NT - 13.12.1984, Blaðsíða 7
Kristinn og Jónas á tónleikum
Fimmtudagur 13. desember 1984 7
7
Verð í lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskritt 275 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörö Sigurðsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Fréttastj.: Kristinn Haltarímsson
Innblaösstj.: Oddur Olafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþráttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Aðgerða er þörf
■ Ný atvinnutækifæri og nýsköpun á framleiðslu-
sviðinu hafa verið í brennidepli á íslandi á undan-
förnum misserum. Það er ljóst að íslendingar eru nú
í æ ríkari mæli farnir að gera sér grein fyrir þeirri
staðreynd, að hinar hefðbundnu atvinnugreinar
landsmanna, landbúnaður og sjávarútvegur, geta
ekki lengur staðið undir nýjum möguleikum á
atvinnusviðinu. Tækifærin verða að koma úr annarri
átt.
■ Hinn 1. desember
héldu þeir Kristinn Sig-
mundsson söngvari og Jón-
as Ingimundarson píanó-
leikari söngskemmtun í
Háskólabíói í tilefni af því
að þann dag kom út
hljómplata þeirra, hin
fyrsta sem gefin er út með
söng Kristins. harna fluttu
þeir sönglög af plötunni,
auk nokkurra óperuaría.
Kristinn hefur verið við
söngnám í Bandaríkjunum
í vetur og er í sífelldri
framför að dómi þeirra er
telja sig hafa vit á - hann
segir að námið þar vestra
hafi hingað til beinst nær
eingöngu að tækniæfingum,
en eftir áramót byrji hann í
þjálfun hjá Huckaby þeim
sem hingað hefur komið
nokkrum sinnum sem
undirleikari Williams
Parker. Eins og fram hefur
komið í viðtölum við
kennara Kristins eru fram-
farir hans hraðar, því hann
„drekkur í sig tilsögn" -
hann hefur allt sem prýða
má mikið söngvaraefni og
mikinn söngvara.
Á tónleikum sem þessum
eru glæsisöngvar í líkingu
við Hamraborgina,
Hrausta menn og On the
road to Madaley vænlegast-
ir til fagnaðarláta, en þeir
Kristinn og Jónas fluttu
þarna blandaða efnisskrá
þar sem slegið var á ýmsa
strengi: Fyrir hlé voru ís-
lensk verk, m.a. hið glæsi-
lega lag Sverrir konungur
eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, og hin stór-
skemmtilegu barnalög Atla
Heimis Sveinssonar, sem
Kristinn flutti frábærlega
vel. Eftir hlé voru fyrst þrjú
söngljóð eftir Richard
Strauss - þar var Zueignung
hvað eftirminnilegust - þá
þrjú ensk þjóðlög í útsetn-
ingu Brittens, og loks
söngvar og óperuaríur eftir
Tosti, Verdi og Gounod.
Á tónleikunum sýndi
Kristinn hve fjölhæfur
söngvari hann er, jafnvígur
á hár fínan ljóðasöng, gam-
ansemi og dramatískar óp-
eruaríur. Röddin er mikil
en falleg, og hann þarf ekki
að belgja sig í sífellu, eins
og er háttur minni spá-
manna, heldur „syngur
hann amen eftir efninu" -
því miklir söngvarar flytja
áheyrendum tónlist en
stunda ekki raddæfingar á
sviðinu.
Petta voru mjög fínir og
ánægjulegir tónleikar í hví-
vetna hjá þeim félögum og
óhætt að óska þeim til ham-
ingju með þá ekki síður en
plötuna, sem raunar er al-
veg sérlega glæsileg.
S.St.
Kammermúsíkklúbburinn
■ Þeir sem djúpt leggjast um
tónlistaruppeldi þjóðarinnar
telja að hin heistu stórvirki
andans, eins og meiri háttar
sinfóníur Beethovens; eigi að
flytja reglulega: nýtt fólk er
sífellt að bætast í hóp þeirra,
sem hljómleika sækja, og hinir
eldri verða seint þreyttir á að
heyra þessi verk. Og þetta hið
sama á við um önnur öndveg-
isverk og perlur kammertón-
listar - t.d. kvartetta Beethov-
ens, og eins og stjórn Kamm-
ermúsíkklúbbsins hefur nú á-
kveðið, blásarakvintett Carls
Nielsen. Því á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í
Bústaðakirkju 25. nóvember
flutti Blásarakvintett Reykja-
víkur þetta ágæta verk Niel-
sens - ég held það sé í þriðja
sinn á 3 árum sem kvintettinn
er fluttur hér í bænum. Ég tek
undir þetta mat Kammermúsík-
klúbbsins á málinu, því bæði
er Nielsen-kvintettinn eitt
ágætasta verk sinnar tegundar
sem samið hefur verið, og í
Blásarakvintett Reykjavíkur
er komið „hljóðfæri“ sem get-
ur gert honum skil með miki-
um sóma. Raunar held ég að
kammermúsík hafi aldrei stað-
ið með jafnmiklum blóma hér
í bænum eins og nú, því hér
eru nú hópar manna, streng-
leikarar, blásarar og píanistar,
sem æfa kammertónlist reglu-
lega og halda tónleika sem eru j
hver öðrum betri og fullkomn-
ari, svo sem heyra má á tón-
leikum Kammermúsíkklúbbs-
ins, Kammersveitar Reykja-
víkur, á Háskólatónleikum, og
víðar.
