NT - 16.11.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 16. nóvember 1984 4
■ Bókaútgefendur voru misjafnlega glaðbeittir á svip er þeir ræddu stöðu bókarinnar við misvitra
blaðamenn á dögunum en þó við erfiðleika sé að eiga eftir verkfall var ekki annað að heyra en að menn
litu framtíðina björtum augum þrátt fyrir allt!
Jólabókasalan:
Kaupþing vakir
yffir sölutölum!
Erlendis hefur bókin unnið á í samkeppni við aðra miðla.
■ Kaupþing hefur tekið að sér
að fylgjast með sölu bóka fyrir
þcssi jól og hafa fyrirliggjandi
hvaða bækur séu söluhæstar
hverju sinni, en undanfarin ár
hefur Féiag íslenskra bókaút-
gefenda annast samanburð á
bóksölu og mæltist það misjafn-
lega vel fyrir meðal útgefenda.
1 ráði er að halda þessu eftir-
liti áfram og er það einn liður af
mörgum í nýrri sókn fyrir tilvist
bókarinnar en hún hefur átt í
vök að verjast á undanförnum
árum. Á blm.fundi með útgef-
endum nýlega var upplýst að
bókatitlum fyrir þessi jól fækki
urn u.þ.b. 100 en eigi að síður
væri gróska í útgáfu og væru
merkjanlegar ýmsar nýjungar
sem ættu að tryggja hagsmuni
bókarinnar í framtíðinni.
Alls koma út fyrir þessi jól
milli 350-400 bækur og nemur
verðhækkun á bókum frá því í
fyrra um 10-15%. Sú nýbreytni
hefur færst í vöxt að gefa út
bækur í kiljuformi og lækkar
það verð bóka um allt að helm-
ingi. Veriðerað vinnaaðþvíað
fá söluskatt af bókum niður-
felldan og standa vonir til að
það takist á næstunni. Var bent
á að slíkt hefði verið gert í
Noregi og gefið góða raun fyrir
bókaiðnaðinn þar, sem var í
miklum erfiðleikum. Einnig
kom fram á fundinum að auglýs-
ingakostnaður væri orðinn allt
of mikill á bókum og lægi liann
á bilinu 10-15% af verði bókar-
innar en æskilegt væri talið að
auglýsingakostnaður vöru færi
ekki yfir 6-8%
Sigurður Pálsson rithöfundur
var mættur á fundinn fyrir hönd
rithöfundasambandsins og gerði
að umtalsefni bókina semslíka.
Kvað hann ljóst að hún ætti í
síharðnandi samkeppni við
aðra miðla og því væn ánægju-
legt að aðilar bókamarkaðarins
hefðu nú tekið sig saman og
byrjað að ræða stöðu hennar af
alvöru. Benti Sigurður á að
erlendis þar sem aðrir miðlar
hafa komið fyrr til sögunnar og
veitt bókinni samkeppni, hafi
■ Sigurður Pálsson formaður Rithöfundasambands íslands var
mættur til skrafs og ráðagerða með útgefendum og blaðamönnum
og var hann á því að erfiðleikar bókarinnar væru tímabundið
fyrirbæri.
skapast nýtt jafnvægi og hafi
bókin komið sterkari út úr þeirri
breytingu en var áður. Kvaðst
hann halda að verið væri að
snúa taflinu við hér heima um
þessar mundir og víst er það að
fjöldi ungra höfunda er með
meira móti á bókamarkaðinum
í ár, þannig að útgefendur hafa
ekki fallið í þá freistni að gefa
einungis út „metsölubækur“ og
æfiminningar.
Átthagafélag fyrrverandi
íbúa Súðavíkur stof nað
■ Fyrir skömmu var stofnað
átthagafélag fyrrverandi íbúa
Súðavíkurhrepps, búsettra í
Reykjavík og á Suðvesturlandi.
Félagið heitir „Félag Álftfirð-
inga og Seyðfirðinga vestra" og
er tilgangur þess að „endurnýja
og efla kynni fólks úr þessu
byggðarlagi" og stuðla að varð-
veislu fróðleiks um sögu þess,
svo og varðveislu mynda af
mönnum og mannvirkjum sem
snerta þá sögu.
Á tveimur stofnfundum sem
haldnir hafa verið ríkti mikil
ánægja með stofnun félagsins
og var þarna margt roskið fólk
sem hittist í fyrsta sinn frá
því í bernsku eða æsku.
í aðalstjórn voru kjörin
Guðrún Guðvarðardóttir,
formaður, Ásgrímur Alberts-
son, ritari og Guðmundur
Gunnlaugsson, gjaldkeri. Vara-
stjórn skipa Árni Markússon,
Guðmundur Guðni Guðmunds-
son og Svava Markúsdóttir.
Félagar geta menn orðið hvar
sem þeir búa á landinu og má
hafa samband við Guðrúnu í
síma 20679, Ásgrím 41644,
Guðmund 36499, Áma 74839
eða Svövu 74197.
Davíð Ólafsson unglinga
meistari fslands 1984
■ Davíð Ólafsson vann
nauman en sannfærandi sigur
á Unglingameistaramóti Is-
lands sem lauk í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur sl.
mánudagskvöld. Davíð hlaut
6 vinninga úr 7 skákum en á
hæla hans komu tveir ísfirðing-
ar Guöniundur Gíslason og
■ Davíð Ólafsson unglinga-
meistari íslands 1984.
Arinbjörn Gunnarsson sem
hlutu báðir 5'A vinning. Er
langt síðan að unglingar utan
að landi ná svo góðum árangri
á unglingamótinu sem var
óvenju sterkt að þessu sinni.
