NT - 25.10.1984, Blaðsíða 9

NT - 25.10.1984, Blaðsíða 9
Vettvangur Afmæliskveðja til Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku ■ Ég ætti ekki aö vera hissa þó nú sé að því komið að Vilhjálmur á Brekku er sjötugur, því að nálega hálf öld er nú síðan að við urðum fyrsta leiðarspottann sam- ferða, en það var á bjartri vornótt um Mjóa- fjarðarheiði eystra, sem nú er orðin æði mörgum kunn eins og svo margt annað sem tengist lífi og starfi Vilhjálms. Þetta ferðalag okkar var pólitískt, og þótti mikið við liggja og því viðeigandi upphaf að áratuga langri samleið okkar á vegum stjórn- málanna, og um torleiði að sækja líkt og stundum verður á þeim slóðum. Með Vilhjálmi fannst mér þetta létt eins og oft síðan í öllu okkar bjástri. Hér komu að sjálfsögðu strax til hæfileikar Vilhjálms, sem til þess hafa leitt að menn hafa sókst eftir að verða hon- um samferða og að fela honum trúnaðarstörf og forustu. Þetta er nú þjóð- kunnugt fyrir löngu. Vilhjálmur hefur alla tíð átt heima í afskekktri byggð, sem lengi vel og raunar enn er með fá- dæmum einangruð frá alfaraleið, en slíkt er at- gervi hans og ósérhlífni að hann hefur samt sem áður fundið leiðir til þess að verða við kalli manna um að fara í fararbroddi þar sem þýðingarmesta félagsvinnan fór fram, sú sem mestu skipti, og á það jafnt við um málefni fjórðungsins, bænda- stéttarinnar og landsins alls. Petta á ekki að vera afmælisgrein, því síður æfiágrip, bara afmælis- kveðja, og því verður ekki hér gerð grein fyrir þeim aragrúa trúnaðar- starfa, sem Vilhjálmur hefur gegnt. Þó get ég ekki stillt mig um að geta þess, að þegar Framsóknarflokkurinn hafði tök á því að velja menntamálaráðherra 1971, þótti Mjóafjarðar- bóndinn og kennarinn Vilhjálmur á Brekku manna best fallinn til að taka starfið að sér. Held ég það hvorki ýkjur né skrum, að sú ráðstöfun hafi reynst með ágætum og hlotið almenna viður- kenningu. Raunarsvo að óvenjulegt má telja. Mest munu þeir þó hafa metið samstarfið við Vilhjálm, sem það höfðu nánast og fór það að venju. Samskiptin við Vil- hjálm hafa verið mér og minni fjölskyldu mikils virði og notum við nú tækifærið til að þakka þau af heilum hug og honum og Margréti konu hans og öllu þeirra skylduliði sendum við innilegar afmælis- og árnaðaróskir. 20. september 1984 Eysteinn Jónsson ■ Háspennustöð á Selfossi kV línur, frá Búrfelli að Flúðum, frá Ljósafossi að Selfossi og frá Ljósafossi að Hveragerði. Sam- tals eru þessar línur 61 km að lengd. Þá hefur verið lagður nýr 12,8 km 33 kV sæstrengur til Vestmannaeyja og spenna á línunni frá Hvolsvelli að Vík verið hækkuð í 33 kV og við hana reistar aðveitustöðvar. í Hveragerði, í Vík í Mýrdal og á Flúðum hafa verið byggð- ar nýjar aðveitustöðvar. A Selfossi, Hellu og Hvolsvelli hefur verið byggt við aðveitust- öðvarnar og skipt um spenna í þeim. Þannig eru aflspennar nú samtals 86,6 MVA á móti 11,6 MVA árið 1970. Enda þótt uppbygging á þessum árum hafi verið hröð er þó þörf á töluverðum fram- kvæmdum á næstu árum. Þar ber fyrst að nefna teng- ingu Vestur-Skaftfellssýslu við Suðurlínu með aðveitustöð við Prestbakka á Síðu, sem Rafmagnsveiturnar áætla að ráðast í á næsta ári. 0 Einnig er hægt að nefna 66 kV línu frá Hveragerði til Þor- lákshafnar og endurnýjun á línunum Selfoss - Hella og Hella - Hvolsvöllur. Rafmagnsveitur ríkisins vilja að lokum undirstrika nauðsyn þess, að fjallað sé á málefnalegan hátt og af ná- kvæmni um jafn brýnt hags- munamál fólks og raforkumál eru. Þess vegna harmar RARIK þá ónákvæmni, sem fram