NT - 13.12.1984, Qupperneq 13
■ Maserati Biturbo er sá sem mesta áherslan er á hjá De Tomaso veldinu í dag, hér er nýjasta
útgáfan, Biturbo S með 2,5 lítra vél. M-mvnd: a,\
DeTomasoveldið
Italinn Alessandro De Tomaso á sjálfur og
rekur þrjár blómlegar bílaverksmiðjur
■ De Tomaso Pantera hefur
alltaf verið sá sem helst heldur
nafni Alessandros sjálfs á lofti
og hér sést nýjasta útgáfa hans,
Pantera GTS.M-mvnd: aa
■ Innoccnti Mini hefur alltaf
verið geysivinsæll á Ítalíu og
þessir nýju með þriggja
strokka Daihatsu vélinni selj-
así eins og heitar lummur.
■ Alessandro De Tomaso
heitir maður ítalskur. Hann er
einn síðustu manna í heimi til
að eiga sjálfur og persónulega
bílaverksmiðju, og það fleiri
en eina. Öfugt við svo marga
mæta kollega hans ítalska hef-
ur veldi De Tomaso vaxið
jafnt og þétt í gegnum árin og
stendur nú með meiri blóma
en nokkru sinni frá upphafi.
Fyrsti bíll til að bera nafn
De Tomaso ættarinnar út um
heimsbyggðina var Pantera
sem varð til í samvinnu við þær
amerísku Ford-verksmiðjur í
Dearborn, Michigan. Formúl-
an var þekkt, ítölsk hönnun og
amerískir hestar, um þrjú-
hundruð talsins á stalli bak við
ökumann og farþega. De Tom-
aso Pantera var svar Ford við
Chevrolet Corvette og sem
sportbíll gat hann skilið Cor-
vettuna eftir standandi ráða-
lausa. Annað mál var að slá
henni við í sölu og sannfæra
Norður-Ameríkubúa um að
silkibossum þeirra væri betur
fyrir komið í hreinræktaðri
ítalskri Gran Turismo keyrslu-
græju en gömlu góðu Corvett-
unni. Það létu Kanar ekki
segja sér og Ford bakkaði hið
snarasta út úr öllum stóru áætl-
unum með brennda fingur. De
Tomaso gafst þó ekki upp og
hélt framleiðslunni áfram og
gerir enn, fær Cleveland 351
V8una skipaða yfir pollinn og
smíðar sínar Panterur þótt
liðnir séu hátt í tveir áratugir
frá hönnun hennar.
Aðalmaðurinn að baki ítal-
ska ævintýrinu hjá Ford var
Lee nokkur lacocca (já, reynið
bara að bera eftirnafnið fram!)
sem varð frægur fyrst fyrir að
vera rekinn af efstu hæðum
Ford Motor Co. þegar hann
var þar kominn á toppinn.
Hann tók þá að sér leifar
Chrysler Motor Co sem var
minnsta og skuldugasta sam-
steypan af „The Big 3“, (hinar
eru General Motors og Ford).
Lee tókst hið ómögulega að
endurreisa Chrysler á fáum
árum upp í hið grQðamesta og
blómlegasta af þeim fjórum
fyrirtækjum sem fjöldafram-
leiða bíla í Bandaríkjunum.
En Lee Iacocca hefur ekki
gleymt vini sínum Alessandro.
Innan skamms er væntanlegur
á markað nýr bíll sem bera á
De Tomaso Pantera nafnið
með Chrysler vél í miðjunni.
Til marks um breytta tíma
mun gamla góða Mopar áttan
ekki snúa afturhjólum Pantera
árgerð ’86 heldur fjögurra
strokka 2,2 lítra vélin sem
knýr nær alla Chrysler nútím-
ans, með forþjöppun að auki.
Þá opnast mikill markaður fyr-
ir De Tomaso þar sem nýja
Panteran á að passa inn í
Chryslerlínuna og verða seld í
gegn unr sölukerfi Chrysler í
Bandaríkjunum alveg eins og
sú gamla í gegn um Ford á
sínum tíma. Enginn á þó von
á sömu hrakförum og Panteran
varð fyrir '68-’70 nema aðstæð-
ur á Bandaríkjamarkaði breyt-
ist mikið á skömmum tíma, og
það hefur svo sem gerst áður.
Þetta eru alls ekki einu nýju
fréttirnar af hinum duglega De
Tomaso og bílum hans. Fyrir
nokkrum árum eignaðist hann
hinar virtu gömlu smiðjur
Maserati sem í gegnum árin
hafa smíðað eina bestu og
sérstæðustu sportbíla Ítalíu.