Carl Nielsen (1865-1931) er
hið stóra, danska tónskáld,
höfundur sex sinfónía sem
sumar hverjar hafa verið flutt-
ar hér við mikla hrifningu,
þriggja konserta (fyrir fiðlu,
klarinettu og flautu - flautu-
konsertinn flutti S.í. og Bern-
harður Wilkinsson um
daginn), tveggja ópera og ým-
issa kammerverka. Sagan segir
að hann hafi samið blásara-
kvintettinn sérstaklega fyrir
Blásarakvintett Kaupmanna-
hafnar, og að raddirnar fimm
endurspegli skapgerðarein-
kenni hinna ýmsu hljóðfæra-
leikara. Hann ætlaði síðan að
semja konsert fyrir hvern
þeirra, en lauk ekki nema
tveimur, flautu- og klarinettu-
konsertnum. Hinn síðar-
nefndu er sagður svívirðilega
erfiður að spila, enda ekki
verið fluttur hér ennþá, hvað
sem síðar kann að verða.
Blásarakvintett Reykjavík-
ur skipa þeir Bernharður Wilk-
insson (flauta), Daði Kolbeins-
son (óbó), Einar Jóhannesson
(klarinetta), Joseph Ognibene
(horn) og Hafsteinn Guð-
mundsson (fagott). Kvintett-
inn er nú á fjórða starfsári
sínu, og geysilega góður, enda
æfa þeir saman vikulega, en
oftar þegar tónleikar eru í
aðsigi.
Næst fluttu Bernharður
Wilkinsson og Anna Málfríður
Sigurðardóttir flautusónötu
eftir Francis Poulenc (1899-
1963), samda 1956. Fransmenn
hafa samið mikið af svona
blásarasónötum á þessari öld
og sumar góðar - þetta er
heldur skemmtileg tónlist og
stundum með smá-jazz-ívafi,
og þau Anna Málfríður fluttu
hana mjög vel. Ég hefi haft
tröllatrú á Önnu Málfríði sem
kammer-píanista síðan hún
spilaði Brahms-sónötu með
Éinari Jóhannessyni í fyrra
eða hitteðfyrra með dæmalaus-
um léttleik og ágætum, og sú
trú stendur enn óhögguð.
Loks fluttu þau kvintett
Beethovens fyrir píanó, óbó,
klarinettu, horn og fagott, op.
16. Kvintett þessi er saminn
1796, þegar skáldið var 26 ára
og ekki orðinn verulega stór,
enda jafnast hann í engu á við
sams konar kvintett Mózarts.
Engu að síður var gaman að
heyra hann, vel fluttan og
glæsilega.
Blásarakvintettar
á Háskólatónleikum
En Blásarakvintett Reykja-
víkur gerði það ekki enda-
sleppt við Reykvíkinga, því
28. nóvember var hann enn á
ferðinni, á Háskólatónleikum
í Norræna húsi. Á efnisskránni
voru tveir kvintettar, í g-moll
op. 56 eftir Franz Danzi (1763-
1826) og í As-dúr op. 14 eftir
Gustav Holst (1874-1934).
Blásarakvintett Reykjavíkur
hefur komið fram á Háskóla-
tónleikum á hverju ári síðan
hann var stofnaður fyrir fjór-
um árum, og gefið áheyrend-
um sýnishorn af þeirri fjöl-
breyttu, fjörlegu og stundum
prýðilegu tónlist sem skrifuð
hefur verið fyrir þessi hljóð-
færi. Því miður eiga Reykvík-
ingar, og vafalaust aðrir ís-
lendingar, langt í land að læra
að meta blásarakvintetta að
verðleikum, svo sem aðsókn
að þessum tónleikum sýni.
