NT - 25.10.1984, Blaðsíða 7
ÍW Fimmtudagur 25. okt. 1984 7 ,
Lilí
■ Eftir fróðlegan fyrirlestur
hjá Jóni Braga Bjarnasyni um
ráð vísindanna til handa sjávar-
útvegi og ýmsum öðrum undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðarinn-
ar eru blaðamenn leiddir inn í
meir framandi veröld „óhag-
nýtra" frumrannsókna eðlis-
fræðinnar. Á annarri hæði í húsi
Raunvísindastofnunar ráða
doktorarnir Þorsteinn Sigfússon
og Hans Guðmundsson ríkjum
í tveimur herbergjum og er þar
angi íslands í rannsóknum þétt-
efnisfræðinnar. Megingrein
þeirra fræða er storkufræði
fastra efna. Afrakstur þessa er
svo meðal annars hálfleiðara-
tækni örtölvanna og málm-
blenditækni.
Við tókum Þorstein tali þar
sem hann sat inni á skrifstofu
sinni ásamt einum af sumar-
starfsmönnum sínum, Lárusi
Thorlacius eðlisfræðingi en
sökum húsnæðisþrengsla hefur
vinnuherbergið orðið að þenja
starfsemina inn á skrifstofuna
og innan um bækur í bókahill-
um eru allskyns vírar og tól tii
rannsókna og verkefnavinnu.
En hvers vegna er Háskóli í jafn
litlu landi að leggja fé í frum-
rannsóknir þegar nóg er óunnið
í hagnýtum verkefnum?
ísland - þriðja
heims ríki
„Flestar frumrannsóknir eru
undanfari hagnýtra rannsókna.
Við getum tekið sem dæmi að
undanfarna áratugi höfum við
boðið hér orku og vinnufúsar
hendur erlendum aðilum sem
vilja ráðast í stóriðjurekstur.
Samfara þessu höfum við ekki
byggt upp næga þekkingu enda
er staða okkar að verða sú sama
Að fá þekk-
inguna heim
- Glímt við eðlisfræði þéttefnis
og þriðja heims ríkis. Undir-
búningsrannsóknir fyrir þessi
stóriðjufyrirtæki fóru að stórum
hluta fram erlendis og þannig er
þetta enn með þær rannsóknir
sem nú er veirð að vinna. Ég
held að það sé mikið atriði að fá
þessa þekkingu heim og þær
rannsóknir sem þarf að vinna.“
Það er Þorsteinn sem hér er
tekinn í NT yfirheyrslu.
Þú ert með þessu að segja að
staða okkar hafí fram til þessa
verið eins og þriðja heims ríkis,
eða hvað?
„Já, ég held að ég geti alveg
sagt það. Þeir sem vilja fá
eignaraðild að stóriðjufyrir-
tækjum alveg inn í landið verða
að gera sér grein fyrir að það er
ekki mögulegt á meðan við
stundum ekki rannsóknir hér
heima. Við verðum ekki jafn-
ingjar annarra þjóða án rann-
sóknarþáttarins.“
En frumrannsóknir, hvað
koma þær því við að stunda
hagnýtar rannsóknir. Er ekki
hægt að sækja þær út til annarra
þjóða?
■ Hér vinnur Lárus Thorlacius að því að útbúa segulspólu sem
svo ætlunin er að kæla niður með helíumvökva og fá þannig fram
ofurleiðni í vírum spólunnar.
„Nei, þær eru undanfari hag-
nýtra rannsókna og ef við hætt-
um þeim er þess skammt að
bíða að við drögumst aftur úr í
öðrum greinum. Ég held að þar
komum við aftur að því hvort
við ætlum okkur að vera jafn-
ingjar annarra þjóða í framtíð-
inni. Auk þess er ljóst að Há-
skóli sem ekki heldur uppi frum-
rannsóknum í ákveðinni grein
getur aldrei boðið upp á fram-
haldsnám í greininni.“ - Yfir-
heyrslunni er lokið og næst
ætlum við að líta á í hverju
þessar rannsóknir Þorsteins og
félaga hans felast.
