NT - 25.10.1984, Blaðsíða 11

NT - 25.10.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. okt. 1984 11 Þorsteinn Þ. Víglundsson fyrrverandi skólastjóri Guðrún Þórðardóttir Kveðja frá vinkonum ■ í>á er ég var fyrst í Vest- mannaeyjum, árið 1930, var ekki bjart framundan. Kreppa skollin á og almenningur barðist í bökkum. En þá var hér hópur hugsjónamanna sem trúði á „betri tíð með blóm í haga". Einn þeirra var Þorsteinn Þ. Víglundsson, þá orðinn skóla- stjóri Gagnfræðaskólans. Þorsteinn sinnti mörgum og margvíslegum störfum unr dag- ana, en ég efa ekki að skóla- starfið átti hug hans fyrst og fremst. Sjálfsagt hefur hann ver- ið nokkuð kröfuharður, ætlast til að nemendur slægi ekki slöku við námið, því öllum vildi hann koma til nokkurs þroska. í skólastarfi er ekki ætíð sigldur sléttur sjór skilst manni, en þegar öldur lægir komast flestir að raun um, að enginn nær verulegum árangri nema leggja sig allan fram. Þorsteinn þoldi ekki að nem- endum hans væri hallmælt, enda urðu víst fáir til þess. Hann sagði eitt sinn á skólastjóraárum sínum: Nemendur mínir eru gott fólk, vel gerðir og vel upp aldir. Þorsteinn var um áratugi í fararbroddi í félagsmálastarfi í Eyjum. Aðrir munu vafalaust um þann þátt fjalla. Ég ætla aðeins að minnast á safnamálin og Blik, sem hann gaf út í áratugi. Bókasafnið hafði búið við þröngt og misjafnlega vanbúið leiguhúsnæði í heila öld. Eftir 1950 komst safnahúsbygging verulega til umræðu og seint sóttist sá róður. Það var svo um 1969 að samþykkt var í bæjar- stjórn að reisa vandað hús handa bóka- og skjalasafni. í bæjarstjórn voru á þessum árum nokkrir menn sem voru málinu fylgjandi, en að öðrum ólöst- uðum tel ég að Þorsteinn hafi átt stærstan þátt í því að Safnahúsið var byggt á þessurn tíma, en sú framkvæmd var á döfinni um það bil áratug með goshléi. Ég átti á þessum árum nokkurt samstarf við Þorstein. m.a. með arkitektum hússins, þegar rætt var um megindrætti í hönnun. Það samstarf gekk mjög vel þó hver héldi fast á sínu. Skjalasafn Vestmannaeyja kom síðast til sögu. Bóka- og byggðarsafn hafði forgang sem sjálfsagt var. Skjalasafnið hefur átt hauk í horni þar sem Þor- steinn var. Þorsteinn og frú Ingigerður hafa gefið Skjala- safni mikið safn handrita, merk- ar heimildir um Eyjasögu. Síð- asta sendingin kom tveim vikum fyrir lát Þorsteins. Síðast en ekki síst er að nefna Vestmannaeyjablöðin frá upp- hafi (1917) sem Þorsteinn safn- aði af mikilli elju og afhenti Skjalasafni Vm. Byggðarsafnið var óskabarn Þorsteins og hann byrjaði að safna sögulegum minjum 1932, en hann fagnaði því líka mjög er skjalasafnið komst á rekspöl sem þriðja stofnunin í Safnahús- inu. Þorsteinn gaf út ritið BLIK 1936-1980. Var ársrit Gagn- fræðaskólans til 1964. Áttu nem- endur og kennarar allmikið efni í ritinu á þessum árum auk skólastjóra. Um 1960 er ritið orðið stór bók og fór stækkandi ár frá ári. Þá og þó sér í lagi eftir 1965 fer Blik að birta langar sögulegar ritgerðir og æviþætti sem ritstjórinn skrifaði að lang- mestu leyti sjálfur. Var útgáfa Bliks ekki lítið starf einum manni auk annarra verkefna. Ekki er örgrannt að þær radd- ir heyrðust, að stundum væru heimildir ekki nógu traustar. Slíkt er ekkí ný bóla. Ég held, að allir sem safna sögulegum fróðleik vilji hafa það sem satt er og rétt. En margt er missagt í slíkum fræðum og