NT - 18.01.1985, Page 9
Annar hver ölvaður öku-
maður hátt yfir mörkunum
■ Umþaðbilhelmingurallra
þeirra sem teknir voru, grun-
aðir um ölvun við akstur
reyndust vera himinhátt yfir
leyfilegum mörkum. Tíundi
hver slapp með skrekkinn, þar
eð áfengismagn í blóðinu var
undir 0,5%o.
Þessar upplýsingar er m.a.
að finna í nýútkominni bók
eftir dr. Þorkel Jóhannesson
um vímugjafa o.fl. sem ber
heitið Lyfjafræði miðtauga-
kerfisins.
Þess eru jafnvel þó nokkur
dæmi að menn hafi verið teknir
akandi með yrir 3%o í blóðinu
en þá er komið upp undir þau
mörk að menn fara að geta átt
von á banvænni áfengiseitrun.
Hætta á banvænni eitrun er
talin vera fyrir hendi þegar
áfengisinnihald blóðsins er
komið yfir 3,5%o og ef áfengis-
magnið fer yfir 5%o er sjaldgæft
að menn lifi af.
Samkvæmt skilgreiningu
umferðalaga, telst sá ekki fær
um að stjórna ökutæki af fullu
öryggi sem hefur meira en
0,5%o af alkóhóli í blóðinu.
Dr, ix«k<'!l jóHannossort
LYFJAFRÆÐI
tlÐTAUGAKERFISlNÍ
NOKKRIR HÖFUÐDRÆTTIR
HELSTU VÍMUG)AFAR
MmnunwUráVmi’vli'' 'hblvt'
Þegar áfengismagnið er komið
upp í 1,2%o telst maðurinn hins
vegar alls kostar ófær um að
stjórna ökutæki.
Áfengi sem lyf
Dr. Þorkell telur í bók sinni
að áfengi sé í sjálfu sér nothæft
sem róandi, svefn-, og verkja-
deyfandi lyf. Sé miðað við 70
kg líkamsþyngd og fastandi
maga, telur hann mega áætla
að 2-4 barskammta þurfi til að
ná fram róandi verkun og 3-6
barskammta til að ná svefn-
verkun.
Séu þessar tölur yfirfærðar í
prómill, næst róandi verkun
við 0,4-0,7%o en svefnverkun
við 0,7-1,2%o. Auk þess bendir
dr. Þorkell á að þegar áfengis-
magn í blóðinu sé komið í ca
l%o hafi það í för með sér
umtalsverð verkjadeyfandi
áhrif.
Sé áfengi notað sem lyf eiga
skammtarnir sem sagt ekki að
fara yfir l,2%o. Sá galli er þó á
notkun áfengis sem lyts, að
sögn dr. Þorkels, að mönnum
er í sjálfsvald sett hve stóra
skammta þeir nota og hversu
oft. þar eð lyfseðils er ekki
krafist þegar þetta lyf er keypt.
svo sem gildir um lyf sem hafa
hliðstæðar verkanir.
Bókin, Lyfjafræði mið-
taugakerfisins, er nær 200 bls.
að lengd og á bókarkápu segir
að hún sé í senn grunntexti
handa háskólastúdentum og
uppsláttarrit handa framhalds-
skólanemendum og öðrum.
í bókinni er fyrst og fremst
lýst verkunum ýmissa lyfja og
efna á miðtaugakerfið en
einnig er verulegu rúmi varið í
að fjalla um misnotkun lyfja
og annarra ávana- og fíkni-
efna.
■ Ökuskírteinið í lagi. - Þá er það blaðran, Ijúfurinn!
Afgreiðslutími lyfjabúða utan Reykjavíkur
Seltjarnarnes Afgreiðslutími Kl.
Nesapótek Mánudaga-föstudaga 9-19
Mosfellssveit Laugardaga 10-12
Mosfells Apótek Mánudaga-föstudaga 9-18:30
Kópavogur Laugardaga 9-12
Apótek Kópavogs Mánudaga-föstudaga 9-19
Hafnarfjörður Hafnarfjarðar Apótek og Laugardaga 9-12
Apótek Norðurbæjar Auk framangreinds almenns afgreiðslutíma skulu 1 yfjabúðirnar vera opnar til skiptis eina viku ísennumhelgarogá almennum frídögum sem Mánudaga-föstudaga 9-18:30
hérsegir: Laugardaga 10-13
Keflavík Helgid. og alm. frídaga 10-12
Apótek Keflavíkur Mánudaga-föstudaga 9-19
Grindavík Laugard., helgid. og alm. frídaga 10-12
Apótek Grindavíkur Akranes Mánudaga-föstudaga 9-12:30 og 14-18
Akraness Apótek Mánudaga-föstudaga 9-18:30
Laugardaga 10-13
Borgarnes Sunnudaga og aðra helgid. 13-14
Borgarness Apótek Stykkishólmur Mánudaga-föstudaga 9:30-18
Stykkishólms Apótek Patreksfjörður Mánudaga-föstudaga 9-12:15 og 13:15-18
Patreks Apótek Isafjörður Mánudaga-föstudaga 10-12 og 13:15-18
ísafjarðar Apótek Mánudaga-föstudaga 9-18
Blönduós Laugardaga 11-12
Blönduóss Apótek Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13:30-18
Sauðárkróks Apótek Sigluljörður Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13-18
Siglufjarðar Apótek Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13:30-18
Afgreiðslutími Kl.
