NT - 25.10.1984, Blaðsíða 26
Mæta Víkingar
Sigga Gunn og co?
- FH-ingar drógust gegn Honved frá Ungverjalandi
■ Búið er að draga í aðra
umferð í Evrópukeppnunum í
handknattleik og voru Víking-
ar, Valsmenn og FH-ingar með
í hattinum að þessu sinni. Vík-
ingar eiga þó eftir að leika leiki
sína í fyrstu umferð gegn
norska liðinu Fjellhammer.
Fresta varð viðureignum
þeirra vegna verkfalls BSRB
og ekki tókst að gera samkomu-
lag á milli liðanna um hvenær
leikirnir skyldu fara fram. Var
málinu skotið til Handknatt-
leikssambands Evrópu og átti
það að ákvarða hvenær leikirn-
ir skyldu fara fram. Enn hefur
ekkert heyrst frá Handknatt-
leikssambandinu, en von er á
svari þeirra fljótlega.
Ef Víkingum tekst að sigra
norska liðið þá spila þeir í
annarri umferð gegn spænska
liðinu Tres De Mano Tenerif
sem Sigurður Gunnarsson
fyrrum Víkingur spilar með.
Yrðu þetta eflaust hörku leikir
og gaman að fylgjast með Sig-
urði í leik með spænska félag-
inu.
FH-ingar, sem slógu norsku
meistarana Kolbotn úr í fyrstu
umferð nokkuð auðveldlega,
lenda á móti öllu erfiðari and-
stæðingum nú eða ungversku
meisturunum Honved. Fyrri
leikur þeirra verður væntanlega
í Ungverjalandi og hinn síðari
hér heima í kringum 20. nóv-
ember.
Valsmenn lenntu á móti
sænska liðinu Ystad og verður
örugglega þungur róðurinn hjá
Valsmönnum. Nánar verður
fjallað um þessa leiki seinna.
Áhangendur
handteknir
■ Sex áhangendur
enska knattspyrnuliðsins
Manchester United voru
handteknir fyrir leik fé-
lagsins gegn Eindhoven í
Hollandi í gærkvöldi.
Þeim var gefið að sök að
hafa brotist inn í verslanir
og verið með ólæti og
fyllirísröfl á götum úti.
Þá var einn handtekinn
fyrir að bera á sér hníf.
Þá hafði hollenska lög-
reglan einnig neitað nokkr-
um áhangendum Man.
United að koma inní
landið vegna óláta sem
þeir voru með um borð í
ferju sem flutti þá til
Hollands.
■ Siguröur Gunnarsson, sem hér sést í leik með Víkingum gegn
FH gæti lent gegn sínum gömlu félögum í Evrópukeppni bikarhafa
með sínu nýja spánska liöi. Kristján Arason sem á myndinni er til
varnar, mætir ásamt félögum sínum ungversku meisturunum
Honved í Evrópukeppni meistaraliða. NT-mynd: Róbert
Iþróttir
Þjóðverjar í Evrópukeppninni:
Sigruðu allir
Frá CiuAmundi Karlvsyni fréttamanni NT í
V-Þýskalandi:
■ Þýsku liðin náðu flest góð-
um úrslitum í Evrópukeppnun-
um í gærkvöld. Bayern Mún-
chen vann stórsigur í Evrópu-
keppni bikarhafa, og það gerði
einnig HSV í UEFA-keppn-
inni. Köln vann góðan útisigur
á Standard Liege í UEFA-
keppninni en Mönchenglad-
bach á erfiðan róður framund-
an í sömu keppni.
Bayern var miklu betra, og
uppskar sjálfsmark á 8. mín.
Wohlfart bætti við, en Trakia
frá Búlgaríu svaraði fyrir sig
rétt fyrir hlé. Lattek þjálfari
Bayern sá í hléi að við svo búið
mátti ekki standa, skipti út
tveimur varnarmönnum fyrir
sóknarmenn, svo fimm leik-
menn léku nú í sókninni. Þetta
bar árangur, Michael Rummen-
igge skoraði 3-1 og Wohlfart
4-1.
„Þetta lá í loftinu, mótstaðan
varengin", sagði þjálfari HSV,
Ernst Happel, eftir leik HSV
og CSKA Sofia. Mark McGee
skoraði á 19. mín. og Van
Heysen besti maður Bayern
bætti viö öðru á 44. mín. með
þrumuskoti af 30 metra færi
beint upp í vinkilinn. Felix
Magath skoraði á 60. mín. eftir
frábæra sendingu frá Manny
Kaltz, ogVan Heysen 4-0 á 90.
mín.