hafði jafnvel Ari fróði fyrirvara í því efni. Það er tíðast litið til þess sem missagt er, en að litlu metinn sá fróðleikur sem kann að vera dreginn fram í dagsljósið. „Nú sit ég öllum tómstundum í því að afla efnis í Blik næsta árs“ skrifaði Þorsteinn eitt sinn í kunningjabréfi. Ég undraðist stundum hversu þaulsætinn Þor- steinn var í söfnum við heini- ildaleit, maður sem öllu vanari var að vinna í skorpum við áþreifanlegri verkefni. Þorsteinn er aðalhöfundur ís- lensk-norskrar orðabókar, sem kom út í Bergen 1967. Heiðurs- félagi Sögufélags Vestmanna- eyja á stofnfundi þess 1. maí 1880. Heiðursborgari Vest- mannaeyjabæjar frá 1978 og sæmdur Ólafsorðunni norsku 1981. Við llle sendum Ingigerði, börnum og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur Guðnason Það er erfitt að kom orðum að þeint harmi sem hefurgagntekið okkur þegar mjög náin vinkona frá barnæsku kveður þennan heim, langt fyrir aldur fram. Sú sem kveður okkur er Guð- rún Þórðardóttir, sem lést á Landspítalanum þann 26. sept- ember síðastliðinn, eftir stranga sjúkdómslegu. Guðrún Þórðardóttir fæddist 21. júní 1930, dóttir hjónanna Kristínar Helgadótturog Þórðar Ólafssonar, sem þá bjuggu að Odda í Ögurhreppi, og var Guðrún næstelst fjögurra syst- kina. Fjölskyldan fluttist til ísafjarðar árið 1944, en þá um haustið hóf Guðrún nám við Gagnfræðaskólann á ísafirði og mynduðust þar þau vináttutegsl á milli okkar, sem síðan hafa haldist. Skólaárin í Gagnfræða- skólanum voru með eindæmum skemmtileg, hópurinn samstillt- ur og glaðvær og margs að minnast frá þeim tíma. Haustið 1947 hófGuðrúnnám í Kennaraskóla Islands og lauk þaðan prófi 1950. Upp frá því var kennsla hennar aðalstarf. Guðrún giftist árið 1950 Guð- bjarti Gunnarssyni, bekkjar- bróður sínum úr Kennaraskóla íslands og eignuðust þau tvö börn, Steinþór sem er fæddur 1952, íþróttafræðingur mennt- aður í Kanada og Rósu sem er fædd 1954 kennari að mennt, gift og tveggja barna móðir. Fyrstu hjúskaparárGuðrúnarog Guðbjartar voru þau við nám í Skotlandi og kennslu úti á landi. Guðbjartur og Guðrún slitu samvistum. Það þurfti mikla útsjónarsemi fyrir einstæða móður með tvö ung börn að láta enda ná saman, en með þrautseigju og dugnaði eignaðist Guðrún íbúðogstækk- aði við sig eftir því sern efnin leyfðu og bjó hún sér fagurt og hlýlegt heimili. Guðrún fór mörg sumur í kaupavinnu og var hún alltaf með yngra barnið með sér, en eldra barninu kom hún fyrir á góðu sveitaheimili. Guðrún var heilsteypt og sterkur persónuleiki. Hún var með afbrigðum heilsuhraust að undanteknum þeim sjúkdómi sem að lokum dró hana til dauða. Strax sem barn var hún áberandi samviskusöm og vand- virk að öllu því sem hún gekk. Reglusemi og skipulag var henni í blóð borið. Hún varglaðværog létt í skapi og gekk af lífi og sál fram í því sem hún tók sér fyrir hendur. Guðrún átti langan kennslu- feril að baki. meðal annars kenndi hún nokkur ár við Kárs- nesskóla í Kópavogi og yfir tuttugu ár við Hlíðaskóla. eða þar til hún veiktist síðastliðinn vetur. Guðrún lagði mikla alúð við starf sitt sem kennari og gladdist yfir velgengni nemenda sinna. Snemma kom í ljós að Guð- rún hafði mikla ánægju af ferða- lögum. Á skólaáruni okkar á ísafirði var ekki algengt að fólk íerðaðist um helgareða í sumar- leyfi, eins og gert er nú til dags. Oft höfum við rifjað upp ferða- lag