NT - 25.10.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. okt. 1984 5
Sex ára stúlka í Fossvogshverfi:
Féll ofan í hitaveituskurð
og brenndist lífshættulega
liggur enn á gjörgæsludeild med annars og þriðja stigs bruna
■ Misskilningur milli Yatnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Reykjavíkur varð óbeint til þess að sex ára gömul stúlka féll
ofan í óbyrgðan hitaveituskurð með 60 gráðu heitu vatni í og
brenndist lífshættulega. Atburður þessi varð 10. október s.I.
og stúlkan liggur enn á gjörgæsludeild þó líðan hennar nú sé
eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum RLR.
um 50% af yfirboröílíkamans. og var lengi talin í lífshættu. skurðina og gengið frá þeim. að fullu lokið hjá Rannsóknar-
Hún var flutt á gjörgæsludeild Eftir slysið var mokað ofan í Rannsókn málsins er enn ekki lögreglu rikisins.
Iðnaðarbankinn setur upp
sjálfsafgreiðsluvélar
Forsaga málsins er að um 20.
september sprakk hitavatnsæð
við Giljaland 27. Vatnsveitan
gróf þá tvo skurði um tvo metra
'að lengd og einn og hálfan
1 meter á dýpt. Vegna misskiln-
ings var ekki gengið frá skurðun-
um að viðgerð lokinni þar sem
talið var að Hitaveitan ætti eftir
að athuga málið betur. í stað
þess voru settir flekar yfir skurð-
Dauðaslys:
Varð
undir
drátt-
arvél
■ Sex ára stúlka, Ágústa
Inga Hannesdóttir til
heimilis á bænum Hvoli í
Hörglandshreppi varð
undir dráttarvél föstudag-
inn 5. október sl. og lést
samstundis.
Aðdragandi slyssins var
sá að ungur ökumaður var
að aka dráttarvél með
hlöðnum vagni í eftirdragi
upp brekku, er vélin hálf-
kæfði á sér. Pilturinn kúpl-
aði þá frá og runnu vélin
og vagninn þá aftur á bak,
en stúlkan sem sat aftan á
vagninum datt af með fyrr-
greindum afleiðingum.
Verkfallsnefnd BSRB:
Veitti undan-
þágu fyrir Laxá
■ Verkfallsnefnd BSRB veitti
síðdegis í gær undanþágu fyrir
hafnsögumann og svonefnda
spottakarla til þess að hægt væri að
losa Laxá. Skipið var með fóður
fyrir svín og kjúklinga, og var að
skapast vandræðaástand vegna
fóðurleysis.
Pað var Hafskip, eigandi Laxár,
sem fór fram á undanþáguna í gær
og hófst löndun með kvöldinu.
Blaðamenn
í biðstöðu
■ Nýr sáttafundur hefur ekki
verið boðaður í deilu blaðamanna
og útgefenda. Síðasti fundur deilu-
aðila stóð til 1 í fyrrinótt, án
árangurs. Blaðamenn hafa boðað
verkfall frá og með næstkomandi
sunnudegi, hafi samningar ekki
tekist fyrir þann tíma.
ina og viðvörunarskilti þar við.
Pann 10. október var litla
stúlkan síðan að ganga yfir einn
flekann. Flekinn sporðreistist
og stúlkan féll ofan í skurðinn.
Kona sá þegar barnið féll ofan í
skurðinn og tókst henni að ná
barninu upp með aðstoð manns
nokkurs.
Að sögn RLR fékk stúlkan
annars og þriðja stigs bruna á
Gullna
hliðið
á Norður-
löndin
■ „Sálin hans Jóns míns“ mun
að öllum líkindum ylja frændum
okkar á Norðurlöndum um
h j artarætur áður en árið er liðið,
þvt' á fundi leiklistarstjóra nor-
rænu sjónvarpsstöðvanna, sem
haldinn var í Helsinki í Finn-
landi í byrjun september, var
„Gullna hliðið“ eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi, í
leikstjórn Ágústs Guðmunds-
sonar, valið til flutnings í
danska, norska, finnska og
sænska sjónvarpinu. Er þetta
liður í dagskrárskiptum nor-
ræna sjónvarpssambandsins,
Nordvision.
