NT - 25.10.1984, Blaðsíða 10

NT - 25.10.1984, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 25. okt. 1984 10 Árni Benóný Þórðarson fyrrverandi skólastjóri ■ Skólasaga okkar íslendinga er stutt þegar sleppt er hinum fornu skólum í Haukadal og Odda og prestaskólunum sem um aldir voru starfræktir á biskupssetrunum. Raunveruleg skólasaga hefst með fræðslu- lögunum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1907. Upp úr því hefst skipuleg barnafræðsla hér á landi. En þó skólasaga okkar sé stutt geymir hún nöfn margra frábærra skólamanna sem ekki aðeins lögðu kennslu fyrir sig sem atvinnu heldur helguðu sig starfinu í einu og öllu, ef svo má segja. Hjá mörgum þessara manna var kennslustarfið köllun, sem átti huga þeirra allan, jafnt utan skólaveggjanna sem innan. Þcirra umbun og lífsfylling var í því fólgin að sjá árangur starfsins og rifja upp í huganum aö loknum erilsömum degi, hvort miöað hefði áleiöis. Hafði tekist aö miðla fróðleik, glæða skilning, auka víðsýni, þroska og sjálfstraust hjá þeim efniviði, sem þeim var trúað fyrir? Þannig var þetta og þannig cr þctta, sem betur fer, ennþá hjá mörgum kennurum. Þannig var þetta hjá Árna Þórðarsyni, fyrrverandi kennara og skólastjóra, sem lagöur var til hinstu hvílu íimmtu- daginn 18. október s.l. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Hér verður ekki reynt að gera heildarúttekt á ævi og störfum Árna Þórðarsonar. Vonandi munu aörir mér færari gera þaö, því vissulega var liann maður sem margt mátti af læra, jafnt utan sem innan kennslustofunn- ar. Við lauslega yfirferð í hugan- um sýnist mér að mjög margir þjóðkunnir menn liafi komið úr Svarfaðardal. Þar var Árni Þórðarson fæddur á bænum Skáldalæk hinn 6. júní árið 1906. Foreldrar hans voru bændafólk og sveitastörf voru því hið daglega viðfangsefni barna- og unglingsáranna, allt fram til tvítugsaldurs. Áhrifa frá þessum árum gætti mjög hjá Árna alla tíð. Hann hafði óvenjulegan næmleika fyrir náttúrunni og var kröfuharður, bæði við sig og aðra, varðandi góða umgengni við landið og lífríki þess. Brýndi hann slíkt ríkulega fyrir nemendum sínum, bæði í kennslustofunni og í skólaferðalögum með þeim. Þá hafði hann ríkan skilning á kjörum og högum þeirra sem í sveitum búa og mat störf þess fólks mikils. Árið 1925 hefst skólaganga Árna utan heimahéraðs. Fyrst er tveggja vetra nám í Lauga- skóla, þá einn vetur á lýðháskól- anum'í Askov i Danmörku. Síðan liggur leiðin í bændaskól- ann á Hvanneyri og þar lýkur hann búfræðiprófi. Má ætla að hugur hans hefi um það leyti stefnt að því að gerast bóndi og þá væntanlega á heimaslóðum. En meira skyldi lært og þá lá Kennaraskólinn beinast við. Þar stundar hann nám í þrjá vetur og lýkur kennaraprófi voriö 1932. Þar með var framtíðin ráðin, stefnan tekin í kennslu- starfið. Um þetta leyti var nægilegt framboð á kennurum og fyrsta veturinn var ekki um aðra kennslu að ræða en einka- kennslu. Ári síðar er Árni ráð- inn kennari að Miðbæjarskólan- um, þar sem hann starfaði sam- fellt í 16 ár, eða til ársins 1949. Þá gerist hann skólastjóri, fyrst við gagnfræðaskólann við Hringbraut, síðan við Haga- skóla. Fljótlega eftir að Árni fór að kenna hóf hann að sérhæfa sig í kennslu í íslensku. Aflaði hann sér staðgóðrar þekkingar í þeirri grein og sótti m.a. námskeið í Háskóla íslands hjá dr. Birni Guðfinnssyni. Um árabil