Rafeindir
í brunagaddi
Megin viðfangsefni þéttefn-
isfræðinnar í Háskólanum eru
frumrannsóknir á eiginleikum
rafeinda og nokkurra annarra
öreinda í málmum og melmum.
Með því að kæla málmana niður
undir alkul, niður í nærri mínus
272 gráður á Celsíus (alkul er
273) má skoða þessar eindir í
þeirra orkulægsta ástandi. Þess-
ar eindir eða örvanir stýra öllum
helstu eiginleikum málmanna
svo sem rafleiðni og burðarþoli.
En hvernig er hægt að ná
slíkum brunagaddi, sem 272
gráðu frosti. Ekki í neinni
venjulegri frystikistu. Nei til
þess er notað fljótandi helíum
sem hingað er keypt frá Dan-
mörku. Helíum er létt loftteg-
und við stofuhita. Með því að
þenja helíum út og þrýsta því
saman á víxl í þar til gerðum
búnaði má nota varmaorku úr
því og bæla það niður að suðu-
marki helíumvökva sem er mín-
us mínus 269 gráður á celsíus.
Hinn brunakaldi vökvi er fluttur
hingað til lands á fullkomnum
einangrunarkútum og settur á
sérstaka hólka þar sem málm-
sýnin eru kæld niður.
Með því að kæla spólu úr
sérstakri málmblöndu með hel-
íumvökva má fá fram ofurleið-
andi ástand spólunnar og skapa
afar sterkt segulsvið. Segulsvið-
ið hefur svo áhrif á hreyfingu
rafeindanna í málminum.
Með því að ráða yfir segul-
sviðinu má merkja hreyfingar
eindanna á skýrari hátt en ella
og þegar báðir þessi orsakaþætt-
ir eru í höndum vísindamanns-
ins, hitinn og segulsviðið er
grundvöllur lagður að rann-
sóknum á eindunum. Rafeind-
irnar sem hér um ræðir eru á
ferð umhverfis kjarna atóm-
anna í málminum. Kjarninn er
aftur á móti að mestu kyrrstæð-
ur og er pósitívt hlaðinn. Hins
vegar eru rafeindirnar hlaðnar
negatívri rafhleðslu og með
möguleika sínum til þess að
flytjast til inni í málminum gefa
þær honum rafleiðni. Segulsvið-
ið hefur áhrif á þessa rafleiðni
og með því að skoða þessa
leiðni fást upplýsingar um efnið.
.... og fljótandi
heilasellur
Þegar hér er komið sögu eru
allar eindir og sellur í heilabúi
blaðamanna farnar að fljóta og
hitna (fast efni breytist í vökva
um leið og það hitnar). Það
bætir svo ekki úr skák þegar
Þorsteinn og Lárus fylgja okkur
inn í tilraunastofuna, en með
ótrúlegri þolinmæði þeirra og
síðan samkomulagi um að
fræðimennirnir lesi ritsmíð
blaðsins yfir fyrir birtingu er
ætlun okkar að lesandinn sé
einhvers vísari
Inni í rannsóknarstofunni eru
tæki sem blaðamönnum er
meira og minna fyrirmunað að
botna nokkuð í. Uppbygging
rannsóknarstofunnar hefur átt
sér stað á undanförnum árum
og með góðum stuðningi Vís-
indasjóðs og Cambridgeháskóla
og fleiri aðila hefur hún gengið
mjög vel. Þá hefur Eðlisfræði-
stofa Háskólans gert uppbygg-
inguna að forgangsverkefni og
■ „Þessi padda sem í raun og veru er uppistaða rafeindatækja
nútímans er afrakstur áratugavinnu í eðlisfræði þéttefnis“. -
Þorsteinn Sigfússon eðlisfræðingur með lítinn tölvukubb, eða
pöddu eins og fræðimennirnir kalla fyrirbærið.
