NT - 25.10.1984, Blaðsíða 28

NT - 25.10.1984, Blaðsíða 28
I-------- LURIR HRINGDU Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólartiringinn. Greíddar verda 10OO krónur fyrir hverja ábendirtgu sem leidir til fróttar i blaðinu og 10.000 kvónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett Gamalt bankaþýfi í Breiðfirðingabúð? -10 ára snáðar finna 14 innsiglaða poka með smámynt ■ „Pokarnir voru innsiglaðir og við fengum ekki einn ein- asta poka“, sagði Jóhann Pétur, einn snáðanna fjögurra sem fyrir skemmstu fundu 14 innsiglaða poka með smámynt frá því fyrir myntbreytingu í húsarústum Breiðfirðingabúð- ar. Drengirnir, sem eru 10 ára gamlir, afhentu lögreglunni fundinn og nú er málið í höndum Rannsóknarlögreglu. Peningar þessir voru í umbúð- um sem bera þess vott að þeir hafi verið í flutningi til banka frá framleiðanda og voru tveir pokanna merktir Búnaðar- banka og einn Seðlabanka. Innihaldið er 10 aura, 25 aura, 50 aura og krónu myntir og vegur fleiri kíló en verðgildi nemur nokkrum tugum ný- króna. í spjalli við NT sögðu strák- arnir að þeim væri alveg sama þó að þeir hefðu ekki fengið að eiga gullið. „Þetta voru bara gamlir og ógildir peningar, - verst fyrir hann, hann er mynt- safnari", sagði Torfi og benti á Jóhann en bræðurnir Viðar Daði og Guðni standa á því fastar en fótunum að hér hafi verið um verðlaust drasl að ræða. „Ég á líka tvær fullar skúffur af gömlum peningum" bætti Jóhann við þannig að tjónið vegna upptöku lögreglu á þýfinu virðist óverulegt. „Við könnumst ekki við neina kæru frá þessum tíma sem kemur heim við þetta,“ sagði Helgi Daníelsson, rann- sóknarlögreglumaður í samtali við NT í gær, en annars kvað hann rannsókn enn mjög skammt á veg komna. Enda ekki um aðkallandi mál að ræða og hefur enn ekki verið kannað í hvers húsnæði pen- ingarnir voru en þeir voru í vesturenda hússins í kjallara. Langflestir pokanna voru innsiglaðir og hefur innsigli þeirra enn ekki verið rofið. Finnendur þessa fjársjóðs fengu nokkrar myntir úr þeim pokum sem ekki voru innsigl- aðir og er ártal þeirra allra 1973. A innsiglunum er áletr- unin Royal mint. ■ Það var þarna niðrí. - Guðni Einarsson, Jóhann Pétur Sigurjónsson, Viðar Daði Einarsson og Torfi Finnsson við húsarústir Breiðfirðingabúðar þar sem þeir fundu þýfi sem á einhvem hátt hefur komist úr vörslu banka eða verið á leið frá framieiðenda til banka. Fjársjóðinn má svo sjá á efri myndinni þar sem hann er kominn inn á gólf hjá RLR. ■ Lögreglan virðir fyrir sér þær byssur sem eftir voru en erindi hennar var að fjarlægja þær að skipun lögreglustjóra þar eð verslunin hefur tvívegis sýnt vítavert gáleysi við geymslu skotvopna. NT-mvnd: svemr. ■ Eftir tvær heimsóknir á síðasta sólarhring, fyrst þjófsins og síðan lögreglunnar fást nú engar byssur í Vesturröst og óvíst að svo vcrði í náinni framtíð. þrjár eftirlíkingar af gömlum byssum teknar. Að sögn Bjarka Elíassonarer öll aðstaða sem þarf til, sam- kvæmt reglugerð, fyrir hendi í versluninni en hefur ekki verið notuð. „Þarna stóð lykillinn í skránni og þannig er nú búið að tvíbrjóta þessar reglur þarna. Fyrst þegar Scobie fór þarna inn í febrúar og svo nú,“ sagði Bjarki. „í framhaldi af því var tekin sú ákvörðun að taka öll skotvopnin af þeim í kvöld og það er þá í höndum dómsmála- ráðuneytis að veita leyfið aftur. Skotvopn á glámbekk: Níu byssum stolið ■ Fimm rifilum og fjórum haglabyssum var stolið úr versl- uninni Vesturröst við Laugaveg í fyrrinótt ásamt tilheyrandi skotfærum og lásum í að minnsta kosti einhverjar byssurnar. Er þetta í annað skipti sem skotvopnum er stolið úr Vesturröst á árinu og hefur lögreglan nú svipt verslunina leyfi til sölu skotvopna fyrir gáleysi við geymslu þeirra og endurtekningu á brotum á regl- um þar um. Innbrotið í Vesturröst var tilkynnt í gærmorgun þegar menn komu til vinnu sinnar en engin þjófabjalla er á rúðum eða dyrum verslunarinnar. Pjóf- urinn braut rúðu í dyrum og fór þar inn. í búðinni voru byssurn- ar geymdar í læstum skáp eins og reglugerð kveður á um. Lyk- ill að skápnum var geymdur í skránni. Frammi í búð voru svo skotfæri, og lásar voru í fjórum byssum sem stolið var að því talið er. Auk vopnanna voru

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.