Köln vann heppnissigur í
Liege, Standard veitti óvænta
mótspyrnu vopnað áhuga-
mönnum. Littbarski og Uwe
Bein skoruðu.
Gladbach hafði frumkvæði
gegn Widzew Lodz, en Pólverj-
arnir gáfust ekki upp. Uwe
Rahn, og Criens skoruðu en
Wraga svaraði. Herbst kom
Anderlecht
stóð sig vel
Frá Kvyni Þór Finnbogasyni fréttamanni NT
í Hollandi.
■ Anderlecht náði góðum
árangri á útivelli gegn ítalska
liðinu Fiorentina í UEFA-
keppninni, jafntefli og
heimaleikurinn eftir. Bever-
en fékk aðeins eitt mark á sig
í Gautaborg og á einnig góða
möguleika í Evrópukeppni
meistaraliða. Fortuna Sittard
lagði mótherja Eyjamanna,
Wisla Kraká 2-0 heima í
Evrópukeppni bikarhaía, en
Ajax náði ekki að tryggja
góð úrslit gegn Bohemians
frá Prag.
Anderlecht byrjaði vel, en
ítalirnir náðu tökum á
leiknum og Socrates skoraði
fallegt mark, undarlegt hve
hann fékk mikið frjálsræði.
Belgarnir jöfnuðu á 5. mín-
útu s.h. Vanderbergh skoraði
úr þvögu, og allur kraftur
virtist úr ítölunum. Belgarnir
áttu leikinn eftir þetta. 60
þúsund áhorfendur bauluðu
á leikmenn Fiorentina, enda
er Andrelecht komið með
annan fótinn í þriðju umferð.
Arnór Guðjohnsen lék ekki
mcð liðinu.
Gautaborg byrjaði vei, en
gekk illa gegn sterkri vörn
Beveren. Torbjörn Nilsson
skoraði snemma í síðari hálf-
lcik. Svíarnir voru mun betri
og áttu sigurinn skilinn.
Möguleikar Belganna verða
að teljast meiri.
Fortuna Sittard var bctra
gegn Wisla Kraká, vann, 2-0.
Það vakti nokkra athygli
að Wisla stóð nær ekkert við
í Hollandi, liðið flaugtil baka
strax að leik loknum.
Skýringin mun vera sú að
einn leikmanna liðsins yfirgaf
liðið eftir leikinn í Vest-
mannaeyjum. Pólverjarnir
munu ekki hafa viljað eiga á
hættu að missa annan.
Ajax ætlaði sér að vinna,
lék með fjóra framherja og
skoraði á 27. mínútu, Bosm-
ann eftir aukaspyrnu. Tékk-
arnir sóttu í sig veðrið í síðari
hálfleik, skoruðu mark sem
dæmt var af vegna rangstöðu.
Þjálfari Ajax var vonsvikinn
eftir leikinn og taldi mögu-
leika Ajax á að komast áfram
takmarkaða.
Gladbach í 3-1, en Myslinski
minnkaði muninn í lokin með
miklu þrumuskoti.
Úrslit
EVRÓPLKEPPNI
BIKARHAFA:
Róma-Wrexham 2-0
Larissa-Servelle 2-1
Bralislava-Everton 0-1
Rapid Vín-Celtic 3-1
Moskva-Hamrun 5-0
Bayern-Trakia 4-1
Sillard-Wisla 2-0
Dresden-Melz 3-1
EVRÓPUKEPPNI
FÉLAGSLIÐA UEFA:
Sporting-Minsk 2-0
Leipzig-Sparlak 1-1
Craiova-Piraeus 1-0
Zeljeznicar-Sion 2-1
Rijeka-Real Madrid 3-1
Eindhoven-Man. United 0-0
Linz-Dundee Un. 1-2
QPR-Belgrad 6-2
Hamborg-Sofia 4-0
„Gladbach„-Widzew Lodz 3-2
Brugge-Toltenham 2-1
Standard-Köln 0-2
Ajax-Bohemians 1-0
Sl. Germain-Videolon 2-4
Inter Mílanó-Rangers 3-0
Fiorentina-Anderlecht 1-1
EVRÓPUKEPPNI
MEISTARALIÐA:
Berlin-Austria Vín 3-3
Sparta Prag-Lyngby 0-0
Panalhinaikos-Linfield 2-1
Gautaborg-Beveren 1-0
Liverpool-Bcnfica 3-1
Levski-Dncprope 3-1
J uventus-Grasshopper 2-0
Bordeaux-Búkarest 1-0
■ Bent Christensen leikmaður dönsku meistaranna Lyngby stöðvar sókn þeirra Griga og Donk,
leikmanna Sparta Prag. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli, en leikið var í Tékkóslóvakíu.