Fjárhagurinn hefur oft staðið á
völtum fótum og trúlofun Mas-
erati og Citroén seinni hluta
sjöunda áratugarins og í byrj-
un þess áttunda varð báðum til
tjóns, fóru báðir á hausinn upp
úr því. Síðan þá hefur leiðin
legið upp á við undir fimri
stjórn Álessandros sem verið
hefur einkar laginn við að
koma fjárhagnum á réttan kjöl
og styrkja hann. Eitt mikilvæg-
asta skrefið var að setja á
markað bíl sem gerður var
fyrir miklu stærri kaupenda-
hóp og margfalt meiri fram-
leiðslu en nokkur Maserati
áður, Maserati Biturbo. Eins
og nafniö bendir til er hann
búinn tveirn afgasforþjöppum
á gömlu góðu V6una og var
fyrsti bíll til að koma með 3
ventla á strokk. Þessi undra-
fína 200 hestafla vél er í bíl
sem líkist BMW 300 línunni
alveg ótrúlega nrikið, og
fjöðrunin er meira að segja
eins uppbyggð aftan og
framan. Fyrir stuttu bættust
við 2 nýjar útgáfur af Maserati
Biturbo, ein fjögurra dyra og
önnur með aðeins stærri og
kraftmeiri vél sem eiga að
stækka enn kaupendahópinn.
Þótt framleiðslan hafi marg-
faldast eru Biturboarnir búnir
handunninni innréttingu úr
leðri og kjörviði og halda þeim
töfrum sem Maserati nafnið
hefur áratugum saman vakið í
hugum manna.
Enn er ónefnd sú deild De
Tomaso ríkisins sem er fætur
og rætur undir hinum, smábíla-
verksmiðjan Innocenti. Eftir
1960 seldist Austin Mini svo
grimmt á Ítalíu að ekki þótti
sæma útlendum bíl, svo Dc
l’omaso stofnaði Innocenti til
að setja þá saman heimafyrir.
Innocenti kom fótunum undir
bílaveldi De Tomaso og 1976
lét hann hinn fræga sjálfstæða
bílahönnuð Bertone teikna
ljómandi falleg og ný klæði á
gamla góða Miniinn. Sá nýi
hclt krami þess gantla en var
nýtískulegri, rúmbetri með
afturlúgu sem veitti betri að-
gang að miklu stærra farang-
ursrými.
Gúmmífjöðrunin og gamli
blývélahlunkurinn var svo Iát-
inn fjúka 1980/81 þegar De
Tomaso gerði samning um
kaup á þriggja strokka vélum
frá Daihatsu í Japan, bensín,
dísel og turbo sem eru þær
sömu og við þekkjum í Dai-
hatsu Charade. Þannig útbú-
inn magnaðist Miniinn upp um
allan helming og til þess að
leggja áherslu á sparnaðinn
sem hlaust af fækkun strokk-
anna um einn var m.a. gerð
auglýsing þar sem fjórir
skuggalegir olíufurstar standa
með olíupístólu í hendi og er
feitum krossi slegið yfir þann
fjórða. Með fylgdi texti þar
sem landslýður er hvattur til
að minnka olíugróða arabanna
unt fjórðung með því að kaupa
þriggja strokka Innocenti
Mini. Þetta var á viðkvæmum
tímum þegar heimurinn var í
einu móðursýkiskastinu af
mörgum yfir orkuauölindum
og fór þessi útbreidda auglýs-
ing svo illilega fyrir brjóstið á
ráðamönnum sumra arabaríkj-
anna að þeir hótuðu tafarlausri
stöðvun allrar olíusölu til ítal-
íu.
Þeirri eldfimu milliríkja-
deilu lauk ekki fyrr en ríkis-
stjórn Ítalíu hafði kyngt stolti
sínu og borið aröbum auð-
mjúkar afsakanir fyrir móðg-
unina áður en Ítalía varð
olíulaus. Auðvitað vakti allt
heila málið meiri athygli á bíln-
um en tíu sinnum fleiri auglýs-
ingar hefðu gert!
En þetta var nú útúrdúr.
© ©
M%Globusa Lágmula 5, Keykjavik, síini 81555. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200
© ©
Bílasala Garðars BíLVANGURsf.
Borgartúni 1 sími: 19615 HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Viftureimar, platinur, kveikjuhamar og þéttir.
bremsuvokvi, varahjólbaröi. tjakkur og nokkur verkfæri
Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum
a neyðarstundum