Tónleikanefnd Háskólans lítur
hins vegar ekki á það sem
hlutverk sitt að flytja „tónlist
fyrir fjöldann", nema svo vilji
til að sú stefna falli saman við
aðalstefnumið nefndarinnar,
að gefa tónlistarmönnum kost
á að flytja þá tónlist sem þeir
vilja sjálfir - fyrst og fremst
áhugaverða tónlist, og gjarnan
sjaldheyrða. Sem hvort
tveggja voru eiginleikar sem
prýða ofangreinda kvintetta
eftir Danzi og Holst - mér er
það mjög til efs að þeir hafi
heyrst hér áður. Þó verður
aldrei um slíkt fullyrt án þess
að rannsókn hafi farið fram,
því heimurinn er eldri en marg-
ur hyggur, og fyrri tíðar menn
voru sitthvað að bralla sem oss
grunar síst.
Sig.St.
íslendingar hafa löngum þótt lítt fyrirhyggjusamir
og eiga erfitt með að skipuleggja langt fram í tímann.
í viðskiptalífinu hefur þetta þjóðareinkenni m.a.
komið fram í aðgerðum, sem eiga að leiða til
skjótfengis gróða. Menn hafa frekar byggt fyrirtæki
sín á sandi en kletti, ef ágóðavonin er annars vegar.
Mýmörg dæmi um þetta sjást út um allt, en þó
aðallega á þjónustu- og milliliðasviðinu. Steinsteypu
kastalar á höfuðborgarsvæðinu bera þess best vitni.
Þessi þjóð þarf að framleiða raunveruleg verð-
mæti, og sem betur fer eru margar hugmyndir um
nýsköpun atvinnulífsins komnar fram. Hugtök eins
og „háþróaður rafeindaiðnaður“ og „lífefnaiðnaður“
eru nú á hvers manns vörum, enda þótt minna hafi
reyndar orðið af framkvæmdum enn sem komið er.
Þá eru hugmyndir um álver við Eyjafjörð og
kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð önnur dæmi
um stórhuga aðgerðir og að mörgu leyti nærtækari.
Þegar við leggjum út í slíkar framkvæmdir verðum
við strax í upphafi að temja okkur að hugsa í árum,
en ekki dögum. Eins og kom fram í NT í gær munu
t.d. líða tíu ár þangað til álver við Eyjafjörð gæti tekið
til starfa, jafnvel þótt ákvörðun um byggingu þess
væri tekin strax í dag.
Verði teknar ákvarðanir um viðamiklar fram-
kvæmdir á framleiðslusviðinu verða menn að hafa
nokkur atriði í huga. í fyrsta lagi kemur ekki til
greina, að erlendir aðilar eigi meirihluta í fyrirtækinu
á íslandi. Reynslan hefur kennt okkur að forðast þau
örlög. í örðu lagi verðum við að gera okkur grein
fyrir, að hinn frjálsi markaður á íslandi getur ekki
staðið bak við stórfyrirtæki eins og kísilmálmverk-
smiðju eða álver. Til þess er íslenskur fjármagns-
markaður of lítill. í þriðja lagi ættum við að gera
okkur grein fyrir, að ríkiseign er ekkert bannorð, svo
framarlega sem það ástand ríki aðeins meðan á
uppbyggingartíma stendur. Að honum loknum á hið
opinbera að selja hlut sinn til almennings, því öðru
vísi fær fyrirtæki ekki það aðhald, sem nauðsynlegt
er í öllum rekstri.
Þessar staðreyndir leiða til einfaldrar niðurstöðu.
Ný sókn í atvinnumálum verður ekki að raunveru-
leika nema með samvinu almennings og ríkis og án
þátttöku erlendra aðila, nema þá í minnihluta.
í þessu sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir, að tíminn vinnur ekki með okkur, því þörfin
er þegar orðin mikil. Eins og kemur fram í NT í dag
verðum við að skapa 20 þúsund ný störf á næstu
árum, eigi ekki að verða stórfellt atvinnuleysi í
landinu. Þess vegna eigum við ekki að hika lengur,
því aðgerða er þörf. Þess vegna eigum við að hefja
strax framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju á Reyð-
arfirði jafnvel þótt óljóst sé um þátttöku erlendra
aðila. Undirbúningur að því fyrirtæki er þegar
kominn langt og ljóst er að um viðunandi arðsemi
verður að ræða , jafnvel þótt fyrstu árin gætu orðið
okkur erfið. Aðalatriðið er, að aðgerða er þegar þörf.