„Gullna hliðið" verður á
dagskrá íslenska sjónvarpsins á
annan í jólum, 26. desember
1984.
■ Iðnaðarbankinn undirbýr
nú uppsetningu sjálfsafgreiðslu-
véla við alla afgreiðslustaði
sína. Tværslíkarvélareru þegar
komnar til landsins, þó þær liggi
enn um borð í skipi, og verða
þær settar upp í aðalbankanum
við Lækjargötu og Iðnaðar-
bankanum í Hafnarfirði í næsta
mánuði.
Að sögn Braga Hannessonar
bankastjóra koma viðskiptavin-
/ir til með að geta tekið út úr
vélunum ákveðna fjárhæð með
sérstöku korti á hvaða tíma
sólarhrings sem er. Þessi fjár-
hæð er síðan skuldfærð á við-
skiptareikning þess sem út
tekur. Vélar þessar verða settar
upp í anddyri bankanna og mun
kortið einnig ganga að útidyrun-
■ Eimskipafélag íslands
hefur kært til Hæstaréttar
synjun fógetaréttar Mýra-og
Borgarfjarðarsýslu um lög-
bann á aðgerðir verkfalls-
varða BSRB við Urriðafoss,
sem liggur við Grundar-
tanga.
I frétt frá Eimskipafélag-
inu segir, að aðalkrafa þess í
kærumálinu til Hæstaréttar
sé sú, að umbeðið lögbann
verði lagt á. Til vara er sú
krafa gerð að úrskurður fó-
geta verði felldur úr gildi og
lagt fyrir fógeta, að hann
taki umbeðna lögbannskröfu
til efnislegrar úrlausnar.
Samkvæmt upplýsingum
um.
Bragi sagði að ekki væri búið
að ákveða hámark þeirrar upp-
hæðar sem taka má út í hvert
skipti á þennan hátt en senni-
lega yrði miðað við fimm þús-
und krónur á dag.
frá BSRB, eru verkfallsverð-
ir enn á vakt við Urriðafoss.
frestað
■ Fyrstu áskriftartónleikum
íslensku hljómsveitarinnar er
frestað þar eð bandaríski
píanóleikarinn Stephanie
Brown kemst ekki til landsins í
tæka tíð vegna samgönguerfið-
leika við landið.
Tónleikarnir áttu að vera í
Bústaðakirkju í kvöld.
Áhrif BSRB-verkfallsins:
Tóbak og brennivín
sjaldgæfara en guli!
■ ... Jón Hreggviðsson lá á
grúfu uppi í bæli, formælti
konu sinni og bað drottin
með sárum stunum að gefa
sér tóbak og brennivín og
þrjár frillur.
Sjálfsagt er mörgum svip-
að innanbrjósts nú og Jóni
Hreggviðssyni þegar tóbak
er nú orðið sjaldgæfara en
gull og brennivín torfengið
vegna verkfalls BSRB. í það
minnsta eru sjoppueigendur
farnir að kannast vel við
æðisglampann í augum við-
skiptavina sem staulast inn,
- líta á tómar tóbakshillurn-
ar, bölva hástöfum og hverfa
á braut.
NT hringdi í nokkrar versl-
anir á höfuðborgarsvæðinu í
gær og fékk allsstaðar sömu
svör, tóbakið var á þrotum
utan einstaka vindlapakki og
reyktóbaksbréf. Eini mögu-
leikinn á að ná í „almennileg-
ar sígarettur“ var talinn sá að
fara á barina í borginni því
þjónar þar gætu lumað á
slíku.
Ástandið mun ekki vera
skárra úti á landi. NT frétti
af flugvélareiganda nokkrum
sem var orðinn svo viðþols-
laus að hann lagði upp og
heimsótti nokkra staði þar
sem hægt var að lenda farar-
tækinu. Hann hafði tvö kart-
on af sígarettum upp úr
krafsinu sem hann gróf upp í
Borgarnesi.
Svo það er ekki annað
fyrir tóbaksmenn en að reyna
að þreyja verkfallið, eða þá
að biðja drottin, ríkið eða
BSRB, um að verkfallið fari
nú að leysast.
PS: Samkvæmt síðustu
fréttum mun vera til nóg af
tóbaki í Þykkvabænum.
Eimskip kærir
til Hæstaréttar