NT - 09.01.1985, Page 19
Miðvikudagur 9. janúar 1985 19
lil 'v'^_ Útlönd
■ Bretar vilja gjarnan fá Karl Bretaprins sem konung.
Bretum líst vel
á Karl sem kóng
en hann þekkir ekki hlutverk sitt
London-Keutcr
■ Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun vill meirihluti Breta að
Elísabet drottning víki fyrir
Karli Bretaprinsi.
Sams konar könnun var 1980
en þá voru 2/3 spurðra andvígir
afsögn Elísabetar.
Niðurstöður könnunarinnar
sem tímaritið Woman lét gera.
voru þær að 52% spurðra voru
hlynntir afsögninni.
Prinsinn er ntjög vonsvikinn
yfir því að þurfa að bíða ef til
vill árum saman eftir stöðu-
hækkun eða svo segja greina-
höfundar breskra blaða.
Haft er eftir Karli:„Mitt mesta
vandanrál er að ég veit í raun og
veru ekki hvert hlutverk mitt er
í lífinu."
En starfsframi embættis-
manna er iðulega hægfara.
Tímaritið sagði að í sarnan-
burði við Díönu væri Elísabet
drottning og hennar fólk orðið
gamaldags og til að auka vi'n-
sældir sínar ætti Elísabet að
leggja áherslu á unglegra yfir-
bragð.
Bretland:
Prinsessu sagt að
hætta reykingum
London-Reuter
■ Læknar hafa ráðlagt
Margréti prinsessu í Bretlandi
að hætta reykingum eftir að þeir
neyddust til að taka annað lunga
hennar með skurðaðgerð fyrir
nokkrum dögum.
Margrét, sem er 54 ára
gömul, hefur að jafnaði reykt
frá 40 og upp í 60 sígarettur á
dag. Fyrrverandi eiginmaður
hennar, Snowdon lávarður,
mun hafa reynt árangurslaust
að fá hana til að hætta að reykja
þau átján ár sem þau voru gift.
Breska dagblaðið The Sun
hefur eftir góðum vini prinsess-
unnar, Norman Lonsdale, að
hún hafi ekki farið dult með ást
sína á reykingum en nú gæti
kannski verið að hún skipti um
skoðun.
■ Margrét prinsessa.
íkveikju- og
sprengjutilræði
Nijmejien-Holland-Reuler
■ Skæruliðasamtök sem
berjast gegn kynþáttaað-
skilnaðarstefnunni í Suð-
ur-Afríku segjast bera
ábyrgð á árás á einbýlishús
olíukaupmanns í Hol-
landi. Samtökin kveiktu í
liúsi kaupmannsiris,
I bréfi sem samtökin
sendu hollcnskri frétta-
stofu kemur fram ;ið kaup-
maðurinn. John Deuss
eigandi Transworld Oil,
sclji olíu til Suður-Afríku
þrátt fyrir viðskiptabann
Sameinuðu þjóðanna.
Samtökin scm kalla sig
„Brennuvargar gegn kyn-
þáttaaðskilnaði" hafa ekki
áður komið fram á sjónar-
sviðið. í árásinni á ein-
býlishúsið var bensín-
sprengjum varpað og urðu
miklar skemmdir á luis-
inu.
Talsmaður lögrcglunn-
ar skýrði frá því að cld-
sprengjur hefðu jafnframt
fundist í nágrenni skrif-
stofu Transworld Oil cn
kuldarnir í Evrópu hefðu
komið í veg fyrir að þær
virkuðu.
Fjölskylduharmleikur í Brasilíu:
Myrti foreldra og ' BLAÐBERA VANTAR
þrju systkmi sin , Mátti ekki spila á plötuspilarann | | ÆGISÍÐA EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á KVISTHAGI FORNHAGI BIÐLISTA í ÖLL HVERFI HOFSVALLAGATA
Sao Paulo-Keuler
■ 18 ára ungmenni banaði
móður sinni, föður. tveim
bræðrum og systur eftir mikið
rifrildi um hávaðann í plötuspil-
aranum hans. Atburðurinn
gerðist í fyrrinótt að sögn lög-
reglunnar.
Talsmaður lögreglunnar
sagði Roberto Agostinho Peuk-
Frakkar
fánýtt
dagblað
París-Reuler
■ Nýtt franskt dagblað,
Paris Ce Soir, hóf göngu
sína í þessari viku. í fyrsta
leiðara blaðsins segir m.a.
að almenningur sé þreytt-
ur á tilbúnum dagblaða-
stríóum milli hægri og
vinstri.
Aðalskríbent blaðsins er
Francois Jobert sem bæði
hefur setið í hægri- og
vinstrisinnuðum ríkis-
stjórnum. Blaðið er í eigu
iðnjöfursins Pierri Planc-
her og blaðamenn þess
eru flestir mjög ungir. ný-
útskrifaðir úr háskólum
eða blaðamannaskólum.
ert Valente hafa viðurkennt ver-
knaðinn og sagt ástæðuna að
móðir hans hefði slökkt á plötu-
spilaranum og öskrað á hann
„slæpingsdruslan þín“.
Drengurinn sagðist hafa ætl-
að að kenna móður sinni að
svona langt gæti hún ekki
gengið, hann ákvæði það sjálfur
hvenær hann færi að sofa.
Hann hlóð byssu föður síns.
Mario, og skaut til bana alla
meðlimi fjölskyldunnar. Hann
stakk líkin hnífi, skar þau síðan
á hol til að fullvissa sig um að
þau væru ekki með nokkru
lífsmarki. Líkin losaði drengur-
inn sig við í nærliggjandi götu.
Júgóslavar handteknir:
Smygluðu heróíni
til Vesturlanda
Bclgrad-Reuter
■ 15 Júgóslavar eru ákærðir
fyrir heróínsmygl til Vestur-
landa. Júgóslavarnir voru
ákærðir í gær í Belgrad fyrir
framleiðslu og smygl á eiturlyfj-
unr, aðallega heróíni.
Júgóslavarnir sem flestir eru
á fertugsaldri, voru handteknir
í júlí s.l. í Skopje, höfuðborg
Makedóníska lýðveldisins í
Suður-Júgóslavíu.
Þeir eru ákærðir fyrir fram-
leiðslu, dreifingu og smygl á að
minnsta kosti 25 kílóum af her-
óíni, 11 kílóunr af ópíum og sjö
kílóum af kókaíni.
Höfuðpaur hópsins,
Arijan Kaliu, sat í fangelsi í
Bandaríkjunum fyrir eiturlyfj-
asmygl en tókst að flýja aftur til
Júgóslavíu og endurreisti starf-
semi sína.
Síðumúli 15. Sími 686300