NT - 25.10.1984, Blaðsíða 3
„Verkamenn vilja
lemja BSRB menn“
- segir framkvæmdastjóri Ríkisskips
■ Forráðamenn BSRB á skrifstofu Ríkisskips. Frá
vinstri: Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskips,
Kristján Thorlacius, Eiríkur Tómasson lögfræðingur
skipafélagsins, Páll Guðmundsson formaður verkfalls-
stjórnar BSRB, Haukur Helgason stjórnarmaður
BSRB, Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri
BSRB.
Hugmyndasamkeppni
a) Nýtt merki fyrir Landsbankann.
b) Afmælismerki í tilefni 100 ára
afmælis bankans.
c) Minjagripur vegna afmælisins.
í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands 1986 býður
bankinn til samkeppni um nýtt merki fyrir bankann,
afmælismerki og minjagrip vegna afmælisins.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum Félags íslenskra
teiknara og er öllum heimil þátttaka.
Fyrir verðlaunahæfar tillögur verða veitt þrenn verðlaun:
a) Fyrirnýttmerki kr. lOOþúsund.
b) Fyrir afmælismerki kr. 60 þúsund.
c) Fyrir minjagrip kr. 40 þúsund.
Afmælismerkið er ætlað á gögn Landsbankans á
afmælisárinu, svo sem umslög, bæklinga o.fl.
Minjagripinn ætlar bankinn til dreifingar til
viðskiptaaðilja o.fl.
Tillögum að merkjum skal skila í stærð 10-15 sm í
þvermál í svörtum lit á pappírsstærð A4.
Keppendur skulu gera grein fyrir merkjunum með texta
og litum.Tillögurnar skal einkenna með sérstöku
kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með
í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar.
Tillögum að minjagripum má skila sem teikningum eða
módeli af gripnum.
Hverjum þátttakanda er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga hafa sér kjörorð og umslög með
nafni höfundar vera j afnmörg tillögunum.
Skilafrestur tillagna er til kl. 17:00 fimmtudaginn
1. nóvember 1984. Skal skila þeim í póst eða til
einhverrar afgreiðslu Landsbankans merktum:
Landsbanki íslands
Hugmyndasamkeppni
b/t Sigurbjörns Sigtryggssonar
aðstoðarbankastjóra
Austurstræti 11
101 Reykjavík.
Dómnefndin er þannig skipuð:
Fulltrúi afmælisnefndar Landsbankans.
Fulltrúi Félags starfsmanna Landsbankans.
Fulltrúi Félags íslenskra teiknara.
Ritari dómnefndar og j afnframt trúnaðarmaður aðilj a er
Sigurbjörn Sigtryggsson. Keppendur geta snúið sér til hans í
aðalbanka í síma 91-27722, varðandi frekari upplýsingar um
samkeppnina. Dómnefndin skal skila niðurstöðum innan
eins mánaðar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á
tillögum og þær síðan endursendar.
Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar.
Landsbankinn hefur einkarétt á notkun þeirra tillagna sem
dómnefndin velur. Bankinn áskilur sér rétttil að kaupa
hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
LANDSBANKINN
Einvígi Karpovs og Kasparovs
. jafnteflið í röð
Karpov heldur enn fjögurra vinninga forskoti
25. okt. 1984 3
lenda ekki í átökum við verk-
fallsverði, að sögn Guðmundar
Einarssonar forstjóra. Þórir
Sveinsson frarhkvæmdastjóri
Ríkisskips sagði þó, að verka-
mennirnir vildu lemja verkfalls-
verðina vegna aðgerða þeirra.
Verkfallsvarsla hefur verið
við Öskju í um hálfan mánuð
vegna þess, að BSRB heldur
því fram, að verkfallsbrot hafi
verið framin á skrifstofu Ríkis-
skips, m.a. meðgerðfarmskráa.
Guðmundur Einarsson mót-
mælir því hins vegar og segir, að
verkfallið hafi verið virt í einu
og öllu á skrifstofunni, og því
telji hann verkfallsvörsluna
ólöglega.
■ Þarna hlóðu menn Ríkis-
skips gámum til að hindra
starfsmenn vcrkfallsvörslu
BSRB í að komast til félaga
sinna um borð í Öskju. Vakta-
skipti BSRB manna gengu þó
eftir áætlun.
■ Kristján Thorlacius, formaður BSRB, kominn um borð í Öskju
og gefur mönnum sínum merki um að allt sé í fínu lagi.
■ Áttunda jafnteflisskákin í röð í
einvíginu um heimsmeistaratitilinn
leit dagsins ljós í gær í einni af
bragðdaufari skákum fram til þessa.
Með þessu jafntefli slógu þeir félag-
ar met í röð jafntefla í heimsmeist-
araeinvígjum, en heiðurinn af fyrri
vafasömum metum og metjöfnun-
um áttu auk þeirra sjálfra þeir
Fischer og Spasskí og Karpov og
Kortsnoj. Þó mönnum finnist e.t.v.
nóg komið að svo góðu þá er
jafnteflishlutfallið alls ekki hærra
en búast mátti við hinsvegar er
dreifing vinninga með nokkuð
öðrum hætti en gera mátti ráð fyrir.
Jafnteflisröðin og þróun síðustu
skáka bendir til þess að Kasparov
hafi aukist þróttur, hann sé „hættur
að hanga í köðlunum bíðandi eftir
náðarstuðinu“, svo maður noti
hnefaleikaramál en margt er líkt
með hnefaleikum og skák eins og
allir vita, þó mörgum finnist hnefa-
leikar vera heldur huggulegri íþrótt;
þar gangi menn altént hreint til
verks og minna um þá andlegu
pústra sem eru látnir viðgangast við
skákborðið.