var hann sérstakur eftirlitskennari með íslenskukennslunni í Mið- bæjarskólanum. Er óhætt að fullyrða að Árni hafði staðgóöa og yfirgripsmikla þekkingu á íslenskri tungu svo sem bækur hans bera með sér, en sumar þcirra samdi hann í félagi við aðra. Árni náði góðum árangri í kennslu þótt íslenskan lægi hon- um ávallt næst hjarta og hann nyti sín best við kennslu í þeirri grein. Leiöir okkar Árna lágu fyrst saman haustið 1949. Þá er Gagnfræðaskólinn við Hring- braut stofnaður og Árni tekur þar við skólastjórn og ég gerist þar kennari. Nokkrum árum síðan flyst allt starfslið Hring- brautarskólans í Hagaskólann, sem þá var í byggingu. Þar var Árni skólastjóri til ársins 1966 er hann segir starfi sínu lausu. Ekki hætti hanns samt með öllu afskiptum af skóla- og kcnnslumálum þótt hann léti af skólastjórn. Gerðist liann stundakennari viö Kennara- skólann og prófdómari í sam- ræmdum prófum. Hagaskólinn naut mikil álits undir stjórn Árna, og gerir raunar enn. Var oft á haustin rnikili ásókn í að koma ung- lingum úr öðrum borgarhverf- um í skólann. Skólinn var því oft þröngsetinn og margt í bekkj- ardeildum. Reyndi mjög á hæfni og stjórnsemi skólastjór- ans. Hvorugt brást í höndum Árna Þórðarsonar. Hann hafði jafnan góð tök á nemendum og var virtur bæði af þeim og kennurum. Ég hygg að nú á tímum væri Árni talinn vera mikill agamað- ur. Vissulega var hann það, en það var góður agi sent byggðist á réttsýni og velvild til nemend- anna. Aldrei heyrði ég foreldra eða nemendur kvarta undan of hörðum aga í Hagaskólanum. - Sannleikurinn er sá að ungl- ingar vilja hafa reglu og aga í skólastarfinu. Upplausn og frjálsræði úr hófi getur verið spennandi stundargaman um hríð en verður það aldrei til lengdar. Þá fylgdist Árni vel með fcrðalögum nemenda, bæði skíðaferðum á vetrum og vor- ferðalögum. Sjálfur var hann úti- lífsmaður og vanur ferðalögum frá unga aldri. Var Itann jafnan með í skólaferðum nemenda, ef Minningargreinar ■ Þeim, sem óska birtingar á minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birting- ardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Guðrún Sigurðardóttir hann gat því við komið, og þá jafnan stjórnandinn. Einnig lagði hann mikla áherslu á að samkomur nemenda færu vel fram og væru með menningar- brag. Um það leyti sem Árni hætti skólastjórn lét hann gamlan draum rætast og fékk sér hesta. Átti hann margaránægjustundir í samvistum við þá síðustu árin. Fór hann með félögum sínum á hverju sumri í öræfaferðir, skoðaði landið og kynntist áður óþekktum stöðum. Úr slíkum ferðum koma menn endurnærð- ir á sál og líkama. Eftirlifandi kona Árna er Ingi- björg Einarsdóttir ættuð úr Stykkishólmi. Þau gengu í hjónaband 15. október 1938. Sambúö þeirra var mjög farsæl. Heimili þeirra að Kvisthaga 17 var hlýlegt og fallegt. Þar var jafnan gott að koma. Börn þeirra urðu tvö, Stein- unn, sem gift er Ólafi Ottóssyni sem um þessar mundir starfar sem þróunarráðunautur í Ken- ya. Þau eiga þrjár dætur, Ingi- björgu, Kristínu og Ernu. Einar er búsettur á ísafirði og rekur þar fyrirtæki. Kona hans er Arndís Finnbogadóttir. Þau eiga einn son, Arna Þór. Auk þess á Einar tvær dætur, Ingi- björgu og Berglind. Með Árna Þórðarsyni er genginn merkur skólamaður og góður þegn. Eiginkonu og ættingjum vott- um við hjónin samúð okkar. Kristján Benediktsson frá Torfufelli Fædd 2. des. 