NT - 25.10.1984, Blaðsíða 27
Evrópukeppni meistaraliða:
Markaþyrstur Rush
með þrjú á Anfield
■ Ian Rush, handhafi gull-
skósins síðasta keppnistímabil,
komst verulega á bragðið og
kom félögum sínum í Liverpool
eftirminnilega á sporið á
Anfield Road í gærkvöld, er
hann skoraði öll þrjú mörk
Liverpool í glæsilegum 3-1 sigri
gegn portúgölsku meisturunum
Benfica, fyrri leik sínum í átta
liða úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu.
Rush sýndi að hann er hættu-
legasti framlínumaður Evrópu,
lék þarna aðeins sinn annan
heila leik síðan hann náði sér
eftir meiðsli sem hafa haldið
honum frá keppni í allt haust.
Afleiðingin var glæstur sigur
Liverpool, sem aðeins hefur
tekist að vinna tvo leiki af
ellefu í ensku deildinni í haust.
En fleira kom til sem kom
Liverpool verulega í gang.
Mark Lawrenson hafði verið
færður fram á miðjuna, og
bætti þar úr því auma ástandi
þar sem enginn hefur stöðvað
andstæðinginn né hirt bolta upp
á síðkastið hjá liðinu. Hann
braust upp völlinn inn á víta-
teiginn mínútu fyrir leikhlé,
gaf á John Wark sem skaut
framhjá, en viti menn, þar kom
Rush svífandi og skoraði af
rúmlega metra færi.
Benfica jafnaði í upphafi síð-
ari hálfleiks, er varnarmaður-
inn Diamantino náði bolta sem
Gary Gillespie, sem lék mið-
varðarstöðu Lawrensons,
missti bolta frá sér, og skoraði.
Eftir þetta komst Liverpool,
inn í leikinn, Craig Johnston
nýkominn frá Ástralíu þar sem
hann hefur verið í haust til að
fylgjast með dóttur sinni þrosk-
ast í móðurkviði og fæðast,
tætti upp kantinn hvað eftir
annað og reif sundur vörn Ben-
fica. Johnston hafði komið inn
á í hálfleik fyrir John Wark, og
sannaði sig, gaf tvisvar mjög
góðar sendingar á Ronnie
Whelan sem skaut langt
framhjá í bæði skiptin. Ian
Rush var kominn á bragðið,
hungraður eftir langvarandi
meiðsli og markaleysi, fylgdi
báðum skotum Whelans vel og
skoraði eins og honum er ein-
um lagið.
Liðin: Liverpool: Grobbela-
ar, Neal, Gillespie, Hansen,
Kennedy, Lee, Wark (John-
ston 45. mín.), Lawrenson,
Handbolti:
ÍR ekki lengur
með kvennalið
■ íþróttafélag Reykjavíkur,
sem hefur verið í fremstu röð
íslenskra félaga um árabil í
handknattleik kvenna, sendi
ekki lið til leiks í fyrstu deild
kvenna í handknattleik í haus,.
Mannfæð er borið við, enda
hafa leikmenn liðsins dreifst á
hin félögin í 1. deild kvenna í
sumar og haust.
Helstu burðarásar liðsins,
stór nöfn í íslenska landsliðinu,
Erla Rafnsdóttir og Ingunn
Bernódusdóttir héldu til liðs
við Fram. Þangað fór einnig
Ásta B. Sveinsdóttir sem einnig
hefur leikið í landsliðinu. Krist-
ín Arnþórsdóttir og Katrín Fre-
driksen gengu til liðs við Val,
og Þorgerður Gunnarsdóttir
gekk til liðs við FH. Flestar
aðrar hættu, eða leika enn með
2. aldursflokki félagsins.
■ Erla Rafnsdóttir gekk til liðs við Fram, og ásamt henni Ingunn
Bemódusdóttir. Þær munu væntanlega reynast Fram góður
liðstyrkur. NT-mynd: Róbert
Whelan, Dalglish og Rush.
