NT - 25.10.1984, Blaðsíða 25
Utlönd
Mondale trompar:
Reagan stel
ur hetjunum
- Ferraro miður sín
Washington-Reuter
■ Þeim er nú farið að fækka
stóru trompunum sem Walter
Mondale, forsetaframbjóðandi
demókrata, hefur í handraðan-
um fyrir kosningarnar 6. nóv-
ember og almennt álitið að
sigurinn sé endanlega genginn
honum úr greipum. I skoðana-
könnunum hefui Reagan
minnst níu prósenta forskot á
keppinautinn.
Mondale kastaði þó einni
reyksprengju inn í hita kosninga-
baráttunnar í fyrradag er hann
birti bréf, sem hann segir að
Reagan hafi skrifað Richard
Nixon árið 1960. Þða var Nixon
í framboði til forsetaembættis-
ins gegn John F. Kennedy, en
Reagan var þá í hópi demókrata
sem studdu Nixon í kosningun-
um.
í bréfinu, sem Mondale segir
að hafi fundist í skjölum frá
vara-forsetatíð Nixons í Los
Angeles, ber Reagan meðal
annars stjórnarfarshugmyndir
Kennedys saman við hugmyndir
Karls Marx og Adolfs Hitlers.
Bréfið er undirritað Ronnie Re-
agan.
I kosningabaráttunni hefur
Reagan margsinnis vísað til
Kennedys sem hugsjónamanns
af því tagi sem nú fyrirfinnast
ekki í röðum demókrata. Þetta
hefur farið fyrir brjóstið á
Mondale, sem um daginn
skammaði forsetann fyrir að
„þykjast hafa verið vinur John
F. Kennedys“. „Hann er að
stela frá okkur hetjunum,".
sagði Mondale ennfremur,
„hann er hlynntur öllum dauð-
um demókrötum.'1
Aðstoðarmenn Reagans
segja að þeir kannist ekki við
tilvist þessa bréfs, og svara því
einu til að þeir séu að leita í
skjalageymslum til að kanna
hvort það sé ófalsað.
Úr kosningbaráttunni
bandarísk-u berast einnig þær
fréttir að Geraldine Ferraro sé
farið að iðra þess að hafa boðið
sig fram til varaforseta fyrst
kvenna. Fréttamenn hafa ekki
einvörðungu látið sér nægja að
rýna í hagi hennar, eiginmanns
hennar og fjölskyldu, heldur
birtist á dögunum grein í dag-
blaði í New York þar sem var
sagt frá því að foreldrar hennar
hefðu verið handteknir fyrir
fjörutíu árum. Ennfremur hefur
Ferraro átt erfitt uppdráttar á
kosningafundunum, þar sem
andstæðingar fóstureyðinga og
heitfengir hægrimenn hafa látið
ófriðlega.
Ferraro reynir þó að halda
baráttunni áfram, og í gær réðist
hún harkalega á Bush varafor-
seta fyrir að segja að úrslit
kosninganna væru þegar ráðin.
[dagur 25. okt. 1984 25
■ Mondale hefur ekki enn gefist upp við að reyna að fella Reagan
þótt allar skoðanakannanir sýni að Reagan hefur mun meira fylgi
en Mondale. Margir telja að helsta von demokrata sé að Reagan
felli sjálfan sig með einhverjum mistökum á næstu dögum. Hér sést
hvar forsetinn hrasar um næstefsta þrepið i flugvél sinni á þriðjudag
í Seattle. Mun það vera hefð hjá bandarískum forsetum að detta
um þetta þrep einhvern tímann á valdaferli sínum. En forsetinn var
snöggur að ná fótunum aftur.
Símamynd-POLFOTO.
Quebec:
Hvatt til
barneigna
Montrcal-Rcuter
■Aðskilnaðarsinnar í
Quebec hvetja konur í fylk-
inu til að eignast sent flcst
börn til þess að varðveita
menningu þess.
Félagsmálaráðherra fylk-
isins, Camille Laurin, segir
að nauðsynlegt sé fyrir Qu-
ebec-búa að eignast fleiri
frönsk-kanadísk börn.
Hann heldur því fram að
menning þessa frönskumæl-
andi fylkis sé í hættu ef ekki
tekst að fjölga fæðingum á
næstu árum. Fæðingum í Qu-
ebec hefur fækkað úr
0,384% niður í 0,145% frá
því árið 1951 en það er lægra
hlutfall fæðinga en í nokkru
öðru fylki.
Öryggisráð SÞ:
Aðskilnaðarstefnan fordæmd
- Bandaríkin sátu hjá
Samcinuðu-Reuter
■ Oryggisráð Sameinuðu
þjóðanna fordæmdi á fundi sín-
um í fyrradag aðskilnaðarstefnu
Suður-Afríkustjórnar og krafð-
ist þess að hún yrði afnumin
undireins. Fjórtán ríki sem eiga
fulltrúa í Öryggisráðinu greiddu
atkvæði með fordæmingunni.
Bandaríkin sátu hjá. Að sögn
Jane Kirkpatrick, aðalfulltrúa
Bandaríkjanna hjá SÞ, mótaðist
afstaða Bandaríkjanna af því að
of sterkt hefði verið tekið til
orða í fordæmingunni.
Bretar greiddu atkvæði með
fordæmingunni, þrátt fyrir að
fulltrúi þeirra kvartaði einnig
undan óvarfærnu orðalagi.
Það voru þriðja heims ríki í
Öryggisráðinu sem báru fram
ályktunina.
