NT - 16.11.1984, Síða 15
HERÐ^Tg|
fóHudumbdmum
HER«I
foíruðum bomum
{ötluéumbomum
Föstudagur 16. nóvember 1984 15
Sýning
Guttorms
Jónssonar
á KjarvalS'
stöðum
■ Nú stendur yfir að Kjarvals-
stöðum sýning á skúlptúrverk-
um eftir Guttorm Jónsson. Á
sýningunni eru 29 verk, unnin í
tré og stein og trefja-steypu, þar
af eru 18 verk úr íslenskum viði.
Guttormur stundaði nám í
höggmyndadeild Myndlistar-
skóla Reykjavíkur 1978-1981.
Þetta er fyrsta einkasýning hans,
en hann hefur áður sýnt á sam-
sýningum á Akranesi og í
Reykjavík.
Sýningin verður opin daglega
frá ki. 14-22 fram til 25. nóvem-
ber.
Katrín H. Ágústsdóttir.
Sýning íPorlákshöfn
■ Laugardaginn 17. nóvember opnar Katrín H. Ágústsdóttir vatnslitamyndasvningu í
Egilsbúð, Þorlákshöfn.
Þetta er 11. einkasýning Katrínar.
Sýningin er opin til 25. nóv. frákl. 14-19 um helgar, ogáopnunartímasafnsinsaðradaga.
Herðatré í fataskáp
inn og stuðningur
við fötluð börn
■ Mörg hundruð skólabörn í
Reykjavík munu ganga í hús
laugardaginn 17. nóvember og
selja herðatré. Lionsklúbbur-
inn Njörður stendur fyrir þess-
ari óvenjulegu fjárstöfnun til
styrktar fötluðum börnum.
Takmarkið er að selja hvorki
meira né minna en 52.000
herðatré.
Njörður hefur áður skipu-
lagt slíka herðatrjáasölu. Það
var á ári fatlaðra 1981 og tókst
Guttormur Jónsson við eitt vcrka sinna.
(NT-mynd: Sverrir)
Skjaldbakan kemst þangað líka
■ Um helgina verður leiksýning Egg-leikhússins Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen
sýnt á hverju kvöldi fram á mánudag, og verður þá 10. og jafnframt síðasta sýningá þessuóvenjulega
leikriti.
Sýnt er í Nýlistasafninu við Vatnsstíg og hefjast sýningar kl. 21. Með hlutverkin í leiknum fara
Viðar Eggertsson og Arnór Benónýsson, en höfundur er leikstjóri.
hún með afbrigðum vel. Að
þessu sinni verður ágóðanum
verið til uppbyggingar sumar-
dvalarheimilis fatlaðra barna í
Reykjadal í Mosfellssveit.
Heimili þetta er rekið af
Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra.
Auk skólabarnanna leggja
margir hönd á plóginn til að
gera þessa fjáröflun mögulega.
Njarðarfélagar vilja sérstak-
lega þakka höfðinglegan
stuðning frá Eimskipafélagi
íslands, Alþýðuprentsmiðj-
unni, Auglýsingadeild Sam-
bandsins og Strætisvögnum
Reykjavíkur.
Lionsklúbburinn Njörður
hcfur unnið mikið starf að
líknarmálum á liðnum árum
t.d. gefið mikinn hluta tækja-
kosts háls-, nef- og eyrnadeild-
ar Borgarspítalans, lagt grunn-
inn að hljóðbókasafni Blindra-
félagsins, stutt Flugbjörgunar-
sveitina í Reykjavík, Grensás-
deild Borgarspítalans og ýmsa
fleiri aðila. Framlög klúbbsins
til líknarmála á sl. ári námu
uni 1,2 milljónum króna.
Það er von Njarðarfélaga að
borgarbúar taki vel á móti
sölubörnunum og noti tæki-
færið til að bæta nokkuð úr
herðatrjáaskortinum í fata-
skápnum og hjálpi Lions-
mönnum jafnfranrt að styrkja
fötluð börn. Herðatrén verða
seld sex saman í pakka og
kostar liver pakki aðeins 200'
krónur.
vaxandi áhuga fólks á keramikmálum
þar sem sköpunargáfa hvers og eins
fær að njóta sín.
Sýningin stendur frá kl. 14-17 á
sunnudaginn og verður aðeins þenn-
an eina dag.