1911 Dáin 3. júní 1984 Kveðja Bjartur og hlýr stígur hann fram í minningunni dagurinn, sem ég fyrst sá þá konu sem þessi kveðja er helguð. Og með líkum blæ fannst mér hver sá dagur vera, sem unað var í návist hennar, notið vináttu hennar og velgjörða sannra, næms og djúpstæös lífsskiln- ings, trúarstyrks og fjölþættra dulargáfna. Mörg og mikil urðu samskipti okkar í gegn um tíðina, og öll á þann veg, að þau skópu hátíð í iiuga mér og báru birtu og yl. Því er svo, að þegar helgar klukkur hafa með hljómi sínum kunngjört að Guðrún Sigurðar- dóttir sé horfin til himna, þá verður hún heit og djúp þökk okkar vina hennar fyrir líf henn- ar og starf. Þökk til höfundar lífsins fyrir þá gjöf, sem hann gaf okkur í henni. Og sú þökk fylgir henni inn í heiðríkjuna handan hafsins, sem heimana skilur. Það var á fögru vori, sem fundum okkar Guðrúnar bar fyrst saman, hún var þá fyrir skömmu gift Guðbjarti Snæ- björnssyni, ungum sæfara, vest- firskum - ættuðum frá Patreks- firði. Hann hafði þá öðlast bæði vélstjóra- og skipstjórnar- réttindi á báta, gjörði sjó- mennskuna að lífsstarfi sínu, og naut í því trausts og vinsælda. Kunnastur var Guðbjartur sem skipstjóri á flóabátnum Drang. Um borð leið drjúgur hluti ævi- dags hans. Guðrún skildi vel líf og starf sjómannsins, hættur þar og þrekraunir, sem hann átti við að etja, það sem krafist var að hann legði fram, en einnig það sem hann fékk notið á góðum stundum. Á sjómanna- deginum hafði Guðrún rniklar mætur. Hún leit á hann sem sannan hátíðisdag til heiðurs þeim, sem hann var helgaður. Því var við hæfi og táknrænt að vissu leyti, að hún skyldi á þeim degi, fögrum og mildum, kveðja þetta líf á tímans sviði. En Guðrún unni einnig feg- urð og hreinleika fjallabyggðar, og átti þar traustar rætur. Hún fæddist til fjalla frammi, að Torfufelli í Eyjafirði og átti þar árdegi sinnarævi. Hún varyngst af sjö systkinum, barna þeirra Sigurðar Sigurðssonar frá Leyn- ingi og Sigrúnar Sigurðardóttur frá Gilsá, sæmdarhjóna, sem bjuggu með myndarbrag í Torfu- felli og skópu þar menningarríkt heimili. Gott var vegarnestið, sem þauTorfufellssystkin, en af þeim náðu aðeins fimm fullorð- insaldri, hlutu úrforeldrahúsum og hafa þess sést rík merki í lífi þeirra. Af þessum glæsilega systkinahópi eru nú aðeins þær Kristbjörg og Laufey eftir á lífi báðar búsettar á Akureyri. Það var þann 21. sept. árið 1937 sem þau Guðrún Sigurðar- dóttir og Guðbjartur Snæ- björnsson gengu í hjónaband og stofnuðu sitt heimili í hús- næði sem þau tóku á leigu. Þurftu þau fyrstu árin að skipta yfir eins og gengur og standa í erli flutninga. En árið 1942 eignuðust þau fastan samastað, þegar þau byggðu húsið að Holtagötu 6, þar sem þau síðan áttu heima til æviloka. Þar bjuggu þau sér gott og fallegt heimili og þar uxu upp við mikið ástríki, gleði, vonir og traust börnin þeirra fjögur, Sig- urður, nú búsettur í Garðabæ, Sólveig, Snæbjörn og Jósef, sem öll eiga sín heimili á Akureyri. Hjá þeim hjónum dvaldist all- lengi fóstbróðir og frændi Guð- rúnar, Ingólfur Júlíusson og einnig Sigrún móðir hennar. Sigríður Guðjónsdóttir Fædd 13.10.1947 Dain 9.7.1984 Þuð rökkvar í rauðum skógi. Þau reika um hljóða lundi í örendu aftangliti og allt er kyrrt og rótt. Týnt hefur söng og sundi hver sumarfugl og blómin glatað Ijóma og liti og laufið fellur í nótt. Ó.J.S. Þessar Ijóðlínur lýsa vel