sem við fórum þrjár vinkon- ur. þá 15 ára gamlar, með áætl- unarbíl frá ísafirði að Gemlufalli í Dýrafirði og þaöan með smá- báti yfir til Þingeyrar. Þaðan var lagt á brattann með tjald og bakpoka upp í Brekkudal þar sem viö tjölduðum og dvöldum yfir verslunarmannahelgi. Ferð- in var fyrst og fremst farin til aö skoða landið og njóta útiverunn- ar. Áhugi Guðrúnar á ferða- lögum átti eftir að koma enn betur í Ijós með árunum, en hún feröaðist mjög mikið, sérstak- lega innanlands og var hún í mörg ár fararstjóri á vegum Ferðafélags íslands, enda talaði hún fallegt og kjarngott íslenskt mál. Haustið 1952 hittumst við nokkrar skólasystur úr Gagn- fræðaskólanum á ísafirði, sem þá voru búsettar í Reykjavík og ákváöum að stofna saumaklúbb. Guðrún Þórðardóttir var ein af þessum skólasystrum. Allt síðan þá höfum viö hist aö staðaldri á vetrum heima hjá hver annarri. Sem dæmi um reglusemi Guð- rúnar má geta þess að hún hélt skrá yfir alla saumaklúbba sem viö héldum í meira en þrjátíu ár. Fyrir sex árum gekkst Guðrún undir aðgerð við alvarlegu meini og leit út fyrir að komist heföi vcriö fyrir þaö. í febrúar síðast- liðinum gekkst hún undir aöra aðgerö sem virtist bera árangur, en er líða tók á sumarið fór smám saman að draga úr lífs- þrótti hennar. Aldrei heyrðist æðruorö frá Guðrúnu og sýndi hún mikinn styrk í veikindum sínum, sem og endranær. Við vottum nánustu ættingj- um hennar innilega samúð. Lesendur hsrffa o Vistkerfisvandamálið ■ í dapurlegum spám um framhald menningarinnar er það föst regla að miða við staðreyndir líðandi stundar, og enginn treystir sér til þess að fara að tala um það sem nú er óþekkt, sem alllir þó vita að verður að koma í staðinn. Það er þó auðvelt að gera sér grein fyrir þeim óþekktu þáttum sem til verða að koma sem lausnir, vegna þess að það bygg- ir á eðli mannsins sem tegundar og eðli vistkerfis hans. Sá er munurinn á manni og dýrum, að dýrin eru háð föstu vistkerfi sem þau ráða ekki, og verði vistkerfisbrestur þá falla dýrin sem tegund, en maðurinn er tegund sem ekki er háður föstu vistkerfi, heldur skapar það sjálfur að vitsmunum. Vitskerfi mannsins má skifta í þrjá þætti til einföldunar, það er andlegi þátturinn, sem er um von mannsins og trú, um tilgang hans og æðri markmið, en það ætti að vera auðskiljanlegt hverjum sem er, að án slíkrar andlegrar vítundar og án and- legra forsendna verður viljinn ekki beislaður til framdráttar, heldur hagar maðurinn sér þá eins og dýrin og lætur stjórnast af skynjun og hvötum augna- bliksins með 'því ofbeldi og afsiðun sem lætur menningar hrvnja. í öðru lagi er félagslegi þátt- urinn, senr er um samskipti manna og samvirkni, ábyrgðir gagnvart hvor öðrum og skylda til að veita ekki áreitni og réttur til að verða ekki fyrir áreitni. Og öfugt við það sem virðist alntenn skoðun, þá eru þessir þættir hér að framan ekki þættir neinna patentlausna eða sér- stakrar hugmyndafræði. Menningar hafa risið og hnigið undir mörgum forsendum og orðum, og misnotkun andlegra markmiða hefur einnig fengið heilar þjóðir til þess að fremja voðaverk. Það er hinsvegar alkunná, að þegar andleg sátt og félagsleg sátt ríkir, þá vinna mennirnir sín uppbyggingarstórvirki en brjóta niður við griðrof. Þriðji þáttur vistkerfisins, og sá sísti, er tæknilegi þátturirtn, það hefur löngum sýnt sig að tækni sem slík