Fundurinn í Öryggisráðinu
var haldinn vegna óeirðanna
sem geisað hafa í Suður-Afríku
síðan gengið var til kosninga
um nýju stjórnarskrána fyrir
um tveimur mánuðum. Nú hef-
ur herinn tekið völdin í ýmsum
svörtum bæjarfélögum og fer
þar um með handtökum og
húsleitum.
Áður en gengið var til at-
kvæðagreiðslunnar hlýddi Örygg-
isráðið á ávarp Desmond Tutu,
biskups og nýútnefnds friðar-
verðlaunahafa Nóbels, þar sem
hann hvatti hvítaS-Afríkumenn
til að leggjast á eitt með svert-
ingjum um að byggja nýtt sam-
félag.
Falklandseyjar:
Kjarnorkustríð
innan tíu ára?
London-Reutcr.
■ Breski varnarmálasérfræðingurinn,
Adrian English, segir í bók sem kom út hjá
breska forlaginu Jane’s í gær, að hugsanlegt
sé að Bretland og Argentína takist aftur á í
stríði um Falklandseyjar innan tíu ára og að
slíkt stríð gæti að einhverju leyti verið háð
með kjarnorkuvopnum.
English, sem er sérfræðingur í varnarmál-
um Suður-Ameríku, segir í bókinni að
ósigur Argentínumanna 1982 hafi orðið
þeim hvatning til að verða sér úti um
kjarnorkuvopnabirgðir. Einnig segir hann
að ósigurinn hafi enn glætt þjóðlegan metn-
að Argentínumanna í Falklandseyjamálinu.
„Verði ekki komist að einhverju sam-
komulagi eftir stjórnmálaleiðum,“ segir
English, „er víst að minningin um þúsund
fallna Argentínumenn gerir átök milíi Breta
og Argentínumanna á þessu heimssvæði
nær óhjákvæmileg.“
Það er líka mögulegt, segir English, að
argentínski herinn reyni að vinna sér álits-
auka á ný eftir ósigurinn með því að leggja
í herför gegn Chile og að þá gætu Perú og
Bólivía freistast til að dragast inn í ófriðinn.
Þess ber þó að geta að bók English,
„Herir Suður-Ameríku“, er skrifuð áður en
Chile og Argentína náðu áfangasamkomu-
lagi í landamæradeilum sínum.
Chile:
Sprengju-
herferð
Santiago-Reuter
■ Sex sprengjur sprungu í Santiago í
fyrrínótt og tvær sprengjur sprungu í ná-
grenni borgarinnar Concepcion sem er í um
500 km fjarlægð frá höfuðborginni.
Sprengjurnar sprungu í stjórnarbygg-
ingum, verksmiðju og á fleiri stöðum.
Tiltölulega litlar skemmdir urðu í þessum
sprengingum.
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á
hendur sér vegna þeirra en í seinustu viku
sögðust vinstrisinnaðir skæruliðar bera
ábyrgð á sprengjum sem rufu rafmagnslínur
og gerðu hluta landsins rafmagnslausan.
Israel:
Peres lækkar
niðurgreiðslur
húsmæður hamstra kjöt
Tel Aviv-Reuter
■ Þjóðstjórn Shimon Peres í
Israel hefur dregið inikið úr
niðurgreiðslum á matvörum í
annað skipti frá því að hún
komst til valda fyrir fimm
vikum. Jafnframt hefur verð á
bensíni veríð hækkað um 24%.
ísraelskum neytendum brá
óþyrmilega í brún í fyrramorg-
un þegar þeir fréttu að kjúkling-
ar höfðu hækkað um allt að
95%, nautakjöt ívið minna, og
brauð, mjólk og smjör hækkaði
um 24 prósent. Mikil óánægja
greip um sig meðal almennings
og neyddist stjórnin til að aftur-
kalla hluta þessara hækkana,
sérstaklega á kjöti þótt meiri-
hluti hækkananna væri látinn
halda sér.
í síðasta mánuði þegar stjórn-
in minnkaði niðurgreiðslur um
21% rauk verðbólgan enn upp í
ísrael og var hún í september-
mánuði einum saman 21,4%.
Nú mun yerðbólgan aftur taka
stökk í þessum mánuði vegna
þessara aðgerðastjórnvalda. En
Peres vonast til að á næstu
dögum takist samkomulag við
samtök verkalýð^- og atvinnu-
rekenda um launa- og verð-
stöðvun.
Leiðtogi Histardrut-verka-
lýðssamtakanna.Israel Kessar,
lýsti í gær yfir hneykslun sinni á
þessum aðgerðum ríkisstjórnar-
innar. Israelskar húsmæður
hamstra kjöt skömmu áður en
ríkisstjórnin hækkaði verð á
þeim um allt að 90 til 95% með
því að fella niður niður-
greiðslur. Andstaðafráalmenn-
ingi við þessar verðhækkanir
hefur neytt stjórnvöld til að
draga nokkuð úr þeim á sumum
vörutegundum.
Símamynd-POLFOTO
Kaldsóhmhf.
DUGGUVOGI2,104 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-84111
BANDAG er í fararbroddi.
BANDAG er ekki eftirlíking
Minnsti kostnaður pr. ekinn km.
mmm
| VtSA JE
RADIAL - vetrargrip
Sóluð Radial dekk fyrir fólksbíla.
Kaldsóluð dekk á vörubíla,
isendibila og jeppa.
T.D: 1100x20 1000x20 900x20
750x16 10pr 700x16 10pr
700x15 8pr 205x16 235/70x15
SHÖGG UMFELGUN A STADNUN