hefur komið í umfjöllun um rafork- umál á Suðurlandi og vitnað er til í upphafi og hlýtur að byggj- ast á misskilningi. Fimmtudagur 25. okt. 1984 9 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ftitstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kjaramál og frjálshyggja ■ í leiðara NT í gær var gefið til kynna, að lausn á yfirstandandi kjaradeilu yrði að felast í vali á einum af eftirfarandi þremur möguleikum: Kjaraskerðing- arleið fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, skatta- lækkunarleið forsætisráðherra eða verðbólguleið borgarstjóra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Engum dylst, að skattalækkunarleiðin er eina skynsemisleið- in, enda væri ekki öðru vísi hægt að tryggja launþegum raunverulega kjarabót. Þeir myndu aldrei þola áframhaldandi kjaraskerðingar, eins og fjár- málaráðherrann vill, eða aðra verðbólguárás sem er í raun ekkert nema árás á lífskjörin, eins og borgarstjórinn vill. í NT leiðaranum var hins vegar einnig tekið fram, að stuðningur við skynsemisleiðina væri því miður takmarkaður, því svo mikil harka væri hlaupin í kjaradeilurnar, að aðilar vinnumarkaðarins ættu í vandræðum með að ræða saman á raunhæfum grundvelli. í því sambandi skipti óbilgirni fjármála- ráðherra mestu máli. í allan gærdag og í gærkvöldi áttu sér stað líflegar umræður um skattalækkunarleiðina meðal hinna ýmsu aðila vinnumarkaðarins, eins og lesa má um annars staðar í blaðinu í dag. Þetta voru vissulega gleðifréttir, því sennilega skilja flestir um hversu þjóðhagslega mikilvægt mál er verið að ræða. Niðurstöður þessarar umræðu eru hins vegar ekki jafn gleðilegar, því svo virðist sem hugmyndin hafi endanlega verið grafin. ASÍ, sem hefur sýnt mjög ábyrga afstöðu hingað til, virðist nú fara fram á í staðinn fyrir hóflegar kauphækkanir ekki aðeins skattalækkanir heldur einnig einhvers konar verð- eða gengistryggingu. Það hefur vakið nokkra athygli hversu langan tíma það hefur tekið ríkisstjórnina að koma fram með formlegar tillögur um skattalækkanir í staðinn fyrir hóflegar kauphækkanir, því nú eru tvær vikur liðnar frá því forsætisráðherra kynnti fyrst þessar hugmyndir sínar á Alþingi. Engum ætti að dyljast hin raunverulega ástæða þessa, því það er ljóst, að einhverra hluta vegna hafa sjálfstæðismenn leynt og ljóst reynt að draga athygli frá hugmyndinni og jafnvel tefja umræður um hana. Það er t.d. ekkert leyndarmál, aðáríkisstjórnarfund- inum í gær þurftu sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni að fá fundarhlé til að ræða málin í þingflokknum. Ástæðan er auðvitað einföld: Þeir vilja í raun ekki skattalækkunarleiðina, en eiga erfitt með að hafna skynseminni. Menn hljóta að leita að ástæðum þessa. Og þær eru auðfundnar: Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað frelsi, markaðshyggju og frumskógarlögmál alls staðar í hagkerfinu og þar með talið á launamarkað- inum. Því geta þeir í raun ekki fallist á opinberar aðgerðir til að leysa deilumál á vinnumarkaðinum. Yfirstandandi deilur sýna best af öllu, hversu gjör- samlegt skipbrot frumskógarmennskan hefur beðið á íslandi. Eina skynsemisleiðin hefur verið kæfð og það með ógnvekjandi afleiðingum verðbólgu og gengisfellinga. Og til að hámarka tvískinnunginn ávítar aðalmálgagn markaðshyggjunnar, DV, ríkis- stjórnina í leiðara í gær fyrir að hafa ekki gripið inn í markaðslögmálin fyrr í haust. Og ef það er ekki sönnun fyrir skipbroti markaðshyggjunnar á íslandi, hvað er það þá?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.