Benfica: Bento, Pietra, 01-
iveira, Alvaro, Samuel (Bastos
Lopez 57. mín), Carlos Man-
uel, Sheu, Manniche, Luis,
Wando, Diamantino (Toze 70.
mín.).
Ingunn á
batavegi
■ Ingunn Bernódus-
dóttir landsliðskona í
handknattleik er nú á
batavegi eftir slæm
meiðsli sem hún hlaut á
landsliðsæfíngu seint í
sumar. Ingunn fór úr
ökklalið og sleit allmörg
liðbönd.
Ingunn hefur verið í
gifsi og á hækjum fram-
undir þetta, en mun nú
vera að stíga sín fyrstu
skref á meidda fætinum.
Helsingör
of sterkt
■ Fram lék báða leiki
sína í Evrópukeppni
meistaraliða í handknatt-
leik kvenna gegn Hels-
ingör í Danmörku fyrir
skömmu. Helsingör sigr-
aði í fyrri leiknum 21-15,
og í þeim síðari 21-17.
Fram er þar með úr leik í
keppninni.
Fram taplaust
■ Nokkrir leikir hafa
farið fram í 1. deild
kvenna í handknattleik
undanfarið. NT er kunn-
ugt um eftirfarandi úrslit:
Fram-Þór Ak . . 38-11
FH-Þór Ak . . . 31-11
ÍA-Fram...... 14-37
Fram-Valur . . . 23-19
Framarar hafa leikið
þrjá leiki, og unnið þá
alla.
■ Það stóð ekki steinn yfír steini í vörn Benfíca eftir að Ian Rush
komst á bragðið. Með góðri aðstoð félaga sinna skoraði hann þrjú
falleg mörk sem eru líkleg til að duga Liverpool í síðari leiknum
gegn Benfíca sem verður í næsta mánuði í Lissabon.
Blak:
Víkingur með
í 1. deildinni
■ Reynir Árskógsströnd af-
þakkaði að áliðnu sumri fyrstu-
deildarsæti það sem félagið
hafði áunnið sér á síðasta kepp-
nistímabili á íslandsmótinu í
blaki. Borið var við mannfæð
og peningaleysi. Það kom því í
hlut liðsins sem féll í fyrra,
Víkings Reykjavík og liðsins
sem varð í 2. sæti í annarri
deild, KA á Akureyri, að leika
um 1. deildarsætið og sigruðu
Víkingar örugglega í leiknum.
Fyrstudeildarreynsla Vík-
inga varþeim dýrmæt gegn KA
og unnu þeir góðan sigur, 3-0,
15-3, 15-13 og 15-1. fannarri
hrinu var ieikurinn í járnum,
hinir ungu leikmenn KA þeytt-
ust um öll gólf og björguðu
boltum, en Víkingar mörðu
sigur. Fyrsta og síðasta hrina
voru ekkert mál fyrir Víkinga.
Leikmenn beggja liða voru jafn-
ir að getu, og erfitt að taka
einstaka menn út úr. Þó kom
Björgólfur Jóhannsson mjög á
óvart í liði Víkinga, en liann
lék stöðu uppspilara og prím-
usmótors mest allan leikinn í
veikindum landsliðs uppspilar-
ans Arngríms Þorgrímssonar.
Björgólfur lék af öryggi og
festu, og leiddi Víkinga þannig
til sigurs. Leikurinn var í Haga-
skóla um síðustu helgi. Víking-
ar leika því áfram í 1. deild
karla í vetur. Auk þeirra leika
þar Þróttur, ÍS, HK og Fram.
VANTAR'l
LOFTRÆSTI-
KERFI
I GRIPAHUSIÐ?
Eigum fyrirliggjandi BRUVIK loftræstikerfi fyrir allar
gerðir gripahúsa.
Gott verð - Góð greiðslukjör
Við mcelum með BRJJVIK og það gera
bœndur líka.
E swrm G/obusr
LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555