fyrir framan töluglugga á tækj-
unum og skrifa þar niður mæl-
inganiðurstöður. Sú staða sem
við sjáum hana Beru Pálsdóttur
eðlisfræðinema í á myndinni
hér til hliðar er þar með úrelt
orðin og nú situr vísindamaður-
inn framan við tölvuskjá og les
þar af allar niðurstöður. Það er
einmitt tölvumaðurinn Heiðar
Jón Hannesson sem hér situr
framan við skjáinn sem ötulast
vann að tölvuvæðingunni.
er svo komið að samanborið við
stofur þéttefnisfræði við aðra
Háskóla í Evrópu er aðstaðan
hreint ekki slæm.
Á Raunvísindastofnun er
meðal annars segulbúnaður til
rannsókna á seguleiginleikum
fastra efna við vítt hitabil og
hátt segulsvið. Nýlega hefur
rannsóknastofan verið tölvu-
vædd þannig að nú þurfa þeir
sem þar vinna ekki að standa
■ Nei, nei, þetta er orðið úrelt hérna. Núna þurfa vísindamennirnir ekki lengur að standa fyrir
framan mæiana með blað og penna heldur kemur allt fram á tölvuskjá. í vetur fær hún Bera sem þarna
stillti sér upp með blokk blaðamanns að sitja við tölvuborðið þar sem Heiðar Jón Hannesson fer með
völd þessa stundina. NT-myndir. ah
■ Álafosskórinn er nýlega kom-
inn heim frá söngleikaferð í
Sovétríkjunum. Kórinn skemmti
fyrir troðfullu húsi í Moskvu og
fékk þar frábærar móttökur, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Þá hélt kórinn til Odessa,
höfuðborgar Ukraínu þar sem
haldnir voru tónleikar fyrir fullum
áhorfendasal og við góðar undir-
tektir. Voru kórnum m.a. færðir
blómsveigar í lok beggja tónleik-
anna.
Með í ferðinni var hljómsveit
sem skipuð var þeim Árna
Scheving, Hans Jenssyni, Jens
Hanssyni, Kristjáni Finnsyni og
stjórnanda kórsins, Páli Helga-
syni. Formaður Álafosskórsins er
Þrúður Helgadóttir og sá hún að
mestu um fararstjórn kórsins.
Álafosskórinn:
Skemmti Sovétmönnum
við góðar undirtektir
■ Blæösp í skógarreitnum að
Grund í Eyjafírði prýðirforsíðu
Ársritsins.
Ársrit Skógræktar-
félagsins komið út
■ Ársrit Skógræktarfélags ís-
lands 1984 er komið út, hundrað
síðna rit í vönduðu broti með
myndum. I ritinu er margt fróð-
legra greina um skógrækt, gróð-
urfar og gögn frá aðalfundi
félagsins 1982.
Meðal einstakra greina má
nefna grein Úlfs Óskarssonar
líffræðings um unga lerkiskóga
í nágrenni Hallormsstaðar. Þar
hefur lerki verið plantað í út-
haga, skóglausa úthaga og eru
nú aðrísaverðandi nytjaskógar.
Ólafur Njálsson havebruks-
kandidat skrifar um skjólbelti,
gagnsemi þeirra og reynslu í
nágrannalöndunum. Þá eru í
ritinu greinar um upphaf þjóð-
garða, athuganir leikmanns á
skógrækt á Suður- og Vestur-
landi og skógrækt í Skagafirði.
Ritið er gefið út í 4000 ein-
tökum. Ritnefnd skipa Hulda
Valtýsdóttir, Sigurður Blöndal,
Snorri Sigurðsson, ábyrgðar-
maður og Þorvaldur S. Þorvalds-
son. Forsíðu blaðsins prýðir
mynd af reisulegum aspartrjám
að Grund í Eyjafirði.