Símamy nd- POLFOTO
Gott hjá enskum
Frá Heimi Bergssyni fréttaritara NT í Eng-
landi:
■ Ensku liðin komu nær öll
vel út úr leikjum sínum í
Evrópukeppnunum í gærkvöldi
og standa vel að vígi fyrir seinni
umferðina.
Liverpool sigraði glæsilega
(sjá bls. 27).
QPR sigraði Partizan nokk-
uð auðveldlega eftir að Mance
hafði náð forystu fyrir Partizan
með bylmingsskoti langt fyrir
utan teig. Neill, bakvörður
QPR, skoraði fallegt mark en
var síðan rekinn af velli.
Tottenham tapaði að vísu
Ásgeir ekki
gegn Wales
■ Ásgeir Sigurvinsson
mun ekki leika með ís-
lenska landsliðinu í knatt-
spyrnu gegn Walesbúum í
undankeppni Heimsmeist-
arakeppninnar í Wales 14.
nóvember næstkomandi.
Ásgeir á þá að leika með
Stuttgart gegn HSV í
Búndeslígunni, og fær ekki
frí.
Aðrir leikmenn Islands í
V-Þýskalandi eiga flestir
að leika með liðum sínum
sama kvöld, en líklegt er
talið að þeir fáist lausir í
lcikinn.
Ásgeir Sigurvinsson.
NT-mynd: Róberl.
Evrópukeppnirnar í handknattleik:
sínum leik í Belgíu og tapaði
þar að aukiGlen Hoddle fyrir
næsta leik en honum var vísað
af velli fyrir að sparka boltan-
um burt eftir að brot hafði
verið dæmt. Hann hafði áður
fengið gula spjaldið. Clive All-
en skoraði mark Spurs. Mark-
vörður Brugge Jensen skoraði
seinna mark liðsins úr víti.
Man. Utd. stóðst öll áhlaup
Eindhoven frá Hollandi og hef-
ur aðeins tapað einum leik á
þessu keppnistímabili.
Skemmtilegast var þó að
horfa á Inter Mílanó mala Glas-
gow Rangers. Rummenigge var
í aðalhlutverki hjá ítölunum
sem fóru á kostum. Rummen-
igge skoraði eitt markanna
sjálfur og lagði upp eitt. Þá
skoraði hann frábært mark með
hjólhestaspyrnu, sem var dæmt
af af einhverjum ástæðum er ég
ekki skil.
Everton stendur vel að vígi
tyrir heimaleik sinn. Paul Brace-
well skoraði sigurmarkið strax
eftir 5 mínútna leik.
Wrexham stóð nokkuð í
Róma frá Ítalíu en róðurinn
verður erfiður í Wales. Þá stóð
Dundee United sig vel í Aust-
urríki þar sem Bannon tryggði
þeim sigur rétt fyrir leikslok.
Sem sagt Liverpool, Ever-
ton, QPR, Man. Utd. Totten-
ham og Dundee eiga öll góða
möguleika á að komast áfram
en skosku liðin Rangers og
Celtic standa höllum fæti svo
og Wrexham
ítalir sterkir
■ ítölsku liðin í Evrópu-
keppnunum komu nokkuð
vel út í gærkvöldi. Roma
sigraði Wrexham nokkuð
auðveldlega með mörkum
Cerezo og Pruzzo. Juventus
kom líka sterkt út með sigri á
Grasshopers frá Sviss. Mörk
Juventus gerðu Vignola og
Rossi með einnar mínútu
millibili. Þá sýndi Inter Míl-
anó sýningarleik gegn Rang-
ers eins og skýrt er frá annars-
staðar. Fiorentina náði þó
aðeins jafntefli gegn Arnóri
Guðjónsen og félögum hjá
Anderlecht. Brassinn Socrat-
es skoraði fyrir ítalina en
Vandenbergh sá um að jafna
fyrir Belgana.
Af örðum leikjum er helst
að segja að Bordeaux sigraði
með marki Dieter Múllers en
standa ekki nógu vel að vígi.
Gautaborg sigraði Skagaban-
ana Beveren með marki
Nilsons. St. Germain tapaði
illa á heimavelli þar sem Roc-
heteau gerði bæði mörk
þeirra. Real Madrid tapaði
heldur illa í Júgóslavíu 3-1 og
eina mark þeirra gerði Brass-
inn Isidoro rétt fyrir leikslok.
Metz frá Frakklandi sem sló
Barcelona út í fyrstu umferð
tapaði í A-Þýskalandi þrátt
fyrir að ná forystu með sjálfs-
marki Þjóðverjanna.