er ekki hamingju- valdur. Tækni er afleiðing and- legra og félagslegra griða, en ekki öfugt. Grikkir, Rómverjar, Egypt- ar, Kínverjar og fleiri höfðu næga tæknilega þekkingu til þess að hrinda af stað iðnbylt- ingu og tæknivæðingu, en það voru engar forsendur til þess þar sem nóg var af þrælum. Ef ríkt hefði meiri mannvirð- ing í einhverju þessara þjóðfé- laga hefðu þau náð meiri og hærri tæknilegum þroska. Það er því fremur einfalt að eiga við vandræði líðandi stundar, miklu einfaldara en nokkurn grunar, allt sem þarf eru markmið og vilji til að vinna. En markmiðin okkar hver eru þau? Þau eru því miður hóglífi og komast yfir næga peninga, þ.e. að eignast inn- stæðu á annarra manna vinnu og þess sem þeir hafa safnað- Þetta markmið er jafngilt því að vilja eignast þræla, og hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er um að ræða endur- tekningu á fyrri menningar- skyssum og í því er vandinn fyrst og fremst fólginn. Rétt erað nefna nokkurdæmi úr hóglífsþjóðfélagi okkar. já, hóglífsþjóðfélagi okkar, þar sem alþýðufólk heldur veislur sem konungar gátu ekki jafnað til í aðföngum fyrir einu ár- hundrað, já hóglífisþjóðfélagi ferðalaga og neyslu. Alkunna er að fólk hefur verið að fá lækningu með öðrum hætti en tilheyrir framkvæmd heilbrigðiskerfisins. Þetta er vegna þess að heil- brigðiskerfið hefur færst frá forsendunni um lækningu yfir í starfsaðferðir heilbrigðisstétt- anna, oig lækning sem ekki fer fram með þeirri starfsaðferð nýtur ekki opinberrar viður- kenningar og reynt er að ó- frægja slíkar lækningar. Lækn- ing verður skv. mati heilbrigðis- kerfisins að fara fram skv. hug- rænum forsendum þeirra um eðli sjúkdóma, og ef ekki er hægt að beita aðgerðum eða gefa út lyf, eða koma við kerfi sjúkrahúsanna, þá fer lækning helst ekki fram. í þessu felst ekki ófræging á heilbrigðiskerfinu, það er mjög þarft og afkastamikið. Það sem er um að ræða er, að því er hætt vegna þess að markmiðin týnast í kerfinu. Það sem öðru fremur veldur því að kerfið virkar er að andlegur þroski yfirlækna er fyrir hendi og ákvörðunarvald þeirra ótvírætt og mikið. Guð hjálpi okkur ef í staðinn kæmi andlaus skriffinnskustjórn, slíka stjórn mundi víst lítið varða um lækningu, heldur varða um framkvæmd kerfis sem slíks. Annað dæmi er orkuverðið. Heimurinn á milljón eðlisfræð- inga og milljón eðlisfræðingar leysa ekki orkuvandann. Það er vegna þess að það er ekkert markmið að gera það. Ef eðlisfræðingar hefðu það almennt á meðvitundinni, að til þess að koma í veg fyrir hungur og skort, þá þarf að búa til rafgeymi sem er hundraðfalt rýmdarmeiri en nútíma raf- geymar miðað við kostnað, rúmmál og þyngd, og til þess að hlaða þennan rafgeymi þarf að búa til lágvarmaorkuskipti með orkunýtni upp fyrir 80%, þá mundu þeir leysa þetta mál. En þeir eru gagnteknir af því að vera vísindamenn, og nota starfsorku sína til að skoða margar furður, og haga sér alveg eins og Grikkir til forna, skoða og rannsaka án tillits til félags- legra og andlegra virða. , Annars er það með ólíkind- um að almenn virðing skuli borin fyrir þeirri stétt manna sem ekki geta leyst orkuvand- ann, en hafa það sem sína göfugustu iðju að búa til gereyð- ingaraðferðir og vistkerfistor- tímingu. Ogsnillingurinn mikli, Albert Einstein, fór þess á leit við Roosevelt að búnar skyldu til kjarnorkusprengjur þær