Kasparov er sem sé allur að
braggast og vinningurinn liggur í
loftinu. Það era.m.k. skoðun undir-
ritaðs. Reynslan hefur líka sýnt að
Karpov gefur eftir þegar einvígin
, taka að dragast á langinn. Skákmað-
ur sem þekkir vel til mála í Sovét-
ríkjunum kvað það vera opinbert
leyndarmál þar í landi að Karpov
þyldi ekki með góðu móti meira en
15 skáka einvígi. Viðureignir hans
við Kortsnoj renna að nokkru leyti
stoðum undir þessa kenningu. Þegar
17 skákir höfðu verið tefldar í fyrsta
einvígi þeirra 1974 hafði Karpov
náð þrem vinningum gegn engum
en teflt var upp að 24 skákum.
Kortsnoj vann tvær skákir með
stuttu millibili og var nálægt því að
jafna metin. Sagan endurtók sig
1978 þegar Kortsnoj jafnaði stöð-
una úr 5:2 í 5:5 í aðeins fjórum
skákum. Með gífurlegum viljastyrk
tókst Karpov að knýja fram sinn
sjötta sigur vinna einvígið og halda
heim þjóðhetja!
Þessi daufa skák sem hér fylgir á
eftir er að mínum dómi aðeins
lognið á undan storminum. í næstu
skákum hlýtur Kasparov að láta til
skarar skríða. Ef heldur sem horfir
má búast við að þetta einvígi dragist
á langinn, slagi jafnvel upp í einvígi
Karpovs og Kortsnojs í Baguio sem
varð 32 skákir og einvígi Aljékín og
Capablanca 1927 sem varð 34
skákir.
17. einvígisskákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
Drottningarbragð
1. Rf3
(Karpov hefur ekki hreyft við
kóngspeðinu í sínum fyrsta leik
síðan í fimmtu skákinni.)
1. .. d5 5. Bg5 h6
2. d4 Rf6 6. Bh4 0-0
3. c4 e6 7. e3 b6
4. Rc3 Be7
(Tartakower-afbrigðið í Drottning-
arbragði hefur verið eitt helsta vopn
heimsmeistarans um margra ára
skeið. Hann þekkir öllum betur
helstu refilstigu þessa afbrigðis
beitti því í einvígjunum um heims-
meistaratitilinn 1978 og 1981 gegn
Kortsnoj án þess að tapa einni
einustu skák. Það hefur oft þótt góð
sálfræði að beita helstu vopnum
andstæðingsins og Kasparov rekur
þá pólitík þessa dagana. í 15. skák-
inni varði hann sig með tilbrigði
drottningarindversku varnarinnar
sem gefist hefur Karpov vel í þessu
einvígi og nú er komið að Tartakow-
er-afbrigðinu sem Karpov beitti í
12. skák þessa einvígis.)
8. Be2 Bb7 9. 0-0
(í 12. skákinni lék Kasparov9. Bxf6
t ,t s 't
1W!
i S * * *
Bxfó 10. cxd5 exd5 11. b4 en komst
ekkert áleiðis eftir 11. - c5 12. bxc5
bxc5 13. Hbl Bc6 o.s.frv.)
9. .. Rbd7 11. Bg3 a6
10. Hcl c5 12. cxd5
(Hvítur þvingar fram allsherjar upp-
skipti.)
12. Rxd5
13. Rxd5 Bxd5 15. b4 Re4
14. dxc5 Rxc5 16. Bc7 De8!
(16. - Dd7 gefur kost á 17. Re5!)
17. a3 a5 18. Bd3
(Það er ekki eftir neinu að slægjast
í þessari stöðu. Nú Jeysist skákin
upp í jafntefli.)
18. .. axb4 21. Dd4 Bxf3
19. axb4 Bxb4 22. Dxb4 Be2
20. Bxe4 Bxe4
- Kasparov bauð jafntefli um leið
og hann lék þessum leik sem Karpov
þáði. Framhaldið gæti orðið: 23.
Hel Db5 24. Dxb5 Bxb5 25. Bxb6
og staðan er heldur dauðyflisleg. ‘
Staðan í einvíginu:
Karpov 4 (10'/i)
Kasparov 0 ( 6'/5)
Næsta skák verður tefld á föstu-
dag. Þess má geta að lokum að fram
að 24. skák þessa einvígis eiga
keppendur enn rétt á þrem frí-
dögum alls. Karpov hefur einu sinni
tekið frí, Kasparov tvívegis.
Samantekt á skákum einvígisins
verður í NT n.k. laugardag.
■ Verkamenn Ríkisskips lok-
uðu hafnarsvæðinu í kringum
strandferðaskipið Öskju með
gámum um hádegisbilið í gær,
til þess að gera verkfallsvörslu
BSRB erfiðari. Verkfallsverðir
gátu þó haft vaktaskipti í gær,
en þurftu að leggja sig í nokkra
hættu við að komast inn á
svæðið. Kristján Thorlacius og
fleiri framámenn BSRB komu
á skrifstofu Guðmundar Einars-
sonar forstjóra Ríkisskips til að
reyna að fá gámana færða úr
stað, án árangurs. Milli tuttugu
og þrjátíu verkfallsverðir voru
á svæðinu, þegar því var lokað
samkvæmt skipun frá forstjóra
Ríkisskips og með vitund sam-
gönguráðuneytisins.
Lokun svæðisins í gær gekk
átakalaust fyrir sig, enda hafa
verkamennirnir og verkstjórar
þeirra ströngu fyrirmæli um að