í þessum iðn-
aði." Það er doktor Jón Bragi
Bjarnason sem hefur orðið en
hann hefur nú um langt skeið
verið einn helsti forgöngumaður
í lífefnarannsóknum hér á ís-
landi. Bandarískt fyrirtæki hef-
ur þegar sýnt mikinn áhuga á að
kaupa fiskaensím á íslandi ogef
hér ætti að telja upp allt það
sem þessar rannsóknir hafa á
prjónunum dygði venjuleg yfir-
litsgrein eins og þessi skammt.
Meðal þess sem Jón Bragi
benti okkur á var orkuvinnsla til
eldsneytis með því að lífrænir
hvatar og ensím verði látin
brjóta niður kornmat (sterkju
í byggi hveiti eða maís) þannig
að úr verði í fyrstu smásykrur
sem nota má til matar. Sé vinnslu
sykursins haldið áfram má svo
breyta sykrinum í etanól (alk-
óhól), iðnaðarsterkju sem nýt-
ist við pappírsiðnað,og síðasti
þáttur þessarar afurðar yrði
kjarnfóður. Etanólið mætti svo
nota til að bæta og drýgja elds-
neyti. Enn sem komið er er verð
olíu eitthvað lægra en verð á
etanólinu en með auknum rann-
sóknum hefur verðið farið sí-
lækkandi samfara því sem
olíuverð í heiminum fer hækk-
andi. Víða erlendis svo sem í
Bandaríkjunum styðja stjórn-
völd við bakið á þessari fram-
leiðslu og Jón fræðir okkur á
því að ef til þessa væru flutt til
landsins hveiti eða maís þá yrði
um helmingur af verði hins nýja
eldsneytis hráefnisverð en hitt
íslensk verðmætamyndun. Og
hér kemur jarðvarmi til aðstoð-
ar.
■ Hér vinna þeir dr. Bjarni Ásgeirsson og Steingrímur Stefánsson líffræðinemi að sundurgreiningu
ensíma í krómatógrafíusúlum. Samskonar súlur eru notaðar í iðnaði en vitanlega mun stærri. Þarna
eru ensímin aðgreind, þannig að í vökvalausn þar sem eru fimm ensím þá eru þau greind í sundur með
því að eitt þeirra er látið detta niður í senn.
■ Og lífefnafræðin í Raunvísindastofnun er meira heldur en bara að gapa yfir tilraunaglösum.
Hér eru þau Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Magnússon að bera saman bækur sínar um
próteinkljúfandi ensím í síldartunnum. Sigríður fiutti einmitt erindi um þetta efni nýlega á
alþjóðlegri ráðstefnu í Prag sem fjallaöi um súrpróteinkljúfandi ensím. m mvndir ah.
■ „Já hér er ég að bauka við örsíutæki, þetta þéttir ensímlausn
irnar og nær úr þeim vökvanum, “ sagði Jón Bragi þegar NT leit
inn til hans með handrit og myndir en til þess að allt væri nú rétt og
satt í pistlinum fengum við heimildarmanninn til að renna yfir
allt saman.
■ Flæðanleiki soðkjarna úr fiskmjölsverksmiðjum er eitt af rannsóknarcfnum Jóns Braga. Hér er
hann með tvo soðkjarna, sá til hægri hefur verið meðhöndlaður með hitaþolnum ensímum en hinn
ekki. Ef myndin prentast vel þá sést að sá til hægri lekur aðeins fram meðan hinn er alveg kyrr. Með
þessu kann að vera hægt að auka nýtingu í fiskmjölsframleiðslu.
Fjölmiðlabik-
arinn afhentur
■ „Fyrir lofsvert brautryðjendastarf í þágu íslenskra ferðamála“
hefur Ferðamálaráð veitt Sigurði Sigurðarsyni Fjölmiðlabikar
Ferðamálaráðs 1983. Sigurður átti og ritstýrði tímaritinu Áföngum
um fjögurra ára skeið, eða þar til á þessu ári, og lagði að dómi
Ferðamálaráðs fram drjúgan skerf til kynningar á ferðamöguleikum
hér innanlands og í mörgum tilfellum um áður lítt þekktar slóðir.
Á myndinni sést Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs,
afhenda Sigurði Sigurðarsyni bikarinn.
■ Lífefnaiönaður? Flestum
okkar segir þetta orð sáralítið.
Nema þá að hér sé á ferðinni
einhver ný vísinda- og iðnaðar-
grein sem haldið er fram að geti
bjargað öllu. En að hér hafi
verið stundaður lífefnaiðnaður
í 1000 ár með skyrgerð, brauð-
gerð, bruggi og mörgu fleira
kemur sjálfsagt flestum okkar
spánskt fyrir sjónir.
Lífefnaiðnaður er í stuttu
máli það þegar lífverur eða
I ífrænir hlutar þeirra eru notaðir
til þess að vinna einhver verk
sem verða til að breyta vöru af
einu formi yfir á annað. Fyrst og
fremst snertir þessi grein
matvælaiðnað og lyfjagerð. Fyr-
ir íslendinga sem hafa grundvall-
að sitt hagkerfi á fiskveiðum er
mikilvægt nú þegar veiðar drag-
ast saman að geta nýtt það
lífræna dót sem dregið er úr
hafinu betur og haft úr því fleiri
krónur. Nú,og þá má nefna að
lífefnaiðnaðurinn getur fært
okkur í hendur efni sem roð-
flettir fiskflökin okkar með einu
einföldu baði.
Orkan, nýtingin,
hagvöxturinn
„Til þess að mæta framtíðar-
þörfum fyrir eldsneyti, fæðu,
heilbrigðisþjónustu og mengun-
arhættu er stórkostleg aukning
í lífefnaiðnaði nauðsynleg."
Þannig segir í íslenskum bækl
ingi um lífefnaiðnað og alls-
staðar í hinum vestræna iðn-
vædda heimi eru menn að opna
augun fyrir þessari nýjustu iðn-
byltingu. Þá er samfara lífefna-
iðnaðinum unnið að genatil-
færslum sem aftur auðvelda til
muna alla framleiðslu á einstök-
um lífefnum.
En hvar koma íslendingar
inn í dæmið? Jú, hér fer fram
mikil matvælaframleiðsla eins
og fyrr er drepið á. Úr slátur og
fiskúrgangi má vinna prótein-
mjöl, lýsi, meltu, og ýmis líf-
efni svo sem ensím. Úr mysu
má vinna fóður, sætefni, alk-
óhól og örverumjöl. Ensímin
má svo nota til þess að húðfletta
og mýkja smokkfisk, losa hrogn
úr hrognasekkjum, losa búk-
himnu þorsks og þróa aðferðir
til þess að auka geymsluþol
ferskfisks sem sífellt er aukinn
markaður fyrir. Þá hefur roð-
fletting fiskflaka þegar verið
nefnd, en menn hafa líka látið