hvernig okkur er innanbrjósts við að missa Siggu, mágkonu okkar. Við vorum öll orðin svo vongóð um að hægt væri að yfirvinna sjúkdórn þann, er hún hafði lifað með í 6 ár. Sigríður Guðjónsdóttir til heimilis að Kambaseli 65 lést á sjúkrahúsi í Harley Street í London 9. júlí sl. Oft er því varpað frarn að vandamál séu til að leysa þau og erfiðleikar til að yfirstíga þá. Greinilega eiga þessi orðtök ekki við í öllum tilfellum, þareð Siggu tókst ekki, þrátt fyrir gífurlegan viljastyrk og lífsþrótt að sigra í sinni baráttu. Hún tók því fegins hendi þegar læknavísindin buðu upp á mögulega lækningu á hvít- blæðinu með mergskiptum. Hún fór ásamt manni sínum Ásmundi til London 9. maí í meðferð, sem fólst í merg- skiptum að undangenginni lyfjameðferð og geislum. Þessi meðferð er mjög erfið, en Sigga stóð sig eins og hetja. Hún hafði mikinn stuðning af manni sínum, sem var hjá henni allan tímann ásamt eldri syni þeirra. Margir studdu þau í þessum raunum bæði hér á íslandi og í London og var þeim það ómetanlegt. Sigga var alltaf ákveðin í að meðferðin myndi heppnast með sömu bjartsýni og hún hafði sýnt í gegnum allan sjúkdóms- feril sinn. Hún sagði að hún skyldi skála í kampavíni við lækna-og alla ættingja og vini í London og á íslandi á þriðju- daginn 10. júlí því hún var fullviss um að þá væri mergurinn farinn að vinna. En sú von brást. Sigríður Guðjónsdóttir fædd- ist 1947. Foreldrar hennar voru Margrét Ágústsdóttir d. 1980 og Guðjón Kr. Ólafsson d. 1961. Börn Margrétar og Guð- jóns voru 9 talsins: Jóna, Ágúst, Steinar, Sigurður, Sigríður, Jóf- ríður, Reynir, Guðjón d. 1981 og Jóhanna. Hún giftist Erni Ingólfssyni 18 ára gömul og eignaðist með honum tvö börn Ingólf (19 ára) og Lindu (16 ára), en þau slitu samvistum eftir stutta sambúð. Hún kynntist eftirlifandi eig- inmanni sínum Ásmundi Hall- dórssyni 1970, sem gekk börn- um hennar í föðurstað. Saman eignuðust þau einn son, Halldór, sem varð 10 ára 10. júlí sl. Við kynntumst Sigríði, sem alltaf var kölluð Sigga, þegar hún giftist bróður okkar Ás- mundi og reyndist hún okkur ávallt eins og góð systir. Við eigum margar minningar um ánægjulegar samverustundir. Við viljum fyrir hönd okkar og fjölskyídu okkar, foreldra og fjarverandi bróður þakka fyrir þann tíma, sem við fengum að njóta samvista við hana. Hún var ákaflega sérstæð manneskja og kom það sterkast í Ijós eftir að hún fékk vitneskju um sjúkdóm sinn. Hún var lítil- lát, Ijúf og glaðvær. Hún bar tilfinningar sínar sjaldan á borð og lét aldrei bilbug á sér finna. Sjálfsagt hefur hún slegið ryki í augu margra varðandi sitt heilsu- far með hraustlegu útliti og lífsgleði. Síðustu árin stundaði hún skíði af mikilli elju og fór að starfa utan heimilis, þrátt fyrir veikindi sín. Hugðarefni Siggu Iágu mest innan heimilis og fjölskyldu. Hún hafði yndi af að búa til muni og gera fallegt í kringum sig. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og var náin systkinum sínum. Okkarfólki reyndist hún frábær og munum við öll sakna hennar mikið og verður stórt skarð í okkar fjölskyldu nú þegar hún er farin. Við vottum Ásmundi og börnunum innilegustu samúð og biðjum þess að þau fái styrk á þessum sorgartíma. Við getum kannski reynt að hugga okkur við að betra sé loflegt líf en langt. Einnig sendum við syst- kinum hennarsamúðarkveðjur, en þau hafa þurft að horfa á eftir mörgum ástvinum á skömmum tíma. „Þú hvíslar að mér orðum sem yngja varir þínar og sefa dýpstu sorgir af sömu ást ogforðum." „/ nótt mun bilið brúast sem blöð og anda skilur ég fylgi þér tilfundar við frið sem ekkert dylur". Ó.J.S. Erna Bryndís Halldórsdóttir, Heíga G. Halldórsdóttir Gestkvæmt mjög var í Holta- götu 6 alla stund og öllum tekið með rausnarlund og hlýju hinn- ar sönnu gestrisni. Við arin þess heimilis hlaut öllum að vera hlýtt. Þótt þau Guðrún og Guð- bjartur væru alin upp við ólíkar aðstæður í ólíku umhverfi og þeim væri á sinn veg háttað hvoru um ýmislegt, stóðu þau fast saman á göngu sinni um æviveg og voru tengd sterkum böndum trausts og ástúðar. Því varð stórt hið auða rúm, þegar Guðbjartur var kallaður að heiman í sína hinstu siglingu. En hann lést um aldur fram þann 18. nóv. 1967. Þá djúpstæðu reynslu bar Guðrún, sem hverja aðra, er henni mætti, með frábærri hóf- stillingu, og í öruggri trú á endurfundi í fegri heimi. Henni var manna kunnugast um þá dagrenningu. Hún efaðist enga stund um skinið að baki skýja. Því auðnaðist henni líka að verða sálusorgari svo margra, sem til hennar leituðu í þungum nauðum, að hún fékk gefið í samræmi við þá vissu. Hér komu og til mannkostir hennar, sem viðmót hennar og fram- koma öll vitnaði um. Löngum var svo, að á stund- um sorgar og sárrar reynslu fannst mér Guðrún stærst, þá lýsti skærast af gulli sálar hennar. Djúp alvara og lotning- in fyrir lífinu og höfundi þess, var vígður þáttur í eðli hennar. En hún átti einnig gnægðir hreinnar gleði. Geislarnir frá henni birtust í svip hennar og viðmóti. Og aftur og aftur kem- ur fram í huga minn minningin um fyrstu samfúndi okkar Guðrúnar, sem fyrr getur. Minningin þegar hún tók á móti mér á nýstofnuðu heimili þeirra hjóna, ung og falleg húsfreyja, með bros á vörum, vor í svip og sólmánaðargeislana leikandi sér í gullnu hárinu. Sú mynd hennar er mótuð í vitund mér og máist ei, þótt margt kunni að hyljast móðu. Þetta var að morgni og bjart allt um kring. Svo kom hádagsins hiti, þungi og önn, og síðan kvöldið, hverju forsæl- an fylgdi. En þrátt fyrir ölduföll áranna, margþætta reynslu, heilsubrests árum saman og þunga sjúkdómsþraut að kvöldi, hélt Guðrún æðruleysi sínu og innri reisn, og hinn bjarti strengur gleðinnar ómaði í sál hennar löngum. Með því gaf hún fordæmi, sem vert er að muna. Sú kærleiksþjónusta, sem Guðrún frá Torfufelli veitti sjúkum og særðum, fyrir tilstyrk fjölþættra og merkra dularhæfi- leika sinna, mótaði líf hennar fastar og dýpra en allt annað, gjörði hana kunna víða, færði henni fjölda vina og velunnara og orkar því, að lýsir af minn- ingu hennar í vitund hvers, sem fékk notið þess að hún hafði hlotið þessa náðargjöf. Gjöfin sú gjörði líf Guðrúnar litríkt. Hún veitti henni ótaldar auðnu og unaðsstundir, en skóp einnig sársauka og reyndi til hins ítr- asta á þrek og fórnarvilja og olli jafnfram þrotlausri önn, sem aldrei var vikist undan. Dýrt var það dagsverk, sem húsfreyjan í Holtagötu 6 innti af höndum. Ljóst er að líf hennar og starf var strengur á hörpu, sem stillt var og hrærð Guði til dýrðar. Vegabréf hennar inn í víðernið þar sem vorið ríkir um eilífð alla er fögru letri skráð. Það verður bjart yfir morg- unsárinu eins og minningunni, sem vermir hug og veitir trú á töframátt hins góða. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.