NT - 25.10.1984, Blaðsíða 1
Frjálst útvarp:
\ larðar deilur
#■ 1 efri deild
■ Harðar deilur urðu í efri
deild alþingis í gær, er Eiður
Guðnason mælti fvrir þingsá-
lyktunartillögu um skipun rann-
sóknarnefndar til að kanna af-
skipti ráðherra af rekstri ólög-
legra útvarpsstöðva. Sakaði
Ragnhildur Helgadóttir Eið um
dylgjur og sagði málflutning
hans gróusögur einar.
Fram kom í máli Eiðs, að
radíóeftirlit Pósts og síma mið-
aði út útvarpsstöð í Valhöll,
húsi Sjálfstæðisflokksins(en að
forráðamenn flokksins hefðu
meinað eftirlitsmönnum að
skoða þak hússins.
Þá fjallaði Eiður um frétta-
flutning ólöglegu stöðvanna og
sagði að þeir sem skrifuðu frétt-
irnar hafi verið óskrifandi og
þeir sem lásu þær ólæsir.
Meðflutningsmenn Eiðs að
þingsályktunartillögunni voru
þau Ragnar Arnalds, Stefán
Benediktsson og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
Sjá nánar frétt á bls. 2
Verkfallssjóður BSRB:
Úthlutað
í síðustu viku
■ Einstæðir foreldrar,
barnmargar fjólskyldur
svo og fjölskyldur þar
sem báðar fyrirvinnur
eru í verkfalli, fengu í
síðustu viku úthlutun úr
verkfallssjóði BSRB.
Ekki liggur fyrir
hversu miklu fé var út-
hlutað, né heldur hversu
miklir peningar eru til í
verkfallssjóðnum.
Pegar verkfall opin-
berra starfsmanna hófst
voru 5 milljónir króna í
sjóðnum, en síðan hafa
borist ýmis framlög.
Einnig hafa verið gefin
vilyrði um fjárstyrki m.a.
erlendis frá. Pá hafa ýms-
ir bæjarstarfsmenn, sem
þegar hafa samið, heitið
að gefa ákveðið hlutfall
tekna sinna í verkfalls-
sjóðinn svo og þeir sem
úrskurðaðir voru til að
vinna í verkfallinu, af
kjaradeilunefnd.
Samningstilbod vinnuveitenda:
„Ekki nokkrar líkur á
að VMSÍ gangi að því“
- segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar
■ „Ég tel ekki nokkrar líkur á því, að Verkamannasam-
bandið gangi að þessu tilboði,“ sagði Þröstur Olafsson,
framkvæmdastjóri verkamannafélagsins Dagsbrúnar í
samtali við NT í gærkvöldi, þegar hann var spurður hvort
líkur væru á því, að samið yrði á grundvelli hugmynda,
sem Vinnuveitendasambandið lagði fram á fundi með
ASÍ-mönnum í fyrrakvöld. Þar er gert ráð fyrir 11%
launahækkun á samningstímanum, gegn því, að ríkis-
stjórnin byði fram 1400 milljóna króna lækkun á sköttum
og útsvari. Það boð kom svo formlega frá ríkisstjórninni í
gær og var það háð því, að peningalaunahækkanir yrðu
ekki meiri en gert væri ráð fyrir í tilboði VSÍ.
í samþykkt, sem formanna-
fundur landssambanda innan
ASÍ gerði í gær, segir að fram
komnar hugmyndir að kjara-
samningi og hugmyndir í skatta-
málum geti verið grundvöllur
samningaviðræðna. Þar segir
einnig, að forsenda nýs kjara-
samnings sé að kaupmáttur á
samningstímanum verði eigi
lakari en á síðari hluta ársins
1983. Þröstur Ólafsson telur
aftur á móti, að tilboð vinnu-
veitenda tryggi ekki kaupmátt
4. ársfjórðungs 1983, sem menn
hafa gjarnan vísað til í um-
ræðum um kaupmátt launa í
Irafoss
í salt
■ Verkfallsverðir BSRB
stöðvuðu losun úr írafossi,
skipi Eimskipafélagsins, á
Rifi í gær, þar sem þeir
töldu, að tollafgreiðsla
þess hefði verið verkfalls-
brot. Það mun hafa verið
fógetinn í Stykkishólmi,
sem framkvæmdi tollaf-
greiðsluna.
írafoss var að koma frá
Spáni með salt, og mun
aðeins lítill hluti farmsins
hafa verið kominn í land,
þegar verkið var stöðvað.
sérvonirum aðsamningafundur kannski fljótlega upp úr helgi, klárað málið á þessum nótum.
með deiluaðilum gæti hafist sagði Magnús: „Ég held að það Ég held, að það sé mikill vilji
seinnipartinn í dag. Aðspurður hljóti að koma í ljós innan innan okkar raða til að gera það
hvort hann teldi, að samið yrði skamms tíma, hvort við getum sem við getum til þess.“
Skotvopn-
um stolið
■ Verslunin Vesturröst
í Reykjavík var í gær svipt
leyfi til sölu skotvopna af
lögreglu eftir að 9 byssum
var stolið þar t' fyrrinótt.
Er þetta í annað sinn sem
farið er inn í búðina og
fullbúnum skotvopnum
ásamt skotum stolið og
hafa reglur um geymslu
skotvopna verið þver-
brotnar af versluninni í
bæði skiptin, að sögn
Bjarka Elíassonar, yfir-
lögregluþjóns.
. Byssurnar voru geymd-
ar í þartilgerðum læsan-
legum skáp en lykillinn í
skránni.
Sjá nánar á baksíöu
yfirstandandi kjarasamningum.
Segir hann, að 8-9 stig vanti þar
upp á.
„Ég sé ekki, að það sé um
neitt að semja eftir yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, úr því að
þessi kauphækkun er sú hæsta,
sem hægt er að semja um. Ekki
nema menn fái einhverjar trygg-
ingar um annað, eins og t.d. að
gengisbreytingar verði ekki
meiri en gert hefur verið ráð
fyrir,“ sagði Þröstur.
Eitt af því, sem Verkamanna-
sambandsmenn eru óhressir
með í hugmyndum vinnuveit-
enda er að tvöfalda kerfið verð-
ur ekki afnumið að fullu.
Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, sagði í samtali við NT
í gær, að tilboð VSÍ, eins og það
lægi fyrir, tryggði ekki fyrr-
greinda kaupmáttarviðmiðun.
„En ég held, að það sé ekki
ástæða til að taka tilboði VSÍ í
hverju einstöku atriði, heldur
viljum við skoða málið út frá
öllum hliðum, bæði hvað snertir
kauphækkanir og skattalækkan-
ir,“ sagði Ásmundur.
í samþykkt ríkisstjórnarinnar
er lögð áhersla á það að aðilar
taki án tafar ákvörðun um hvort
skattalækkunarleiðin verði farin
í þeim kjarasamningum, sem
standa fyrir dyrum. Landssam-
böndin innan ASÍ halda fundi í
dag um málið.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, sagði í samtali við
NT í gærkvöldi, að hann gerði
Ólga við höfnina
■ Þetta var eina leiðin inn á athafnasvæði Ríkisskips
við Reykjavíkurhöfn í gær, eftir að menn Ríkisskips
höfðu hlaðið gámum um svæðið. Forráðamenn BSRB
sögðu á blaðamannafundi í gær að vaktaskipti verkfalls-
varða hefðu gengið samkvæmt áætlun, en aðgerðum
þessum hefði fylgt aukin slysahætta.
Sjá nánar frétt á bls. 3.