Rétt til þátttöku höfðu skák-
menn 20 ára og yngri og mættu
33 til leiks. Var keppnin sér-
lega tvísýn og réðust úrslit
ekki fyrr en í síðustu umferð
en þá gerði Arinbjörn Gunn-
arsson harða hríð að Davíð
Ólafssyni sem varðist vel og
hélt jöfnu og tryggði sér með
því titilinn.
í 4.-6. sæti urðu svo Snorri
Bcrgsson, Þröstur Þórhallsson
og Rögnvaldur Möller allir
með 5 vinninga. Enginn skák-
maður var með 41/: vinning en
með fjóra vinninga voru rnarg-
ir sigurstranglegustu keppend-
urnir: Lárus Jóhannesson,
Arnaldur Loftsson, Pálmi Pét-
ursson, Halldór G. Einarsson,
Andri Áss Grétarsson, Tómas
Björnsson, Magnús Kjærne-
sted, Hjalti Bjarnason og Sig-
urður D. Sigfússon.
Mótið hófst sl. föstudag og
lauk sjöundu umferð eins og
áðursagði á mánudagskvöldið.
tfmafyrirkomulagið var með
þeim hætti að tefldir voru 30
leikir á 2 klst. (1 klst. á hvorn
keppanda og síðan hafði liver
keppandi 20 mínútur til að
Ijúka skákinni.)
Skákstjórar voru heir Ólafur
H. Ólafsson og Ottar Felix
Hauksson.
Krabbameinsfélagið:
Happdrætti og
fræðslufundir
■ Happdrætti Krabba-
meinsfélagsins er venju
fremur seint á ferðinni að
þessu sinni, en nú hafa
miðar verið sendir út.
Dregið verður þann 24.
des. um fjörutíu vinninga
að heildarverðmæti um
3,7 millj. króna.
Starfsemi Krabba-
meinsfélagsins hefur nú
verið flutt í hið nýja hús
Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8, þar sem
„mjög góð aðstaða er til að
efla starfið og færa út
kvíarnar", eins og segir í
fréttatilkynningu frá
Krabbameinsfélaginu.
Næstkomandi mánudags-
kvöld er fyrirhugað að
halda fræðslufund fyrir al-
menning í hinu nýja húsi
og hefst fundurinn kl.
20.30.
Á dagskrá eru málefni
sem nú eru mjög ofarlega
á baugi, t.d. nýju tóbaks-
lögin, sem taka gildi um
áramótin, óbeinar reyk-
ingar og ónæmisfræði
krabbameina. Fyrirlesarar
verða Sigurður Árnason,
læknir, Ingimar Sigurðs-
son, deildarlögfræðingur,
og Helgi Valdimarsson,
prófessor.
Þetta er fyrsti almenni
fræðslufundurinn sem
haldinn er í Skógarhlíð 8,
og er hann öllum opinn.
H.Ó.F. mótmælir
ratsjárstöðvum
■ Óháð friðarsamtök fram-
haldsskólanema hafa sent frá
sér fréttatilkynningu þar sem
mótmælt er uppsetningu tveggja
nýrra ratsjárstöðva á Islandi, og
bent á að öryggi flugvalla víðast
hvar á landinu sé mun brýnna
verkefni. Þá segirað sú hernaðar-
uppbygging sem átt hefur sér
stað á síðustu misserum hér-
lendis, verði ekki til þess að
skipa íslensku þjóðinni á stall
með hinum friðelskandi þjóðum
heims.
Tilboð í
reiðhesta
■ Aðeins tveir vanaðir
hestar eru til sölu í Stóð-
hestastöðinni í Gunnars-
holti á þessu hausti. Vegna
þess þykir ekki taka því að
efna til uppboðs eins og
gert hcfur verið og er þess
í stað óskað eftir tilboðum
í hestana, hvorn í sínu
lagi.
Þessir hestar eru Ýmir
frá Ystabæli og Hómi frá
Stykkishólmi. Ýmir sem
hefur ættbókarnúmerið
951 er grár, fæddur 1976.
Hann er viljugur, orku-
mikill, gangrúmur reið-
hestur með ágætt skeið.
Hólmi hefur númeriö 959,
gráblesóttur fæddur 1978.
Hann cr viljugur og gang-
góður reiðhestur, verður
vakur.
Báðir hafa þeir hlotið
verðlaun en allar frekari
upplýsingar má finna í
Ættbók Búnaðarfélagsins
fyrir stóðhesta 750 til 966.
Skriflegum tilboðum í
hestana skal skila til Bún-
aðarfélagsins, Bændahöll-
inni við Hagatorg fyrir 1.
desember. Áskilinn er
rétlur til að hafna lélegum
tilboðum.
Vesturland:
Aðalfundur
sveitarfélaga
■ Aðalfundur Samtaka sveit-
arfélaga í Vesturlandskjördæmi
hefst í Hótel Stykkishólmi í dag
kl. 13.15. Félagsmálaráðherra
Alexander Stefánsson flytur
ávarp við setningu fundarins og
síðan verður llutt skýrsla
stjórnar.
Meðal efnis á fundinum er
umræða um nýja valkosti í
atvinnulífi á Vesturlandi. Þar
flytja ávörp Bjarni Guðmunds-
son, aðstoðarmaðurlandbúnað-
arráðherra, Ingjaldur Hanni-
balsson, forstjóri Iðntækni-
stofnunar íslands,ogÓlafur Ein-
arsson fiskifræðingur.
Þá er einnig á dagskrá fundar-
ins ný kvikmynd, Vesturlands-
mynd, sem ísfilm hf. hefur gert
fyrir ferðamálasamtök Vestur-
lands.
Rútuferðir verða frá Reykja-
vík, Akranesi og Borgarnesi á
fundinn og til baka, og einnig
flýgur Arnarflug á Stykkishólm
frá Reykjavík.
Fundinum lýkur á laugardag.