Sýning Ómars
í Listmunahúsinu
■ í Listmunahúsinu Lækjargötu 2
stendur yfir sýning Ómars Skúlason-
ar. Á sýningunni eru collage-myndir
frá 1976, en aðaluppistaða sýningar-
innar eru tvær myndraðir báðar unnar
á árinu 1984.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10-18, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 14 til 18.
Lokað mánudaga. Þetta er síðasta
sýningarhelgin, en sýningunni lýkur
18. nóvember.
Háskólafyrirlestur
um heimspeki
■ Sunnudaginn 18. nóvember mun
Atli Harðarson flytja fyrirlestur á
vegum Félags áhugamanna um heim-
speki.
Atli lauk B.A. prófi í heimspeki
frá háskólanum árið 1982 og M.A.
prófi í heimspeki frá Brown Univers-
ity í Bandaríkjunum á síðastliðnu
vori. Fyrirlesturinn nefnist: Árás
Berkeleys á efahyggju.
í fyrirlestrinum verður rakinn ým-
is almennur fróðleikur um efahyggju
á 17. og 18. öld, en aðalefni hans
verður útskýring á því hvers konar
eíahyggju Berkeley reyndi að hrekja
og túlkun á rökum hans gegn henni.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 3.00.
Ljósmyndasýning í Ný-
listasafninu-nedrisal
■ Þessa dagana sýnir Emil Gunnar
Guðmundsson ljósmyndaröð, „Hleg-
ið í gegnum tárin" í neðri sal Nýlista-
safnsins. Sýningin er haldin í tengsl-
um við leiksýningar Egg-leikhússins
á leikritinu „Skjaldbakan kemst
þangað líka“ og er opin öllum al-
menningi á miðasölutíma leikhússins
kl. 17-21. Ljósmyndasýningunni lýk-
ur um leið og sýningum Egg-leikhúss-
ins.
DansaðáBorginniáný
■ Orator, félag laganema hefur tek-
ið að sér að sjá um dansleikjahald á
Hótel Borg í vetur, og verður fyrsti
dansleikurinn í kvöld - föstudags-
kvöldið 16. nóv.
Tilgangur Orators með þessu er
annars vegar sá, að standa straum af
kostnaði við Norrænt laganemamót,
sem fyrirhugað er að halda hér á landi
næsta sumar og hins vegar að auka
fjölbreytni í skemmtanalífi borgar-
búa, enda hefur Hótel Borg nokkra
sérstöðu meðal skemmtistaða höfuð-
borgarinnar, bæði vegna góðrar
staðsetningar og eins þeirrar merku
sögu, sem hún á að baki.
Kvennahúsið
■ Opið hús verður á morgun, laug-
ardag, kl. 1-3. Þangað mæta aðstand-
endur leikritsins Petra von Kant, sem
nú er sýnt á Kjarvalsstöðum. Leik-
stjóri, leikmyndateiknari og leikend-
ur segja frá tilurð sýningarinnar og
spjalla um hana.
Aðalfundur
Húnvetningafélagsins
■ Aðalfundur Húnvetningafélags-
ins í Reykjavík verður haldinn sunnu-
daginn 18. nóvember kl. 20.30 í húsi
félagsins að Skeifunni 17, 3. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félag-
ar sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórnin
Kertasala í Kópavogi
■ Helgina 17. og 18. nóvember fer
fram hin árlega kertasala Kiwanis-
klúbbsins Eldeyjar. Munu klúbbfé-
lagar banka þá á dyr Kópavogsbúa og
bjóða þeim kerti til kaups. Allur
ágóði rennur til líknarmála í Kópa-
vogi.
Sóleyjarkvæði
í Félagsstofnun
■ Háskólakórinn og Stúdenta-
leikhúsið flytja Sóleyjarkvæði Jó-
hannesar úr Kötlum nú um helgina.
Lögin eru eftir Pétur Pálsson en Árni
Harðarson, stjórnandi kórsins, útsetti
þau. Guðmundur Ólafsson, leikari,
fer með hlutverk sögumanns. Sýning-
arnar verða í Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut föstudag, laugardag
og sunnudag ki. 20.30.
TOLEDO
VOGIR OG
VOGAKERFI
lll;isl.os lif
BÍLDSHÖFÐA 10 - SÍMI 82655