sem Enrico Fermi hafði leitt líkur að að væru mögulegar. Og hvað geta stjórnmálamenn gert í þessu máli? Það er ósköp lítið, því látið er líta svo út sem þeir séu ekki dómbærir á sérfræði- sviði. En þeir mega aldrei gefa eftir ábyrgðir sem fylgja forræðinu, og ábyrgðin er að tryggja vist- kerfi fyrir manninn, það er þess vegna sem þeim er veitt forræði. Undanlátssemi við þrýstihópa, sem vilja koma á einni eða annarri þrælgerð sér til fram- dráttar, er hnignun þeirra og forræðisleysi. Viðhald menningarinnar byggist því á því að menn virði manninn og vistkerfi hans og sjá tilveru tegundarinnar í því ljósi, og snúi sér síðan til þess verks að skapa það sem þarf og viðhalda því sem gott er. Þorsteinn Hákonarson Flest er til bóta enannaðfermiður ■ Ég vil koma á framfæri í lcsendabréfi NT fyllstu þökkum fyrir þættina „Úr horni Helgu Ágústsdóttur", scm birst hafa í blaðinu á laugardögum í sumar - öðru hvcrju. Þeir hafa vcriö hver öðrum betri og hin hollasta hugvekja. Þar hefur verið fjallað um málefni. sem alla varðar, og ýmis mannlífsmein cins og t.d. áfcngissýkina - af einurð. hreinskilni og rökfcstu. En jafnframt hefur ávallt verið þar að finna hlýju og aðgát, sam- fara næmum skilningi á manneðlinu og þeim fjöl- breyttu lífsmynstrum og mörgu ólíku þáttum, sem skapa örlagavef einstaklinganna. Og út frá því gerð heildarmyndar þjóðlífs. Hafi höfundur heilar þakkir fyrir þetta ágæta framlag. Þá er og rétt og skylt að þakka NT fyrir umfjöllun ým- issa mála, sem snerta alþjóð og eru í brennidepli á vissan máta. cn þó slungin ýmsum leyndum þáttum, sem þarfter aðupplýsa og fá fram sem sannastar stað- reyndir. Það er af hinu góða um- fjöllun þessi (sem einna skýrast kemur vísast fram í þættinum „Útekt") hefur orðið til þess aö fá almenning til umþenking- ar um sitthvað, scm áður var hulið, eða ekki vcitt athygli fyrr en á það var bent og yfir það brugðið Ijósi. Þá vil ég minnast á nokkra fasta þætti í blaðinu, sem færa ýmsan fróðlcik og eru til um- hugsunar og gjöra blaðið fjöl- breytt og læsilegt. „Úttckt" hcf ég þegar ncfnt og mun einna fremstur í þessa veru. En ég nefni ennfrcmur, þættina: „Vettvangur", „Á heima- slóð“, „Mcnning“ og Neytendasíðan". Hitt er svo annað mál, að þessi fjölbreytni útheimtir mik- ið rými, enda er stækkun btaðsins frá því sem var, svo að um munar. Pappírsmagnið er allt um of. Auglýsingarnar ein- ar sér fylla margar síður. Lciðigjarnt þeim sem lítils þurfa mcð á þcim vettvangi. En um þær varðar margan, auk þess, sem þær, á vissan hátt, eru lífæð blaðsins, hvort heiti, sem ber. Þetta er nútíminn. Búningur NT er ekki laus við sundurgerð. Margir eru þeir, sem ekki kunna að meta lita- skrautið. Það fer oft best sem óbrotnast er og látlausast. Að síðustu þetta: Hvað um útgáfu íslendingaþátta? Langt er siðan að þess var getið í NT að fyrsta hefti þáttanna síðan brevtingin varö á blaðinu og nýir ráðamenn settust í stóla, væri komið út. Það var eins og hver önnur tilkynning til áskrif- enda. En hvað skeður? Fjöld- inn allur mun ekki enn hafa fengið þetta hefti í hendur. Hvað veldur? Hví ekki að senda þetta áskrifendum. svo og framhaldið? Það er mælt fyrir munn margra, þegar þessi spurning er borin fram og ósk- að eftir að skýrt svar berist sem fyrst. Jórunn Oiafsdóttir frá Sörlastöðum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.