Dalvík
Dalvíkur Apótek Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13:15-18
Akureyri
Akureyrar Apótek og Mánudaga-fimmtudaga 9-18
Stjörnu Apótek Föstudaga 9-19
Auk framangreinds almenns afgreiðslutíma skulu lyfjabúðirnar vera
opnar til skiptis eina viku
ísenn,sem hérsegir: Mánudaga-föstudaga 18-19
Laugard.,helgid.og 11-12 og
alm.frídaga 20-21
Húsavík
Húsavíkur Apótek Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13-18
Laugardaga 9-12
Egilsstaðir
Egilsstaða Apótek Mánudaga-föstudaga 10-12 og 13:30-18
Laugardaga 10-12
Seyðisfjörður
Apótek Austurlands Mánudaga-föstudaga 10-12 og 14-18
Laugardaga 10-12
Neskaupstaður
Nes Apótek Mánudaga-fimmtudaga 9-12 og 13-18
föstudaga 9-12 og 13-18:45
Höfn, Hornafirði
Hafnar Apótek Mánudaga-föstudaga 9-12 og 13:30-18
Vestmannaeyjar
Apótek Vestmannaeyja Mánudaga-föstudaga 8:45-12:30 og 14-18
Hella
Rangár Apótek Mánudaga-föstudaga 9:15-12:15 ogl4-17:30
Selfoss
Selfoss Apótek Mánudaga-föstudaga 9-18:30
Laugardaga, sunnudaga 10-12
Hveragerði
Ölfus Apótek Mánudaga-fimmtudaga 9-12og 13-18
Föstudaga 9-12 og 13-18:30
Laugardaga 10-12
25
■ Á þessu súluriti, sem tekið er úr bók dr. Þorkels Jóhannesson-
ar, Lyfjafræði miðtaugakerfisins, sést að um helmingur þeirra
sem teknir voru vegna ölvunar við akstur á árunum 1973-1982,
höfðu yfir l,5%o af alkóhóli í blóðinu. Þetta er vel yfir þeim
mörkum, sem samkvæmt umferðalögum gera menn með öllu
ófæra um að aka bíl.
Alls voru á þessu tíu ára tímabili tekin 24.000 blóðsýni sem
jafngildir því að meira en eitt og hálft prósent allra íslendinga á
bílprófsaldri hafi verið grunaður um ölvunarakstur á ári hverju á
þessu tímabili.
Eins og fremsta súlan sýnir reyndust þó um 10% hinna grunuðu
vera undir leyfilegum mörkum.
Þú verður fyllri
á fastandi maga!
■ Það er eins gott að fá sér
vel að borða, áður en farið er
á barinn. Þ.e.a.s. ef ekki er
stefnt að því að verða ósjálf-
bjarga af völdum ölvunar á
tiltölulega skömmum tíma.
Súluritið sýnir niðurstöður
tilraunar sem gerð var á fjórum
mönnum. Svörtu súlurnarsýna
áfengismagn í blóði þeirra sem
höfðu borðað staðgóðan mat
einni og hálfri klst. áður en
tilraunin hófst en hvítu súlurn-
ar sýna hins vegar hversu mikið
áfengismagn mældist í blóði
hínna, sem svolgruðu í sig
veigarnar á fastandi maga.
Til þess að ekkert færi á rriiili
mála, var tilraunin gerð tvisvar
með viku millibili og í síðara
sinnið var skipt um hlutverk,
þannig að þeir sem drukkið
höfðu á fastandi maga í fyrra
skiptið voru nú saddir og öfugt.
Varla þarf að taka fram að
þeir fjórir menn sem tilraunin
var gerð á, drukku allir sama
magn og á jafnlöngum tíma.
Eins og sjá má á súluritinu,
sem tekið er úr nýútkominni
bók dr. Þorkels Jóhannesson-
ar, Lyfjafræði miðtaugakerfis-
ins, er munurinn talsvert mikill
og í vissum tilfellum allt að því
tvöfalt rneira magn sem mælist
í blóði þess sem drekkur á
fastandi maga og því vissara að
næra sig vel áður en sest er að
sumbli - nema náttúrlega að
þú sért að spara...